Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
Rœtt viÖ
ísraelska
fiðluleikarann
Yuval Yaron
sem spilaÖi hér um daginn.
TONUSTIN
ER ANDSTÆÐA VIÐ SORGINA
OG ERFIÐI EIKANA ..
Ætli íslendingar og gyðingar séu ekki álíka uppteknir af fortíð sinni, þó með ólíkum móti sé?
Yuval Yaron er 34 ára fíðluleikari
sem lagði leið sína hingað um daginn
og spilaði á tónleikum hjá Tónlistar-
félaginu 21. nóvember. I sumra
augum er fiðlan kannski ekki jafn
augljóst einleikshljóðfæri og píanóið,
en í höndum fiðluleikara eins og
Yarons hljóta slíkar vangaveltur að
gleymast. Auk þess sem spila-
mennska hans er ósvikin, þá virðist
það nánast krefjast ofurmannlegrar
yfirvegunar og sálarstyrks að spila
nótnalaust og aleinn á sviðinu í tvo
tíma. Ef einhvetjum dettur í hug
einmanaleg mynd fiðlarans á þak-
inu, þá er sú mynd ekki fjarri lagi,
því Yaron er gyðingur frá ísrael og
myndin af fíðluleikaranum dapur-
lega því hluti af þjóðarímynd hans.
Reyndar spurði þýzkur fréttamað-
ur Yaron einhvem tímann hvers
vegna það væru svo margir góðir
fíðluleikarar í hópi gyðinga. Yaron
svaraði að bragði að fíðlan væri þjóð
hans töm, og auðveldara að flýja
með fíðlu á bakinu en píanó. Og
þeim er ekki aðeins fíðlan töm, held-
ur tónlist yfírleitt. „Tónlistin er ríkur
þáttur meðal okkar, því hún er and-
stæða við sorgina og erfíðleikana,
sem við þekkjum svo vel,“ bætti
hann við um daginn, þegar hann
rifjaði tilsvarið upp. Hann og þjóð
hans er nefnilega ekkert á því að
fortíðin eigi að gleymast. Og senni-
lega er erfítt að gleyma nokkru,
þegar á heitum sumardegi í Tel
Aviv sézt kannski til miðaldra konu
í stutterma kjól, og þegar hún stend-
ur í strætó og heldur sér í slána,
blasa við á handlegg hennar tattó-
veruð númerin úr þýzkum fangabúð-
um frá því fyrir margt löngu .. .
Yaron er prófessor við tónlistar-
deild Indiana háskóla í Bloomington,
þessarar risastóru deildar, þar sem
svo margir frábærir tónlistarmenn
kenna. Einhver man örugglega eftir
sellóleikaranum Janos Starker, sem
spilað með sinfóníunni og hjá Tón-
listarfélaginu fyrir nokkrum árum.
Þeir Yaron kenna þama báðir, eru
góðir vinir og það var reyndar Stark-
er, sem benti stjóm Tónlistarfélags-
ins á Yaron. Hann hefur verið í
nokkur ár í Bloomington, en það var
ekki efst í huga hans framan af að
fara að kenna, þó hann kunni því
mæta vel núna.
Yaron var fljótur til á fiðluna og
farinn að koma fram með hljómsveit-
um sem unglingur, . spilaði meðal
annars með ísraelsku fílharmóníunni
heima og heiman, undir stjóm Zubin
Mehta. Svo lá leiðin til Banda-
ríkjanna 1973, hann var í Blooming-
ton og ekki sízt nemandi Jascha
Heifetz í háskólanum í Suður-Kali-
fomíu. Þegar tónlistin er annars
vegar talar Yaron frekar um aðra
en sjálfan sig og Heifetz er nemand-
anum tungutamur. Heifetz hafí
komist svo langt í leik sínum, náð
æðri víddum, þangað sem hann verði
ekki svo auðveldlega spilaður uppi.
Áhrif hans verið slík að hann hafí
hrifíð alla meðspilara sína til betri
verka með leik sínum, jafnvel túbu-
leikarana.
Eftir að Yaron yfírgaf Ísrael var
hann kallaður í herinn. Herskyldan
er þijú og hálft ár, ekki fysilegt í
miðjum tónlistarferli, svo hann fékk
greiðlega undanþágu. Þegar hæfí-
leikamir eru nægir og átakaþörfín
takmarkalítil, liggur beint við að
taka þátt í keppni. 1975 kom Yaron
til Helsinki til að taka þátt í Síbel-
íusarkeppninni og fór þaðan með þau
þrenn verðlaun, sem em veitt þar:
verðlaun fyrir sigur í keppninni, fyr-
ir beztu túlkun á tónlist Sibelíusar
og verðlaun gagnrýnenda. Svo tók
við þetta venjulega eftir slíkan
árangur, ferðalög hingað og þangað
um heiminn, bara spila, ferðast og
spila.
1977 komst harðlínumaðurinn
Begin til valda og undanþágan til
herþjónustunnar var afturkölluð,
Yaron skyldi í herinn, en hlýddi ekki,
svo 1978, þegar vegabréf hans rann
út, var það ekki endumýjað og hann
sat í Bandaríkjunum skilríkjalaus.
Þar með vom ferðalögin úr sögunni
og það skarst á mörg sambönd.
Næstu árin hafði Yaron hægt um
sig, var aðstoðarkennari í Blooming-
ton og hélt sér og fíðlunni við efnið.
1983 fékk hann bandarísk skilríki,
ekki fullgilt vegabréf þó, þannig að
hann gat aðeins farið til landa, sem
ekki kröfðust vegabréfsáritunar.
Fyrir skömmu sættust yfirvöldin
heima á að hann skyldi fá að kvitta
fyrir herþjónustuna með fjögurra
mánaða herskyldu, án þess að
munda skotvopn, heldur með því að
spila og kenna. I sumar fór hann til
ísraels í fyrsta skipti eftir tíu ára
útivist. Ferðin hingað var fyrsta ut-
anlandsferðin á nýja vegabréfínu. —
Langur inngangur, en óvenjuleg
saga. Mál til komið að snúa sér að
tónlistinni og orðum Yarons ...
Yaron er kvikur og strákslegur,
var forvitinn um Ísland og íslend-
inga, sem hann vissi lítið um áður
en hann kom. Hann talar fumlaust
eins og hann spilar, enskan orðin
honum nægilega töm til að tala um
tónlistina, þó hún hljóti að hefta
hann, þegar hann stekkur upp á nef
sér, sem hann getur vísast hressilega
eins og aðrir Miðjarðarhafsbúar. Og
eins og fleiri þar um slóðir, þá keðju-
reykir hann meðan hann talar, ekki
af áfergju, en reykir samt. Þykk
gleraugu setja svip á hann, segist
vera nánast blindur án þeirra.
- Það þarf ekki mikið innsæi til
að gera sér grein fyrir, að þegar
ungur maður, sem hefur keppt að
því að komast í fremstu röð í sínu
fagi og er á góðri leið, er skyndilega
negldur niður og neyddur til að
draga sig í hlé, þá hlýtur að verða
stormasamt í sálartetrinu um hríð,
eða hvað?
„Stundum er lífíð auðvelt, stund-
um erfítt, stundum gengur vel og
stundum illa. En þegar illa gengur
og maður er eins og í dimmum
göngum, þá glittir nú samt alltaf í
ljós, ef vel er að gáð. Það gengur
allt yfír, líka erfiðleikamir.
Ég komst að sem aðstoðarkennari
í Bloomington og var í fyrstu
kannski ekki sérlega sáttur við að
kenna. En ég fann fljótlega að það
var gaman, las mér svolítið til í sálar-
fræði og velti kennslunni fýrir mér.
Nú veitir kennslan mér djúpa
ánægju og ég er fastráðinn þama
sem prófessor. Ég er með mjög góð-
an hóp nítján nemenda. í hverri viku
fær hver og einn einkatíma og einn
hóptíma. Það er annars makalaust
að sjá hvað er til mikið af afburða-
nemendum, krökkum á aldrinum
tólf til sextán ára. Og hjá þeim beztu
er þetta ekki aðeins fíngralipurð.
Leikur þeirra hljómar eins og inn-
blásinn af æðri sviðum. Ég veit um
einn slíkan, fjórtán ára fíðluleikara,
sem er auk þess búinn að taka BS
próf í stærðfræði. Ungum einleikur-
um er líka veitt mikil athygli og
þess vegna geta þeir eldri jafnvel
átt erfítt uppdráttar.
Foreldrar þessara bama lifa fyrir
þau, flytja sig hiklaust þangað sem
beztu kennaramir em. Ef aðeins
móðirin á heimangengt, hikar hún
ekki við að fylgja bami sínu og sker
þá hikstalaust á hjónabandið, ef með
þarf. í þessum hópi er áberandi mik-
ið af Japönum, Kóreubúum og
núorðið Kínvetjum líka.
Ég kann vel við mig í Blooming-
ton, landslagið er fallegt og það fer
vel um mig. Því fer fjarri að ég
hafí hug á að flytjast heim aftur.
Eftir dvölina í Bandaríkjunum virðist
lífíð heima fyrir of erfítt og flókið.
Mér Lauðst reyndar staða konsert-
meistara í ísraelsku fílharmóníunni
þegar ég yar heima í sumar, en af-
þakkaði. Ég þekki vel til hljómsveit-
arinnar frá því fyrmrn og auk þess
er bróðir minn fyrsti flautuleikari í
henni. En mér finnst starfíð of bind-
andi, það veitir of lítið frelsi og
svigrúm. Ég er víst orðinn vanur
öðm.
í þau næstum tíu ár, sem ég hef
verið í Bloomington hef ég haldið
mér við sem einleikari. Það hefur
kostað heilmikla hörku og úthald,
því það er erfítt að æfa sig án þess
að hafa nóg af tónleikum framund-
an, þegar það er orðið vaninn. En
ég hef líka farið út í að spila kamm-
ertónlist, sem ég hefði ömgglega
ekki gert annars og haft mikla
ánægju af því.“
- Það er fremur sjaldgæft að
fíðluleikarar haldi einleikstónleika.
Hvers vegna ræðst þú í slíkt?
„Ég mundi ekki gera það, nema
vegna þess að það em til svo stór-
kostleg verk fyrir einleiksfíðlu. Það
er hrein nautn að fást við verk
manna einsog Bachs og Ysaýe.
Svo hafa hagkvæmnissjónarmiðin
sitt að segja. Það er einfalt að geta
tekið að sér að koma einn fram,
bæði fyrir mig og þá, sem halda
tónleikana."
- Um hvað hugsarðu áður en þú
ferð upp á sviðið og þegar þú ert
kominn inn?
„Um fáránlegustu hluti, athuga
hvort það er allt í lagi með fötin og
annað álíka ómerkilegt. Hugsanir,
sem hafa ekkert með tónlistina að
gera. Þessar mínútumar er ég mjög
viðkvæmur og næmur. Lykt, sem
leggur fyrir vit mér, minnir mig
kannski á máltíð, sem ég borðaði
fyrir löngu ... En þetta em andar-
tök, sem ég vildi helzt ekki þurfa
að lifa, vildi geta hoppað inn á svið-
ið umhugsunarlaust, án nokkurs
aðdraganda.
Þegar inn á sviðið er komið, er
galdurinn að stöðva allar þessar
hugsanir og komast inn í tónlistina.
Ef þær halda áfram, þá er vandi á
höndum. Stundum tekur aðeins
augnablik að ná til tónlistarinnar,
að ná þessari hér-og-nú tilfínningu,
stundum allt kvöldið.“
— Hvað með viðfangsefnin,
hvemig velurðu þau?
„Fyrst og fremst eftir því hvað
mér fellur við, hvað mér sýnist
ögrandi viðfangsefni og þroskandi.
Bach skrifaði til dæmis sex partítur
fyrir fiðlu og það tekur þijár klukku-
stundir að flytja þær. Ég hef
stundum flutt þær allar á einu
kvöldi, þá með tveimur hléum. Flutti
þær nokkmm sinnum þannig á 300
ára afmæli Bachs 1985. Það er vits-
munaleg ögmn að spila þriggja
radda fúgu eftir Bach á þijá strengi
fíðlunnar. Sérhver tónlistarmaður
þarf að þroska í sér heilabúið, því
hann notar heilasellur, sem em ann-
ars ekki notaðar.
Bach er einstæður. Hann höfðar
til þess andlega og vitsmunalega.
Víst veit ég að Bach vann fyrir kirkj-
una og notaði Nýja testamentið, en
1