Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 37

Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 37 Félagsmálaráðherra á Alþingi: Gagnrýni stj órnarliða bæði óvægin og ómakleg Morgunblaðið/Þorkell Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, í umræðum um húsnæðiskerfið á Alþingi í gær. JÓHANNA Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins. Fór félagsmálaráðherra hörðum orðum um samstarfsað- ila sína í ríkisstjóm og sagði gagnrýni þeirra vera „óvægna og ómaklega". Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra, sagði frum- varp það sem hún mælti fyrir hafa sætt nokkuð „óvæginni og ómak- legri" gagnrýni áður en það væri nú tekið til umræðu og hyggði hún að um margt ætti sú gagnrýni sér ekki hliðstæðu í þingsögunni. Þessi gagnrýni hefði verið „ómakleg og lágkúruleg“ fremur en efnisleg og ekki bætti úr að hún kæmi frá stjómarliðum og samstarfsaðilum. Sérstaklega nefndi félagsmála- ráðherra yfírlýsingu þingflokks sjálfstæðismanna um frumvarpið, og yfírlýsingar forystumanna Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks í flölmiðlum. Lágmarksbreytingar á lögunum Það væri skoðun hennar að gera þyrfti lágmarksbreytingar á lögun- um um Húsnæðisstofnun ríkisins sem gerðu það kleyft að opna hús- næðiskerfið á ný eftir breyttum reglum. Jafnframt að forða því að húsnæðiskerfíð lenti í algerum ógöngum og að svigrúm yrði skap- að til þess að taka næsta skref, sem væri að ná samstöðu um að draga frekar úr sjálfvirkni, breyta vaxta- stefnu og að fínna framtíðarlausn á húsnæðiskerfínu og ijármögnun þess. Meðal þeirrar gagnrýni sem kom- ið hefði fram væri að verið væri að útbúa skömmtunarkerfi, sagði félagsmálaráðherra, og væri þar átt við það ákvæði að hægt verður að neita fólki um lán t.d. ef það á fleira en eina íbúð fyrir. Sagði hún að fyrir hendi væru sambærileg ákvæði fyrir láglaunahópa í núgild- andi lögum, þar sem hægt er að synja umsækjanda um lán telji Húsnæðisstofnun að hann geti ekki staðið undir fjármögnun íbúðar. Á því eina ári sem lögin hefðu verið í gildi hefði allt að 7% umsækjenda verið hafnað og væri nú verið að biðja um heimild til þess að hafna eða skerða lán til efnafólks sem væri álíka stór hópur, um 7%. Brostnar forsendur Varðandi reynsluna af núverandi húsnæðiskerfí sagði félagsmálaráð- herra að margar af forsendum þess hefðu ekki staðist. Forsendur frum- varpsins voru þær að 3800 umsókn- ir myndu berast fyrstu tvö árin og 3400 eftir það. í stað þess hefðu á liðlega einu ári borist 10-11 þúsund umsóknir. Fjármagn sem þyrfti til þess að standa undir þessum um- sóknum væri 15 milljarðar eða 10 milljörðum meira en gert væri ráð fyrir. 1. október sl. hefði Húsnæðis- stofnun verið búin að ráðstafa um 8,7 milljörðum kr. í lánsloforð. Þeg- ar hætt var að gefa út lánsloforð í nýja húsnæðislánakerfínu hafði verið ráðstafað öllu ijármagni Byggingarsjóðs ríkisins 1987 og 1988 og auk þess um 380 milljónir af ráðstöfunarfé ársins 1989. Þegar afgreiðsla þeirra 4000 umsókna sem fyrir lægju lyki yrði búið að ráðstafa öllu ráðstföfunarfé Bygg- ingarsjóðsins fyrir 1989 og senni- lega fram í mars 1990. Yrðu áfram gefin út lánsloforð í óbreyttu kerfi yrði innan skamms búið að ráðstafa fjármagni húsnæðiskerfísins fram til 1991. Svigrúmið væri því mjög þröngt til þess að gjörbreyta þessu kerfí næstu árin. Þær breytingar sem nú væru lagðar fram væru forsenda þess að skapa það svig- rúm. Bankakerf ið takí víð Felagsmálaráðherra sagði það vera skoðun sína að húsnæðiskerfið ætti fyrst og fremst skyldum að gegna við þá sem væru að kaupa í fyrsta sinn og við þá sem ættu litla íbúð fyrir og væru að stækka við sig af fjölskylduástæðum eða sambærilegra ástæðna. Síðan þyrfti bankakerfið að vera í stakk búið til þess að taka við og bjóða upp á mikið lengri lánstíma en nú og taka að öðru leyti þátt í fjármögnun til húsnæðismála. Hugsanlega mætti, þegar jafnvægi væri komið á hið almenna húsnæðiskerfí, veita hluta af fjármagni lífeyrissjóðanna í bankakerfíð. Þessi leið kæmi sterk- lega til greina sem framtíðarlausn. Ráðherra ræddi einnig vaxta- stefnu sjóðsins. Ef ekki yrðu gerðar breytingar á henni og allir fengu að njóta vaxtaniðurgreiðslu að jöfnu myndi allt framlag ríkissjóðs renna til að greiða niður vexti árið 1992. Eftir það nægði það ekki til, ganga þyrfti á eigið fé sjóðsins og hann yrði gjaldþrota innan tveggja ára- tuga. Til þess að leysa þetta vandamál nægði ekki að hækka vexti, breyta þyrfti sjálfu kerfínu. Beina þyrfti niðurgreiðslum á vöxt- um til þeirra sem þyrftu þeirra mest með. Því væri nauðsynlegt að huga nú að því hvemig þessum mikla fjárhagsvandamáli Bygg- ingasjóðs yrði mætt og hvaða leiðir væru færar. Nefndi Jóhanna Sigurðardóttir nokkrar leiðir í því sambandi. í fyrsta lagi að vextir yrðu óbreyttir eins og þeir væru nú. Vextir yrður hækkaðir jafnt á öll lán. í þriðja lagi að gerð yrði grundvallarbreyt- ing á stýringu vaxtaniðurgreiðslna a) með því að ákvarða mismunandi vexti innan hvers lánaflokks, b) að hækka alla vexti þannig að þeir verði allt að því marki sem ríkissjóð- ur býður almennt á JQármagnsmark- aði og endurgreiða síðan vexti gegnum skattakerfíð eða Hús- næðisstofnun niður að ákveðnu marki til ákveðinna hópa. Fjórða leiðin væri að þeir sem ættu að njóta sérstakra lánskjara af opin- bem fé fengju lán með verulega niðurgreiddum vöxtum en öðmm yrði vísað á bankana og það jafn- framt tryggt að bankastofnanir gfætu veitt fé til mun lengri tíma en nú þó lánskjörin að öðm leyti yrðu bundin við markaðsvexti. Fimmta leiðin væri að endur- greiðsla eða niðurgreiðsla vaxta réðist af tekjum og yrði tekjutengd. Allar þessar leiðir hefðu sína kosti og galla en engin ákvörðun hefði verið tekin um hvaða leið yrði far- in. í frumvarpinu væri einungis um heimild að raeða til að beita mis- munandi vöxtum eða endurgreiða vexti. Ef þetta ákvæði yrði til þess að stjómarliðar ætluðu að tefja af- greiðslu málsins á þingi kæmi fyllilega til greina að fella vaxtaá- kvæðið út úr frumvarpinu og taka það upp í öðm og nýju frumvarpi. Fyrirvarar Framsókn- ar Alexander Stefánsson (F.-Vl.) sagði þingflokk Framsóknarflokks- ins hafa fallist á að félagsmálaráð- herra flytti frumvarpið á Alþingi án skuldbindingar um að styðja það í núverandi mynd. Gagnrýndi hann vinnubrögð félagsmálaráðherra við vinnslu frumvarpsins og sagðist vilja vekja athygli á því að ekki hefði verið haft samráð við aðila vinnumarkaðarins, lífeyrissjóðina eða hina stjómarflokkana. Sagði Alexander að Alþýðuflokk- urinn, undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, hefði í umræðum um húsnæðislögin á síðasta þingi talað gegn því að samráð væri haft við forystumenn vinnumarkaðarins, það skýrði e.t.v. af hveiju þeir væm ekki hafðir með í ráðum við breyt- ingu á lögunum. Sagði hann að þessi lög og hið víðtæka samkomu- lag um þau hefðu markað tímamót sem ekki mætti eyðileggja með „flausturslegum vinnubrögðum". Kallaði hann frumvarp Jóhönnu „skref aftur á bak“. Alexander sagðist vera fylgjandi því að takmarka lán til þeirra sem ættu fleiri en eina íbúð fyrir en taldi að of mikið hefði verið gert úr því atriði. Samkvæmt upplýsing- um sem hann hefði fengið hjá Húsnæðisstofnun ættu einungis 40 af þeim 10.000 sem sótt hefðu um lán fleiri en eina íbúð fyrir. Þetta væri dæmi um hvemig blása mætti út hluti sem væru einungis lítill hluti af vandanum þó að svona agnúa þyrfti að sníða af. Kristín Halldórsdóttir (Kvl.-Rn.) sagði að þetta frumvarp ætti engum að koma á óvart. Kvennalistakonur hefðu á síðasta þingi gagnrýnt hvemig komið væri fyrir kerfinu og aðgerðarleysi stjómvalda. Nú væri orðið ljóst að gagmýni þeirra hefði átt rétt á sér. Takmarka þyrfti sjálfvirkni í kerfínu og tryggja forgang þeirra sem mest þyrftu á aðstoð að halda. Kvenna- listinn væri sammála meginatriðum frumvarpsins en væri efíns um hvort það næði tilætluðum tilgangi. Varðandi vaxtastefnuna sagði Kristín að Kvennalistinn styddi þá stefnu að lán yrðu niðurgreidd til þeirra sem væru að byggja í fyrsta sinn eða stækka við sig vegna fjöl- skyldustærðar. Aðrir ættu að borga sömu vexti og væru á skuldabréfum Kfeyrissjóðanna. Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Ne.) sagðist í meginatriðum vera hlynntur þeirri hugsuns sem kæmi fram í frumvarpinu. Hann gæti þó ekki gefið upp endanlega afstöðu sína endna væri það erfítt þar sem ekki væri „vottur af sam- komulagi" hjá stjómarliðum um hver endanlegur búningur þess yrði. Um vextina sagði hann að þar væri stóru máli hreyft með einföld- um hætti. Mörgum spumingum væri enn ósvarað í því efni. Framkvæmdastj órn Verzlunarráðs íslands: Stefna stjórnarinnar getur skilað árangri STEFNA ríkisstjórnarinnar í peningamálum getur skilað til- ætluðum árangri ef brugðist er nægilega skjótt við, er álit framkvæmdastjórnar Verzlun- arráðs íslands samkvæmt ályktun sem samþykkt var á fundi 22. október. Stjórnin tel- ur einnig að viðleitni til að reka ríkissjóð án rekstrarhalla sé einnig jákvæð þrátt fyrir ónauðsynlegar skattahækkanir sem færi stjórnina fjær mark- miðum sínum í mörgum tilfell- um í ályktuninni segir að verð- bólgan verði amk. 30% á síðasta ársfjórðungi þessa árs og líklegt að hún verði á svipuðu stigi á næsta ári nema fyrirhugaðar að- gerðir ríkisstjómarinnar skili fljótt tilætluðum árangri. Þessar aðgerðir hafí úrslitaþýðingu um að skapa skilyrði fyrir stöðugleika i verðlagsmálum og draga úr við- skiptahalla og skuldasöfnun á næsta ári og aukinn innlendur spamaður og frjálsræði í viðskipt- um með krónuna séu líklegustu leiðimar til að draga úr þenslu og umframeyðslu. Þá segir að heimildir fyrir ís- lendinga til að lána erlendum aðilum fé séu miklu heilbrigðari viðbrögð við þeim vanda sem leið- ir af innstreymi erlends fjármagns heldur en pólitískt skömmtunar- kerfí. Loks er bent á að kynning á nýjum spamaðarkostum og um- bótum í peningamálum hafi verið í lágmarki af hálfu ríkisstjómar- innar og varað er við seinagangi við framkvæmd þeirra mála. Því sé mikilvægt að þessar peninga- málaaðgerðir komist sem fyrst í framkvæmd og stóraukin áhersla sé lögð á kynningu og markaðs- setningu nýju spamaðarkos- tanna. Sólveig Pétursdóttir María E. Ingvadóttir Nýir þingmenn Tveir nýir þingmenn tóku sæti og María sem varamaður Birg- á Alþingi í gær, þær Sólveig is ísleifs Gunnarssonar. Þær Pétursdóttir (S.-Rvk.) og María Sólveig Pétursdóttir og María E. Ingvadóttir (S.-Rvk.). Sól- E. Ingvadóttir hafa ekki áður veig kemur sem varamaður setið á Alþingi. Guðmundar H. Garðarssonar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.