Morgunblaðið - 27.10.1987, Qupperneq 25
fremst að skoðast sem skattahækk-
anir, þar sem hin almenna sölu-
skattsprósenta var ekki lækkuð.
Landssambandið hefur lýst því yfír,
að það sé hlynnt virðisaukaskatti,
svo fremi að skatthlutfallið verði
mun lægra en er $ söluskatti og
ekki verði sett upp millifærslubákn,
eins og rætt heftir verið um til þess
að stýra neyslu og framleiðslu í
landinu í tiltekinn farveg. Viðbrögð-
in við því skrefí, sem síðast var
boðað og sumir nefna matarskatt-
inn, benda alls ekki til, að einhver
pólitísk samstaða sé að takast um
neysluskatt, sem einhver skynsemi
sé í. Landssambandið getur ekki
stutt þann hrærigraut, sem sölu-
skatturinn er nú orðinn og getur
heldur ekki sætt sig við þá stór-
felldu aukningu á skattheimtu sem
fólst í frumvarpi síðustu ríkisstjóm-
ar um virðisaukaskatt.
Ef menn eru ekki reiðubúnir að
koma upp neysluskatti, sem lúti að
einhveiju leyti lögmálum skynsem-
innar, er fyllilega ástæða til þess
að spyija þeirrar spumingu, hvort
það var rétt stefna að draga úr
vægi beinna skatta í tekjuöflun
ríkissjóðs. Óbeinir skattar em þess
eðlis, að oft getur verið tiltölulega
auðvelt fyrir stjómmálamenn að
fela skattahækkanir í formi þeirra,
ekki síst þar sem verðlag er eins
óstöðugt og hér á landi. Beinir
skattar hafa hins vegar beinni og
augljósari áhrif á pyngju manna,
ekki.síst eftir að staðgreiðsla þeirra
verður tekin upp. Með auknu vægi
beinna skatta mætti gera sér vonir
um, að jákvæð umfjöllun yrði um
mikilvægi þeirrar margvíslegu þjón-
ustu og útgjalda sem hið opinbera
stendur fyrir, og að útgjöld og starf-
semi hins opinbera yrðu háð strang-
ara mati á arðsemi og notagildi en
nú er.
Sjávarútvegs- og
iðnaðarstefna
Landssamband iðnaðarmanna og
hlutaðeigandi aðildarfélög þess
hafa löngum barist fyrir skilningi
á þeim iðnaði, sem tengist sjávarút-
vegi. Að undanfömu hefur verið að
koma sífellt betur í ljost, að þetta
er það svið iðnaðar, þar sem íslend-
ingar eiga hvað mesta möguleika.
Nægir þar að benda á mikla aukn-
ingu útflutnings á þessu sviði.
Einnig sannaði þessi iðnaður með
árangursríkum og eftirminnilegum
hætti, hvað í honum býr á alþjóð-
legu sjávarútvegssýningunni, sem
haldin var í Reykjavík í síðasta
mánuði. Landssambandið hefur
sérstakiega bent á, að marka bæri
þá stefnu hér á landi að nýta alla
þá möguleika, sem gjöfular auðlind-
ir sjávar í kringum landið bjóða upp
á, ekki bara til veiða og vinnslu,
heldur og til þróunar fjölbreytts
iðnaðar í tengslum við sjávarútveg.
Ekki hvað síst hefur Landssam-
bandið bent á, að það gæti ekki
samræmst hagsmunum þjóðar-
heildar að beina skipasmíðum og
viðgerðum í stórum stfl til erlendra
aðila.
En það er einnig nauðsynlegt
fyrir þessa þjóð, að skoða betur en
stundum hefur verið gert nokkur
grundvallaratriði í eigin málum.
Miklar umræður eru nú uppi um
stefnuna í sjávarútvegsmálum. Sú
staðreynd, að stærsti útflutningsat-
vinnuvegur þjóðarinnar byggir á
sameiginlegri náttúruauðlind, en án
sérstakrar gjaldtöku, hefur þau
Skaftafell:
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
25
grundvallaráhrif á gengisskrán-
ingu, að gengi íslensku krónunnar
er jafnaðarlega hærra og auk þess
óstöðugra en verið gæti, ef gjald
væri tekið fyrir veiði í íslenskri land-
helgi. Afkomuskilyrði iðnaðar og
annarrar innlendrar verðmæta-
sköpunar, eru af þessum sökum
lakarí en ella væri. Það blasir einn-
ig við, að sú aðferð, sem reynd
hefur verið að undanfömu, að
stjóma fiskveiðum með kvótakerfí
hefur gefist misjafnlega. í stefnu-
skrá Landssambands iðnaðar-
manna hefur ámm saman verið að
fínna þá áskomn til íslenskra
stjómvalda, að þau kanni rækilega,
hvaða áhrif það hefði á efnahags-
og atvinnulíf hef á landi að taka
upp veiðileyfasölu eða auðlinda-
skatt í stað núverandi kvótakerfís,
en gengi islensku krónunnar yrði
lækkað á móti, til þess að raska
ekki afkomu í sjávarútvegi. Verð-
áhrifum vegna lækkaðs gengis yrði
mætt með lækkun óbeinna skatta,
sem næmi tekjum af veiðileyfasölu.
Engin brejrting hefur orðið, sem
ógildir þessa tillögu, heldur er þvert
á móti mjög tímabært að gefa þess-
ari leið alvarlega gaum, nú þegar
sú staðreynd blasir við, að veiði-
heimildir ganga kaupum og sölum.
Eina skýringin á því, að ekki hefur
verið hugað að þessari leið, er sú,
að menn hefur skort þor til að skoða
með opnum hug slíkar gmndvallar-
breytingar. Ég vek athygli á því,
að hæfustu innlendu og erlendu
sérfræðingar á þessu sviði hafa
bent á það, að úthlutun ókeypis
veiðiheimilda frá skömmtunarskrif-
stofu sé ekki sú leið, sem best sé
fallin til þess að þjóðin nái hámarks
afrakstri af þessum undirstöðuat-
vinnuvegi sínum. Margir ráðamenn
í sjávarútvegi aðhyllast fijálsræði í
viðskiptum. Ætti að vera óþarft að
beita þá ágætu menn miklum for-
tölum eða löngum rökræðum um
þessa gmndvallar staðreynd. Vitan-
lega er skiljanlegt, að forsvarsmenn
sjávarútvegsins óttist, að svo rót-
tæk breyting, sem veiðileyfasala er,
muni skerða hag sjávarútvegsins.
Ég vil því ítreka það, sem raunar lá
í orðum mínum hér að framan, að
fyrmefndri tillögu Landssambands-
ins er alls ekki stefnt gegn
hagsmunum sjávarútvegsins. Nýleg
ummæli formanns Landssambands
íslenskra útvegsmanna benda raun-
ar til þess, að skilningur á þessari
stjómunarleið fari vaxandi meðal
hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Þar
komst hann hins vegar að þeirri
niðurstöðu, að þótt veiðileyfasala
hafí gefíst vel hjá þjóð, þar sem
sjávarútvegur vegur ekki mjög
þungt í atvinnulífínu, mundi hún
síður henta hér á landi. Ályktun
mín er hins vegar gagnstæð: hjá
þjóð, sem byggir í jafn ríkum mæli
á auðlindabúskap, og við íslending-
ar hlýtur að vera afar þýðingarmik-
ið að beitt sé þjóðhagslega
hagkvæmustu stjómunarleiðum.
Nú standa yfir viðræður um
mótun fískveiðistefnu. Hvaða skoð-
un, sem menn kunna að hafa á
þeirri grundvallarbreytingu á stjóm
fískveiða, sem ég fjallaði um hér
að framan, leyfí ég mér að koma
hér á framfæri þeirri ósk, að iðnað-
urinn fái hlutdeild í að móta físk-
veiðistefnuna. Full rök era fyrir
aðild iðnaðarins að þessari steftiu-
mótun, samanber það, sem ég sagði
hér að framan um mikla og vax-
andi þýðingu þess iðnaðar, sem
beint og óbeint tengist sjávarútvegi.
ÁBÓT-
SPARIPÍRAMÍTINN
HÆKKAR
Ef þú sefur ennþá á sparifé þínu þarftu ekki lengur að
hugsa þig um hvar þú átt að leggja það inn.
Frá og með 21. október hækkuðu vextir Ábótareiknings
Útvegsbanka íslands hf upp í tæplega 30%.
Ánægjulegar fréttir fyrir ykkur - ágætu viðskiptavirnir,
þar sem sparipíramítar ykkar hækkuðu verulega.
ÚTVEGSBANKINN
ERÆTÍDI TAKT VID
TÍMANN
Þú getur verið örugg(ur) með sparifé þitt inni á Ábóta-
reikningi. Við reiknum mánaðarlega út vexti af verð-
tryggðum og óverðtryggðum sparireikningum, veljum
hærri vextina og bætum við 2%. Ábótin er áþreifanleg og
það er orð að sönnu. Sparifé þitt fær góða vaxtakippi.
STÆKKAÐU
PÍRAMÍTANN ÞINN
Með því að láta Ábótareikninginn liggja óhreyfðan
í 18 mánuði ertu sjálfkrafa komin(n) út í lotuspamað.
Miðað við núverandi vexti færðu 31,5% ávöxtun.
Verið ömgg með sparifé ykkar, munið að vaxta og
verðbólgusveiflur slá okkur hjá Útvegsbankanum
ekki út af laginu.
Þið fáið alltaf háa vexti.
Landverðir og náttúru-
fræðingar andmæla
MORGUNBLAÐINU hafa bonst
samþykktir stjómar Landvarða-
félags íslands og stjómar Félags
íslenskra náttúmfræðinga vegna
veitingar á starfi þjóðgarðsvarð-
ar í Skaftafelli.
Stjómir félaganna telja starfíð
þess eðlis að það krefjist menntunar
og starfsreynslu á sviði náttúra-
fræða og náttúrafræðingamir vekja
athygli á því, að við auglýsingu
starfsins hafí verið gerð krafa um
haldgóða þekkingu á náttúrafræði.
Stjómimar telja, að við veitingu
starfsins hafi ekki verið tekið nægi-
legt tillit til menntunar og starfs-
reynslu á sviði náttúrafræða.
ÚT VEGS BANKI
ÍSLANDS
HF