Morgunblaðið - 27.10.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.10.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 27 Félagsmiðstöðvar unglinga: Ráðstefna um sljórnun off ányrgð unglinga TUTTUGU og fimm fulltrúar úr unglingaráðum við félagsmið- stöðvar í Reykjavík héldu ráð- stefnu á Akranesi um helgina um stjómun og ábyrgð unglinga í starfi félagsmiðstöðva. Að sögn Einars Gylfa Jónssonar sálfræð- ings, eins af leiðbeinendum á ráðstefnunni, vora fluttir stuttir fyrirlestrar en síðan unnu þát- takendur úr verkefnum tengdum þeim. Á hverju hausti er kosið ung- lingaráð við félagsmiðstöðvamar í Reykjavík en þær eru sex. Ungl- ingaráðið ber ábyrgð á og stjómar ákveðnum þáttum í starfsemi fé- lagsmiðstöðvanna og var markmið ráðstefnunnar að kenna unglingun- um að stjóma. „Þetta fyrirbæri gengur undir vinnuheitinu ungl- ingalýðræði og felur í sér að auka ábyrgð og áhrif unglinganna á innra starfí í félagsmiðstöðvunum og er þetta í fyrsta skipti sem þessi leið er farin að gefa fulltrúunum kost á námskeiði," sagði Einar. Unglingamir voru upplýstir um hvað felst í unglingalýðraeði hvemig stjómunarstöfum er best fyrir kom- ið, hvemig á að meðhöndla tillögur og bent á leiðir til að virkja aðra unglinga í starfí. Þessi tilraun gekk mjög vel og lýstu þátttakendur ánægju með ráð- stefnuna og sögðust hafa lært mikið um hvemig standa ætti að verki. Unglingamir em á aldrinum 13 til 15 ára og vegna þess hversu vel tókst til er stefnt að árlegri ráð- stefnu á haustin þegar kosið hefur verið í unglingaráð félagsmiðstöðv- anna. Dæmdur fyrir ölvunarakstur HÆSTIRÉTTUR hefur svipt mann ökuréttindum ævilangt og dæmt hann tii að greiða 20 þús- und króna sekt fyrir að hafa ekið bifreið sinni undir áhrifum áfengis. Áður hafði maðurinn verið sýknaður af undirrétti, þar sem hann var talinn hafa verið neyddur til að aka bifreiðinni. Tildrög málsins vom þau, að tveir menn mddust inn í bifreið mannsins og konu hans og skipuðu honum að aka sér á skemmtistað. Höfðu þeir í hótunum og lét maðurinn að vilja þeirra. Síðna fór hann til lög- reglunnar og kærði mennina, en var sjálfur ákærður fyrir að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis. Héraðsdómarinn sýknaði manninn, þar sem hann taldist hafa verið þvingaður til akstursins. Hæstirétt- ur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að ekki hefði komið fram að þeim hjónunum hafí stafað slík yfírvofandi hætta af mönnunum að nauðsyn hafí borið til að maður- inn æki bifreiðinni. Hann var því dæmdur til að greiða 20 þúsund króna sekt í ríkissjóð og sviptur ökuleyfi ævilangt. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakar- kostnað í héraði og áfrýjunarkostn- að. Málið dæmu hæstaréttardómar- amir Guðmundur Jónsson, Hrafn Bragason og Þór Vilhjálmsson. Hvalveiðar íslendinga: Mótmælastaða við móðurfyrirtæki Long John Silver Umhverfisvemdariamtök í Bandaríkjunum ætlr. að vera með mótmælastöðu í dag við höfuð- stöðvar Jerricr samsteypunnar sem á Long Joh .i Silver veitinga- húsakeðjuna. Er þetta liður í aðgerðum _ samtakanna vegna hvalveiða í'ilendinga. Einnig er boðuð her'erð til að fá almenn- ing og fyrirtæki að hætta að kaupa 'rískafurðir frá íslandi meðan iivalveiðar eru stundaðar. AðalJundur Jerrico samsteyp- unnar verður í dag í Lexington í Kentuckyfylki og er mótmælastað: an boðuð klukkan 12 á hádegi. í fréttatilkynningu sem Humane Society of the United States hafa sent frá sér, segir að Long John Silver sé einn stærsti kaupandi íslenskra fískafurða gegnum Ice- land Seafood Corporation, en það eigi hlut í hvalveiðifyrirtækinu sem beri ábyrgð á því að hva.ladrápi er haldið áfram. Siglufjörður: Eignir þrotabús Húsein- inga hf. seldar á 50 millj. KONRÁÐ Baldvinsson byggiiiga- meistari hefur keypt húseignir og vélar þrotabús Húseininga hf. á Siglufirði fyrir tæpar 50 millj- ónir króna. Gengið hefur verið frá kaupunum með fyrirvara um undirskrift veðhafa. Seld voru verksmiðjuhús og vöru- lager fyrirtækisins Húseininga hf. ásamt vélum sem voru veðsettar og fylgdu eignunum. Að sögn Erlings Óskarssonar bæjarfógeta á Siglufirði nemur kaupverðið veðskuldum sem hvfldu á eignunum, eða um 46—48 milljón- ir króna. Kaupin væru þó ekki staðfest fyrr en veðhafar hafa sam- þykkt þau með undirskrift. Erlingur sagði að fyrirhugað hefði verið að selja eignimar á nauðungaruppboði 30. október nk. Efaðist hann um að þetta verð hefði fengist fyrir þær á uppboði. Jepplnn er gjörónýtur eftir veltuna. Morgunbiaaifl/GunnarLámsson Beltin björguðu við bílveltu JEPPI valt í Borgarf irði á sunnu- dagsmorgun. Tveir menn vora í bifreiðinni og sakaði hvorugan. Þeir voru báðir með öryggisbelti og telur lögreglan í Borgaraesi að það hafi bjargað þeim frá meiðslum. Óhappið varð skammt frá bænum Laxfossi og var jeppanum ekið í norður. Bundið slitlag er á veginum og lenti jeppinn á hálkubletti og valt út af veginum. Bifreiðin, sem er af gerðinni Toyota Landcruiser, er gjörónýt. HlastenMönnun Résarl dægurmékútvaips Dægurmálaútvarpiðá Rás 2 biðurhlustendurað kanna hvcrn cftirtalinna liða á dagskránniþcirhafi misst af £ráþvíað Rás 2 breytti um stefnu í upphafi vetrardagskrár. Dæmi um efni tæpra þriggja vikna: -Úr Jónsbók, alla föstudags- morgna. -Flosi Ólafsson, alla mánudags- morgna. -Konan sem gerði slátur Vigdís- ar. -Unglingalæti í miðbænum: Vettvangskönnun og umræður. -Sláturhúsið á Bíldudal: viðtal, samtenging við heimamenn og Alþingi. -Garðar Cortes, viðtal í Bret- landi. -Kristján Jóhannsson, viðtal frá l'talíu. -Fjárlagafrumvarpið: Svavar og Jón Baldvin. -Jón Bergsson í Suður-Landeyj- um. -Svavar Gestsson, um átök í Alþýðubandalaginu. -Jón Óttar Ragnarsson, viðtal um Stöð 2. -Hrafn Gunnlaugsson, viðtal um sjónvarpið. -Sovéskur maður lýsir dvöl í fangabúðum á fundi í MS. -Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS í símatíma. -Guðbergur Bergsson, viðtal um erótík og bókmenntir. -Eyðing ósonlagsins: Saman- tekt um mengun. -Bjórfrumvarpið: Viðtal, umfjöll- un og viðbrögö hlustenda. -Ungur íslendingurfreistar gæfunnar í New York. Auralaus. Viðtal. -Ekkert að gerast, Einar Kára- son á Lækjartorgi. -Auður Haralds í Róm. -lan Anderson, JethroTull, við- tal. -Hvað er að gerast úti í heimi? Margir pistlarfrá London, París, Bandaríkjunum.Spáni, Svíþjóð, Vestur-Þýskalandi, Danmörku og svo framvegis frá útlöndum. -Hvað er að gerast úti á landi? Margir pistlar frá landsbyggð- inni sendirfrá samstarfsmönn- um og útibúum RÚV á Akureyri, Egilsstööum og ísafirði. -Jónas Jónasson talar við merk- ismenn um „yndið" þeirra. -Einar Már Guðmundsson um „tossabandalagið" á bókaþingi. -Kvennablaðið Vera - Konur í fjölmiðlum. -Ingvarsslysið ryfjað upp. -Illugi Jökulsson segir fjölmiðl- um til syndanna (o.fl.) -Jörvagleði bænda á Jökuldal. („Þegar rútan..." o.s.frv.) -Málfarslögregla morgunút- varpsins. -Megrunarlögreglan (Hollustu- eftirlit síðdegisútvarpsins). -Farið hringinn: Landsmála- blöðin, héraðsmál og bæjar- slúður á hverjum mánudags- morgni. -Stærðfræðikeppni framhalds- skólanna, útvarpfrá MH. -Heimaslátrun bænda, viðtal við ónefndan bónda Norðan- lands. -Hlustandi á Húsavík ræðir við vegaeftirlitsmann um ruðnings- mál. -Jón Kristinsson um mál hans fyrir Mannréttindanefnd. -Miðvikudagsgetraun á hverj- um miðvikudegi. -Dayvistunarmál: Umræður. -Kaupmáttarhugtakið skýrt. -Nýjustu fréttir af kartöflu- bændum. -Ofurleiðari: Hvað er það? -Þjóðviljinn auglýsir eftir „konu"? -Árni Bergmann um rússneskar bókmenntir, viðtal. -Norðausturleiðin, viðtal. -Stjörnuspekingurtekinn tali. -Fiskverkunarfólk segir álit sitt á kjörum og innflutningi vinnu- afls. -Kvikmyndagagnrýni. -Sjónvarpsvenjur, samantekt. -Frá útifundi í Þingholtunum. -Fjölskylda á Eskifirði heldur ball. -Nippar, fólk á nippinu á niður- leið. Meira síðar. -Bókmenntahornið á hverjum mánudagi síðdegis, valdar perl- ur. -Hárskeri á Dalvík tekur mynd- ir, spornar við „Akureyrarvald- inu" og frystihúsið heldur árshátíð í Þýskalandi. -Öryggismál sjómanna, umfjöll- un. -Menningarmál á Akranesi, umræða frá Skaga. -í heita pottinum á Akranesi: Stökur fljúga (Það tók 40 ár að yrkja eina þeirra). -Harpa syndir yfir Önundarfjörð og verður Sæunn: Viðtal. -Rottur og mýs: Meindýr í borg Davíðs. -Jón Ormur Halldórsson: Hug- myndafræði í Austurlöndum fjær, þróunarmál. -Stefán Ingólfsson: Fjárfesting ítölvukerfum á íslandi. -Blindrafélagið heimsótt á degi hvíta stafsins. -Meinhornið: Hlustendur nöldra af alkunnri snilld á hverj- umfimmtudegi. -Konur lýsa draumaprinsinum: „...maður á að segja váááá!" -Bílaverkstæði Badda. -PéturGunnarsson íheimsókn. -Velmegunarvandinn frá sjón- arhóli læknis. -Óli H. Þórðar um of létta bíla, viðbrögð og viðtöl. -í þyrlu upp á Ólafsfjarðarmúla. -Hjónin íVallarnesi: Óvenjuleg ræktun á heimili þeirra. -Rækjusjómenn á Bolungarvík. -Orð í eyra: Hlustendurfjalla um allt milli himins og jarðar. -Leitað svars: Við finnum svarið við spurningum hlustenda. -Margt fleira t.d. morguntón- list við allra hæfi. Síðdegis er allt frá Fíladelfíukórnum til Roll- ing Stones (með viðkomu hjá Bach, Mozart, Beatles og Bubba) -með viöeigandi spjalli, á skakk og skjön og stundum beint í mark. Eina hliistendakön nnn- insemviðtrúumáer könnnn hlustenda sjálfra. Hittumst á FM 90.1 (á Faxaflóasvæðinu) og um land allt. Ríkisút- varpið býður upp á tvo góða kosti: Rás 1 og Rás 2. P.S. Hlustendaþjónustan svarar í sima 693661 alla virka daga frá kl. 12-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.