Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 41

Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 41 Minning: * Arni Guðmunds- son bílstjóri Fæddur 26. mars 1900 Dáinn 18. október 1987 í dag, 27. október 1987, verður til moldar borinn móðurbróðir minn, Árni Guðmundsson. Ámi andaðist 18. þ.m. eftir lang- vinn veikindi. Ámi var fæddur í Kambi í Holtum aidamótaárið. Foreldrar hans vom hjónin Guðmundur Ámason, bóndi í Kambi, og Guðfínna Sæmundsdóttir. Þau hjón áttu flögur böm og var Ámi næstyngstur og eini sonurinn. Katrín var elst systkinanna, hús- freyja í Götu í Hrunamannahreppi. Næstelst var Ingimunda er bjó á Urðarstíg 7A í Reykjavík en yngst var Guðfínna, húsfreyja á Urðarstíg 7A. Auk þess ólst upp með þeim í Kambi Guðrún Runólfsdóttir, hús- freyja á Lokastíg 24a i Reykjavík. Öll em þau nú dáin. Faðir Áma var Guðmundur, eins og fyrr segir, Ámasonar bónda á Skammbeinsstöðum Ámasonar bónda á Galtalæk Finnbogasonar og konu hans, Ingiríðar Guðmundsdótt- ur á Keldum Brynjólfssonar. Guðmundur fluttist til Reylqavíkur árið 1920 ásamt konu sinni og böm- um. Þau keyptu lítið hús á Urðarstíg og settust þar að. Móðir Áma var Guðfínna, húsfreyja í Kambi, Sæ- mundsdóttir Guðbrandssonar frá Lækjarbotnum. Kona Sæmundar var Katrín Brynjólfsdóttir frá Þingskál- um. Ámi kvæntist Valgerði Bjama- dóttur 6. október 1923. Valgerður var fædd í Hellukoti á Stokkseyri. Foreldrar hennar vom Guðrún Jóns- dóttir og Bjami Þorsteinsson. Valgerður andaðist 13. september 1973. Þeim Áma og Valgerði varð fímm bama auðið: Guðrún, gift Al- freð Guðmundssyni forstöðumanni; Guðfínna, gift Atla Emi Jensen hús- asmíðameistara; Guðmundur tann- læknir, kvæntur Elínu Sæbjöms- dóttur; Ágústa Bima, gift Þorsteini Eggertssyni tæknifræðingi og Adda Gerður, gift Berki Thoroddsen tann- lækni. Bamabömin em 15 og bamabamabömin 14. Þau Ámi og Valgerður bjuggu lengstum á Hringbraut 78. Ég kom oft sem drengur með foreldmm mínum á heimili þeirra og mér er enn minnisstæð sú hlýja sem ætíð mætti okkur. Ámi hóf snemma akstur vömbíla og ók sínum eigin vömbíl á ámnum 1925—1939. Eftirþað hóf hann störf hjá Olíuverslun íslands og því fyrir- tæki helgaði hann síðan mestan hluta starfskrafta sinna. Hann var heiðurs- félagi Þróttar, félags vömbílstjóra. Ámi átti það til að yrkja gaman- kvæði um félaga sína og flutti þau við gðar undirtektir á árshátíðum. Allt var þetta græskulaust enda Ámi félagslyndur og mikill jafnaðarmað- ur. Hið sama má segja um Áma og marga jafnaldra hans er ólust upp i sveit, að þeir áttu fárra kosta völ og langskólanám stóð þeim ekki til boða. Veganestið frá Kambi var samt dijúgt, það þekkti ég vel. Kjammikið mál, slípað af lestri íslendingasagna og ljóða aldamótaskálda var þeim systkinum tamt á tungu. Oft var ég leiðréttur í heimahúsum er ég talaði götumál sem ég hafði lært á mölinni. Herra hét bær skammt frá Kambi og þar fengu þau systkinin bækur til að lesa og fræðslu. í kvæðabálki er Ámi samdi um æskuslóðir sínar segir hann: Á Herru var ég heimagangur lengi, þar húsbóndinn var Helgi Skúlason. Með bömum hans ég stillti mina strengi og stautfær varð ég framar allri von. í vetur þrjá ég þama las og iærði líkt og væri ég eitt af bömum hans... Skömmu áður en veikindin tóku að hijá Áma ritaði ég eftir honum lýsingu Kambsjarðar. Það var sem hver þúfa stæði honumn ljóslifandi fyrir hugarsjónum, slíkt var minni hans og næmi fyrir æskuslóðunum. Þessi sterku bönd við heimabyggið- ina má glöggt sjá í síðasta erindinu í kvæðabálkinum um Kamb: Jörðin var seld og margir góðir gripir, guð má vita að sumir felldu tár. Lengi eftir þeir sáust eins og svipir og sífellt vöktu þeir upp gömul sár. Stundum er gott að fjúki fljótt í sporin og fymist yfir það sem liðið er. Þá verður margur cins og endurborinn og aftur brosir lífið móti þér. Ég votta bömum hans og ástvin- um mína dýpstu samúð. Guðlaugur R. Guðmundsson Kveðjuorð frá gömlum Þróttarfélaga Þeim fækkar óðum, gömlu félög- unum í Þrótti, sem hófu akstur vörubifreiða um eða eftir 1930. Einn þeirra var Ámi Guðmundsson frá Kambi í Holtum, sem verður jarðsett- ur í dag. Þegar horft er til baka og rifjuð upp atburðarásin við uppbyggingu samtaka vörubifreiðastjóra hér í bæ, þá tengist hún nafnj Áma Guð- mundssonar all mjög. Ég sem þessar línur rita átti þess kost að starfa all náið með Áma að félagsmálum Þróttar um nokkurra ára skeið og var það mér ungum að árum og lítt reyndum mikill skóli. Það hlýtur að vera mikils virði fyrir öll félagsmála- samtök þegar til foiystu velst maður eins og Ami, gæddur háttpiýði, góðri greind og hafði til að bera gott lag á að setja sitt mál fram á einfaldan og ljósan hátt. Ámi var kjörinn einn af fyrstu heiðursfélögum Þróttar. Mikil reglusemi einkenndi allt líf Áma Guðmundssonar, hann var mik- ill starfsmaður og víst er um það að harðar voru margar vetrarferðir sem hann fór og var þá ekki alltaf mulið undir farkostinn. Af eigin raun hafði Ámi kynnst kjörum og aðbúnaði launamanna á þessum ámm. Honum var það manna ljósast að sameinuð og heilsteypt verkalýðshreyfíng var og er eina leið- in til að spoma við ofurvaldi atvinnu- rekenda og þar með að rétta við kjör þeirra verst settu. Minning: AgústJ. Orms■ son vagnstjóri Ámi var glaður í góðra vina hópi og voru ófáar vísur sem frá Áma flugu, enda hagmæltur vel. Ámi var giftur Valgerði Bjamadóttur, hinni mætustu konu, og eignuðust þau fímm mannvænleg böm. Ámi missti konu sína árið 1973. Síðustu árin dvaldist Ámi á Hrafnistu í Reykjavík og naut þar góðrár aðhlynningar. Ég kveð þennan ágæta vin minn og fyrrum starfsfélaga með virðingu og þakklæti. Einar Ögmundsson Nú hefur Ámi afí fengið hvfldina. Þegar ég hugsa til baka koma upp margar góðar minningar. Þegar ég var 8 ára var ég í blokkflautu- kennslu og eftir tímana var gott að koma í litlu íbúðina á Hringbraut- inni. Þar stóð afi, þessi stóri og sterki persónuleiki, með bros á vör og tók vel á móti mér. Ámi afi opn- aði skrifborðspúltið sitt og hjálpaði mér að skrifa og leysa heimaverkefni fyrir skólann. Eftir það settumst við inn í eldhús og fengum okkur rúsínu- brauð og kremkex. Ámi afi átti auðvelt með að búa til vísur og fengum við svo sannar- lega að njóta þess. Það var gaman að sitja í kjöltu hans og hlusta á hann kveða um okkur vísur. Á af- mælis- og jólakort lét hann oft fylgja fallegar vísur til okkar. Afí var búinn að vera lengi veikur. Þó það sé sárt að kveðja hann nú, veit ég að amma Vala hefur fagnað honum. Með þessum fáu orðum langar mig að votta afa virðingu mína. Ég er þakklát fyrir það sem afí kenndi mér, vonandi auðnast mér að miðla einhveiju af því til minna bama. Blessuð sé minning hans. Lovísa Sigrún Fæddur 30. ágúst 1942 Dáinn 11. október 1987 Nú vil ég kveðja góðan vin, Agúst Jakob Ormsson, vin sem var vinur í raun og fáa þekkti ég honum líka. En Gústi, eins og hann var kallaður, brást aldrei ef eitthvað bjátaði á. Þá var hann boðinn og búinn að rétta hjálpar- hönd og taldi aldrei neitt eftir sér í þeim efnum. Oft bauð hann að- stoð sína að fyrra bragði. Gústi var góður trúnaðarvinur og gott var að tala við hann um allt mögu- legt, daginn og veginn eða vandamál, sem komu upp í dag- lega lífínu. Hann var góðhjörtuð sál, meinlaus, ósérhlífínn, traustur og þægilegur í viðmóti og um- gengni. Þegar maður mætti svona vinalegu viðmóti var erfítt annað en að sýna sínar bestu hliðar en þegar það brást, sem skeði stöku sinnum, var ekki laust við örlitla sektarkennd, sem skaut upp koll- inum, hugsunin um að svona góður maður og vinur ætti ekki skilið slæma frammkomu. En vin- átta okkar Gústa hélst allt til dánardags hans, eða í þau 6 ár sem við þekktumst. Svolítið slitr- óttur vinskapur í gegnum tíðina, en vinskapur engu að síður. Það er erfítt að trúa að hann sé ekki á meðal okkar lengur. Gústi var handlaginn mjög. Honum þótti gaman að dytta að og endumýja Mðimar, sem hann átti, sem hann gerði oft að loknum vinnudegi hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. En þar var hann vagnstjóri í tvo áratugi, síðustu 10 ár á leið nr. 4. Einnig vann hann við akstur á langferðabifreið sl. tvö sumur. Það átti vel við Gústa að vera úti í náttúmnni og af útiíþróttum hélt hann mest upp á skíðaiðkun, þó svo að hann hefði ekki lagt stund á hana lengi. Man ég er við fóram í bíltúr austur fyrir fjall einn góðviðrisdag á síðasta ári. Á leiðinni austur stoppuðum við í skíðaskálanum í Hveradögum eftir göngutúr á heiðinni, þáðum veitingar og skoð- uðum málverkasýningu. Gústi varð yfír sig hrifínn af málverki einu, sem var af rauðgullnu sólar- lagi. Sagði að það minnti hann á sólarlagið fyrir vestan, þar sem hann ólst upp. Enda kom það á daginn að málverkið var málað þar um slóðir. Hann sló til að keypti málverkið. Húnar að kveldi þá sólin sest, eftir stendur minn- ingin um hlýjan og góðan dag. Þannig mun minningin um góðan vin lifa. Ég þakka Gústa einstaka tryggð og vináttu í gegnum árin og ánægjulega samleið og bið honum Guðs blessunar. Bömum hans, Hjalta, Særúnu og Kristni Þór, ættingjum og vin- um, færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur í sorg þeirra. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama, en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Svanhvít Sigurgeirsdóttir ÍÓKEYPIS Ókeypis upplýsingar um vöru og þjónustu. Það eina sem þú þarft að gera er að lyfta símtólinu, velja númer Gulu línunnar 62 33 88 og spyrja. Hjá starfsfólki Gulu Iínunnar færð þú vinalega þjónustu og greið svör við spum- ingum þínum. Einfalt og stórsniðugt- ekki satt! „ÉG ER ÁKVEÐIN I PVl AÐ NOTA TlMANN VEL I VETUR OG SÆKJA NAM- SKEIÐ. TIL AÐ AUÐVELÐA MÉR VALIÐ HRINGDI ÉG I GULU LlNUNA OG ÞAR FÉKK ÉG PÆR UPPLÝSINGAR SEM ÉG PURFTI. OG NÚ ER MlNUM TOMSTUNDUM RAÐSTAFAO - PEIR VITA BOKSTAFLEGAALLTMENNIRNIR Að heiman og úr vinnu þekkjum við vandamál sem tímafrekt virðist að leysa, en Gula línan greiðir úr á augnabliki. Við þurfum að hafa upp á sjónvarpsviðgerðamanni, vélritara eða þýðanda. Ná í iðnaðarmenn, fá upplýsingar um hvar er selt parket, hvar er hægt að kaupa vara- eða aukahluti í bílinn eða leigja smóking. Úr slíkum vandamálum leysir starfsfólk Gulu línunnar. Athugaðu það, þú hringir og færð upplýs - ingamar strax - og það ókeypis. „ÉG HEF FAU STARFSFOLKI A AÐ SKIPA OG HEF PVl HRINGT I GULU LlNUNA ÞEGAR YFIR FLÝTUR A SKRIFSTOFUNNI. PEIR HAFA A SKRA LAUSAFÚLK (.FREE LANCE’) TIL ALLRA SKRIFSTOFUSTARFA. PETTA HEFUR LEYST MINN VANDA OG SPARAÐ MÉR STORFÉ. - POnpÉTT ÞJÖNUSTA' - gjl 62»'88 T-.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.