Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
Hvað segja þeir
um samkomulagið?
RÍKISSTJÓRNIN hefur nú ákveðið, hvernig tekjuhlið fjárlagafrum-
varpsins verður eins og Morgunblaðið skýrði frá i gær. Morgunblaðið
hafði i gærmorgun samband við nokkra aðila og spurði þá álits á
samkomulagi stjórnarflokkanna. Svör þeirra fara hér á eftir:
Mikilvægar
breytingar
sem ganga í
réttaátt
- segir Ólafur Davíðsson
framkvæmdastjóri FÍI
ÓLAFUR Davíðsson fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra
iðnrekenda segir að iðnrekendur
telji að aðgerðir ríkisstjómarinn-
ar feli í sér mjög mikilvægar
breytingar, sem gangi í rétta
átt. Þá sé mjög mikilvæg sú
ákvörðun að taka upp virðis-
aukaskatt í ársbyijun 1989.
„Þama er um þrennt að ræða. í
fyrsta lagi er eiginlega verið að
ljúka þeim tollabreytingum, sem
hófust með aðild okkar að EFTA
1970. Farið var að lækka tolla af
innfluttum iðnaðarvörum og und-
irbúa aðlögun iðnaðarins að lægri
tollum. Þá voru gefin fyrirheit um
það að tollar af aðföngum, hráefn-
um og vélum, yrðu felldir niður.
Það hefur verið gert að nokkru
leyti, en var ennþá heilmikið eftir
og það er verið að ljúka því verki
núna,“ sagði ólafur. Hann sagði
að til dæmis væru nú felldir niður
tollar af lyfturum og varahlutum.
í öðru lagi væri álagning vöru-
gjalds mjög einfölduð. Mörg
vörugjöld hefðu verið f gangi og
það hefði valdið mísmunun á milli
greina. Nú yrði vörugjaldið eitt og
hið sama á þeim vörum sem væru
vörugjaldsskyldar. Það væri mjög
mikilvægt og iðnrekendur hefðu
iengi barist fyrir því að einfalda
vörugjaldskerfíð og draga úr þeirri
mismunun sem það hefði orsakað.
I þriðja lagi, sagði Ólafur, að
söluskattskerfið yrði mun einfald-
ara eftir þessar breytingar. Sölu-
skatturinn yrði almennari og
undanþágur mun færri. „Þá er það
ekki síst að það liggur nú fyrir
ákvörðun um að taka upp virðis-
aukaskatt frá og með ársbyijun
1989 og þar með verður endi bund-
inn á það misræmí sem er í óbeinni
skattlagningu hér á landi annars
vegar og hins vegar í helstu við-
skiptalöndum, sem búa við virðis-
aukaskatt. Þetta misræmi hefur
leitt tíl svokallaðs uppsöfnunar-
skatts, þ.e.a.s. fyrirtæki hérlendis
verða að greiða söluskatt af ýmsum
aðföngum, eins og rafmagni og olíu,
og það þurfa þau að bera í fram-
leiðslukostnaðinum. Þetta þurfa
fyrirtæki í löndum þar sem virðis-
aukaskattur er í gildi, ekki að
greiða, því þau geta dregið þessa
skatta frá þegar þau leggja virðis-
aukaskatt á sína sölu. Við höfum
lengi barist fyrir því að tekinn yrði
upp virðisaukaskattur hér á landi,“
sagði Ólafur ennfremur.
Gert á elleftu
stundu í miklu
írafan
- segir Ólafur Ragnar
Grímsson
„ÞETTA er samkomulag sem
gert er á elleftu stundu í miklu
írafári. Það er enn ein aðgerðin
til að auka skattbyrði á almenn-
ing í landinu og mun gera
nauðsynlegar aðgerðir til að
bæta kjör þeirra, sem lökust hafa
launin, mun erfiðari," sagði Ólaf-
ur Ragnar Grímsson formaður
Alþýðubandalagsins.
Hann sagði að þessi aðgerð
myndi hvorki verða til að draga úr
verðbólgu, né bæta lífskjörin I
landinu. Mætti sem dæmi nefna að
almennar neysluvörur og algeng
heimilistæki munu hækka í verði.
Hér væri enn eitt dæmið um að
ríkisstjómin segir eitt í dag og ann-
að á morgun og virðist ekki hafa
innri styrk til að móta sér einhveija
varanlega heildarstefnu.
„Alþýðubandalagið mun síðan
leggja fram aðrar tillögur í skatta-
málum á Alþingi í framhaldi af
þeim tillögum sem við höfum þegar
lagft fram. Tillagan verður lögð
fram til að sýna fram á að það er
hægt að draga úr halla ríkissjóðs
og ná áföngum í baráttunni gegn
verðbólgu eftir öðrum leiðum. Al-
þingi mun geta valið milli tillagna
okkar og ríkisstjómarinnar í þeim
efnum," sagði Ólafur Ragnar
Grímsson.
Rangt að
leggja sölu-
skatt á mat-
vörur
- segir Ásmundur Stef-
ánsson forseti ASÍ
„ÞESSAR breytingar eru mér
mikil vonbrigði. Eg tel að það
sé rangt að leggja söluskatt á
matvörur. Þó mjólk og dilkakjöt
sé niðurgreitt og svína- og ali-
fuglakjöti sé haldið niðri í verði
með lækkun kjarnfóðurgjaids,
hækkar fiskur um 25%, skattur-
inn leggst með fullum þunga á
kartöflur, sömuleiðis á brauð og
svo framvegis," sagði Ásmundur
Stefánsson forseti Alþýðusam-
bands íslands er bornar voru
undir hann aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar.
„Mér fínnst augljóst að aðgerðir
af þessu tagi flytji skattbyrðí frá
þeim sem hafa hærri tekjur, því þær
vörur sem lækka í verði koma þeim
f meira mæli til góða, yfir á þá
tekjuminnstu, því þær leggjast
þyngst á þá sem hafa fábrotnustu
neysluna. Til viðbótar verð ég að
segja að ég hef litla trú á að niður-
greiðslur muni haldast til frambúð-
ar. Reynslan hefur kennt manni að
háar niðurgreiðslur eru almennt
tímabundið fyrirbæri. Ég held ekki
að um sé að ræða mikil söluskatts-
svik á þessu sviði og að þessi
svokallaða einföldun muni skila litlu
f bættu skatteftirliti. Það er auglóst
að aðgerðin er óréttlát og ég verð
að vona að Alþíngi beri gæfu til
að vinda ofan af þessari vitleysu,"
nagði Ásmundur ennfremur.
Hann sagði rétt að minna á að
í flestum öðrum Evrópulöndum, til
dæmis öllum Evrópubandalagslönd-
unum nema Danmörku, væru
nauðsynjar annað hvort söluskatts-
fijálsar eða á þær væri lagður mjög
lágur skattur. Þama væri því ekki
um samræmingu að ræða heldur
þvert á móti.
Ásmundur sagði að breytingar á
tollum og vörugjaldi gengju í sömu
átt og breytingamar á söluskattin-
um, verið væri að leggja þyngri
álögur á þá lægra launuðu. Um
breytingamar á vísitölunum sagði
hann að verið væri að spila með
hana. „Það ér greinilega verið að
nýta sér breytingar sem orðið hafa
á neyslunni frá því vísitölugrunnur-
inn varð til. Svoleiðis hundakúnstir
eru því miður ekki gerðar í fyrsta
skipti. Stjómvöld hafa leikið slíka
leiki fyrr, en þeir hafa aldrei þótt
einkennast af heiðarleik eða virðu-
leik.“
Breytingar í
réttaátt
- segir Jóhann J. Ólafs-
son, formaður Verslunar-
ráðs
„ÞÓ AÐ við í Verslunarráðinu
höfum ekki fengið allt sem við
vildum, þa'eru þessar breytingar
mikil framför, sagði Jóhann J.
Ólafsson, formaður Verslunar-
ráðs, þegar Morgunblaðið leitaði
álits hans á skatta- og tollabreyt-
ingum ríkisstjórnarinnar.
„Það þarf að gera meira í næsta
áfanga, en aðalatriðið er að tollar
séu hlutlausir gagnvart neyslu,
þannig að menn geti valið vörur
eftir sínum þörfum, en ekki eftir
því hvað ríkissjóðúr leggur á þær.“
Aðspurður sagði Jóhann að hann
teldi að breytingamar myndu færa
verslunina inn í landið, að minnsta
kosti á vömm í hærri tollflokkum.
Að vísu yrði alltaf eitthvað um utan-
ferðir til verslunar, en líklega myndi
draga úr þeim öfgum sem verið
hefðu í þeim.
Jóhann sagði að það væri of
mikill tollur á vörum frá löndum
utan EFTA og EB, þvi það drægi
úr viðleitni manna til að leita sem
hagstæðastra innkaupa. Hann
sagði eínnig að honum litist illa á
10% gjald á sælgæti, kökur og kex,
og að með því væri faríð í þveröf-
uga átt við það sem stefnt væri að
með breytingunum.
Breytingin
kemur illa
við lágtekju-
fólk
- segir Kristín Hall-
dórsdóttir, Kvennalista
KRISTÍN Halldórsdóttir, þing-
maður Kvennalistans, hafði
eftirfarandi að segja þegar
Morgunblaðið leitaði álits hennar
á skatta- og tollabreytingum
ríkisstjórnarinnar.
„Það sem fyrst og fremst slær
mann, er að þessi háa skattpró-
senta, 25%, á að leggjast á allar
neysluvörur, en um leið er upplýst
að 22% virðisaukaskattur eigi að
leysa söluskattinn af hólmi þegar
þar að kemur. Þetta gengur auðvit-
að þvert á það sem alltaf hefur
verið notað sem réttlæting fyrir því
að fækka undanþágum, nefnilega
að þá yrði hægt að stórlækka skatt-
prósentuna. Sú staðreynd að nú á
að keyra upp skatt á matvæli, en
skattur á þjónustu verður með lægri
prósentu, segir auðvitað hvaða
þrýstihópar það eru sem mark er
tekið á. Það eru auðvitað hópar
eins og lögfræðingar og verkfræð-
ingar, en lágtekjufólk hefur ekkert
að segja. Mikilvægustu neysluvörur
eru svo taldar mjólk, dilkakjöt,
smjör og skyr, sem er auðvitað út
í hött að hluta til, því ekkert lág-
tekjufólk hefur lengur efni á að
kaupa dilkakjöt, en brauð og fískur
má hækka fyrir þessum herrum sem
ráðskast með matarreikning heimil-
anna. Hækkun bamabóta og lífeyr-
istrygginga kemur ekki til með að
bæta þá hækkun matarreiknings
um nær ■/< sem orðið hefur, og við
Kvennalistakonur höfum margsinn-
is mótmælt harðlega. Álagning á
matvæli var engin, og þannig vild-
um við hafa það áfram.
Hvað tollalögin varðar þá var
vissulega breytinga þörf, en mér
sýnist á þeim dæmum sem tekin
eru að sú einföldun sem menn þrá
svo ákaft að ná, muni rétt einu sinni
koma fram í að brýnustu nauðsynj-
ar heimilanna hækka. Nægir þar
að nefna ísskáp og þvottavél, sem
talin eru ómissandi á flestum heim-
ilum. Ég held að það sannist hér
rétt einu sinni að einföldun og jöfn-
uður geti snúist upp í andhverfu
sína.“
Er að kaupa rúmlega aldar gamlan kastala i Englandi:
Hefur venð draum-
ur minn í mörg ár
- segir Magnús Steinþórsson, sem hættir
í gnllsmíðinni og hyggst hefja hótelrekstur
„ÞETTA er búinn að vera draumur minn í mörg ár. Verkefnið
er spennandi og ólíkt þvf sem ég hef verið að gera. Ég hef trú
á þessu og legg allt mitt undir,“ sagði Magnús Steinþórsson
gullsmiður sem vinnur að þvi að kaupa kastala i Torquay í Eng-
landi þar sem hann ætlar að reka hótel.
Kastalinn heítír The Manor hveiju í heimsókn. Magnús sagði
að 400—500 íslenskir ferðamenn
færu árlega á þessar slóðir og
vonaðíst hann til að sjá marga
landa á The Manor House Hotel.
Þetta svæðí er vinsælt hjá Eng-
lendingum og þeír sælcja mikið í
hótel í gömlum húsum eða köstul-
um með merka sögu eins og The
Manor House, sagði Magnús. Þess
má geta að í grennd víð hótelíð
eru margir golfveilir.
Magnús er einn af eigendum
skartgripaverslunarinnar Gulls og
silfurs á Laugavegi. Hann var
búinn að koma sér vel fyrir hér
og „ég var farinn að geta haft
það notalegt. En ég átti þennan
draum og hef raunar átt h.ann frá
því ég var í Englandi á árunum
House og var byggður árið 1867.
Þar hefur verið rekið hótel undan-
farin ár, með gistingu fyrir 70
manns og veitingasölum fyrir
300. Þó húsið sé gamalt er hótel-
ið búið öllum þægindum. Öll
herbergi eru til dæmis með baði
og sjónvarpi. Kastalinn er á 2
hektara lóð og eru 200—300 metr-
ar níður á ströndina.
Magnús vildi ekki gefa upp kaup-
verð kastalans.
Magnús hyggst opna hóteiið
eftir breytingar í lok marsmánað-
ar og gera það með glæsibrag.
Þar verður fslenzkt starfsfólk að
hluta. Einnig er ætiunin að fá
íslenska matreiðslumeistara öðru
Magnús Steinþórsson gullsmiður,
tiivonandi kastalaeigandi og Iiótel-
haldari i Englandi.
The Manor House Hotel í Torquay
i Suður-Englandi.
Morsunblaðið/Þorkell
1979—80 til að afla mér sérfræði-
menntunar í demöntum," sagði
Magnús. Hann skoðaði fjölda hót-
ela í haust þar til þetta kom upp
í hendumar á honum. Hann seldi
meirihluta eigna sinna fyrir
nokkru, fékk fyrirgreiðslu f ensk-
um bönkum og byijar nú upp á
nýtt.