Morgunblaðið - 08.12.1987, Page 28

Morgunblaðið - 08.12.1987, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 Saga Sigrid Undset um Kristínu Lafranz- dóttur endurútgef in SETBERG hefur sent frá sér nýja útgáfu sögunnar um Kristínu Lafranzdóttur eftir norsku skáldkonuna Sigrid Undset. Skáldkonan hlaut á sinum tíma Nóbelsverðlaunin og átti þetta rit stóran þátt i þeirri viðurkenningu. í kynn- ingu forlagsins segir svo um bækurnar: „í sögunni sem gerist á fjórt- ándu öld flæðir lífið í fang lesandans í allri sinni fjölbreytni. Við fylgjumst með Kristínu sem ung hittir Erlend, örlagavaldinn í lífi sínu, ástarsögu þeirra og þeim miklu sviptingum sem eiga sér stað í kringum hana. Kristín háir harða baráttu í sál sinni. Vilji hennar er bundinn eigingjarnri kröfu holdsins og ástarinnar og synd hennar elur af sér synd, samkvæmt lögmáli guðs. Höfundur skyggnist langt inn í hugskot persónanna af sál- fræðilegu raunsæi og þær verða lifandi og lesandanum kærari en ella af því að síst er dregin dul á að þær hafa flestar sínar veiku hliðar. Kristín Lafranzdóttir er ein- hver stórbrotnasta ástar- og ættarsaga sem rituð hefur verið á norræna tungu og bókin varð til þess að Sigrid Undset hlaut Nóbelsverðlaunin. í engri sögu Sigrid Undset rís list hennar hærra. Hvergi sýnir hún betur fjölþætta hæfileika sína, merkilega samofíð raunsæi og ímyndunarafl, heitt, ástríðu- þrungið skap og efablandna skynsemishyggju. Skáldverkið er þýtt af Helga Hjörvar og Am- heiði Sigurðardóttur. Frábær- lega vel unnið verk sem unun er að njóta. Nú kemur ritverkið í nýrri og glæsilegri útgáfu, 3. bindum, alls 1250 blaðsíður." Málaðu tilveruna með LACOSTE litum LACOSTE HERR>1F4L4l/íRSLUN' > LAUGAVEGI 61 - 63 SÍMI 14519 r ngtfA? R0ST aTASTELIKE KNASENf „ &\\.\£ SMAAKT ALS SASOR^ geroosterde •• tostad° MAIS SNACK EMPACADO EN BOESA DE ALUMINiO KNUSPRIG DURCH PARA MANTENER SU FRISCHHALTE- FRESCURA PACKUNG -> F0LIEP0SE BEVARER SPROHETEN F0LIEP0SE BEVARER FRISKHEDEN > s iHÆ FORPACKADI AROMBEVARANDE FOLIE FRAIS GRÁCE AU SACHET EN ALUMINIUM VERS DDOR VERPAKKING IN FOUE Bögglast þú við flók- inn undirbúning þeg- ar von er á vinum? Gerðu. þér lífið létt og gestunum gott með að bjóða þeim girnilegt og stökkt Bugles með maís- og ostabragði; tilbúið beint úr pakkanum 1 skálina. Ljúffengt eitt sér eða með ídýfu. S : m. ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.