Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 49

Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 49 Morgunblaðid/Sigurdur Jónsson Sigríður Jensdóttir formaður bæjarráðs tekur við fána Sameinuðu þjóðanna úr hendi Gunnars B Gunn- arssonar formanns Lionsklúbbs Selfoss. Selfoss: Lionsmenn gáfu kaupstaðn- um fána Sameinuðu þjóðanna Selfossi. Selfosskaupstaður fékk á fimmtudag, í upphafi fundar bæjarráðs, afhentan fána Sam- einuðu þjóðanna að gjöf frá Lionsklúbbi Selfoss. Með þessari gjöf vilja Lionsfélag- ar vekja athygli á starfsemi Sameinuðu þjóðanna en fyrsta markmið Lionsklúbba er að vekja og efla anda skilnings meðal þjóða heims. „Stofnandi Lionshreyfingarinn- ar, Melvin Jones og fyrrverandi alþjóðaforsetar D.A. Skeen og Fred Smith, voru meðal þeirra sem unnu að samþykktum Sameinuðu þjóð- anna á árinu 1945 og í 40 ár hefur Lions Club Intemational verið ráð- gefandi Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum. Samvinna Lions- klúbba og einstakra deilda Samein- uðu þjóðanna að líknarstarfi er löngu viðurkennd, og til að vekja athygli á og minnast þeirra mann- úðarstarfa sem unnin eru á vegum Sameinuðu Þjóðanna hefur Lions- hreyfingin hvatt til þess að haldið sé upp á dag Sameinuðu þjóðanna, þann 24. október, til dæmis með því að Lionsklúbbar hafí forgöngu um það að fánar Sameinuðu þjóð- anna séu dregnir að húni þann dag,“ sagði Gunnar B. Gunnarsson formaður Lionsklúbbs Selfoss þegar hann afhenti fánann. í Lionsklúbbi Selfoss em starf- andi 38 félagar. Klúbburinn var stofnaður 13. apríl 1965. Auk Gunnars B Gunnarssonar formanns em í stjóm Þórir Guðmundsson rit- ari og Sigurður Grímsson gjaldkeri. — Sig. Jóns. Hvassahraun: Fimm hús til viðbótar rifin niður Vogum. ÞAÐ HEFUR verið ákveðið að rífa 5 hús niður í Hvassahrauni til viðbótar þeim 10 húsum sem nýlega voru rifin niður, að sögn Vilhjálms Grímssonar sveitar- stjóra í Vatnsleysustrandar- hreppi. Eins og Morgunblaðið greindi frá nýlega vom 10 hús rifín niður í Hvassahrauni vegna þess að þau vom í mjög slæmu ástandi, og upp- fylltu engan veginn kröfur bygg- ingareglugerðar. Nú hefur verið ákveðið að halda þessu starfi áfram og verða 5 hús sem ekki uppfylla kröfur byggingarreglugerðarinnar rifin niður. Er hér átt við sumarbú- staði og flárhús. Þá verður einnig rifíð niður hús í landi Stóra-Knarr- amess sem sértrúarsöfnuður hóf byggingu á fyrir all mörgum ámm en byggingu hússins lauk aldrei og hefur húsið staðið opið í mörg ár. - EG Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Fjárhús í Hvassahrauni sem stendur til að rifa niður. KÚLULOKAR úr krómuðu messing og ryðfríu stáli, til í miklu úrvali. Fullt gegnumstreymi. Henta fyrir loft, olíu, vatn, gas og sterk efni. Fást bæði 2ja og 3ja stúta. Hagstætt verð. Heildsala — Smásala. Framtíð v/Skeifuna, Faxaleni 10, Reykjavík, 68 69 25 Ráðstefna Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga Laugardaginn 31. október kl. 8.30 verður haldin ráð- stefna á Hótel Sögu á vegum fræðslunefndar Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Ráðstefnan fjall- arum: Hugmyndafræði hjúkrunar. Markmið hennar eru að örva umræðu um hugmynda- fræði hjúkrunar og gildi rannsókna í hjúkrun. Auk þess að varpa Ijósi á tengsl hjúkrunarkenninga við dagleg hjúkrunarstörf. Ráðstefnugjald er kr. 3.500.-, hádegisverður er innifal- inn. Tilkynna þarf þáttöku í síma 82090 eða 82112 fyrir kl. 17.00 fimmtudaginn 29. október. Fræðslunefnd F.H.H. Með 10% hreinum epiasafa Sanitas

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.