Morgunblaðið - 27.10.1987, Síða 54

Morgunblaðið - 27.10.1987, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 fclk f fréttum NORSKT KÓNGAFÓLK: Er Mártha Lovísa þegar búin að finna sinn eina rétta? Mikil gleði ríkir nú í herbúðum krónprinsQölskyldunnar í Noregi. Hin sextán ára prinsessa Mártha Lovisa hefur fundið sinn eina rétta. Sá er ekki síður vel ættaður en hún, en hann heitir Gústaf og er prins af Sayn-Wittgenstein-Berle- burg. Foreldrar hans eru danska prinsessan Benedikta og prinsinn Richard. Gústaf er tveimur árum eldri en Mártha Lovísa og býr hjá flölskyldu sinni í þýskri höll, sem hann mun erfa þegar þar að kemur. Þykir prinsinn nú þegar hafa sýnt mikla hæfileika sem stórbóndi, en hann er enn í skóla. Mártha Lovísa er á næstsíðasta ári í kristilegum menntaskóla og hefur hlotið strangt uppeldi eins og prinsinn. Að sögn mæðra þeirra beggja, hafa þær gætt þess að spilla ekki bömunum með eftirlæti og STÓRSÖNGVARAR: Jose Carreras á batavegi? Flytja á stórsöngvarann Jose Carreras til Bandaríkjanna þar sem hann mun fara í meðferð vegna blóðsjúkdóms sem hijáir hann. Hann veiktist skyndilega fyrir þremur mánuðum þegar verið var að kvikmynda óperuna „La Bo- heme“ í París. Upp hafa komið sögusagnir um að Carreras, sem er talinn einn af allra bestu tenór- söngvumm heims, sé með hvít- blæði. Talsmaður sjúkrahússins sem hann hefur dvalið á síðan hann Prinsinn ungi af Sayn-Wittgen- stein-Berleburg kom prúðbúinn til veislunnar örlagaríku. reynt að ala þau upp í sem eðlile- gustu umhverfi. Árangurinn lætur heldur ekki að sér hæða, vart getur Er Jose Carreras með hvítblæði? veiktist vildi hvorki neita né játa þessum orðrómi, en sagði að söngv- arinn væri við hestaheilsu og sýndi ekki lengur nein merki um sjúk- dóminn. Fólk í fréttum óskar honum góðs bata. Mártha Lovísa er ekki lengi að því sem lítið er. um par sem á betur saman en þau tvö. Þau eru miklir unnendur útivem og iþróttaiðkunar og hefur prinsinn margoft komið til Noregs til að fara á skfði og veiða físk. Það var einmitt f einni Noregsferðinni sem augu ung- mennana opnuðust fyrir hvom öðm, en þau hafa þekkst lengi. Gústafi var boðið til veislu í höll foreldra Mörthu Lovísu og tóku þau þar tal saman. Vék hann síðan ekki frá hlið hennar það sem eftir var kvöldsins og þegar þau loksins kvöddust höfðu þau þegar gert ráðstafanir til að þau gætu hist sem fyrst. Svo stórskemmtilega vill til að móðir Gústafs var yfir sig ástfangin af föður Mörthu þegar þau vom ung, en henni til sárrar gremju sá hann ekki sólina fyrir Sonju sinni. Þau em þrátt fyrir þetta góðir vinir nú og ekkert gæti glatt þau meira en að vita að bömin þeirra næðu saman. Fólk í fréttum spyr nú bara hvað liggi svona óskaplega mikið á? Það má ekki á milli sjá hvort hrukkubúntið hefur betur. HUNDAR I FRETTUM: Full skál af hrukkum Fólk í fréttum rakst á þessa stórskemmtilegu mynd um daginn og hreifst svo af henni að ekki þótti tilhlýðilegt annað en að birta hana þó að mannfólkið kæmi hvergi nærri. Það sem hér sést er ekki tvíhöfða þurs, heldur tveir agnarsmáir og laglegir 6 vikna hvolpar af Shar-Pei hunda- kyni sem mun vera kínverskt að uppmna. Þrátt fyrir allar reiði- hmkkumar ku hvolpamir vera afbragðs gæludýr og einstaklega bamgóðir. Þessi þríggja ára snáði er talinn þurfa á líkamsrækt að halda. HREYFINGARLEYSI: Bandarísk börn þurfa á heilsurækt að halda egar íþróttir og heilurækt em annars vegar, er Bandaríkja- mönnum ekkert heilagt. Á síðustu ámm hafa sprottið upp líkamsrækt- arstöðvar viðs vegar um landið, ætlaðar bömum. Komaböm, allt niður í 6 vikna gömul mæta í þjálf- un á stöðvamar, sem em orðnar yfir 200 talsins með um 50.000 þúsund meðlimi. Kostar einn tími frá um 100 og upp í 500 krónur. Þarlendir embættismenn hafa um árabil kvartað yfír slælegu líkamsástandi amerískrar æsku og er þessi þróun liður í því að bæta það. Nefna má sem dæmi, að um helmingur allra skólabama þar fell- ur á stöðluðum prófum þar sem líkamleg hæfni þeirra og líkams- ástand er mælt. George vill ólmur halda veislu handa vinum sínum. A bamalíkamsræktarstöðvunum æfa litlir strákar og stelpur sig með gúmmíbolta, skríða í gegnum mjó rör og hoppa á trambólíni. Er æf- ingunum ætlað að að þroska jafnvægisskyn þeirra og gera þau liðugri. „Hafi þau litlu gaman af því að gera æfingamar, eiga þau auðveldara með að stunda regluleg- ar íþróttaæfingar síðar meir á æfinni," segir kennarinn þeirra. Hún telur einnig að þetta hafí góð áhrif á andlegan þroska þeirra. En þarlendir læknar eru ekki alveg á sama máli og segja venju- leg böm ekki hafa neina þörf fyrir þjálfun af þessu tagi, því þau hreyfí sig alveg nóg. Fólk í fréttum tekur heilshugar undir þetta. Frankie Boy ætlar sér að yngja söngferílinn örlítið upp og hætta siðan á toppnum. GEORG MICHAEL: Allir vildu þeir syngja hann Fyrrum Wham-drengurinn Ge- orge Michael hefur í hyggju að eyða um þremur milljónum í veislu sem hann ætlar að halda vin- um sínum í tilefni af útkomu nýjustu sólóplötu sinnar „Faith". í fyrstu ætiaði hann að bjóða nán- ustu vinum sínum i siglingu með kampavíni og tilheyrandi, en nú herma nýjustu fregnir að hann ætli sér að halda hófið í skoskri höll og mega útsendarar hans nú hafa sig alla við að finna hæfilegt húsrými. En á meðan þeir flengjast um allar jarðir fyrir húsbónda sinn, fær George Michael ekki stundlegan frið fyrir suðinu í Frank nokkrum Sinatra. Hann langar nefnilega ósköpin öll til að ljúka söngferli sínum á því að syngja lagið „One more try“ af sólóplötu Georges. Segja kunnugir að fái Frankie Boy að syngja lagið þá geti það hæglega orðið eins vinsælt og „My way“. Hvort George leyfir honum það er annað mál...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.