Morgunblaðið - 08.12.1987, Síða 1

Morgunblaðið - 08.12.1987, Síða 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 279. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins EB-ríkin: Flugfargjöld sögð lækka með vorinu Briissel, Reuter. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins (EB) samþykkti í gær nýjar reglur um loftferðir innan og milli rikja bandalagsins og er talið að þær muni hafa í för með sér verulega lækkun flugfargjalda þegar sumaráætl- un flugfélaga gengur í gildi næsta vor. Með hinum nýju loftferðareglum verður opnað fyrir samkeppni á flugleiðum, sem ríkisflugfélög við- komandi ríkja hafa hingað til einokað. Yfirvöld einstakra ríkja munu ekki lengur hafa sama vald og áður á sviði loftferða og ráðstöf- unar flugleiða. Flugfélög munu fá að ráða fargjöldum sínum sjálf og verður meðal annars heimilað að bjóða allt að 45% afslátt á fargjöld- um á öðru farrými. Hinar nýju reglur munu gera litlum flugfélögum kleyft að keppa við stóru rótgrónu félögin á fjöl- förnustu leiðunum. Geta þær meðal annars haft í för með sér stóraukna þjónustu félaganna og nýjar flugleiðir milli lítilla flugvalla og stórra innan EB. Framkvæmdastjórn EB hefur lengi barizt gegn því, sem kallað hefur verið einokun fárra stórra áætlunarflugfélaga á flugleiðum innan Evrópu. Samkomulag hefur legið á borðinu frá í júní sl. en ákvörðun tafizt vegna deilu Breta og Spánverja um flugvöllinn á Gíbraltar. Jöfnuðu þeir ágreining sinn síðastliðinn fimmtudag. Talsmaður samtaka evrópskra áætlunarfélaga (AEA) fagnaði ákvörðun framkvæmdastjórnar- innar í gær og spáði fargjalda- lækkun frá og með 1. apríl á næsta ári. Talsmenn EB sögðu nýju loft- ferðareglurnar aðeins vera fyrsta skrefið í átt til enn meiri sam- keppni í flugi innan Evrópu í framtíðinni. Reuter Míkhail Gorbatsjov, Sovétleiðtogi, veifar við komuna til Andrews-herflugvallarins í gær. George Shultz, utanríkisráðherra, (t.v.) tók á móti Gorbatsjov við komuna til Bandaríkjanna. Milli þeirra á myndinni er frú Helena Shultz. Fundur leiðtoga risaveldanna hefst í Washington í dag: Bæði ríkm fús að fállast á tilslakanir Fyrsti afvopnunarsáttmáli atómaldar undirritaður eftir hádegi Washin^ton, frá Ásgeiri Sverrissyni og Agnesi Bragadóttur, blaðamönnum Morgunbladsins. MÍKHAIL S. Gorbatsjov, aðalrit- I til Washington í gær. Flugvél I ari sovéska kommúnistaf lokksins, þeirra lenti á Andrews-herflug- og eigpnkona hans, Raísa, komu I vellinum skammt frá Washington I Fjöldamótmæli í Washington: Berst fyrir systkini mín - segir andófsmaðurinn þekkti, Natan Scharansky Washington, frá Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. HLJÓÐLÁT mótmæli gyðinga hvaðanæva úr Bandaríkjunum og öðrum hlutum heimsins settu svip sinn á borgarlífið hér í Washing- ton á sunnudag. Liðlega 200.000 gyðingar hvað- anæva að, og fólk af öðrum trúar- brögðum söfnuðust saman fyrir framan Hvíta húsið og gengu í þög- ulli mótmælagöngu til bandaríska þinghússins. Andófsmaðurinn Natan Scharansky vakti mesta athygli og var mál manna að aðrir hefðu fallið í skugga hans. Scharansky sagði í samtali við Morgunblaðið eftir ræðuhaldið: „Ég veit að við tókum skref fram á við í dag. Ég er hér til þess að berjast fyrir frelsi bræðra minna og systra í Sovétríkjunum." Reuter Sjá nánar á miðopnu. Þessir voru í fylkingarbijésti göngumanna í gær: Natan Scharan- sky, sem varð að dúsa í sovéskum þrælkunarbúðum í sjö ár, Vladimir Slepak og Elie Weisel, handhafi friðarverðlauna Nóbels. kl. 16.33 að staðartíma. Fyrsti fundur þeirra Gorbatsjovs og Ronalds Reagan Bandaríkjafor- seta hefst klukkan 10.30 í dag og klukkan 13.45 munu leiðtogarnir undirrita samkomulag um upp- rætingu meðal- og skammdrægra kjarnorkuflauga við hátíðlega at- höfn í Hvíta húsinu. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók á móti Gor- batsjov-hjónunum. Við komu sína sagði Gorbatsjov: „Við erum reiðu- búnir til að ræða um skjótar lausnir á öllum helstu deilumálum ríkjanna og um ágreining stórveldanna varð- andi fækkun langdrægra kjamorku- vopna.“ Að loknu stuttu ávarpi sovéska leiðtogans og friðaróskum hans til Bandaríkjamanna sagði Shultz: „Þetta var góð byijun." Og Gorbatsjov svaraði: „Heimsóknin er hafin. Vonum hið besta. Megi Guð hjálpa okkur." Því næst hélt bílalestin frá her- flugvellinum til sovéska sendiráðsins í Washington þar sem Shultz og eig- inkona hans spjölluðu stuttlega við Gorbatsjov-hjónin, áður en Gor- batsjov hélt til fundar með sam- starfsmönnum sínum. Gríðarlega ströng öryggisgæsla var í nágrenni sendiráðsins og Hvíta hússins en alls munu um 10.000 bandarískir og sovéskir öryggisverð- ir vera hér í Washington. Götum í nágrenninu hefur verið lokað og verður svo þar til leiðtogafundinum lýkur á fimmtudag. í dag klukkan 10 verður opinber móttökuathöfn í Hvíta húsinu og að henni lokinni hefst fyrsti fundur leið- toganna. Áformað er að þeir eigi fimm fundi áður en Gorbatsjov held- ur aftur til Sovétríkjanna á fimmtu- dagskvöld. Talsmenn risaveldanna, þeir Gennadíj Gerasímov og Marlin Fitzwater, sögðu á fundi með blaða- mönnum á laugardag að ekki yrði skýrt frá gangi viðræðna leiðtog- anna fyrr en að fundunum loknum. Líklegt er talið að verulega muni miða í samkomulagsátt um helm- ingsfækkun langdrægra kjarnorku- vopna og hefur mátt lesa út úr ummælum bæði bandarískra og sov- éskra embættismanna að bæði ríkin séu reiðubúin til að fallast á þýðing- armiklar tilslakanir til að ná fram slíku samkomulagi. Svo virðist sem ríkin hafi orðið sammála um að ýta deilum um túlkun ABM-sáttmálans um takmarkanir gagneldflaugakerfa og geimvamaráætlun Bandaríkja- stjómar til hliðar. Líklegt er að leiðtogarnir nái samkomulagi um að fela samningamönnum risaveldanna í Genf það verkefni að vinna að drög- um að samkomulagi um helmings- fækkun langdrægra kjarnorku- vopna. Sjá frekar um leiðtogafundinn á miðopnu og bls. 38 og 39.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.