Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
I.T.C.
Málfreyjudeildin
Melkorka
I.T.C. Málfreyjudeildin Melkorka heldur kynningar-
fund í Gerðubergi miðvikudaginn 28. október kl.
20.00.
Hvetjum konur á öllum aldri til að koma og kynna
sér hressan og lifandi félagsskap.
Mjúk
satináferð
með
Kópal
Glitru 1
Kópal Glitra innimálningin hefur gljástig
10, sem gefur fallega satináferð. Heimilið
fær mildan og sérlega hlýlegan blæ, því
birtan endurkastast ljúflega. Samspil ljóss
og skugga verður áhrifamikið með Kópal
Glitru. Kópal Glitra hefur hæfilegan gljáa
til að henta á öll herbergi hússins. Viljir
þú hærri gljáa á veggi sem meira mæðir á
skaltu velja Kópal innimálningu með
hærra gljástigi, s.s. Kópal Flos eða Kópal
Geisla.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir BJÖRN EDLUND
V estur-Þýskaland:
Upplausn í herbúðum
Græningj aflokksins
ENN hefur ekki tekist að setja niður deilur í flokki græningja
i Vestur-Þýskalandi og gerast þœr sífellt alvarlegri. Undanfarin
tiu ár hefur flokkurinn verið vettvangur umhverfisverndar-
sinna, kjarnorkuandstœðinga, forkólfa kvenfrelsisbaráttu og
friðarsinna. Þótt stefnuskráin hafi verið losaraleg hefur flokkn-
um orðið nokkuð ágengt bœði i fylkiskosningum og kosningum
tíl Sambandsþingsins i Bonn. Flokkurinn hefur hins vegar klofn-
að í fylkingar raunsæismanna (realos) og harðlinumanna (fundis)
og er barist um völdin af þvílíkri hörku að margir spá að enda-
lokin séu skammt undan.
„Þetta er alvarleg kreppa.
Ágreiningur okkar varðandi ýmis
lykilatriði er orðinn augljós," segir
Otto Schily, einn 40 þingmanna
græningja á Sambandsþinginu í
Bonn. Petra Kelly, einn stofnenda
flokksins og þekktasti þingmaður
hans, kveðst vera bæði þreytt og
sorgmædd vegna þessarar þróun-
ar.
Harðlínumenn líta á þingstörf
sem svik við grundvallarmarkmið
flokksins; að koma á „algjöru lýð-
ræði“. Raunsæismenn hafa hins
vegar leitað eftir samstarfi við
vestur-þýska Jafnaðarmanna-
flokkinn, sem er stærsti stjómar-
andstöðuflokkurinn á Sambands-
þinginu, til þess að tryggja að
áhrif græningja verði varanleg.
Schily, sem er einn helsti leiðtogi
raunsæismanna, segir menn hafa
þungar áhyggjur af ágreiningnum,
sem kunni að leiða til endaloka
hreyflngarinnar. „Margir óttast að
þetta muni enda illa. Það væri
mikið áfall fyrir Vestur-Þýska-
land“.
Oraunhæfar kröfur
Raunsæismenn telja kröfu
harðlínumanna um að Vestur-
Þjóðveijar gangi úr Atlantshafs-
bandalaginu og lýsi sig hlutlausa
lýsa best bamaskap þeirra og ein-
feldni. Þeir hafa einnig viðurkennt
að óraunhæft sé að stefna að tafar-
lausri lokun kjamorkuvera, sem
harðlínumenn hafa sett á oddinn.
Raunsæismenn í röðum græningja
í Vestur-Berlín hafa gengið svo
langt að segja harðlínumenn hand-
bendi flokks austur-þýskra
kommúnista (SED). Petra Kelly
segir að vinstrisinnaðir forkólfar
kvenfrelsisbaráttunnar ofsæki
karlmenn í Græningjaflokknum.
Hún kveðst búast við að flokkurinn
klofni í tvær fylkingar. frjálslynd-
an Græningjaflokk og öfgafullan
kreddutrúarflokk vinstri manna.
Jutta Ditfuhrt, þingmaður og
einn helsti leiðtogi harðlínumanna,
hellti olíu á eldinn þegar hún lýsti
því jrfír nýlega að tilhneiging sam-
félagsins til kúgunar og undirok-
unar hefði leitt til hryðjuverka
öfgamanna, með Rauðu herdeild-
ina í broddi fylkingar, í Vestur-
Þýskalandi á áttunda áratugnum.
Ummæli hennar ollu gífurlegri
reiði meðal flokksmanna, sem
flestir hófu afskipti af stjómmálum
er hreyfíngar námsmanna risu upp
á sjöunda áratugnum og kröfðust
friðar og frelsis.
Minnkandi fylgi
Þar til nýlega hafði mönnum
virst að Græningjaflokkurinn væri
á góðri leið með að festa sig í sessi
sem afl í vestur-þýskum stjóm-
málum. „Græningjamir eru
sprottnir upp úr mótmælahreyf-
ingu og þeim hefur enn ekki tekist
að verða raunverulegur stjóm-
málaflokkur," segir Karl-Heinz
Nicclaus, stjómmálafræðingur
sem starfar við háskólann í Bonn.
„Þeir gætu reynst vera stundarfyr-
irbrigði," bætir hann við. Á þessu
ári hefur fylgi flokksins farið
minnkandi i fylkiskosningum en
það hefur að jafnaði verið á bilinu
sjö til níu prósent. í apríl féll sam-
steypustjóm græningja og jafnað-
armanna (SPD) í Hessen og við
tók stjóm kristilegra demókrata
(CDU) og frjálsra demókrata
(FDP). í kosningum til fylkisþings-
ins í Slésvík og Holtsetalandi í
síðasta mánuði fengu græningjar
ekki tilskilin fímm prósent
atkvæða til að koma mönnum á
þing. Harðlínumenn eru í meiri-
hluta í Slésvík og Holtsetalandi og
neituðu þeir að lýsa yfír stuðningi
við hugsanlega minnihlutastjóm
Jafnaðarmannaflokksins. Stjóm-
málaskýrendur telja að þessi
afstaða hafí flæmt marga hugsan-
lega kjósendur frá Græningja-
flokknum og hafí þeir kosið
Jafnaðarmannaflokkinn til þess að
atkvæði þeirra féllu ekki dauð og
ómerk. Bjöm Engholm, leiðtogi
jafnaðarmanna í Slésvík og Holts-
etalandi, hafði lýst sig samþykkan
flestum kröfum græningja. Þykir
þetta sýna að stóru flokkamir geti
unnið fylgi af græningjum með því
að taka upp ýmsar hugmyndir
þeirra á sviði umhverfísmála.
Sameiningaraflið
horfið
Jafnaðarmenn breyttu snögg-
lega afstöðu sinni til samstarfs við
Græningjaflokkinn er Hans-Joc-
hen Vogel, fyrrum dómsmálaráð-
herra, tók við formennsku
Jafnaðarmannaflokksins eftir að
Willy Brandt sagði af sér. Sérfræð-
ingar flokksins telja að þetta
samkmll græningja og jafnaðar-
manna hafí ráðið miklu um fylgis-
hrun jafnaðarmanna í kosningum
til Sambandsþingsins í janúarmán-
uði. Var þetta mesta tap flokksins
um 30 ára skeið og telja sérfræð-
ingamir að þetta hafi fælt kjósend-
ur úr stétt verkamanna frá
flokknum.
Otto Schily segir að væntanlegt
samkomulag risaveldanna um upp-
rætingu meðal- og skammdrægra
kjamorkuflauga í Evrópu hafí átt
mikinn þátt í hruni Græningja-
flokksins. Andstaðan við banda-
rísku kjamorkuflaugamar í
Vestur-Þýskalandi hafi sameinað
flokksmenn og það sé kaldhæðnis-
leg staðreynd að þeir hafí ekki
verið undir það búnir að sjá eitt
helsta stefnumál sitt verða að
veruleika. „Andstaðan við banda-
rísku Pershing-flaugamar og
stýriflaugamar var sameiningar-
aflið. Ekki verður séð hvað getur
komið í staðinn fyrir það,“ segir
hann. Schily kveðst telja að græn-
ingjar eigi aðeins eina von; félaga
flokksins. „Þrýstingur frá félögum
getur orðið til þess að leiðtogar
flokksins taki sig saman í andlit-
inu, en tíminn er naurnur," segir
hann. Karl-Heinz Nicclaus kveðst
á hinn bóginn telja að Græningjar
hafi haft varanleg áhrif á vestur-
þýsk stjómmál. Segir hann stefnu-
breytingu stóru flokkanna á sviði
umhverfismála bera þessu glöggt
vitni. „Þótt gxæningjamir hverfí
er öruggt að umhverfísmála-
umræðan lognast ekki út af“.
Höfundur er fréttaritari Reut-
ers-fréttastofunnar.
Stund milli stríða: Frá mótmælum kjarnorkuandstæðinga.