Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 42
42 VíHM a flífJU(ínr/H;U r|íí4/ iiVSÍKWOU MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 4 Tölvutækni Tölvufræðslan mun íjanúarbjóða upp á hagnýtt nám í tölvutækni, þar sem aðaláherslan verður lögð í atriði sem koma að góðum notum við um- sjón tölva og við gerð hugbúnaðar. Náminu er skipt í tvo sjálfstæða áfanga. Fyrri áfanginn hefst íjanúar 1988, en seinni áfangi haustið 1988. TÖLVUTÆKN I I Námið hefst 12. januar 1988 Námsefni fyrirTölvutækni I • Almenn tölvufræði Kerfisgreining Uppbygging stýrikerfa Gagnasafnsfræði Forritun idBase 111+ Forritun i Pascal Hagnýt stærðfræði Umsjón með kennslu hefur Óskar B. Hauksson, tölvu- verkfræðingur, skólastjóri Tölvufræðslunnar. BSRB og VR styðja sína fétaga til þátttöku á námskeiðinu. Nánari upplýsingar í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgatúni 28 0 0 0 0 0 0 Afmæliskveðja: Sveinn Ólafsson deildarstjóri CJ) PIONEER HÁTALARAR Sveinn Ólafsson, Silfurtúni, eins og hann skrifaði sig í mörg ár áður en hann flutti úr Garðabænum, varð sjötugur í gær, 5. desember. Sveinn er einn almesti sómamaður, sem ég hef borið gæfu til að kynn- ast. Hér fer enginn meðalmaður, heldur slíkur áhugamaður um flest það, sem fagurt er og gott, að hon- um halda engin bönd, þegar af stað er farið. Hver sá, sem rætt hefur við hann að því er virðist um óskyld- ustu hluti kemur margfalt fróðari frá leik. Sveinn á sér nefnilega að- ferð við flest, sem hann hefur hugsað út sjálfur, óháð því sem aðrir menn hugsa og jafnvel í trássi við það. Þessum aðferðum beitir hann með sannfæringu trúmanns- ins og elju kappsmannsins, hvort sem um er að ræða dýpstu rök til- verunnar, eða hversdagslegustu framfaramál. Því áhugamálum Sveins eru engin takmörk sett, þessa heims eða annars. Er hann jafnvígur á heimsmynd Sveden- borgs, duldar víddir alheimsins, fúgur Bachs, hómópatíu, hreppa- pólitík, og gangtruflanir í bílvélum, svo að dæmi séu valin af handa- hófi. Að ógleymdum ýmsum §öl- múlavílum, sem hann er einatt að hugsa út og skrúfa saman. Grunar mig að margur hvítur flibbinn hafi fundið fyrir ýmsum góðum hug- myndum Sveins, sem hægt var að reyna úti í bflskúr í uppljómun augnabliksins milli súpu og steikar á jólum eða endranær. Ég nefndi fúgur Bachs. Úr þeim hefur Sveinn leikið fyrir mig á píanó eina rödd í einu og allar saman, eins og á orgel væri, ég veit ekki hvemig. Hitt veit ég að ég má ekki heyra fúgu án þess að verða hugsað til Sveins. En enginn skyldi halda að Bach væri eini vinur Sveins í tónlistinni. Hann hefur til að mynda kyijað fyrir mig tóntegundaskipti Wagners í þriðja þætti Valkyijunn- ar, sem mér varð á að leika af hljómplötu í eyra hans. Held ég reyndar, að það hafi bjargað okkur báðum að ég átti ekki allan Nifl- samt mest fyrir er hin óbifanlega ungahringinn á plötum. réttsýni hans og sanngimi, sem Þá hefur Sveinn reynt að skýra mér virðist reist á hinni vandrötuðu út fyrir mér andann og efnið, þótt leið að gera ekki minni kröfur til mér gengi stirðlega að skilja hann sjálfs sín en annarra. Ég trúi því þegar út í fjórðu víddina og aðrar að þetta hafi lengi verið leiðarljós enn hærri og ósýnilegri var komið. Sveins, því engan mann þekki ég Hins vegar skildi ég betur lýsingar sem getur verið svo taumlaust upp- hans á blöndungum, skrefateljumm tekinn af eigin sannfæringu, og (Sveinn telur skrefin á ferð sinni samtímis svo fullkomlega ósér- um heiminn), rafhlöðumæli sem hlífinn af tillitssemi við náungann. hann bjó til og gaf mér (vasaljósa- Þetta er einungis beztu mönnum pera með áföstum vír, lýsir ef gefið. eitthvert líf er í rafhlöðunni) og svo Ég óska Sveini Ólafssyni og frú ótalmörgu öðm, sem ég man eftir Aðalheiði alls hins bezta í framtíð- þegar ég rekst á það. inni. Það sem ég met Svein Ólafsson Hafliði Gíslason Vörur sviknar út úr verslunum „VIÐ verðum að vekja athygli verslunareigenda og annarra á því, að gengið hefur verið milli FEIN RAFMAGNSHANDVERKFfERI Fremst í sínum flokki Höggborvél —fyrir alhlióa notkun • Afturábak og áfram snúningur • Tvö hraðastig með stiglausum rofa • Handfang sérhannað fyrir rétt átak og grip • Dýptarstillir í rennigreip • Hraðastjórn með snúningslæsingu. Hleðsluborvél -aflmikil og fjölhæf húsa og munum safnað á basar í nafni Mígrensamtakanna. Sam- tökin hafa hins vegar ekki haldið slíkan basar og því er vísvitandi verið að blekkja fólk,“ sagði Björg Bogadóttir, formaður Mígrensamtakanna. Björg sagði að kaupmenn hefðu haft samband við samtökin og lýst furðu sinni á því að sífellt sé leitað til þeirra eftir munum á basar hjá Mígrensamtökunum. „Þessir kaup- menn hafa tekið slíkum óskum vel, en ég vil undirstrika að slíkar safn- anir eru ekki á vegum samtakanna og því vil ég biðja þá, sem fyrir slíku verða, að biðja viðkomandi um skilríki frá félaginu. Það er einkum ein kona sem hefur stundað þetta síðastliðin þijú ár, en hún hefur ekki virt óskir okkar um að hætta þessu. Enn sem komið er höfum við ekki viljað kæra hana, en við vonum að fólk haldi vöku sinni gagnvart svikum í nafni Mígren- samtakanna," sagði Björg Boga- dóttir. Afturábak og áfram snúningur Tvenns konar snúningshraði Átaksstillir fyrir skrúfuvinnu Sjálfvirkt hleðslutæki með Ijósmerki Laus hleðslurafhlaða Löng ending hverrar hleðslu Fer sérlega vel í hendi Komið og kynnið ykkur mikið úrval FEIN raf magnshandverkfæra. Nákvæmni og öryggi SKEIFUNNI3E, SIMAR 82415 & 82117 Umboðs- og þjónustuaðilar: Póllinn hf., Isafirði; Norðurljós hf., Akureyri; Rafvélaverkstæði Unnars sf., Egilsstöðum; Geisli, Vestmannaeyjum. Tómstundabók- in frá Setbergi TÓMSTUNDABÓKIN er nafn á bók sem Setberg gefur út fyrir börn. í bókinni er margt sem böm geta dundað við í frístundum. Nefna má leiki, þrautir, völundarhús, punktateikningar, myndir til að lita o'g ævintýri til að lita og lesa. Bókin er 100 bls. að stærð. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.