Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Stefán Bergmann líffræðingur og varaformaður NVSV fræðir um fjörulíf í Vogavík á Suðurnesjum. nokkrar götur og enduðum jafnvel inn á kaffihúsi og spjölluðum sam- an. I þessar ferðir fengum við fróða menn um náttúrufræði og sögu til að ganga með okkur og segja frá.“ I fyrravetur skoðuðuð þið Reykjavík og nágrenni, en í ár? „Já, við byijuðum á umhverfis- gönguferðum í nágrannasveitarfé- lögunum. Við vildum benda á skemmtileg útvistarsvæði og mögu- leikana á því að leggja göngustíga á milli þeirra. Við fengum oft á fund með okkur sveitarstjómar- menn til að ræða um fyrirhugaða ferð og þær leiðir sem við færum og rölta með okkur. í sumar héldum við þessum um- hverfisgönguferðum áfram og 21. júní stóðum við fyrir Sólstöðu- göngunni sem hófst á miðnætti. Um nóttina gengum við um Sel- tjarnarnesið. Arla morguns sigldum við upp á Kjalames með viðkomu í Viðey og gengum um Kjalames- hrepp um morguninn. Yfir daginn gengum við ofan byggða suður í Bessastaðahrepp og lukum þar göngunni kl. 12 um kvöldið með fjömbáli. Milli sex og átta hundmð manns gengu einhvem hluta leiðar- innar með okkur og við gátum vakið athygli á ýmsum málum. í haust tókum við upp svokallað- ar vettvangsferðir en það em stuttar heimsóknir á ýmsa staði sem snerta náttúruvemdar- og umhverf- ismál. Þar er tekið fyrir ákveðið efni undir leiðsögn fróðra manna og síðan spjallað um það. Fólk mættir á staðinn, félagið sér ekki um ferðir þangað. Vettvangsferð- imar standa yfir í einn til einn og hálfan tíma.“ Var tilgangurinn kannski í og með að „forða slysum“, t.d. koma í veg fyrir að sveitarstjórnarmenn sam- þykktu e.t.v. hraðbraut þar sem þið viljið fá göngustíg? „Það má segja það. Við viljum vekja athygli á ákveðnum málum og í þessum ferðum höfum við átt mjög gagnlegar og skemmtilegar umræður við sveitarstjórnarmenn og þá sem sjá um skipulagsmálin. Við viljum forðast að flytja einhvern reiðilestur og láta skynsemina ráða, fræðslan dugar betur.“ En þessar síðustu ferðir í haust? Voru þær ekki um Suðurnesin? ■ „Fyrsta ferðin var eingöngu nátt- úruskoðunarferð, sú næsta ein- göngu söguferð og í þriðja skiptið 15. nóvember vom farnar sjö vett- vangsferðir sem vom innifaldar í einni dagsferð og var þá fjallað um ýmis náttúmverndar- og umhverfis- mál á Suðumesjum. T.d. fómm við fýrst suður í Vogavík og skoðuðum merkar mannvistarleyfar sem em undir Stapanum og lífríkið í fjör- unni. Við viljum að þetta svæði verði friðað; því að það er mjög merkilegt, t.d. tilvalið fyrir skólana að nýta það til kennslu. í þessari ferð ræddum við líka um fiskeld- isstöðvar og hugsanlega mengun frá þeim. Jarðrask við byggingu þeirra og lagningu vatnsleiðslna og jarðstrengjá að þeim. í umræðunni um þessi mál tóku þátt sveitar- stjórnarmenn og framkvæmdastjóri Vogalax. Sem sagt, fyrstu tvö skiptin vom til fræðslu en það þriðja var um málstaðinn." Örva til athafna Hvernig veljið þið næstu verkefni? „Á stjómarfundunum veljum við flest verkefnin. Það sem við gemm svo er að vekja athygli á málunum, koma af stað umræðum um þau og í þriðja lagi, örva fólk til athafna. En við höfum líka þá reglu að um leið og málið er komið í gang og aðrir em farnir að sinna því, þá bökkum við út og tökum næsta mál fyrir, það er af nógu að taka.“ Hvað er framundan, hvað hafið þið á ptjónunum? „Mörg em málin, vandi er að velja. Mikið er rætt um lífríki Tjarn- arinnar. En hvað er þetta lífríki? Okkur langar til að fara ferð og fræða almenning um það. Þá er á döfinni skoðunarferð um Kópavogs- land vegna fjögurra ára afmælis Náttúmfræðistofu Kópavogs en þar er verið að setja upp mjög skemmti- lega sýningu um lífríki Kársness. Svo höldum við áfram og kynnum Fossvogsdalinn, Fossvoginn og Öskjuhlíðina. Þetta er einstakt úti- vistarsvæði fyrir höfuðborgarbúa Ál og gesti þeirra. Þessa möguleika má ekki eyðileggja. Við ætlum líka að hafa ferðaröð um Innnesin þ.e. Hafnarfjörð, Garðabæ, Bessastaðahrepp, Kópa- vog og Seltjarnames og einnig Mosfellsbæ, Kjalameshrepp og Kjósarhrepp. Þær ferðir verða með sama sniði og ferðimar sem við fómm síðast á Suðumesin. v Við viljum einnig ná til unga fólksins og því hefur sú hugmynd komið fram, að fá skólakrakkana í efri bekkjum gmnnskóla, til að setja upp sýningu um náttúrfar og mann- vist í sinni heimabyggð og hún yrði svo opin yfir surharið og margt fleira er á döfinni." Nú hafa sumir kvartað undan því að ferðirnar ykkar séu auglýstar og kynntar með ansi stuttum fyrir- vara? „Já, því miður, en það getur ver- ið erfítt við það að eiga; því öKl leiðsögn er byggð á náttúmfræð- ingum og öðmm sérfróðum mönnum sem vinna að þessu í sjálf- boðavinnu og þótt þeir séu allir af vilja gerðir til að aðstoða okkur, þá eiga þeir erfítt með að binda sig nokkra daga fram í tímann. Þess vegna er fyrirvari svona stuttur. Við verðum að láta nægja að senda fjölmiðlum eins ýtarlega fréttatil- kynningu og ferðalýsingu og tök em á.“ Þið hafíð nú starfað með „óhefð- bundnu sniði“ í fimm ár, hvað telur þú vera ykkar aðalstyrk í dag? „Við höfum safnað á undanföm- um ámm heilmikilli þekkingu og fróðleik úm land og náttúm hér suðvestanlands og það sem er kannski enn mikilvægara er að ef okkur vantar upplýsingar, þá vitum við hvem á að spyija. Leiðsögu- menn í okkar ferðum em orðnir Qölmargir. Það er mjög stór hópur sem við getum leitað til og menn taka okkur alltaf mjög vel. Og síðast en ekki síst, við getum rætt náttúmverndar- og umhverfismál við flesta og þeir hlusta á hvað við höfum til málanna að leggja." Asgeib iakobs s o n ". 'V T ' ILirXAit u.umut JAHLIXX EWmnSSAGA IHHlUIIASOXUt S K tl G G~S J Á HAFNARFJARÐARJARLTNN Einars saga Þorgilssonar Ásgeir Jakobsson Bókin er ævisaga Einars Þor- gilssonar im leið og hún er 100 ára útgerðarsaga hans og fyrirtækis hans. Einar hóf út- gerð sína 1886 og var því út- gerðin aldargömul á síðasta ári og er elzta starfandi út- gerðarfyrirtæki landsins. Þá er og verzlun Eihars Þorgilssonar einnig elzta starfandi verzlun landsins, stofnuð 1901. Einar Þorgilsson var einn af „feðrum Hafnaríjarðar," bæði sem atvinnurekandi og bæjar- fulltrúi og alþingismaður. Þá er þessi bók jafnframt almenn sjávarútvegssaga í 100 ár og um það saltfisklíf, sem þjóðin lifði á sama tíma. FANGINN OG DÓMARINN Þáttur af Sigurði skurdi og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. BÆR í BYRJUN ALDAR HAFNARFJÖRÐUR Magnús Jónsson Bær í byrjun aldar — Hafnar- fjördur, sem Magnús Jónsson minjavörður tók saman, er yfirlit yfir íbúa og hús í Hafn- arfirði árið 1902. Getið er hvar húsin voru staðsett í bænum, hvort þau standa enn o.s.frv. Síðan er getið íbúanna. Og þar er gífurlega mikill fróðleikur samankominn. Ljósmyndir eru af fjölda fólks í bókinni. Allur aðaltexti bókarinnar er handskrifaður af Magnúsi, en aftast í bókinni er nafnaskrá yfir þá sem í bókinni eru nefndir, alls 1355 nöfn. MEÐ MÖRGU FÓLKI Auðunn Bragi Sveinsson Auðunn Bragi Sveinsson, fyrr- verandi kennari og skólastjóri, hefur ritað margt sem birst hefur í blöðum og tímaritum í gegnum árin í ljóðum og lausu máli, og einnig hefur hann ritstýrt nokkrum bók- um. Bók sú sem hér birtist íjallar fyrst og fremst um fólk við ólík skilyrði og í mismun- andi umhverfi, — frá afdal til Austurstrætis, ef svo má að orði komast. Meö mörgu fólki er heitið, sem höfundur hefur valið þessu greinasafni sínu. Mun það vera réttnefni. ÖSPIN OG ÝLUSTRÁIÐ Haraldur Magnússon Haraldur Magnússon fæddist á Árskógsströnd við Eyjafjörð 1931. Hann ólst upp í Eyja- firði og Skagafirði fram að tvítugsaldri. Nú býr hann í Hafnarfirði. Þetta smásagna- safn er fyrsta bók Haraldar, en þessar sögur og fleiri til hefur hann skrifað í frístundum sín- um undanfarin ár. Sögurnar eru að ýmsu.leyti óvenjulegar og flestar fela þær í sér boð- skap. Þetta eru myndrænar og hugmyndaauðugar sögur, sem höfða til allra aldurshópa. SK VGGSJÁ - BÓKABÚÐ OIIVERS STEINS SE PRISMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.