Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987
25
1967 og varði doktorsritgerð um
erlend samtímayrkisefni í íslenskri
ljóðagerð 1750—1930 við Lund-
únaháskóla 1977. Eysteinn vann
að útgáfumálum og upplýsinga-
miðlun hjá SÍS 1967—86, en
starfar nú við Tímann og annast
m.a. að mestu leyti bókmennta-
skrif blaðsins. Hann hefur áður
gefið út tvær bækur, Samvinnu-
hreyfinguna á íslandi (1978) og
Um skáldsögur Guðmundar
Daníelssonar (1981). Þá hefur
Eysteinn skrifað fjöldann allan af
greinum í blöð og timarit.
Bólu-Hjálmar er 313 blaðsíður
að stærð, og er bókin skreytt all-
mörgum myndum. Að lokum eru
skrár yfir mannanöfn og kvæði
og önnur skáldverk. Ritið er unn-
ið í Prentsmiðju Hafnarfjarðar,
en kápu gerði Sigurður Öm Brynj-
Ólfsson. (Fréttatilkynning)
Spor í rétta átt
- Unglingasaga eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur
ÍSAFOLD hefur gefið út ungi-
ingabókina Spor í rétta átt
eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur.
I kynningu frá útgefanda seg-
ir: „Bókin fjallar um Marí sem
upplifir spennu sambandsins við
Ragga og sinnir engu ráðlegg-
ingum ættingja og vina. Hún
ætlar að lifa lífinu eins og henni
sjálfri sýnist, hvað sem aðrir
segja, en þá . . . Áhyggjuleysi
æskunnar er skyndilega að baki
og veruleikinn blasir við. Hvemig
bregst Marí við? Stígur hún spor
í rétta átt?“
Spor í rétta átt er ætluð ungl-
ingum 12-16 ára og er þetta
þriðja bók höfundarins, áður hef-
ur Gunnhildur skrifað verðlauna-
söguna Undir regnboganum og
í fyrra gaf ísafold út bókina Vil,
vil ekki.
Spor í rétta átt er innbundin
115 bls.
Gunnhildur Hrólfsdóttir
SÍÐUMÚLA 11,108 REYKJAVÍK,
SÍMI91-84866
ÖRN OG ÖRLYGUR
Ævisaga Jonasar Kristjánssonar læknis
er skráð af Benedikt Gíslasyni frá
Hofteigi. Jónas Kristjánsson var
óumdeilanlegur brautryðjandi náttúru-
lækningastefnunnar á íslandi. Hann var
héraðslæknir í tveimur erfiðum og
víðlendum héruðum norðanlands og
austan. í ævisögu Jónasar greinir frá
uppvexti hans og ævintýrum í æsku,
skólaárum, ferðum og starfi. Kenningum
Jónasar eru gerð góð skil í bókinni.
Vetrarperlur er hljómplata með jóla-
söngvum frá 16. og 17. öld. Ragnheiður
Guðmundsdóttir syngur, Þórarinn
Sigurbergsson leikur með á gítar og
Jóhannes Georgsson á kontrabassa.
Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson útsetti.
Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup samdi
af þessu tilefni ljóð við þrjá aðventu-
söngva með hliðsjón af upprunalegum
þýskum textum. Flutningurinn er
hrífandi og hátíðlegur í einfaldleik
sínum og látleysi. , A
BENLDIKT GfSUSON FRÁ HOFTFJf.il
ÆVISAGA
LÆKNIS
220 gómsætir ávaxta- og ábætisréttir er
þriðja í röðinni af hinum vinsælu
matreiðslubókum Arnar og Örlygs.
Bókin, sem skrifuð er af Kristínu
Gestsdóttur, hefur að geyma uppskriftir
og leiðbeiningar um matreiðslu á
ábætisréttum, kökum, drykkjum,
krapréttum, saft og sultu úr ávöxtum og
berjum. Bækurnar þrjár eru fáanlegar
hjá útgáfunni í skemmtilegri öskju.
220 OÓMS\ .V\U
ofetoifwéwte-.
Eg ætla að syngja, er bamalagaplata Magnúsar
Þórs Sigmundssonar. Á henni eru gömul og ný lög
við þekktar þulur og bamatexta. Flytjendur auk
Magnúsar eru Pálmi Gunnarsson, Jón Ólafsson og
tíu stúlkur úr kór Verslunarskólans. Böm og fóstrur
voru fengin til aðstoðar við að velja lögin. Þar má
nefna Fingraþulu, Bíum, bíum bamba, Ein sit ég og
sauma og Mamma borgar. Plötunni fylgir textablað
með gítargripum. A
Fleiri kvistir hefur
að geyma satntals-
þætti Áma Johnsen
blaðamanns við
fólk úr ýmsum áttum.
Hann er löngu
landskunnur fyrir
skemmtileg og hispurslaus viðtöl sín en
fyrri bók Árna í sama dúr, Kvistir í
lífstrénu, vakti mikla athygli. Árni
hefur einstakt lag á því að laða fram í
fólki persónuleika þess og skila efninu
þannig að viðmælandinn nýtur sín til
fulls. í bókinni eru m.a. viðtöl við
Veturliða listmálara, Matthías Bjarnason
alþingismann, Ása í Bæ, Þorstein
Jónsson flugstjóra og Lása kokk, -
menn sem vanir eru að fara á kostum.
Og síðast en ekki síst hina 103ja ára
gömlu heiðurskonu Aldísi á Stokkahlöð-
um, sem fylgist vel með öllu og hefur
skoðanir á flestum málum. A
Vetrarperlur
jóU«ðni;v4r fro )b. oji 17. «4*1
m