Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 um það bil §órar klukkustundir. En áður en skeytið barst frá Sæbjörgu höfðu verið gerðar ráð- stafanir til þess að láta mig vita með neyðarhringingu. Ég klæði mig að sjálfsögðu í hendingskasti og vek skyttuna okk- ar, vin minn Ama Magnússon í Tungum, en lóðir okkar liggja sam- an, og einnig Guðmund Kristjáns- son á Brekku, sem var bifreiðar- stjóri sveitarinnar. „Þú hefur bfl í góðu standi til að flytja björgunartækin og mann- skap á strandstað, ef þörf krefur", segi ég við hann. Að því búnu fer ég til varafor- mannsins, Sigurðar Þorleifssonar, sem var við vinnu og hafði verið á næturvakt. Ákveðið var, að Sigurður skyldi fara í síma og hafa samband við Slysavamafélag íslands til að fá nánari upplýsingar, og einnig ætl- aði hann að gera ráðstafanir til að vakt yrði á símstöðinni. Ég fer hins vegar að húsi því, sem björgunartæki sveitarinnar vom geymd í. Þangað eru þeir þá komnir, Ámi og Guðmundur, og flein björgunarmenn drífur að. Ég læt þegar setja tækin á bfl Guðmundar, svo að allt sé til reiðu, og síðan bíðum við eftir nánarí fyr- irmælum frá Slysavamafélaginu. Og það líður ekki á löngu þar til þau berast. Sigurður Þorleifsson kemur hlaupandi frá símstöðinni og áður en hann nær til okkar hrópar hann: „Skipið er að stranda!" Svo að við leggjum þegar af stað. Fregnir höfðu borist um að til- raun til að koma á dráttartaug milli skipanna hefði mistekist; Clam héldi áfram að nálgast land og mundi að öllum líkindum reka upp millum vitanna á Reykjanesi. Við höldum strax af stað með björgunartækin og átta menn á bfl Guðmundar, en þtjátíu menn eru þá mættir. Þá er klukkan 7.10 að morgni. Auk þess em tveir vörúbflar og einn jeppi til taks að fara með mannskapinn. Við vissum, að hér var um stórt olíuskip að ræða og að skipveijar hlutu að vera margir, svo að við létum kalla eins marga til björgun- arstarfsins og unnt var. Hver bifreiðin á fætur annarri fer af'stað eftir því sem menn em tilbúnir — og urðu það alls fimm vömbifreiðir og tveir jeppar með um sextíu manns. Ferðin gengur greiðlega í Staðar- hverfi, en þangað var að mestu upphleyptur vegur. En þegar hon- um sleppir sækist ferðin seint, því þá tekur við mddur vegur yfir mela, apalhraun, sanda og hverasvæði, og má heita að víða sé algjöra veg- leysu að fara. Þegar við emm komnir miðja leið nær jeppabifreið vömbflnum okkar, sem flutti björgunartækin og hafði farið fyrstur. Þá ákveð ég að senda jeppann á undan ásamt Gamalíel Jónssjmi á Stað, en hann var manna kunnug- astur öllum leiðum út á nesið og einnig allri ströndinni, þar sem lklegt var, að skipið bæri að landi. Ég treysti Gamalíel best til að finna greiðfæmstu leið að hinu strandaða skipi, svo að vömbfllinn okkar kæm- ist þangað með björgunartækin sem allra fyrst. Þegar hér er komið sögu munu skipveijar á Clam enn hafa verið vongóðir um að takast mætti að bjarga skipinu. Þeir gengu sem best frá björgun- arbátunum íjórum, sem vom á skipinu. Þeim var sveiflað í gálgun- um út fyrir borðstokkinn, svo að hægt yrði að koma þeim fyrirvara- laust á flot. Matsveinar undirbjuggu morgun- verð og þjónar gengu að störfum eins og ekkert hefði í skorist, lögðu á borð og ræstu klefa. Alls var 50 manna áhöfn á Clam, og meirihluti áhafnarinnar vom Kínveijar, eins og algengt var á breskum stórskipum á þessum tíma. En þegar við nálgumst Reykja- nesvita á vörubínum er Clam strandað fyrir um fjömtíu mínútum. Og nú gerist margt í senn. Gamalíel kemur til móts við okk- ur og kveðst vita um sæmilega 57 Allir bátar Þorbjarnar hf. Myndin er tekin 1979. Talið frá vinstri: Hrafn, Hrafn Sveinbjarnarson n, Hrafn Sveinbjarnarson in, Hrafn Sveinbjarnarson og Sigurður Þorleifsson. Forustumenn Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Talið frá vinstri: Sigurður Þorleifsson, Arni Magnússon og Tómas Þorvaldsson. og em á leið til vitavarðarbústaðar- ins. Hinn þriðji sést hins vegar hvergi, og vitavörðurinn tekur að leita hans. Von bráðar finnur Siguijón hann. Hann hafði lagst í hraunið; fengið taugaáfall, gefist upp og ætlaði að bíða dauða síns. Þetta var Kínveiji, og hann fékkst ekki með nokkm móti til að rísa á fætur. Siguijón vippar honum þá á bak sér og er í þann veginn að leggja af stað heim til sín, þegar okkur ber að garði. Þijátíu og einn maður háfði reynt að halda lífi með því að fara í björg- unarbátana tvo — og af þeim höfðu aðeins fjórir náð til lands við illan leik. Það var átakanlegur harmleikur, Tómas ásamt Kristjáni Ragnarssyni, formanni LÍÚ. greiðfæra leið á strandstaðinn. Einnig segir hann okkur, að í jeppanum séu tveir skipbrotsmenn illa á sig komnir. „Við tókum þá upp í á leiðinni og ætlum með þá til vitavarðarbú- staðarins," segir hann. Litlu síðar komum við auga á Siguijón Ólafsson vitavörð, þar sem hann ber skipbrotsmann á bakinu. Maðurinn er afar illa útleikinn; and- lit hans og föt öll útötuð í olíu og hann hefur bersýnilega fengið taugaáfall. Hér höfðu válegir atburðir gerst. Við áttum eftir að kynnast því. Átakanlegnr harmleikur Hálftíma eftir að mér er til- kynnt, að Clam kynni að stranda, náði Henry Hálfdanarson sambandi við Siguijón vitavörð í Reykjanes- vita og bað hann að skyggnast um eftir skipinu. Siguijón leit út um gluggann á bústað sínum, sá þegar ljósin á Clam og virtist skipið vera komið ískyggilega nærri landi. Henry bað Siguijón einnig að fara niður til strandarinnar og reyna að hjálpa skipveijum á Clam, ef þeir skyldu reyna að ná til lands á björgunarbátum skipsins. Siguijón vakti ’ aðstoðarmann sinn, Hannes Sigfússon, skáld, og þeir lögðu af stað niður til strandar- innar. Brimgnýrinn heyrðist glöggt heim að vitanum, svo að ólíklegt mátti teljast, að nokkur von væri til þess að björgunarbátar frá skip- inu næðu óbrotnir til lands. Það var farið að gráma fyrir nýjum útmánaðardegi, og hvorugur þeirra tvímenninga hefur ugglaust getað látið sér til hugar koma hvað sá dagur mundi bera í skauti sínu. Þeir voru komnir að ströndinni og sáu Clam grunnt úti fyrir. Skipið bar upp á miðri leið frá Valahnúk að Litla vita svokölluðum, sem stendur á Skarfasetri, en það er í raun og veru hællinn á Reykja- nesskaganum. Þar er ströndin fremur lágt berg og hár malar- kambur norðan við. Siguijón bað Hannes að bíða á staðnum, en hljóp sjálfur heim til þess að tilkynna Slysavamafélag- inu, hvers hann hefði orðið vísari. Klukkan var tæplega átta, þegar hann náði sambandi við Henry Hálfdanarson. Um svipað leyti, eða nákvæmlega klukkan 7.57, tilkynnti dráttarbát- urinn Englishman til Reykjavíkur- radíós, að olíuskipið væri í þann veginn að stranda. Clam tók fyrst niðri um 90—100 metra frá landi. Vélamennimir komu upp skelfingu lostnir og til- kynntu, að sjór fossaði inn í skipið. Nokkru áður hafði olíu verið dælt úr skipinu til þess að lægja öldumar — en ekki bætti það úr skák, þegar ógæfan dundi yfír. Jafnskjótt og skipið var strandað greip örvænting um sig meðal skip- veija. Þeir þyrptust að björgunar- bátunum, og hver sem betur gat klifraði um borð í þá. Einn báturinn losnaði fljótlega frá skipinu og stefndi til lands. Þess ber að geta, að bilið milli skips og lands var ekki nema um 40—60 metrar. En báturinn var ekki kominn nema nokkrar faðmslengdir frá skipinu, þegar ólag reið yfir hann og honum hvolfdi. Mennimir velktust um í briminu. Hannes Sigfússon heyrði neyðar- köll þeirra, en gat ekkert aðhafst til bjargar. Þrír skipbrotsmanna náðu aftur til björgunarbátsins og gátu hangið á honum, þar til hann bar að landi. Þetta voru tveir Kínveijar og einn Englendingur, og Hannes náði þeim og gat dregið þá upp í fjörukamb- inn. Nú var Siguijón kominn aftur á vettvang og reyndi að benda hrakn- ingsmönnunum á vitann og sagði þeim að fara þangað. Meðan á þessu stóð reið brotsjór yfír hið gæfusnauða olíuskip, fyllti björgunarbát, sem þá var kominn í sjóinn við skipshlið, fleytifullur af vonglöðum skipveijum, og sló hon- um þannig við skipið, að hann brotnaði í spón. Aðeins einum manni tókst að komast lifandi af þeim báti, en gat varla óheppnari verið með staðinn þar sem hann kom að landi. Honum skolaði að skúta, sem var í berginu, og tókst að komast upp á syllu, þar sem brimið náði ekki til hans. Sá galli var hins vegar á gjöf Njarðar, að ókleift var með öllu úr skútanum og upp á bjargbrúnina. Nú tóku að reka upp í fjöruborð- ið lík þeirra manna, sem verið höfðu í björgunarbátnum sem fyrr slitnaði frá skipinu. Þeir Siguijón og Hannes rejmdu að bera þau ofar, svo að þeim skol- aði ekki út aftur. Þegar því verki var lokið um sinn fór Siguijón að huga að mönnunum þremur, sem höfðu bjargast við illan leik. Hann sér að tveir þeirra eru komnir upp í jeppann til Gamalíels sérstaklega með hliðsjón af því, að ef til vill hefðu þeir allir komist lífs af, ef þeir hefðu haldið kyrru fyrir í skipinu. Enn voru þó nítján menn á lífí um borð. Skyldi okkur takast að bjarga þeim? Á hálli bjargbrún Siguijón taldi hugsanlegt, að fleiri skipveijar af Clam þyrftu hjálpar við í fjörunni, svo að við Sigurður Þorleifsson skiptum með okkur verkum; hann fer með nokkra menn að leita meðfram ströndinni, en ég tek að mér að reyna að bjarga* þeim, sem eftir eru í skipinu. Siguijón kveðst ætla að vera heima, hlúa að þeim þremur skip- brotsmönnum, sem þegar hafi verið bjargað, og búa sig undir að taka á móti fleirum. Ég sé strax, að aðstaða muni vera til björgunar og fer því ásamt mínum mönnum með björgunar- tækin út á klettahöfða, sem var um fimmtán metra jrfir sjó. Clam liggur flatt fyrir um sextíu metra frá landi. Það er mikill áhlað- andi þama, brimlöðrið gengur alla leið upp á höfðann, og sjórinn spýt- ist upp á milli skips og landí. Skamman tíma tekur að koma tækjunum fyrir á bjargbrúninní* enda þótt sleipt sé þar af olíu og stormgnýrinn ærandi. Ámi býr sig undir að skjóta líflínu til skipsins. Skipveijar, sem eftir em, virðast halda sig mið- skips, svo að Ámi skýtur þangað, og línan fer yfir loftnet skipsins. En einhverra hluta vegna gera skipsmennimir enga tilraun til að ná henni. Þá er annarri línu skotið, en sú tilraun fer á sömu leið. í þriðja sinn skýtur Ámi, og þá ná skipveijar loksins línunni. Uppsetning tækjanna gengur greiðlega, og eftir örfáar mínútur er fyrsti skipbrotsmaðurinn á leið- inni til lands í björgunarstólnum. Félagar hans hafa vafalaust fylgst með ferð hans milli vonar og ótta og- andað léttara, þegar þeir sáu, að hann komst til lands heill á húfi. Sjá bls. 59^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.