Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 23 Gordji (annar frá hægri) á leið út á Le Bourget-flugvöll: yfirheyrður til málamynda, Vahid Gordji kampakátur við heimkomuna til Teheran: faldi sig í sendiráðinu. Jean Paul Torri, ræðismaður Frakka í Tehran, fer til Karachi: mætti fyrir byltingardóinstól. gíslunum hefði venð sleppt gegn loforðum um að Frakkar breyttu stefnu sinni í Miðausturlöndum. Stephenis er getið j nýrri bók um samskipti Frakka og írana, Ógnun- inni, eftir blaðamanninn Pierre Pean, sem er höfundamafn fv. leyniþjónustumanns og náins sam- starfsmanns Charles Pasqua innanríkisráðherra. Stepheni mun vera dulnefni Jean-Charles Marchi- anis fv. leyniþjónustustarfsmanns. Washington Post segir að Marchi- ani hafí verið útsendari Pasqua og þeir hafi séð um samningana. Að- eins sex samstarfsmenn Chiracs forsætisráðherra og Pasqua munu hafa vitað um tilraunimar til að bjarga frönsku gíslunum. Heimildir í Líbanon hermdu að þótt Frakkar hefðu alltaf útilokað „gíslaviðskipti" hefði lausnargjald verið greitt fyrir Auque og Norm- andin. Samkvæmt sömu heimildum greiddu Vestur-Þjóðveijar fímm milljónir dala fyrir verkfræðinginn Alfred Schmidt og Suður-Kóreu- menn eina milljón fyrir Do Chae- Sung. Normandin látinn laus (með honum eru franskur sendiráðsvörður og sýrlenzkur hermaður): kvartaði ekki. Gordji fyrir “sendiráðsstríðið“ (ásamt Ali Ahani, utanríkisráðherra Irans, t.h.): „þjóðaróvinur númer eitt“ látinn laus. í borginni, því að þeir vildu að umheimurinn gæti haldið áfram að fylgjast með ástandinu í Líbanon. Nú hafa flestir vestrænir fjöl- miðlar aðeins innlenda fréttaritara í Líbanon og þeir fáu vestrænu blaðamenn, sem þar eru, hætta sér ekki út fyrir hinn kristna hluta Bcirút. Fimm blaðamenn eru í hópi 24 útlendinga, sem enn er saknað í Líbanon, og munu vera fangar Sjíta, sem vilja breyta fréttaflutn- ingi vestrænna fjölmiðla og hafa stóraukið áhrif sín á undanfömum þremur árum. Fram til þess tíma voru mörg hundruð erlendir frétta- menn í Líbanon. Normandin og þrír samstarfs- menn hans voru teknir í gíslingu 8. marz í fyrra þegar þeir höfðu kvikmyndað útifund Hizbollah- flokks strangtrúarmanna („Flokks guðs“). Félögum Normandins var sleppt einum af öðrum, síðast Aurel Comea á aðfangadag jóla í fyrra. „Þegar Aurel fór frá mér var ég aleinn þar til tveir Bandaríkjamenn, Joseph Cicippio og Edward Tracy, komu til mín um miðjan febrúar," sagði Normandin eftir heimkom- una. Hann veit ekki hvað varð af þeim. „Ég veit að gíslar segjast alltaf hafa fengið góða meðferð, en það var rétt í mínu tilfelli," sagði Norm- andin. „Ég hef eiginlega ekkert út á verðina að setja. Þeir höfðu verk að vinna og þeim fórst það vel úr hendi.“ Með Waite? Auque var rænt 8. janúar á þessu ári, þegar hann fylgdist með tilraun Terry Waites til að fá vestræna gísla lausa. Waite hvarf 12 dögum síðar. „Auque var alltaf sannfærður um að hann væri óhultur, þar til röðin kom að honum sjálfum," sagði félagi hans. Hvorki hann né Norm- andin nutu verndar, ekki fremur en fle'stir aðrir fréttamenn, og þeir voru óvopnaðir við störf sín, þrátt fyrir vaxandi hótanir í garð vest- rænna manna. Báðum var rænt af vopnuðum mönnum um hábjartan dag á götu úti. Heimkominn sagði Auque í sjón- varpsviðtali að hann hefði heyrt í mönnum, sem ræddust við á ensku, þegar hann var í haldi. Þeir kunna að hafa verið gíslar, þótt hann viti það ekki. Hann sagði að rænin- gjarnir hefðu aðallega verið Pa- lestínumenn og það styður þá skoðun sumra franskra sérfræðinga að „Byltingarsinnuðu réttlætissam- tökin", sem rændu honum, séu skipuð liðhlaupum úr „Alþýðufylk- ingunni til frelsunar Palesínu" (PFLP). Hann telur að sömu samtök hafí rænt Waite. „Terry Waite var í haldi hjá sömu mönnum og ég,“ sagði hann. „Auk þess tel ég að Waite hafí verið í næsta herbergi við mig í íbúðinni, þar sem ég var í haldi.“ Hann kvaðst hafa séð mann, sem líktist Waite, gegnum skráargat á hurðinni. „Hann var miklu grennri en þegar ég hafði séð hann síðast, en hann kann að hafa létzt mikið í fangavigtinni." Auque kvaðst einnig hafa verið tvo mánuði í sama herbergi og suð- ur-kóreski stjórnarerindrekinn Do Chae-Sung, sem var sleppt í októ- ber. Með því að ræða við hann og aðra gat hann tengt saman óljósar fréttir af öðrum gíslum, aðallega enskum og bandarískum, en einnig frönskum. Hann hitti ekki Norm- andin fyrr en þeim var troðið ofan í farangursgeymslu bifreiðar í Vest- ur-Beirút og ekið í átt til frelsisins. „Stepheni“ Frönsk blöð, sem virðast í engum vafa um að stjórn Chiracs hafi sa- mið beint við mannræningjana, segja að leynilegur erindreki, Alex- andre Stepheni, sem er dulnefni, hafí átt mikinn þátt í því að Auque og Normandin var sleppt.„Bylting- arsinnuðu réttlætissamtökin" köll- uðu Stepheni sendimann frönsku ríkisstjórnarinnar og sögðu að Ghorbanifar enn Washington Post skýrði síðan frá því að Frakkar hefðu lofað að greiða írönum 300,000 dollara af keisaraláninu til að fá Auque og Normandin lausa og koma aftur á stjómmálasambandi. Blaðið sagði að frönsk leyninefnd, sem hefði séð um samningana, hefði notið aðstoð- ar íranska milligöngumannsins Manucher Ghorbanifar, sem kom við sögu fyrstu tilrauna Bandaríkja- manna til að fá bandaríska gísla lausa með því að selja Irönum vopn. Það fullyrti að Frakkar hefðu einn- ig reynt að bjarga bandarísku gíslunum Cicippio og Tracy, sem voru um tíma í haldi með Norm- andin. Brezka blaðið Independent stað- hæfði að Frakkar og Iranar hefðu komizt að leynilegu samkomulagi um miðjan nóvember um gísla, sem skyldu látnir lausir. Blaðið sagði að Frakkar hefðu einnig samþykkt að útvega Irönum varahluti í frönsksmíðuð hergögn, sem þeir nota í stríðinu við íraka. Samkvæmt þessum fréttum hafa Frakkar þegar sent írönum varahluti í hraðskreiða eldflaugabáta, sem þeir geta notað á Persaflóa, um Portúgal. Sagt er að samkomulagið geri ráð fyrir að óháðar stofnanir og samtök í Frakklandi annist flutninga á mat- vælum og lyfjum til Suður-Beirút. Frakkar báru strax til baka þá frétt blaðsins L’Orient Le Jour í Beirút að þeir hefðu samþykkt að sleppa líbanska hryðjuverkamann- inum Anis Naccache og kalla heim flota sinn frá Persaflóa til að fá Normandin og Auque leysta úr haldi. Naccache afplánar lífstíðar- dóm í Frákklandi fyrir að stjórna tilraun fímm manna til að myrða Shapour Bakhtiar, fv. forsætisráð- herra írans, skammt frá París 1980. Jour sagði að ef gengið yrpi að skilyrðunum mundi „Heilagt stríð" einnig sleppa síðustu frönsku gíslunum í Líbanon, einum vestur- þýzkum, Robert Cordes, og einum ónafngreindum, bandarískum gísl innan eins mánaðar. Fjaðrafok Mál Normandins og Auquets komu af stað miklum blaðaskrifum og deilum í Frakklandi. „Frelsun þeirra virðist stafa af breyttum baráttuaðferðum,“ sagði Le Fig- aro.„Stjómin einskorðar sig ekki lengur við samvinnu við ríkisstjóm- ir og stendur einnig í sambandi við hópa hryðjuverkamanna." Sósía- listablaðið Le Matin sagði: „Þótt þess aðferð beri smám saman árangur vofir sú hætta yfír að hærra gjalds verði krafizt fyrir þá þijá gísla, sem eftir eru.“ Lausn „sendiráðastríðsins" vakti ekki síður deilur. Nokkrir stjóm- málamenn töldu það afskræmingu á franskri réttvísi að Gordji var sleppt. „Iranar hafa sýnt að það borgar sig að stunda ríkishryðju- verk," sagði Jean- Marie Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingar hægriöfga- manna. Mitterrand forset ítrekaði stuðning Frakka við íraka og sagði: „Utanríkisstefna má ekki vera á valdi manna, sem beita þrýstingi eða fjárkúgun.“ Lionel Jospin, leið- togi sósíalistaflokksins, spurði hvers vegna Frakkar hefðu haft fyrir því að yfirheyra Gordji, ef lög- reglan hefði ekki getað ákært hann. „Hafí málsskjöl hans aftur á móti verið full af ákæruatriðum, af hveiju fékk hann þá að fara?“ spurði hann. Reiðastir em Bretar, sem kröfð- ust strax viðræðna um mál Gordjis og brezkra og annárra erlendra gísla í Líbanon og tilkynntu að frú Thatcher mundi krefja Chirac sagna í Kaupmannahöfn. Bretar bentu á að tilslakanir við hryðju- verkamenn ýttu aðeins undir gísla- tökur og ykju þrýsting á ríkisstjóm- ir annarra landa, sem ættu í vandræðum vegna gísla í Líbanon. Brezk blöð vönduðu Frökkum ekki kveðjumar og sökuðu þá um svik. Opinberlega var látið að því liggja að Frakkar hefðu brotið gegn sam- þykkt Evrópuráðisins frá í fyrra um að ekki skuli semja við hryðjuverka- menn. Frönsk blöð vísuðu ásökunum Breta á bug og veittust að þeim fyrir að efast um stuðning Frakka við baráttuna gegn hryðjuverkum., Les Echos kvað frú Thatcher „flár- áða“ og spurði hvers vegna hún hefði leyft írönum að reka vopna- kaupaskrifstofu í London til 10. október sl. Le Figaro benti á að Bretar hefðu rekið írana, sem var sakaður um búðarhnupl en ekki leiddur fyrir rétt, þegar brezkur stjómarerindreki var rekinn frá Teheran. Pasqua innanríkisráðherra hefur lagt áherzlu á að Frakkar hafi ekki greitt lausnargjald, selt írönum vopn eða samið beint við mannræn- ingjana. . Samstarfsmenn Chiracs ítreka að áhrif írana hafí átt dijúg- an þátt í því að Normandin og Auque var sleppt, að áhrif þeirra eigi að geta leitt til þess að síðustu frönsku gíslarnir verði látnir lausir og að þá muni sambúðin við þá verða eðlileg á ný. Um leið spá þeir nýjum viðræðum um endur- greiðslu á láninu frá Iranskeisara, sem þeir neita að kalla lausnar- gjald. Hvað sem því líður er talið líklegt að Chirac hafi viljað treysta stöðu sína fyrir forsetakosningam- ar í vor með frelsun gíslanna og eftir á að koma í ljós hvort honum tekst það. GH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.