Morgunblaðið - 27.10.1987, Page 62

Morgunblaðið - 27.10.1987, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 k ! ' - I I í > Jtsorgnesingar tagna bæj arréttindum Borgarnesl. Borgames hlaut bæjarréttindi s.l. laugardag, 24. október sl. Heitir sveitarfélagið Borgamesbær hér eftir í stað Borgaraes- hrepps áður. Á fyrsta fundi bæjarstjórnar var oddvitinn, Eyjólfur Torfi Geirsson, kosinn forseti bæjarstjóraar. Á fundin- um var einnig lagður fram og samþykktur kaupsamningur Borgamesbæjar á verksmiðjuhúsi Pijónastofu Borgamess hf. Kom fram að kaupverð eignarinnar er 28 milljónir. Húsið er ætlað sem safnahús en til að byrja með verður hluti þess áfram notaður af Pijónastofu Borgaraess. Borgnesingar tóku virkan þátt í hátíðarhöldunum i tilefni bæjarréttindanna. Yfir 1.000 manns þáðu kaffiveitingar á Hótel Borgamesi og um 600 manns sóttu dansleikinn sem haldinn var þar um kvöldið. upp nokkur atriði úr sögu Borgar- ness og gat þess að Borgames hefði orðið löggiltur verslunarstaður 1867 og sjálfstætt sveitarfélag árið 1913. Þá sagði Eyjólfur. „Á næsta ári verða liðin 75 ár frá þessari skiptingu, á þessu tímabili hafa 58 manns átt sæti í sveitarstjóm, þar af 5 konur. Hafa 13 gegnt oddvita- starfí, 7 hafa gegnt starfí hrepp- stjóra og sýslunefndarmenn era 6. Árið 1955 var fyrst ráðinn sveitar- stjóri, en aðeins 3 hafa gegnt því Elsti Borgnesingurinn, Guðrún Bergþórsdóttir, ásamt dóttur sinni, Þórdisi Þ. Fjeldsted. Guðrún er 97 ára en býr ein og unir sér vel. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra flutti ávarp á fyrsta bæjarstjómarfundinum. Mikið var sungið við hátíðarhöldin. Hér er kirkjukórinn að syngja við guðsþjónustu. Nýtt safnahús Núverandi bæjarstjóri, Gísli Karlsson, setti hátíðina síðdegis sl. föstudag með opnun málverkasýn- ingar í samkomuhúsi bæjarins á verkum í eigu Listasafns Borgar- ness. Verkin vora eftir ýmsa lista- menn, þar á meðal Kjarval. í ávarpi sínu sagði bæjarstjórinn meðal ann- ars: „Listasafn Borgamess var stofnað árið 1981 með stórmerkri listaverkagjöf, sem Hallsteinn Sveinsson gaf og síðan hefur verið aukið við það jafnt og þétt. Aðal- hlutverk safnsins er að eignast listaverk, varðveita þau og sýna. Bæði með sýningum eins og þess- ari og með því að lána verkin út í opinberar sýningar. Það hefiir lengi háð starfsemi Safnahússins að hafa ekki yfír að ráða eigin sýningarsal þar sem verk safnins væra stöðugt til sýnis. Nú era horfur á að hús- næðismálin komist í betra horf í framtíðinni, því að í dag var undir- ritaður, með fýrirvara um samþykki sveitarstjómar, samningur um kaup á húseigninni Bjamarbraut 4 til 6 með það fyrir augum að þar verði söfnunum í Borgamesi búin aðstaða til nokkurrar frambúðar." Málverk- in á sýningunni höfðu mörg það sameiginlegt, að þau tengdust Borgamesi og Borgarfjarðarhéraði í myndefni. Egils saga Eftir að sett hafði verið Vestur- landsmót í sundi, sem var einn liðurinn í hátíðarhöldunum, var gengið til kirkju. Sóknarpresturinn, sr. Þorbjöm Hlynur Ámason, sagði meðal annars í ræðu sinni: „Borgar- nes er ungur staður, það vitum við öll. Það era ekki nema liðlega 100 ár síðan hér fóra að rísa hús og fólk tók sér bólfestu. Um langan tíma þar á undan hafði búfénaður Borgarpresta spígsporað um þetta klettótta nes og fáir aðrir merkisat- burðir orðið hér. En Borgnesingar eiga samt fortíð langt aftur í tímann. Hér var land numið af land- námsmönnum í lok rííundu aldar og sagan unl það landnám og það mannlíf hér á Mýram er sögð og varðveitt í Egils sögu. og sú varð- veisla er jafnvel merkastur sögu- legra atburða sem hafa orðið hér um slóðir. Því það var almenningur hér á Mýram, það venjulega fólk sem hér bjó sem geymdi með sér sögumar í meira en 200 ár. Sögur sem vora sagðar og endurlifaðar mann fram af manni, uns hin kirkjulega menning kom til sögunn- ar og menn lærðu að skrifa. Þá kom fram sá nafnlausi snillingur, sem safnaði sögunum saman og festi niður á bók. Og það megið þið vita að engin þjóð í víðri veröld var að skrifa betri bækur en búnar vora til á íslandi á þrettándu öld og kallast íslendingasögur. Sú arfleifð má vera okkur hvatning til þess að stunda alvöramenningu, mitt í öll- um afþreyingahroðanum sem yfir okkur dynur. í dag minnumst við margs sem hefur gerst í stuttri sögu þessa þorps. Hér stóðu fyrst aðeins fáein hús og ekki voru þau veglega útbúin. í dag er hér mynd- arlegt samfélag sem ekkert skortir. Víst hefur Borgames fylgt þeirri þróun, sem hefur orðið um land allt, að íslensk þjóð hefur flutt sig úr fátækt yfír í velmegun. En engu að síður höfum við margt að þakka á þessum degi, uppbyggingin hefur ekki orðið af sjálfu sér. Fólkið, sem hér hefur lifað og starfað í gegnum tíðina, hefur unnið góð verk. Það hefur byggt upp þennan stað af elju og nægjusemi og skilað góðu búi til eftirkomandi kynslóða. Og þó að Borgames verði nú kaupstað- ur þá breytist ekki sú einfalda staðreynd, að stapinn og svipmót hans grundvallast á mannfólkinu sem hann byggir. Hvemig er hugur og hvemig er hjartalag, þau hróp vega þrátt fyrir allt þyngra en há- reist hús, myndarleg torg eða stræti. Guð gefí að hinn kristni al- menningur hér megi áfram koma saman í kirkju sinni á helgum degi í tilbeiðslu, í lofgjörð og bæn. Og eignast þá djörfung og þann kær- leika til góðra verka á hveijum degi.“ Lokaávarp oddvita „Við erum í þjóðbraut“ í lok þessa síðasta hreppsnefnd- arfundar flutti oddvitinn, Eyjólfur Torfí Geirsson, ávarp. Rifjaði hann starfí frá upphafí. Ef litið er á íbúa- þróun, þá var hér fyrst skráður íbúi árið 1878, fólksijölgun var hæg framan af, til dæmis vora hér að- eins 50 íbúar árið 1900, en úr því fer þeim að fjölga. Árið 1913, þeg- ar Borgames varð sjálfstætt sveit- arfélag, voru íbúamir orðnir 213 og um miðja öldina var þar 761 íbúi. Síðan hefur fbúafyöldi vaxið jafnt og þétt þar til á allra síðustu áram. Það er ekki hægt að skilja svo við þetta tímabil án þess að geta okkar góðu granna, en þar á ég við íbúa þess héraðs, sem að baki okkar býr. Frá upphafí hefur atvinnulíf í Borgamesi byggst á þjónustu við þá. Og ef Borgames hefði ekki þennan bakhjarl, þætti ekki lífvænlegt í Borgamesi, því megum við ekki gleyma. Þrátt fyrir það skref sem að við stígum hér í dag, fer því þó fjarri að höggvið sé á tengslin. Samstarf sveitarfélag- anna er orðið miklu víðtækara en svo, að það sé bundið við hin gömlu sýslumörk. Sú uppstokkun sem hér á sér stað, er sýslunefndir verða lagðar niður í lok næsta árs, leiðir að öllum líkindum til þess að enn nánara samstarf verði við ná- grannasveitarfélögin en er. Þegar litið er til baka má segja að það hafí skipst á skin og skúrir í sögu þessa bæjar. Þessi staður hefur átt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.