Morgunblaðið - 27.10.1987, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 27.10.1987, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 43 Morgunblaðið/Bjami Geðlœknarnir Jón G. Stefánsson (lengst til vinstri), Tómas Helgason og Lárus Helgason voru í undirbúningsnefnd fyrir þingið. ákveðna sjúkdómi og þar með kostnaði en síðan verða menn að velja hvaða leið skal fara. Auðvelt á íslandi Dæmi um faraldursfræðirann- sókn sem auðvelt væri að gera hérlendis nefndi Jón einnig: — Það var aðeins rætt um tíðni vandamála meðal þeirra sem fæð- ast fyrir tímann. Menn hafa þóst sjá að fyrirburum væri hættara við að ná ekki fullri greind vegna þess að heili þeirra nær ekki að þroskast við eðlilegar aðstæður eins og heili fullburða bama. Þrátt fyrir góða umönnun fyrirbura og ég veit að hún er góð hérlendis þroskast þeir ekki eins vel og bam, sem nær eðlilegri stærð í móðurkviði, og margir telja að þessi lífsreynsla, ef svo má segja, geti leitt til lægri greindar fyrirbura. Mér finnst þetta rakið dæmi um mál sem hægt væri að rannsaka hérlendis. Hér fæðast allmargir fyr- irburar á ári sem hægt væri að fylgjast með í allmörg ár og taka síðan hóp fullburða bama til saman- burðar. Það þyrfti hins vegar nokkuð ungan geðlækni til að taka þetta að sér því þama er um langtímaverkefni að ræða! Aður er rætt nokkuð um þung- lyndi og Jón bætir við nokkmm orðum um þunglyndi meðal ungl- inga: — Fáir vinir, slæmur árangur í skóla og slitróttur svefh em meðal atriða er tengjast þunglyndi ungl- inga en það hefur einnig verið athugað hvaða atriði hjá foreldmm geti haft áhrif á unglingana. Þar vom nefndir hlutir eins og gagn- rýni foreldra á unglinginn og hegning, áhugaleysi foreldra á þeim og því að leysa vandamál þeirra og ósamkomulag og vanlíðan foreldr- anna. Þetta era náttúrlega atriði sem foreldrar geta haft f huga við uppeldi bama sinna og em mörg þeirra í fullu gildi hér. Þá vom einnig kynntar niður- stöður rannsókna þar sem staðhæft var að þunglyndi virðist fara vax- andi á sfðari ámm en menn höfðu engar einhlítar skýringar á því. Stríðsótti, kjamorkuvá, heimur sem fór ekki batnandi eftir að heims- styrjöld lauk og olli mönnum vonbrigðum vom meðal skýringa en sé það svo, að þunglyndi fari mjög vaxandi þá er það vissulega atriði, sem við þurfum að hafa áhyggjur af því þunglyndi er alvar- legur sjúkdómur. Margt að gerast Er hægt að segja eitthvað al- mennt um geðlækningar og stöðu þeirra í dag? — Við öðlumst sífellt meiri vitn- eskju um geðsjúkdóma og það hefur margt gerst þau 15 til 20 ár, sem ég hef fylgst með og starfað við geðlækningar. Ýmiss konar tækni gerir okkur auðveldara fyrir að at- huga starfsemi heilans og um þessar mundir þróast einmitt mjög hratt ákveðin myndgerðartækni vegna heilamyndatöku. Þá kemur það alltaf betur og betur í ljós, ekki sfst á ráðstefnu sem þessari, að öll upplýsingasöfnun og rann- sókn á afdrifum sjúklinga er mjög mikils virði. Nú standa til dæmis yfir athuganir Hallgríms Magnús- sonar á fólki, sem Tómas Helgason athugaði fyrir 30 ámm og fætt er rétt fyrir aldamót, og gefa þessar rannsóknir mjög miklar upplýsingar um geðheilsu á heilli mannsævi. Með athugunum, sem þessum, öðlumst við smám saman vitneskju um hvað hefði mátt gera betur í þjónustu við sjúklinga, sem nota má til að bæta úr og þannig hafa þær beint lækningalegt gildi. Þess vegna er það mjög áríðandi að halda slfkum rannsóknum áfram. sjúkrahús eða til hælisvistunar sama ár og þeir leituðu læknis fyrst. B) Þeir sem lagðir vom inn síðar, þ.e. þeir sem læknar og/eða sjúklingar töldu að hægt væri að meðhöndla utan spftala. C) Þeir sem alis ekki lögðust inn á sjúkra- hús á rannsóknartfmabilinu. Hver flokkur hefur sín sér- kenni, en í heild er niðurstaðan sú að það er mikið vafamál hvort það er ráðlegt að draga úr eða fresta innlögn. Stuðningur starfs- liðs sjúkrahúsanna reynist þeim svo vel í glfmu þeirra við að öðl- ast bata. Bati geðklofasjúklinga hérlend- is er eins og best gerist. Rúmlega helmingur þeirra fær góðan bata. Með þvf er átt við að sjúklingur geti unnið og lifað eðlilegu Iífí utan stofnunar. Annað atriði kem- ur líka í ljós en það er að batinn virðist mestur fyrstu 10 ár með- ferðarinnar. Um 16% þurfa áfram að vera í reglubundinni meðferð hjá sérfræðingum, þeir em áfram veikir og em viðloðandi stofnun. Um 34% njóta stuðnings í ein- hverri mynd en lifa að öðm leyti nánast eðlilegu lffí. Ýmislegt fleira mætti nefna sem kemur í ljós við þessar athug- anir Lámsar. Ljóst er að geðsjúkl- ingar búa við misjafnar aðstáeður og víða um landið er erfítt að koma við fullnægjandi þjónustu fyrir geðsjúka. Þvf að aðstæður geðsjúkra ráða oft miklu um bata, þ.e.a.s. hvemig umhverfið tekur þeim, aðstandendur og samfélag- ið. Við höfum átt í vandræðum! Það er komin ný og glæsileg Candy lína í þvottavélum og kæliskápum. Kaupendur voru strax með á nótunum svo að við lentum í afgreiðsluvandræðum. Nú koma gámarnir nánast á færibandi. Við köllum þetta línu unga fólksins. Okkar sérhæfða afgreiðslufólk hefur ánægju af að sýna þér nýjungarnar. PFAFF Kringlunni - sími 689150 - Borgartúni 20 - sími 26788. Einhverjum kalt. . . Hinir landskunnu hitablásararfrá <$& Hitablásarar: Thertnozone: Geislaofnar: Kambofnar: Viftur: — til notkunar: iðn.húsnœði, nýbyggingum, skipum. — — lúguop, hurðarop, o.fl. — — svölum, garðhúsum, lagerhúsnœði. — — skipum, útihúsum, rökum stöðum. — — skrifstofum, iðnaðar- og lagerhús- 2kH>. I fasa' , _4.5kw.lfasa■ Stxrðir: 2—23 kw. 1 fasa og 3 fasa. Talið viY) okkur. - Við vitum allt um hitablásara. •JTRÖNNING Sundaborg, simi 84000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.