Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
Stjómskipiilag
RÍkisútvarpsins
og ábyrgð á fréttum
Inga Jóna Þórðardóttir
dn
Nýja.ptyarpshúsið, Efstaleiti 1
Frétt Ríkisútvarpsins um
meint samskipti Stefáns
Jóhanns Stefánssonar,
forsætisráðherra
(1947-1949) og lengi
formanns Alþýðuflokksins,
við leyniþjónustu
Bandaríkjanna, höfð eftir
fréttaritara RÚV í Osló,
vakti alþjóðaathygli.
Fréttastofan sagði síðar að
fréttin hafi reynst „úr lausu
lofti gripin“ og að engin
skjöl hafi fundist, „sem
bendi til slíkra samskipta ...
Fréttastofan harmar, að
heimild, sem hún taldi ekki
ástæðu til að vefengja,
skyldi reynast ótraust“.
Loks vísaði Markús Orn
Antonsson, útvarpsstjóri,
málinu til umsagnar
siðanefndar
Blaðamannaf élags íslands.
Morgunblaðið lagði af þessu til-
efni eftirfarandi spurningu fyrir
Sverri Hermannsson, fyrrverandi
menntamálaráðherra, Ingu Jónu
. Þórðardóttur, formann útvarpsráðs,
Markús Örn Antonsson, útvarps-
stjóra, Kára Jónasson, fréttastjóra
hljóðvarps, Ingva Hrafn Jónsson,
fréttastjóra sjónvarps, og Hrafn
Gunnlaugsson, deildarstjóra inn-
lendrar dagskrárdeildar Sjónvarps-
ins:
Sú spurning vaknar
hvernig háttað er ábyrgð
- á því að fráttir af þessu
tagi birtast og
valdmörkum í yfirstjórn
útvarps. Er nauðsynlegt
að vísa málum af þessu
tagi út fyrirveggi
útvarpsins? Erekki
stjórnskipulag
útvarpsins þannig, að
stjórnendur deilda,
fróttastjórar,
útvarpsstjóri eða
útvarpsráð getl tekist á
viðþað?
FYLLSTU
ÓHLUTDRÆGNI
SKAL GÆTT
- segir Inga Jóna
Þórðardóttir, formaður
útvarpsráðs
Það er eitt af hlutvekum út-
varpsráðs að gæta þess að ákvæð-
um 15. gr. útvarpslaga sé fylgt.
Þar segir m.a.: „Ríkisútvarpið skal
halda í heiðri lýðræðislegar grund-
vallarreglur og mannréttindi og
frelsi til orðs og skoðana. Það skal
gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn,
túlkun og dagskrárgerð."
Þá er kveðið á um það í lögunum
að útvarpsstjóri skuli gefa út reglur
um fréttaflutning að fengnu sam-
þykki útvarpsráðs. í 1. gr. reglna
um fréttaflutning segir m.a.:
„Fréttir þær, sem Ríkisútvarpið
flytur af eigin hvötum og á eigin
ábyrgð, mega ekki vera mengaðar
neins konar ádeilum eða hlutsömum
umsögnum, heldur skal gætt fyllstu
óhlutdrægni gagnvart öllum flokk-
um og stefnum í opinberum málum,
atvinnustofnunum, félögum eða
einstaklingum."
Ákvæði laga og reglna eru skýr,
en misbrestur hefur stundum orðið
á framkvæmd. Útvarpsráð getur
eðli málsins samkvæmt ekki brugð-
ist við fyrr en eftir á — eftir að
skaðinn er skeður.
Þar sem sá fréttaflutningur sem
er tilefni spumingar Morgunblaðs-
ins er því miður ekki einsdæmi þótti
útvarpsráði nauðsynlegt að óska
eftir því að sérstaklega yrði farið
ofan í saumana á þeim vinnubrögð-
um og starfsháttum á fréttastofu
sem urðu þess valdandi að umrætt
atvik varð. Tilgangurinn er að koma
í veg fyrir að sambærileg óhöpp
endurtaki sig.
ALVARLEGUR
DÓMUR
ÚRSKURÐARAÐILA
- sagði Markús Örn
Antonsson,
útvarpsstjóri
Á fundi útvarpsráðs hinn 20.
nóvember sl. var samþykkt eftirfar-
andi bókun: „Útvarpsráð átelur
harðlega þau vinnubrögð sem við-
höfð voru við fréttaflutning um
Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrv.
forsætisráðherra, dagana 9.—14.
nóvember og beinir því til útvarps-
stjóra að hann láti hlutlausan aðila
kanna með hvaða hætti slíkt getur
gerst.“
í þessari bókun, sem samþykkt
var með sex atkvæðum gegn einu,
felst mjög alvarlegur dómur æðsta
úrskurðaraðila um dagskrármál
Ríkisútvarpsins, sem kynntur hefur
verið viðkomandi starfsmönnum og
birst hefur í fréttum fjölmiðla.
Innan stofnunar hefur þessu til
viðbótar farið fram gagnrýnin um-
ræða um vinnubrögð hjá Ríkisút-
varpinu og hlutverk og ábyrgð
fréttamanna varðandi mat á heim-
ildum og aðrar meginreglur sem
þeim og öðru dagskrárfólki ber að
starfa eftir.
Þeirri umræðu er hvergi nærri
lokið og í því sambandi þykir mér
rétt að taka fram að ég var fjar-
staddur í stuttu orlofi meðan mál
Stefáns Jóhanns Stefánssonar stóð
yfir og fréttastjóri Útvarpsins var
fjarverandi vegna veikinda, þannig
að við áttum ekki fund saman fyrr
en eftir útvarpsráðsfundinn 20.
nóvember. Þá hafði fréttastofan
þegar harmað opinberlega að heim-
ild hennar hefði reynst ótraust.
Af framangreindri bókun út-
varpsráðs verður ekki annað ráðið
en að ætlun þess sé, að leitað verði
út fyrir stofnunina, eftir aðstoð
hlutlauss aðila við könnun á starfs-
háttum hjá Ríkisútvarpinu.
Þetta var skilningur minn og að
höfðu samráði við fráfarandi for-
mann útvarpsráðs hóf ég þegar
nauðsynlegar umleitanir og undir-
búning.
Niðurstaðan er sú, að formleg
beiðni hefur verið send Félagsví-
sindastofnun Háskóla íslands og
þess óskað að hún eða starfsmenn
hennar annist könnunina. Vænti ég
þess að niðurstaða liggi fyrir sem
fyrst, en fyrirfram má ætla að hún
léiði fyrst og fremst í ljós hvemig
atburðarás og viðbrögð starfs-
manna voru í þessum fréttaflutningi
og annarri umfjöllun Ríkisútvarps-
ins en ekki leiði af sjálfu sér, að
könnunaraðili telji það hlutverk sitt
skv. skilgreiningu útvarpsráðs á
verkefninu að fella dóm eða úr-
skurða um brot á starfs- og siða-
reglum frétta- og blaðamanna.
Varðandi þann þátt málsins, sem
ég tel miklu skipa, hef ég sjálfur
óskað umsagnar siðanefndar Blaða-
mannafélags Islands. Hvers vegna
leita ég til hennar? Vegna þess að
hún er eini úrskurðaraðilinn hér-
lendis sem starfar eftir ítarlegum
reglum á sérsviði sínu og dæmir
um ávirðingar frétta- og blaða-
manna og skipar brotum í flokka
eftir því hve alvarleg þau em met-
in. í tveim hinum alvarlegustu er
viðkomandi fjölmiðli gert að birta
úrskurð nefndarinnar.
Erlendis starfa siðanefndir eða
klögunefndir og úrskurða úm fjölda
mála sem skotið er til þeirra vegna
meintra brota á siðareglum hjá
fréttamiðlum. Þau mál hafa ekki
enn þróast með sama hætti hérlend-
is þó að geysileg breyting hafi orðið
í fjölmiðlun landsmanna á skömm-
um tíma og umhverfið sem frétta-
menn hér á landi starfa í sé að
verða öllu alþjóðlegra og með óvið-
urkvæmilegri blæ en áður var. Og
verður hér fátt eitt nefnt: íslenskir
frétta- og blaðamenn hafa í góðri
trú í litlu samfélagi til skamms tíma
treyst einni heimild þó að starfs-
reglur og fræðin, sem menn læra
á erlendum blaðamannaskólum,
segi annað og geri kröfur um frek-
ari öflun heimilda.
Risið hafa heilir starfshópar er
vinna í þágu skoðanamyndandi
hópa og fyrirtækja að því að hafa
áhrif á fjölmiðla. Þetta er ekki
óþekkt fyrirbæri hérlendis.
Fréttamenn þurfa að vera sér-
staklega á verði gagnvart innlend-
um eða elendum aðilum sem
beinlínis vilja leiða þá vísvitandi í
villigötur með röngum upplýsing-
um. Það er alþjóðlegt fyrirbæri, sem
ekki verður lengur horft framhjá
hér á landi.
Með þessari örstuttu upptalningu
er einungis reynt að varpa ljósi á
gjörbreytt starfsskilyrði íslenskra
fréttamanna.
Við þetta bætist kappsemi, sem
hefur gengið fram úr hófi á stund-
um í hinni nýtilkomnu samkeppni
ljósvakamiðlanna svo og mikil end-
umýjun í röðum fréttamanna, og
reyndar á blöðunum líka, þar sem
nú reynir mikið á ungt og vel
menntað fólk, sem hins vegar býr
ekki enn yfir þeirri reynslu er fæst
með löngum starfsaldri og nánari
kynnum af mönnum og málefnum.
Ég ætlast til þess að fréttastofur
Útvarps og Sjónvarps njóti fulls
trausts sem öflugustu ojg áreiðan-
legustu fréttamiðlar á Islandi. Til
þeirra er litið sem slíkra eins og
m.a. kemur fram í hinum hvössu
viðbrögðum sem verða út um allt
þjóðfélagið þegar þeim verða á mis-
tök.
í þeirri viðleitni að brýna þennan
ásetning minn fyrir starfsmönnum