Morgunblaðið - 27.10.1987, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
53
Minning:
PállH. Andrésson
frá Stokkseyri
Fæddur 28. ágúst 1919
Dáinn 3. september 1987
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, Drottinn vakir
daga og nætur yfír þér.
(Sig. Kr. Pétursson)
Páll Haukdal Andrésson fæddist
á Húsatúni í Haukadal í Dýrafirði
þann 28. ágúst 1919. Hann var
sonur hjónanna Ólafíu Jónsdóttur
og Andrésar Guðmundssonar, en
þau hjón eignuðust sjö böm og var
Páll fímmti í röðinni. Böm þeirra
vom: Siguijón, f. 7. des. 1912, d.
8. des. 1912, Sigríður f. 17. febr.
1914, Sigurjón f. 5. mars 1916,
Sólveig f. 5. ágúst 1917, d. 27.
júní 1939, Páll f. 28. ágúst 1919,
d. 3. sept. 1987, Guðmundur f. 14.
des. 1920 og Björg f. 12. ágúst
1922, d. 18. maí 1926. Það hefur
verið mikill missir fyrir ömmu og
afa að sjá á eftir þremur ungum
bömum sínum. Frá Húsatúni flutt-
ust þau að Sveinseyri og bjuggu
þar alla tíð, eða þar til afí lést.
Með söknuði og döpur í huga
kveðjum við elskulegan frænda og
vin. Við þökkum honum allar góðar
stundir og fyrir að hafa notið hans
á okkar uppvaxtarámm, því það
má segja að við, ég og mín systk-
ini, höfum alist upp með frænda frá
æsku. Það er okkur ómetanlegur
fjársjóður að eiga slíkar minningar,
fjársjóður sem hvorki mölur né ryð
fá grandað. Þó frændi hafí þurft
að dvelja löngum frá æskuheimili
sínu vegna langvarandi veikinda,
kom hann alltaf heim á milli, og
var tilhlökkun okkar mikil, er von
var á honum. Hann varð ungur
fyrir því óláni að veikjast af berkl-
um, og náði aldrei sömu heilsu
aftur. Oft þurfti hann að dvelja á
Vífílsstaðaspítala og Reykjalundi. Á
Vífílsstöðum lést hann þann 3. sept-
ember eftir tæpra þriggja vikna
rúmlegu þar. Vil ég þakka öllum
þeim er veittu frænda hlýju og góða
umönnun. Guð blessi störf þeirra.
Frá Sveinseyri flutti hann 1962
með foreldmm mínum til Þingeyr-
ar. Var hann hjá þeim í fæði og
þjónustu, en hafði herbergi hjá Jón-
asi Ólafssyni og Nönnu Magnús-
dóttur. Vil ég þakka þeim hjónum,
Jónasi og Nönnu, svo og bömum
þeirra fyrir sérstaka hlýju til handa
frænda. Því þar var hann einnig
eins og einn af fjölskyldunni.
Þegar hann var heima stundaði
hann alla almenna vinnu bæði til
sjós og lands, en þó var hann lengst
í byggingarvinnu, því hann var
húsasmiður að mennt. Hann lauk
prófí í þeirri iðn, er hann dvaldi á
Reykjalundi 1953. í stopulum tóm-
stundum undi hann við lestur bóka
og mat mikils þjóðlegan fróðleik.
Alltaf hafði hann gaman af söng,
enda var hann um nokkurra ára
skeið í kirkjukór og karlakór Þing-
eyrar. Frændi var léttur í lund,
hægur og rólegur, og var stutt í
glettni og gamanyrði hjá honum.
Hann hafði gaman af bömum og
unglingum, og þau nutu þess að
glettast við hann. Oft kom hann á
heimili mitt og hlupu þá ávallt létt-
ir og litlir fætur á móti honum, því
alltaf átti hann eitthvað til að miðla
og gleðja lítil hjörtu. Er hans sárt
saknað af okkur öllumj en þó sér-
staklega bömunum. Eg og fjöl-
skylda mín þökkum guði fyrir að
fá að hafa notið hans alla tíð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Ólafía Sigurjónsdóttir
og fjölskylda.
t
Eiginkona mín, móðir og systir,
BJÖRG ARADÓTTIR,
lést í Landspítalanum 26. október.
Magnús Á. Ólafsson,
Kristfn Halla Magnúsdóttir,
SigrfAur Aradóttir.
Leiðrétting
í minningargrein um Hörð Guð-
mundsson eftir Guðmund Rúnar
Stefánsson hér í blaðinu þriðjudag-
inn 13. október brenglaðist frásögn-
in sem hér skal svo leiðrétt. Þannig
átti málsgreinin að hljóða: Hörður
gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu
sína, Sólborgu Valdimarsdóttur, og
átti með henni tvær dætur Brynju
og Ingu. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
Blóma- og gjafavöruverslun
Kransar, kistuskreytingar, hvers
konar skreytingar og gjafir.
Gæfan fylgir blómum og gjöfum
úr Stráinu. Opið um helgar.
Sími 16650.
Blömastofa
fíiðfinm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
ÁSLAUG Þ. SÍMONARDÓTTIR
frá Selfossi,
lést í Sjúkrahúsi Suöurlands 24. október.
Drffa Pálsdóttir, Gestur Steinþórsson
og börnln.
t
Faöir minn,
SÉRA GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON
fyrrverandi prestur að Barði f Fljótum
lést á heimili sínu Vogabraut 32, Akranesi, sunnudaginn 25. október.
Fyrir hönd vandamanna,
Guðmundur Guömundsson.
t
HANNES KRISTINSSON
andaðist sunnudaginn 25. október.
Kristinn Hannesson,
Sigrföur Hannesdóttir,
Sigurlaug Hannesdóttir,
Þorvaldur Hannesson.
t
Hjartkær eiginkona mín og móðir okkar,
BETZY KRISTÍN ELÍASDÓTTIR,
Háaleitisbraut 17,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miövikudaginn 28. október
kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameins-
félag islands.
Haraldur örn Haraldsson,
Randl Þórunn Kristjánsdóttir,
Elfas örn Kristjánsson,
Guðbjörg Kristfn Haraldsdóttlr.
Sonur okkar.
t
HENRIK SIGURÐSSON,
Laugarásvegi 55,
lést 26. október.
Kristín Henriksdóttir, Sigurður Egilsson.
t
AÐALHEIÐUR ÁRNADÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
Kleppsvegi 118,
Reykjavfk,
verður jarðsungin þriðjudaginn 27. október frá Fossvogskirkju.
Athöfnin hefst kl. 15.00.
Ágúst Bjarnason,
Birgir Sigurðsson, Jóna Kristjánsdóttir,
íris Sigurðardóttir, Hafsteinn Ágústsson,
Hörður Ágústsson, Margrót Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HARPA MARfA BJÖRNSDÓTTIR,
Ægisgrund 20,
sem lést miðvikudaginn 21. október, veröur jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni fimmtudaginn 29. október kl. 13.30.
Ásbjörn Magnússon,
Lena S. Ásbjarnardóttir,
Ásdfs Snorradóttir, Georg Strobble,
Kolbrún Sigurðardóttir, Árni Tryggvason
og barnabörn.
t
Konan mín, móðir okkar, dóttir mín og systir okkar,
SVAVA SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Ásvegi 10,
verður jarðsungin frá Áskirkju miövikudaginn 28. október kl. 13.30.
Þétur Tyrfingsson,
Guðmundur Pótursson,
Gunnlaugur Mór Pétursson,
Margrét Tómasdóttir
og systkini hinnar látnu.
t
Föðursystir mín,
ANNA JÓNSDÓTTIR,
Reynimel 80,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. október
kl. 13.30.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Auður Garðarsdóttir.
t
Þökkum auösýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður
okkar og tengdamóöur,
SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR,
Skelðarvogl 77,
Valgeröur Tómasdóttir, Ragnar Sigurösson,
Rannveig Tómasdóttlr, Þórhallur Arason,
Ólafur Tómasson, Tómas Tómasson,
Guðrún Helga Tómasdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför mágkonu minnar og föðursystur okkar,
JÓNU SIGURBJARGAR ÞORLÁKSDÓTTUR,
Camilla Sandholt,
Jenný Guðlaugsdóttir Gröttem,
Katrfn Þ. Guðlaugsdóttir,
Hildur Björg Guðlaugsdóttir,
Pétur Guðlaugsson.
Legsteinar
IMARGAR GBRDIR
' . ___ .. ■
iMarmora/Gmít- •
Steinefnaverksmiðjan '
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður