Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
50
ALTr
ÁHREINU
MEÐ
&TDK
Látið ELSPED annast
vöruflutninga ykkar
um Hamborg!
¥ Æ
ELSPED annast flutningsmiðlun fyrir vörur f rá Vest-
ur-Þýskalandi, Austur-Þýskalandi, Austurríki, Sviss,
Ítalíu, Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu.
• Viö höfum margra ára reynslu í þjónustu við íslensk fyrirtæki.
■ Viö erum sjálfstæöír og störfum ávallt með hagsmuni viöskiptavina okkar
efst í huga.
• Viö erum fuilkomlega tölvuvæddir og tengdir viö hafnarskrifstofur og skipa-
félög og tryggjum þannig hraöa og örugga þjónustu bæöi hvaö varðar frá-
gang skjala og flutninginn sjálfan.
• Viö erum meö útibú i Bremen og umboðsmenn I Belgíu, Hollandi, á Stóra-
Bretlandi og ftalíu.
Höfum lengi unnið fyrir mörg rótgróin íslensk fyrirtæki.
Reynið þjónustu okkar!
ELSPED Speditions-Gesellschaft m.b.H.
Adenauerallee 3-6 D-2000 Hamburg 1
Simi: (040) 2878-6 Telex: 2162108 Telefax: (040) 2878-222/266
Loksins heimasigur
á Tilburg- stórmótinu
Skák
Margeir Pétursson
Hinu árlega stórmóti í Til-
burg er nú nýlokið og var það
hið ellefta f röðinni. Enn sem
fyrr er það Interpolis-trygg-
ingafyrirtækið sem heldur
mótið með miklum glæsibrag.
„í Tilburg gerum við allt fyrir
keppenduraa," er kjörorð móts-
haldaranna og vegna góðra
aðstæðna, hárra komuþóknana
og verðlauna þekkist varla að
stórmeistarar hafni boði á mó-
tið. Hollendingurinn Jan
Timman er íslendingum að góðu
kunnur og hann hefur verið með
í öUum eUefu mótunum. Það
hafa ávaUt verið bundnar við
hann miklar vonir, en hann hef-
ur ekki staðið fyUUega undir
þeim fyrr en nú að honum tókst
loksins að vinna verðskuldaðan
sigur.
Heimamenn voru kampakátir að
mótinu loknu og binda miklar von-
ir við að Timman nái langt í
áskorendakeppninni sem hefst í
janúar. Hann var vel að sigrinum
í Tilburg kominn, hann byijaði
mjög vel og hlaut fjóra vinninga
úr fímm fyrstu skákunum. Ekki
tókst honum að auka forskot sitt,
en þar sem baráttan í Tilburg er
ákaJElega jöfn nægði þetta þjófstart
til að vinna mótið.
Það er ekki hægt að segja að
sigur Timmans í elleftu tilraun
hafi komið neitt verulega á óvart,
en sama verður ekki sagt um Ro-
bert Hiibner sem hreppti annað
sætið. Hiibner er merkilegt fyrir-
brigði í skákheiminum. Auk þess
að vera langbezti skákmaður V-
Þjóðveija, er hann mikill tungu-
málasérfræðingur og raunar
standa fáir honum framar í þeim
vísindum að ráða í fomar rúnir,
ritaðar á útdauðum málum. Hann
er einnig fulltrúi ’68-kynslóðarinn-
ar“ í skákheiminum. Ef honum
líkar ekki aðstæður á mótum, eða
reglur sem mótshaldaramir selja,
mætir hann ekki til leiks, eða fer
burt í fússi.
Eftir að hafa komist í úrsiit
áskorendakeppninnar 1980 með
ötulli aðstoð Guðmundar Sigur-
jónssonar, hefur hann löndum
sínum til sárra vonbrigða hundsað
tvö millisvæðamót í röð, fyrst 1985
og aftur í sumar. Hubner þykir
ekki mikið til Campomanesar
koma, frekar en mörgum öðmm
öflugum stórmeisturum. Honum
nægir þó ekki að nöldra, heldur
sýnir hann hug sinn í verki og mun
hafa tekið þá ákvörðun að vera
ekki með í neinu FIDE-móti fyrr
en skákmaður er kominn til valda
þar. Fyrir þessa einörðu og óeigin-
gjömu afstöðu hefur Hiibner aflað
sér virðingu margra skákmanna,
en ekki verið aufúsugestur á stór-
mótum, mótshaldarar eru hræddir
við duttlunga hans.
Hubner hefur því lítið teflt að
undanfömu en náði samt að sýna
fram á gífurlegan styrkleika sinn
í Tilburg. Það sem gerði gæfumun-
inn var tvöfaldur sigur hans á
Viktor Korchnoi.
Hinn 27 ára gamli Júgóslavi,
Predrag Nikolic, er nýliði á þessum
slóðum en stóð sig þó mjög vel.
Hann hefur unnið marga góða
sigra undanfarið, svo sem á opna
Reykjavíkurskákmótinu 1986 og á
framtíðina fyrir sér. í sumar olli
það löndum hans miklum vonbrigð-
um að hann tapaði í síðustu umferð
millisvæðamótsins í Zagreb og
komst því ekki í áskorendakeppn-
ina.
Að venju tefldi Viktor Korchnoi
allra manna skemmtilegast, enda
var hann sá sem flestar skákimar
vann. Það er víst að það verður
enginn svikinn af því að fylgjast
með áskorendaeinvígi hans og Jó-
hanns Hjartarsonar í janúar
STIG i Z 3 4 5* 6 7 8 VINN. K'ÓB
i J. TIMMMCUoli*uti) 263 0 •A ‘A 'A rA i'A 'tlz 'A 'A iO 'A 1 2'A
z R. UU&NER ('/-kjtka!) 2 6IO A A && ÍlO i i ii 'A 'A /z 'A A 1 'A 9 2-3.
3 p. tíikouccjútásivu) 262.0 •A it A i m i 0 'A i 'A 'A 'A 'A 'A /z e 2-3.
I/ K0RCHÚ0I CSviss) 2630 0 % 00 O i 'A i •A i 1 'A 'Ai 7 'A i.
5 P>. JÚSUP0V (Sovíir) 2 6,35" Oit 'A’/z •A 0 'AO '/z /z i'A i i 3— 5".
(o U. PWDERSSOti(Sr'l>iii) 2COO •A A •A / 'U /z 'AO •A /z /z/ 'AZ 6A t>.
? A. SOKOLOVCSov'ílr.) líiT 0 i •A 'A /z /z O'A O'A '/ /z 'A /z G 7.
8 L. LJUGOJEVlCCTújísÍ) 2ÍZS- •AO O'A ‘A /z 'A 0 OO Zi'/ Zz'/z HA 8.
INNRÖMMUN
Alhliða innrömmun, smellu-
rammar, tilbúnir álrammar.
Nilsen állistar
nýjar gerðir og litir
Sérverslun með
innrömmunarvörur
25 stærðir - álrammar
17 stærðir - smellurammar
RAMMA
MIÐSTOÐIN
Sigtúni 10,105 Reykjavík, sími 25054.
Næg bílastæði v/dyrnar.
0PIÐ LAUGARDAGA KL.9-16
Plaköt og myndir
Fjölbreytt úrval
Lamba-
kjöts-
kynning-
unni í
Staðar-
skála lokið
Stað i Hrútafirði.
LAMBAKJÖTIÐ hefur veríð
mikið í umræðu meðal fólks und-
anfaríð og margir sem hafa
þessa vöru á boðstólum hafa aug-
lýst hana á ýmsa vegu. í Staðar-
skála í Hrútafirði lauk nú nýlega
kynningu á lambakjötsréttum,
hafði hún þá staðið í hálfan mán-
uð.
Allir matargestir sem komu til
að borða í Staðarskála þennan hálfa
mánuð sem kynningin á íslenska
lambinu stóð fengu tækifæri til að
taka þátt í getraun sem Staðar-
skáli efndi til í samvinnu við
Ferðaskrifstofuna Ferðabæ í
Reykjavík. Gestir svöruðu nokkrum
spumingum, dregið verður úr rétt-
um lausnum á skemmtikvöldi sem