Morgunblaðið - 08.12.1987, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.12.1987, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 Eggert Magnússon við nokkur verka sinna. Af skynsviði Gallerí 15 Myndlist Bragi Ásgeirsson Enn einn sýningarsalur hefur verið opnaður í gömlu borginni, nánar tiltekið að Skólavörðustíg 15 og hefur hlotið nafnið Galleri 15, Sýningarsalurinn er í kjallara timburhúss og er í honum hlaðinn veggur, sem verður að teljast til fomminja því að hann var gerður árið 1896. Dökkir bitar eru í lofti og eigin- lega er salurinn allur hinn vistleg- asti og vel fallinn fyrir hinar minni og notalegri sýningar. En í ljósi þess hve allur bragur er þama fom og íslenzkur hefði verið upp- lagt að nefna salinn „Myndhús 15“. Ekki síst vegna þess að á efri hæðinni er velþekkt verslun með myndlistarvörur og húsið þannig allt undirlagt hlutum til myndrænna athafna. Hinn fram- ’taksami eigandi hússins er August Hákansen, sem fyrst rak skilta- gerð og seldi jafnframt handíða- og myndlistarvörur en hefur nú alfarið snúið sér að hinu síðast- nefnda. Gefið skiltagerðina upp á bátinn en snúið sér að gömlu hugð- arefni þ.e.a.s. að mála. Ungur stundaði August listnám en svo sem margur varð hann að fella þar seglin er hann gerðist flölskyldumaður og barst út í ólg- usjó brauðstritsins. August ríður sjálfur á vaðið með sýningu á 25 myndverkum — einni teikningu af Ola Maggadon frá 1927, nokkmm gömlum olíumynd- um en aðallega nýrri vatnslita- myndum. Eldri myndimar tel ég að séu tvímælalaust athyglisverðasti hluti sýningarinnar og þær bera vott um ákveðna tegund hæfileika, sem enginn veit hvemig þróast hefðu við eðlilega útrás því að eftir sýn- ingarskránni að dæma líða nú 43 ár þangað til gerandinn fer aftur að munda pentskúfinn sjálfur í stað þess að rétta hann öðmm yfir búðarborðið. August valdi vatnslitatæknina, er hann fór að mála á ný og hér ér yfirbragðið allt annað en í gömlu myndunum. Nálgast hann vatnslit- inn af yfirvegan og varfæmi hins lífsreynda manns, en gömlu mynd- imar hins vegar vísa til forvitni og eftirvæntingar æskunnar. Vatnslitatæknin er afar erfið og vandmeðferðin en þó nær August furðugóðum tökum á henni í mynd- um svo sem „Hreggnasi" (8) og „Fallinn kofí“ (11) og er í þeim myndum næst því að taka upp þráðiunn þar sem frá var horfíð forðum daga. Einlægni tilfínningamannsins og fagurkerans skín úr öðmm myndum en vísast mætti August voga meim því að varfærnin er hér hans stærsti þröskuldur enn sem komið er. Allt um það þá hafði ég ánægju af innliti á þessa litlu og snotm sýningu og vona að listhúsið eigi langa lífdaga fyrir höndum. En það ræðst af .rekstrarforminu, útsjón- arsemi og umfram allt vænum skammti af þolinmæði. En „þolinmæði þrautir vinnur allar" eins og lærisveinn Leonardo da Vinci, Giovanni Boltraffío hafði að viðkvæði... Sumir myndlistarmenn em svo lánsamir að hafa sveigt hjá öllum utanaðkomandi áhrifum um þeirra daga — þeir mála bókstaflega það sem þeim dettur í hug hveiju sinni. Koma til dyra eins og þeir em klæddir í hug- taksins ótvíræðustu merkingu. Einn þessara manna er Reyk- víkingurinn Eggert Magnús- son, sem kynnir allnokkrar myndir sínar í vestri gangi Kjarvalsstaða fram til 13. des- ember. Eggert var lengstum sjómaður og í því starfí fór hann víða og kynntist framandi og litríku mannlífí — var við fiskveiðar í Gambíu og á hvalskipi á Norður- höfum. Hefur starfað sem vél- stjóri í nær hálfa öld. Frá því að þessi sérstæði per- sónuleiki kom fýrst fram sem málari fyrir rúmum tveim ára- tugum hefur hann ávallt að meginhluta til sótt myndefni í litrík minni úr fortíð sinni, og gert það á sinn sérstæða og op- inskáa hátt að góða athygli hefur vakið meðal starfandi myndlist- armanna svo og gagnrýnenda dagblaðanna. Skýringin er trúlega sú, að Eggert málar á svo sláandi skyn- rænan og einlægan hátt, að menn geta ekki annað en hrifíst. Hann er ekki þrúgaður af ytra byrði sjónreynslu sinnar heldur smíðar myndir sínar í kringum innri hughrif úr fortíð og nútíð. Frásögnin er nokkuð hijúf og stórkarlaleg en alltaf hrein, bein og einlæg líkast sem hann hafi varðveitt með sér sýn bamsins á umheiminn. Og að auki ramm- ar myndverkasmiðurinn myndir sínar inn á jafn hugmyndaríkan og frumstæðan hátt og barnið myndi gera — fer ekki í stássleg- ar rammaverzlanir heldur klambrar einhverri umgerð utan um myndimar úr því sem hann hefur hendi næst. En sagði ekki meistari Picasso einmitt, að menn ættu að mála með því sem þeir hefðu milli handanna hveiju sinni og hafa ekki áhyggjur af öðru! Og Eggert virðist ekki hafa neinar áhyggjur af öðru en að koma hugsýnum sínum til skila á myndflötinn og þó laumar hann margræðum, stuttum frásögnum á miða er hann hengir upp við hlið sumra myndanna. Eins kon- ar skilaboðum til skoðandans svo að hann velkist síður í vafa um af hveiju myndirnar eigi að vera og um frásagnarlegt innihald þeirra. Það er einungis hægt að hvetja þennan mann til að mála eins og hugurinn býður hveiju sinni en gjarnan mættu menn aðstoða hann við skipulagningu sýninga sinna — búa þeim viðeig- andi og kraftmikla umgerð. Trúa mín er sú, að hið besta sem Eggert Magnússon hefur málað eigi eftir að lifa lengur en ýmislegt sem þjálfaðir at- vinnumálarar láta frá sér fara. Hið skynræna svið er nefni- lega móðir sjónlistanna — alls þess sem er auganu hátíð ... August Hákansson með þijár af myndum sínum. Kantötu- kór Frí- kirkjunnar T6n»8st Jón Ásgeirsson Kantötukór Fríkirkjunnar undir stjóm Pavel Smid stóð fyrir tónleik- um 3. og 5. desember og var undirrit- aður viðstaddur seinni tónleikana. A efnisskránni voru nokkrir jólasöngv- ar og tékknesk jólamessa eftir Jan Jakub Ryba (1765—1815), sem var afkastamikið tónskáld og m.a. fyrst- ur Tékka til að semja „lieder“-söngv- erk. Tónleikarnir hófust með h-moll preludíunni og fúgunni eftir J.S. Bach (BWV 544) en fúgustefið er byggt á nærri því sömu tónskipan og íslenska þjóðlagið Undir bláum sólarsali, en munar þó því að vera í moli. Voileta Smid lék þetta glæsi- lega orgelverk mjög vel, nokkuð hægt í heild, er gaf verkinu skýran og hátíðlegan blæ. Voileta er feikna góður orgelleikari og sama má segja um mann hennar, Pavel, en hann lék undir í tékknesku jólamessunni og Violeta sló takt fyrir kórinn. Kantötukór Fríkirkjunnar er um margt vel mannaður og þó enn megi merkja nokkurn óróa og að tóntakið sé nokkuð hrátt, var söngur kórsins oft mjög áheyrilegur og óhætt að fullyrða að Pavel er þarna á górði leið með að byggja upp góðan kór. Einsöngvarar í jólamessu Ryba voru Elín Sigurvinsdóttir, er átti þama nokkrar vel sungnar einsöngsstrófur. Elín var sú eina af einsöngvurum sem þegar hefur getið sér gott orð sem einsöngvari en aðrir eru enn í námi. Dúfa Einarsdóttir altsöngkona er í framhaldsnámi en Snorri A. Wium (tenor) og Sigurður Steingrímsson (bassi) eru styttra komnir og lofar frammistaða þeirra þriggja mjög góðu, að hér séu á ferðinni efnilegir einsöngvarar. Jólamessan eftir Ryba er í svipuð- um stíl og var í tlsku á tímum Mozarts og þótti sá stíll einum of léttur, allt að því gáleysislegur eða óperulegur og ekki henta flutningi trúartexta. Þetta var einnig sagt um trúarverk Mozarts en þar skilur á milli að þetta verk Ryba er ekki spennandi í gerð, þó einstaka kaflar þess séu sérlega fallegir. Þegar frum- flutt eru tónverk eins og þessi jólamessa hefði vel mátt fjölrita þýska textann og jafnvel láta íslenska þýðingu fylgja með. Slík til- litssemi við hljómleikagesti hefur tíðkast undanfarin ár og gefist vel. í heild voru tónleikamir ánægjulegir og flutningur Voiletu á verki Bachs sérlega góður, sem lofar góðu um stöðu tónmenntar í Fríkirkju framtí- ðarinnar. „GLUGGINN GALLERÍ“ Myndlist Bolli Gústavsson í Laufási Helgi Vilberg listmálari opnaði þann 28. nóvember sl. sýningu á 20 myndum í nýjum sýningarsal á Akureyri, sem hlotið hefur nafnið Glugginn gallerí. Með framtaki þeirra einstaklinga, sem standa að rekstri þessa salar, hefur verið opn- aður nýr gluggi í höfuðstað Norðurlands, sem ætti að verða íbú- unum og nágrönnum æskileg loft- ræsting til andlegrar heilsubótar, því hann uppfyllir ströngustu kröf- ur, sem gerðar verða um sýningar- aðstöðu bæði hvað varðar innrétt- ingu og lýsingu. Er þess að vænta að Glugginn verði listamönnum hvatning til þess að sýna hér á norðurslóð. Og vel hefur tekist til um fyrstu sýningar, en lítið verið frá þeim sagt og ekkert um þær fjallað í íjölmiðlum. Því er hér sýnd dulítil viðleitni, sem ekki er þó byggð á grundvallaðri myndlistar- menntun, heldur brotakenndri reynslu áhugamanns um myndlist og verður svo að vera meðan ekki fást hæfari menn til þessa nauðsyn- lega verkefnis. Helgi Vilberg á alllangan mynd- listarferil að baki, en þó er þetta aðeins fjórða einkasýning hans á 13 árum, eða frá því hann lauk prófí frá Myndlista- og handíða- skóla íslands vorið 1973. Liggja til þess gildar ástæður, því hann hefur um árabil eytt starfskröftum sínum við uppbyggingu Myndlistarskólans á Akureyri og unnið þar ótvíræða mennta- og menningardáð til hags- bóta fyrir land og þjóð, því góðir listamenn eru ekki séreign ákveð- inna byggðarlaga, sem hafa fóstrað þá, þótt þeir geti gefíð þeim svip og reisn eins og sagt hefur verið um sum skáld á Akureyri. En nú hefur Helgi, þrátt fyrir annríki og eril við Myndlistarskól- ann, gefíð sér tíma til þess að vinna að þessum 20 myndverkum, sem njóta sín næsta vel í salnum og mega hvorki vera fleiri eða færri. Allar eru myndimar unnar í akrýl á striga. Það er eitt af persónuein- kennum Helga, hvað hann er glöggur hönnuður og nákvæmur. Það liggur við, að maður fái á til- fínninguna, þegar komið ér inn á sýningu hans, að hann hafí haft þennan sal í huga, meðan hann vann að myndunum og þeim skyldi ætlaður þar varanlegur samastað- ur. En ekki ber að meta þetta sem neikvæða athugasemd, því þegar myndirnar eru skoðaðar dylst manni ekki að hér er á ferð alvarleg- ur listamaður, sem hvorki hefur vanrækt menntun sína, hæfíleika eða andagift. Hann gefur sér hins vegar aldrei of lausan taum, heldur beitir sjálfan sig mjög ströngum aga í myndunum, sem eru flestar stórar og allar óhlutstæðar myndir. Er það nýr áfangi á myndlistar- þróun Helga, sem hefur glímt við landslag í impressionistiskum stíl og einnig sýnt súrrealístiskar til- hneigingar. Formin, sem oft jaðra nú við að vera geometrisk, kunna í fyrstu að virðast einhæf, jafnvel sterkt mótuð af næsta umhverfi Helga. Skarpur þríhyrningurinn, sem einkennir margar myndanna, orkar á áhorfandann fremur sem náttúrutákn en trúarleg eða heim- spekileg skírskotun og einhveijum Helgi Vilberg við eitt verka sinna. kann að koma Súlutindur í hug, ekki að ófyrirsynju; sbr. mynd nr. 5, Heiðsæi. En hvað sem um það verður sagt, þá er augljóst að Helej hefur þetta form á valdi sínu, en glímir fyrst og fremst við liti og nær langt í þeim djarfa leik. Hann hefur tekið stórt og ákveðið skref fram á við og tekist að móta per- sónulegan stíl með litunum, ferskan og oft svalan, en heillandi eins og þegar veður er tærast við Eyja- fjörð. Sérstaklega lætur Helga vel að vinna stór verk. Þau verða ris- mikil og næsta áleitin í minning- unni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.