Morgunblaðið - 27.10.1987, Page 48

Morgunblaðið - 27.10.1987, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar: Átak í starfsfræðslu fiskvinnslufólks eftír Gissur Pétursson Á sfðastliðnu hausti hófst á veg- um Starfsfræðslunefndar físk- vinnslunnar mikið átak í starfs- fræðslumálum fískvinnslufólks. Undirbúningur þessa máls hafði verið nokkuð langur. Bæði meðal forvígismanna verkalýðshreyfíng- arinnar og vinnuveitenda hafði í mörg ár verið áhugi á að leggja grunn að skipulagðri fræðslu fyrir fískvinnslufólk sem hefði það að markmiði að bæta vinnubrögðin við vinnsluna svo þau skiluðu af sér auknum verðmætum sem aftur skiluðu sér í hærri launum til starfsfólksins. Til þess að svo gæti orðið þyrfti að taka á öllum þáttum vinnslunnar í fræðsluefn- inu, gefa starfsfólkinu heildaryfír- sýn yfír gæðamál, líkamsbeitingu, kjaramál, markaðsmál, öryggis- mál á vinnustöðum o.fl. Fyrrihluta árs 1984 átti fram- kvæmdastjóm Verkamannasam- bands íslands og sjávarútvegsráð- herra, Halldór Ásgrímsson, fund um fræðslumál fískvinnslufólks. í kjölfar þessa fundar skipaði ráð- herra starfshóp til þess að und- irbúa og koma af stað námskeiða- haldi meðal fiskvinnslufólks. Starfshópurinn var skipaður full- trúum frá sjávarútvegsráðuneyti, fískvinnsluskólanum og verka- mannasambandinu. Starfshópur- inn vann áfangaskýrslu um málið, efndi til tilraunanámskeiðs í febrú- ar 1985 í fískvinnsluskólanum í Hafnarfírði og í framhaldi af því til tilraunanámskeiða á níu stöðum á landinu þá um sumarið. Mark- mið þessara námskeiða var að prófa sig áfram, kanna hvaða efni þyrfti að taka fýrir á námskeiðun- um, hvemig umbúnaður þess þyrfti að vera og á hvaða efnis- þætti ætti að leggja mesta áherslu. Á þessum námskeiðum kom fram að mikill áhugi var meðal fískvinnslufólks á fræðslu og menntun í fískvinnslustarfínu. Þá sáu menn einnig að samfara auk- inni þekkingu og bættum vinnu- brögðum sem skapaði af sér framleiðsluaukningu hjá fyrir- tækjunum ætti að vera hægt að greiða starfsfólkinu hærri laun þegar námskeiðunum væri lokið. Skipan starfshópsins var breytt í framhaldi af þessu, enda þörf á að rödd og hugmyndir vinnuveit- enda kæmu fram við skipulagn- ingu námskeiðanna. Starfshópur- inn hlaut nafnið Starfsfræðslu- nefnd fiskvinnslunnar og er nú þannig skipaður að formaður nefndarinnar er Finnur Ingólfsson, fyrrverandi aðstoðarmaður sjávar- útvegsráðherra, og fulltrúi sjávar- útvegsráðuneytisins sem og Gylfí Gautur Pétursson, deildarstjóri. Frá Verkamannasambandi íslands sitja í nefndinni Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja, og Karl Steinar Guðnason, alþingismaður og vara- formaður VMSL Frá Vinnuveit- endasambandi íslands, Ágúst Elíasson, framkvæmdastjóri Sam- bands fískvinrfslustöðvanna, og Svavar Svavarsson, framleiðslu- stjóri Granda hf. í kjarasamningunum í febrúar 1986 gerðu vinnuveitendur og verkalýðshreyfíngin með sér sam- komulag um þetta námskeiðahald fískvinnslufólksins, þar sem m.a. kom fram að starfsfólkinu yrðu greidd laun gegnum atvinnuleysis- tryggingasjóð meðan á námskeið- unum stæði. Sjávarútvegsráðu- neytið stæði straum af kennslukostnaði og námsgagna- gerð, skilyrði fyrir setu á nám- skeiðunum væri það að starfs- fólkið hefði gert fastráðningar- samning og unnið við fískvinnslu í minnst þrjá mánuði og eftir að námskeiðunum lyki fengi starfs- fólkið tveggja launaflokka hækkun. Námsgagnagerð og þjálfun leiðbeinenda Fyrir starfsfræðslunefndinni lá nú að ganga frá námsgögnum fyrir hin eiginlegu starfsfræðslu- námskeið (kölluð grunnnámskeið) sem þarna var samið um og raun- ar hafði það verk hafíst strax eftir að tilraunanámskeiðunum lauk sumarið áður. í þessu fólst gífur- leg vinna þar sem nánast ekkert aðgengilegt námsefni var til sem hægt var að grípa til og þurfti því að semja nánast allt frá grunni. Leitað var til fjölda sérfræðinga og stofnana. Höfð var samvinna við verkalýðshreyfínguna, sölu- stofnanir fískframleiðendanna, SÍS, SH og SÍF, Vinnueftirlit ríkis- ins, rannsóknarstofnanir fískiðn- aðarins o.fl. Gert var ráð fyrir að þessu verki yrði lokið um vorið 1986 og þá væri hægt að byija jiámskeiðin, en sökum þess hvereu mikið verk þetta var Iauk samningu námsefn- isins ekki fyrr en um haustið. Verulega var vandað til náms- gagnanna, bæði hvað varðar efni og frágang, enda hefur það ráðið miklu um hvereu námskeiðunum hefur verið vel tekið. Samhliða þessu þurfti starfs- fræðslunefndin að standa fyrir þjálfun þeirra sem Ieiðbeina áttu á námskeiðunum og kynna þeim námsefnið. Þetta fólk kom úr öll- um áttum. Verkstjórar úr físk- vinnslustöðvunum, prestar, sálfræðingar, líffræðingar, sjúkra- þjálfarar, forvígismenn verkalýðs- félaga, framkvæmdastjórar fískvinnslustöðva o.fl. o.fl. Alls sóttu svokölluð leiðbeinendatækni- námskeið, sem stóðu í þijá daga hvert, um 120 manns. Fyrirkomulag námskeiðanna Námskeiðin hófust svo af full- um krafti í september 1986. Ákveðið var að fyrirkomulag nám- skeiðanna yrði með þeim hætti að fískvinnslufólki væri gert að sækja tíu fjögurra kiukkustunda nám- skeið og auk þess tveggja vikna starfsþjálfun í vinnslustöðvunum. Námskeiðin eru eftirtalin: SF 01 Hráefnið — Meðferð þess og gæði SF 02 Vinnuvistfræði SF 03 Öryggi á vinnustöðum SF 04 Hreinlæti og gerlagróður SF 05 Skipulögð verkþjálfun í fískvinnslu SF 06 Kjarasamningar og lög SF 07 Launakerfí við fískvinnslu SF 08 Vinnslurásir og verkunaraðferðir SF 09 Afurðir og markaðir SF 10 Samstarf og samvinna á vinnustað. Eins og þarna má sjá er reynt að láta efíii námskeiðanna spanna allt svið fískvinnslustarfsins. Starfsþjálfunarvikumar skipt- ast í sérhæfingu og önnur störf. I sérhæfingarvikunni er starfsfólkið þjálfað í svokallaðri verkþáttagreiningu, þ.e. að ákveð- ið verk er brotið niður lið fyrir lið. Með þessu er verið að reyna að fá fólk til að líta á sérevið sitt líkt og kennari svo það eigi eftir þetta auðvelt með að kenna nýliðum starf sitt. í vikunni sem kallast önnur störf er fólkinu gert kleift að vinna öll helstu framleiðslustörf í fyrirtækinu ekki skemur en hálfan dag í hveiju starfí. Hugmyndin er að með þessu fái starfsmaður- inn yfírsýn yfír alla vinnslu fyrir- tækisins, frá móttöku hráefnis til afgreiðslu á fullunninni vöru. Þegar námskeiðunum tíu er lok- ið og starfsmaður hefur lokið starfsþjálfuninni, hlýtur hann starfsheitið. sérhæfður fisk- vinnslumaður, og hækkar í launum um tvo launaflokka eins og áður er iiefnt. Geysileg eftirepum var eftir námskeiðunum allan síðasta vetur og meðan verkfallið stóð yfír í janúarmánuði sl. voru allir leið- beinendumir 120 við kennslu hér og hvar um landið og náðist samt ekki að verða við öllum óskum. Starfsfræðslunefndin hafði gert áætlanir um kennslu síðasta vetur sem öll riðlaðist vegna hinnar miklu eftirspumar og nú er svo komið að búið er að halda tæp tvö þúsund námskeið á einu ári og um 2.500 fastráðnir fískvinnslumenn hafa 'lokið öllum námskeiðunum tíu. Um 500 fastráðnir fískvinnslu- menn sitja nú á námskeiðum víðsvegar um landið. Um 4.500 fiskvinnslumenn eru fastráðnir í landinu og starfs- fræðslunefndin vonast til að geta orðið við óskum þeirra, sem enn hafa ekki setið námskeiðin nú í vetur. Þessi gífurlegi fjöldi námskeiða hefur kallað á mikla skipulagningu af hálfu starfsfræðslunefndarinn- ar o g verkalýðsfélaganna og fískvinnslustöðvanna á nám- skeiðsstað. Verkalýðsfélögunum og fískvinnslustöðvunum er gert að útvega hentugt kennsluhús- næði og kennslutæki, en eins og áður er nefnt stendur sjávarút- vegsráðuneytið straum af öllum öðrum kostnaði. Þess má geta að starfsfræðslu- nefíidin efndi í maímánuði til Gissur Pétsson ráðstefnu með leiðbeinendum, sem höfðu kennt á flestum námskeið- unum, til að yfírfara námsefnið og gera tillögur að enn frekari betrumbótum á því. Verkstjóranámskeið Þrátt fyrir að upphaflega hafí Starfsfræðslunefnd fískvinnslunn- ar verið skipuð til að undirbúa og koma á starfsfræðslunámskeiðum fyrir verkafólk í fískiðnaði, þá mun Starfsfræðslunefndin þann 29. október nk. setja á laggimar í Hótel Borgamesi sérstök starfs- fræðslunámskeið fyrir verkstjóra í fískvinnslustöðvunum. Ástæðan er sú að lítið framboð er á slíkum námskeiðum fyrir fískvinnsluverk- stjóra og starfsfræðslunefndin taldi rétt að reyna að vera við óskum þar að lútandi. Þessi námskeið taka alls sex kennsludaga en er skipt í tvær annir. Fyrri önn verður haldin nú á haustdögum og hin síðari í jan- úar og febrúar á næsta ári. Gert er ráð fyrir að þátttakendur greiði þátttökugjald en sjávarútvegs- ráðuneytið stendur straum af kennslukostnaði. Móttaka nýliða Af öðmm verkefnum starfs- fræðslunefndarinnar má nefna að verið er að vinna á vegum nefndar- innar bækling sem fískvinnslu- stöðvamar eiga að afhenda hveijum þeim er að hefja störf við fískvinnslu. í bæklingnum er físk- vinnslustarfíð kynnt í stórum dráttum, uppbygging fyrirtækis- ins og skipulagning þess fræðslu- starfs sem starfsmanninum stendur til boða þegar hann hefur gert fastráðningareamning. Sömuleiðis er verið að vinna kvikmynd sem fjallar um svipað efni og á að sýna nýliðanum fyreta daginn sem hann hefur starfíð. Þetta verkefni starfsfræðslu- nefndarinnar er einkar mikilvægt því nauðsynlegt er að taka vel á móti nýjum starfsmanni svo hann fari jákvæður heim að loknum fyreta starfsdeginum. Kynningarstarf Geysileg eftirepum er eftir starfskröftum frá fískvinnslu- stöðvunum sem erfítt hefur reynst að svara. Starfsfræðslunefndin hefur af þessum sökum aukið starfssvið sitt í samráði við sjávar- útvegsráðherra, og vinnur nú að tillögum til kynningar á sjtfarút- veginum, ekki síst fískvinnslu- starfínu, í skólum og fjölmiðlum. Markmiðið með þessu er að reyna að hafa áhrif á æskufólk til að sælq'a til þessarar undiretöðuat- vinnugreinar þjóðarinnar og sýna fram á að þar bíði þeirra fjöl- breytt atvinnutækifæri. Framhald starfsfræðslunnar Þessu átaki í starfsfræðslumál- um fískvinnslufólks hefur verið geysilega vel tekið af fískvinnslu- fólkinu og forráðamönnum físk- vinnslustöðvanna. Vitað er er að þetta átak hefur skilað mikilli framleiðsluaukningu, starfsfólkið er mun meðvitaðra um starfíð, t.d. um gæðakröfur og gerla og hrein- lætismál. Áfram verður haldið með grunnnámskeiðin, sem nú er orðið samningsbundið að eiga að standa fastráðnu fiskvinnslufólki til boða. En jafnframt hefur komið fram mikill áhugi á frekara fræðslu- starfí í greininni. Þama eru komnar fram spumingar sem starfsfræðslunefndin hefur velt mikið fyrir sér hvemig skuli svara. í skýrelu upphaflega starfs- hópsins komu fram hugmyndir um að bjóða þyrfti upp á sémámskeið í einstökum greinum fískvinnsl- unnar sem stæðu í 10—15 daga og að grunnnámskeiðin væm að- faranám að sémámskeiðunum. Hins vegar er óljóst hvaða réttindi slík sémámskeið gefa og hvort og þá hvemig tengja bæri þau við hið almenna skólakerfí. Hitt er ljóst að þessum óskum þarf að sinna, svo halda megi þeim jákvæða hug til starfsfræðslunnar sem er að fínna bæði meðal ríkis- valdsins, hagsmunaaðila í grein- inni og ekki síst verkafólksins sjálfs. Eins er ljóst að námskeiða- hald þetta hefur undiretrikað hvereu mikilvægt er að veita starfsfólki starfsmenntun, jafnvel þó viðkomandi hafí unnið við starf- ið ámm saman. Því svo lengi lærir sem lifir. Höfundur er starfsmaður sjávar- útvegsráðuneytísins og verkefnis- stjóri starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar. „Tröllið“ hans Davíðs eftir Sigrúnu Jónsdóttur Ég er ein af mörgum sem er á móti byggingu ráðhúss í Tjöminni. Ég er ánægð með Tjömina og umhverfi hennar. Tjamargatan er ein af fáum göt- um gamla bæjarins sem getur státað af mörgum fallegum timbur- húsum. Á homi Tjamargötu og Vonarstrætis er ljómandi fallegt timburhús. Það á nú að víkja fyrir „tröllinu" ráðhúsinu. Ég efast um að almenningur hafi gert sér grein fyrir stærð ráðhússins. Oddfellow- húsið, sem aldrei hefur þótt lítið, er eins og frímerki samanborið við fyrirhugað ráðhús. Einnig hið myndarlega hús Þórehamar. Hvere vegna þessi eilífa þörf fyr- ir að breyta? Tjömin er eitt af sérkennum Reykjavíkur, einnig bárujáms- klaeddu timburhúsin okkar. Útlend- Sigrún Jónsdóttir ingar trúa því varla, að svo Qölskrúðugt fuglalff þrífíst inni í miðri höfuðborg. Hvað þá að við séum með kríuvarp inni í miðri „Á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis er ljómandi fallegt timb- urhús. Það á nú að víkja fyrir „tröllinu“ ráð- húsinu.“ höfuðborginni. Eigum við að taka þá áhættu að breyta þessu? Ég skora á borgarstjóra að láta gera víðtæka skoðanakönnun, svo að í ljós komi hver vilji almennings er. í skyndikönnun Bylgjunnar kom í ljós að meira en 60% vom á móti. Dagblaðið fékk svipaða niðurstöðu f sinni könnun. Ég trúi þvi ekki að þetta hús verði byggt þaraa. Höfundur er húsmóðir og leið- sögumaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.