Morgunblaðið - 08.12.1987, Síða 2

Morgunblaðið - 08.12.1987, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 Hækkun til kvikmyndasjóðs Það verður að vera rúm fyrir íslenzka tungn — segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra „ÍSLENSK kvikmyndagerð hefur hlutverki að gegna, myndmálið verður æ umfangsmeira í menningarlífinu og það verður að vera rúm fyrir islenska tungu,“ sagði Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, í samtali við Morgunblaðið um 20 millj. kr. hækkun á framlagi til kvikmyndasjóðs, en framlagið verður þá 60 milijónir króna. Samkomulag um þetta náðist í ríkisstjórninni um helgina. Þorsteinn stóð fyrir því sem fjármálaráðherra á síðasta ári að hækka framlagið til Kvikmyndasjóðs og fullnægja þannig laga- skyldu um sjóðinn. „Það fer ekkert á milli mála," sagði Þorsteinn, „að það var mjög þýðingarmikið að ná því fram á síðasta ári við afgreiðslu íjárlaga þessa árs, að standa við lögin um Kvikmyndasjóð. Mér þykir mjög vænt um það að samstaða skyldi nást um að bijóta ekki niður það sem unnist hefur í þessu efni.“ Guðbrandur Gíslason fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Islands sagði í samtali við Morgun- blaðið að þetta væru mikil fagnað- artíðindi fyrir stjóm sjóðsins. Sagði hann að þetta breytti miklu fyrir sjóðinn. Sjóðurinn þarf að styrkja leiknar kvikmyndir, heimildarmyndir, styttri leiknar myndir, teiknimyndir og kynningu á íslenskum kvikmyndum erlendis. Ef aðeins hefðu fengist 40 milljón- ir króna hefði einungis verið hægt að styrkja eina leikna kvikmynd í fullri lengd, en nú er fyrirsjáanlegt að hægt verður að styrkja þrjár. „Á þessum miklu niðurskurð- artímum fínnst mér alveg sérstak- lega ánægjulegt að ráðamenn skuli gera sér grein fyrir því hve mikilvægt það er að styrkja íslenska kvikmyndagerð. Nú hel- list yfir okkur erlent myndefni og við verðum að skapa okkar eigið, einfaldlega til að viðhalda íslenskri menningu. Ungt fólk horfír mikið á kvikmyndir og sjónvarpsefni og rannsóknir sýna að það hefur mik- il uppeldisáhrif. Hér verðum við að spoma við. Hækkunin kemur vegna þess að ráðamenn virðast gera sér grein fyrir þessu," sagði Guðbrandur. ' Sjá ummæli forsætisráðherra á bls. 45. Líkan af hitaveitugeymunum og veitingastaðnum ofan á. Á minni myndinni er þverskurðarteikning, sem sýnir frá hlið, hvemig þetta verður. Veitingahúsið á hitaveitugeymum: Kostnaður áætlaður 508 milljónír króna Framkvæmdir hefjast fijótlega eftir áramótin Tillögur iðnrekenda hjuggu á hnútinn - segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármállaráðherra TILLÖGUR fulltrúa Félags íslenskra iðnrekenda áttu vem- legan þátt í að samkomulag náðist milli stjórnarflokkanna um tekjuhlið fjárlagafmmyarps- ins sl. föstudag. í samtali við Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra kom fram að við borð lá að ekki næðist samkomulag um þetta í ríkisstjórninni. Jón Baldvin sagði að fulltrúum atvinnulífins hafi verið gefinn kost- ur á að vera með í ráðum um ýmis atriði varðandi breytingar á lögum um tolla, vörugjald og söluskatt og hefðu þeir komið með ýmsar tillög- ur og ábendingar. Jón Baldvin sagði að margar af tillögiinum sem full- trúar iðnrekenda komu á framfæri hefðu átt verulegan þátt í að koma málinu í þann búning að samkomu- lag gæti tekist, og auk þess hefðu ýmsir úr röðum iðnrekenda átt þátt í að skapa samstöðu innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins um málið. Sjá ummæli fjármálaráðherra á bls. 45. FRAMKVÆMDIR hafa tafist við byggingu veitingahúss á milli og ofan á hitaveitugeymunum í Öskjuhlíð en þær munu hefjast fljótlega eftir áramótin að sögn Jóhannesar Zoega hitaveitu- stjóra. Upphafleg kostnaðar- áætlun sem gerð var fyrir tveimur árum var rúmar 300 milljónir en er nú 430 milljónir miðað við verðlag og 508 milljón- ir miðað við áætlað verðlag á fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir næsta ár. Að sögn Jóhannesar verður væntanlegur veitingastaður með stærstu húsum í Reykjavík eða milli 20.000 til 30.000 rúmmetrar. Veitingasalurinn mun rúma 200 til 300 manns og verður yfir honum hvolfþak úr gleri auk þess sem að- liggjandi veggir verða einnig úr gleri. „Glerveggir og þak er miklu dýrara en venjulegir veggir og hleypir því kostnaðinum upp, en glerið gefur einmitt þessi sérstöku áhrif, sem arkitektarnir vilja ná,“ sagði Jóhannes. „Þama ætti að vera hægt að taka á móti heilu skemmtiferðaskipi að ógleymdum Reykvíkingum og öðrum ferða- mönnum sem eiga eftir að flykkjast að og fá sér hressingu á góðviðris- dögurn." Leiðtogafundurinn í Reykjavík: Ljósritunarvél til staðar í Höfða „ÞAÐ var ljósritunarvél í Höfða á meðan á Ieiðtogafundinum stóð og hún var í stanslausri notkun svo að segja allan tímann," sagði Bjarki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn, er hann var spurður hvort enginn slík vél hefði verið þar til staðar, eins og gefið var i Fílharmóníuhljómsveitin í Stokkhólmi: Flytur orgelkon- sert eftir Jón Leifs Sáttatillaga um Þjóðar- bókhlöðuna JÓN Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra hefur lagt fram tillögu til lausnar á deilu vegna framlags á fjárlögum til Þjóðarbókhlöðu. Segist hann gera sér góðar vonir um að menntamálaráðherra gangi að þeirri tillögu. Á fjárlögum er gert ráð fyrir 50 milljóna króna framlagi til byggingar Þjóðarbókhlöðu, en innheimta af sérstökum eignar- skatti, sem renna átti óskiptur til byggingarinnar, er áætlaður 177 milljónir. Samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu mun mismun- urinn liggja í ríkissjóði i árslok 1988 en lögmæti þeirrar ráð- stöfunar hefur verið dregið í efa. Tillaga fjármálaráðherra felst í því að frá og með árinu 1989 verði framlög til byggingar Þjóðarbókhlöðunnar aukin veru- lega og byggingunni verði lokið á árinu 1991. KONSERT fyrlr orgel og hljóm- sveit eftir Jón Leifs verður meðal þeirra verka sem Fílharmóníu- hljómsveitin í Stokkhólmi flytur á tónleikum sínum dagana 20. og 21. janúar næstkomandi. Þessi orgelkonsert hefur aldrei verið fluttur á íslandi og var hann síðast fluttur í Berlín þann 10. mars 1941. Það er fyrir tilstilli Hjálmars H. Ragnarssonar tónskálds og Carls- Gunnars Ahléns, tónlistargagnrýn- anda Sænska Dagblaðsins, að Fílharmoníusveitin tekur þetta verk til flutnings, en Hjálmar hefur ver- ið mikill áhugamaður um verk Jóns Leifs og skrifaði meistaraprófsrit- gerð sína frá Comell-háskóla árið 1980 um Jón og verk hans. „Að mínum dómi er hér _um að ræða stórviðburð fyrir okkur Islend- inga og auk þess okkur þörf lexía, því að á íslandi hefur Jón Leifs leg- ið skammarlega lengi óbættur hjá garði,“ sagði Hjálmar í samtali við Morgunblaðið. „Einleikari á þessum tónleikum verður einn efnilegasti orgelsnillingur heims, Gunnar Id- enstam og hljómsveitin er án efa hæstskrifaða hljómsveit á Norður- löndum og er af mörgum talin ein besta sinfóníuhljómsveit heims.“ Hjálmar sagði að þessi orgelkon- sert hefði verið fluttur í Wiesbaden árið 1935, og hefði orgelleikarinn þá verið Kurt Unz, einn þekktasti orgelleikari Þjóðveija á þeim tíma. Hann hefði einnig leikið á orgelið í síðasta flutningi verksins í Sing- akademie í Berlín 1941 og þá hefði Jón sjálfur stjómað hljómsveitinni. „Þessi flutningur verksins varð mjög sögulegur því að Jón var á bannlista hjá nasistum þar sem kona hans var gyðingur. Mér hefur ekki tekist að komast að því hvers vegna flutningur á þessu verki Jóns var leyfður á þessum tíma og það í Berlín. Raunin varð líka sú, að áhorfendur, sem flestir voru Þjóð- verjar, sýndu andúð sína með því að yfirgefa salinn meðan á flutn- ingnum stóð, og vom það háttsettir nasistaforingjar sem höfðu for- skyn í heimildarmynd um leið- togafundinn, sem sýnd var í sjónvarpinu á sunnudagskvöld. „Þeir hafa sjálfsagt lagfært sannleikann hvað þetta varðar til að koma að atriðinu með so- véska kalkipappírinn," sagði Bjarki. Annað atriði í myndinni, sem vakti athygli áhorfenda, var þegar bandaríska sendinefndin fór inn í einangraðan stálklefa til skrafs og ráðagerða. Bjarki sagði að enginn slíkur klefl hefði verið til staðar í Höfða og kvaðst hann ekki vita til að svo véeri í bandaríska sendiráð- inu í Reykjavík. Ekki fékkst stað- festing á því er Morgunblaðið leitaði upplýsinga þar að lútandi í sendi- ráðinu, en samkvæmt heimildum blaðsins eru hljóðeinangmð her- bergi ekki óalgeng í sendiráðum Bandaríkjanna víða um heim, og raunar einnig í sendiráðum fleiri ríkja. Jón Leifs, tónskáld. göngu um að fólk yfirgaf salinn. Að því er Kristján Albertsson, góð- vinur Jóns, sagði vom aðeins tuttugu manns eftir í salnum þegar flutningnum lauk og þeir sem eftir vom fögnuðu ákaft, en Kristján var einmitt viðstaddur þennan sögulega flutning," sagði Hjálmar. í dag lyft Fjögur heimsmet Omarí uppskurð Heimsmeistaraeinvígið í skák: Lífleg j afnteflisskák - stoít iiðbönd á cÁla og i i - verðurfró(6'/ikur * 21. einvígisskák Kasparovs og Karpovs í SeviIIa á Spáni lauk í gærkvöldi með jafntefli. Staðan er því enn jöfn, báðir hafa hlotið tíu og hálfan vinning. Þegar Kasparov bauð jafntefli í 28. leik, hugsaði Karpov sig um í tíu mínútur áður en hann þáði boð- ið. Eftir skákina skoðuðu meistar- amir stöðuna í u.þ.b. fimm mínútur og bendir það til þess að þeir hafi lagt úlfúð sína til hliðar í bili. 22. einvígisskákina á að tefla á morgun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.