Morgunblaðið - 08.12.1987, Síða 30

Morgunblaðið - 08.12.1987, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 Um dómstóla og stj órnsýslu eftir Pétur Kr. Hafstein Um það ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð, hversu miklu það varðar, að trúnaður dómstóla sé hafinn yfír allan efa. Dómendur fara með einn þriggja þátta ríkis- valdsins og ekki þann, ssm minnstu skiptir. Það skal vera endir allrar þrætu í þjóðfélaginu, og hann verð- ur að lokum hjá dómstólum, ef menn bera ekki gæfu til samþykkis og sátta. Þá reynir á túlkun þeirra réttarreglna, sem mannlegt félag byggir á, og úrlausnir dómstóla skapa oftar en ekki gildandi rétt, sem löggjafínn einn getur haggað með nýrri lagasetningu. Gagrirýni á dómstóla Það liggur í hlutarins eðli, að öll umræða um dómsmál og úrlausnir dómstóla er af hinu góða. Það er eðlilegt, að niðurstöður dómenda kunni að sæta gagnrýni, eins og önnur mannanna verk, þótt þeir séu að vísu í þeirri aðstöðu að eiga óhægt um vik að taka þátt í eftirfar- andi umræðu um úrlausnir ein- stakra mála. Þetta leiðir raunar hugann að því, að dómar verða kannski helzt fyrir gagnrýni sakir þess, að mönn- um fínnast þeir ekki nægilega grundaðjr annað hvort á þann veg, að rökstuðningur dóma þykir alltof knappur eða beinlínnis óljós. Gagn- rýni af þessu tagi hefur þó fremur beinzt að dómum Hæstaréttar en úrlausnum héraðsdóma. Skemmst er að minnast ádeilu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlög- manns, á ' störf Hæstarétta. í bókinni Deilt á dómarana, þar sem hann fjallar um sex hæstaréttar- mál, þar sem reyndi á nokkur mannréttindaákvæði stjómarskrár- innar. Jón Steinar segir m.a.: „Það er athyglisvert f flestum málanna, að dómarar koma með niðurstöður sínar án nokkurs rök- stuðnings að heitið geti. Lagðar eru fyrir þá spumingar um þýðingar- mikil grundvallaratriði, og rökum er teflt fram. En rökin eru yfirleitt ekki virt svars. Við það er látið sitja að fella órökstudda eða lítt rök- studda dóma. Lái mér hver sem vill þó að ég segi, að ekki sé mikil reisn-yfír slíku dómarastarfí. I rétt- arfarslögum eru raunar ákvæði um, að niðurstaða dóms skuli vera rök- studd. Varla er í annan tíma meiri ástæða til rökstuðnings heldur en þegar deilt er um grundvallaratriði sjálfrar stjómarskrárinnar. Með órökstuddum dómsniðurstöðum eru dómarar í raun að segja: „Valdið er okkar. Við höfum ákveðið að fara svona með það. Rök fyrir nið- urstöðum okkar skipta ekki máli.“ Niðurstaðan fæst, en rökin vantar. Þar sem ég þekki til erlendis, hátt- ar þessu á annan veg. Þar eru rökin aðalatriðið. Niðurstaðan er ekki anrtað en það, sem óhjákvæmilega leiðir af rökum.“ Skýrleiki dóma Hér er vissulega vakið máls á brýnu álitaefni, þótt ofmælt kunni að vera. Til andsvara má að vísu segja, að gæði dóma fara vitaskuld ekki eftir lengd þeirra, og oft er knappur stíll beinskeyttari leið að augljósri niðurstöðu. Það breytir þó ekki því, að til þess að menn geti orðið sáttir við niðurstöðu dóma, jafnvel þótt þær séu þeim andstæð- ar, verða menn að geta skilið til hlftar, á hveiju úrlausnir byggjast. Þess mættu dómarar jafnan minnast, að þeir eru ekki einasta að skrifa fyrir lögfræðinga og laga- refí, heldur jafnframt í því skyni, að dómar þeirra verði til upplýsing- ar og styrktar í þjóðfélagsumræðu og umbótum á hinum ýmsu sviðum mannlífsins. Sjálfstæði valdþáttanna Hin nýútkomna bók Jóns Stein- ars Gunnlaugssonar, Deilt á dómarana, er brýn hvatning og mikilsvert innlegg í umræður um endurbætur á stjórnarskrá og dóm- sýslu, þótt menn kunni vafalaust að greina á um efnistök hans og einstakar niðurstöður. Sérstaka at- hygli hljóta að vekja ábendingar Jóns Steinars um afstöðu dómstóla til löggjafans og lagasetningar, þar sem þeir virðast stundum í of ríkum mæli kinoka sér við að taka afstöðu á þeirri forsendu, að efnislegt mat á tilteknum atriðum eigi undir lög- gjafann en ekki dómstóla. Hér er komið kjama þrígreiningar ríkis- valdsins og þeirri staðreynd, að á það hefur mjög þótt skorta, að þeir ætluðu sér og hefðu fullt sjálfstæði hver gagnvart öðrum. Nærtækasta sviðið er samþætting löggjafarvalds og framkvæmdarvalds, þar sem hið fyrmefnda framselur vald sitt í óhóflegum mæli til hins síðar- nefnda, sem setur með reglugerðum og öðrum stjómvaldsfyrirmælum alls kyns þjóðfélagsreglur, sem lög- gjafínn ætti í raun einn að vera bær um að setja. Einn angi þessa vanda er svo sú skipan mála, að æðstu handhafar framkvæmdarvaldsins, ráðherramir, eru yfírleitt jafnframt alþingismenn og eiga þar með hlut að löggjafarstarfinu. Það myndi Pétur Kr. Hafstein „Nýir tímar og breyttar forsendur gera það hins vegar óhjákvæmi- legt, að nú verði sú breyting hér á, að að- skilnaður verði milli dómstarfa og umboðs- stjórnar á landsbyggð- inni, eins og að stærstum hluta er orð- inn í Reykjavík og næsta nágrenni. Þetta þýðir þó ekki, að emb- ætti sýslumanna og bæjarfógeta muni missa gildi sitt. Ef rétt er á málum haldið, geta þau haft ekki síðra hlutverki að gegna framvegis en hingað til.“ vafalítið styrkja hvom þessara þátta ríkisvaldsins um sig, ef þeir menn létu af þingmennsku a.m.k. tímabundið, er veljast til ráðherra- starfa. Dómstólar og ríkisvald Til þess að gagnrýni geti verið jákvæð og skilað árangri, þarf hún að vera markviss, sanngjöm og rökstudd. Það er að mínum dómi veikasti hlekkurinn í gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar á Hæsta- rétt, þegar hann heldur því fram í bók sinni, að það blasi við, „að dóm- arar við Hæstarétt íslands hafi mjög ríkar tilhneigingar til að draga taum ríkisins ... Fullyrðingar af þessu tagi hafa heyrzt í gegnum tíðina með mismiklum þunga. Þótt svo væri raunin, verður slík almenn ályktun engan veginn dregin af umfjöllun um fáein dómsmál á síðustu árum. Til þess þyrfti miklu yfirgripsmeiri og hlutlægari skoðun en fram kemur í ritverki Jóns Stein- ars. Ég hygg raunar, að erfítt geti reynzt eða ógjörlegt að finna slíkri fullyrðingu stað. Það lengsta, sem komizt verður í því efni, verður ef til vill að taka undir með Jóni Stein- ari, þegar hann segir, að túlkun Hæstaréttar á ýmsum mannrétt- indaákvæðum stjórnarskrárinnar þrengi rétt borgaranna meira en góðu hófí gegni eða lagaleg nauð- syn krefji. Það út af fyrir sig getur þó ekki réttlætt fullyrðingar um auðsveipni dómstóla við ríkisvaldið, því að þá væri verið að stilla hags- munum ríkisins og borgaranna upp sem ósættanlegum andstæðum. Aðskilnaður dómstarfa og umboðsstjórnar Einn þáttur þess að efla styrk og trúnað dómstóla er að skilja að fullu á milli starfa framkvæmda- valds og dómsvalds. Á þetta hefur verið bent og að þessu unnið um áratuga skeið en minna orðið úr aðgerðum, ef til vill vegna ótta við aukinn kostnað. í áliti miliiþinga- nefndar frá árinu 1916, sem skipuð var til þess m.a. að færa fram tillög- ur um sundurgreiningu umboðs- valds og dómsvalds, segir svo: „Það er alls staðar viðurkennt, að dóms- vald og umboðsvald eigi að vera algjörlega aðskilið, enda er þessari reglu fylgt í framkvæmdinni nú orðið víða um lönd.“ Þessari grund- vallarreglu hefur þó ekki enn verið komið á hér á landi nema að tak- mörkuðu leyti. Skýrasta dæmið eru embætti sýslumanna og bæjarfóg- eta. Þessir embættismenn hafa haft dómstörf á hendi samhliða um- fangsmiklum stjómsýslustörfum í rúma hálfa þriðju öld af þeim sjö, er embætti sýslumanna hafa verið við lýði. Núverandi ríkisstjórn hefur í stjómarsáttmála sett sér það mark, „að beita sér fyrir heildarend- urskoðun dómsmálaskipunar, er feli í sér aðskilnað dómstarfa og stjómsýslustarfa.“ Skipuð hefur verið nefnd níu manna, sem fengið hefur það verkefni að skila dóms- málaráðherra tillögum í frumvarps- formi fyrir 1. febrúar 1988 „um aðskilnað dóms- og stjómsýslu- starfa hjá dómaraembættum utan Reykjavíkur og um þær breytingar, sem af því leiða“, eins og segir í erindisbréfí nefndarinnar. Nefnd- inni er ætlað að „hafa það að leiðarljósi, að eigi sé blandað saman störfum á sviði dómsýslu og um- boðsstjómar og að fyllilega sé tryggt, að dómstólar séu óháðir í störfum sínum". Dómstólar með reisn Þess verður að vænta, að Alþingi muni nú ekki láta sitt eftir liggja í því skyni að koma hér á dómstóla- kerfí með meiri reisn en verið hefur. Slíkt er raunar löngu tímabært, þótt það kunni að kosta aukin fjár- útlát um skeið, eins og flestar umbætur á stjómskipun ríkja hljóta að gera. Þess er þó að gæta í því sambandi. að dómsvaldið hefur ver- ið afskipt í þessum efnum frá upphafi og samanburður milli ára því bæði ósanngjam og villandi. Mestu skiptir, að samstaða geti náðst um það að rétta hlut dóms- valdsins með þeim hætti, er hæfir í lýðfíjálsu landi, þar sem menn vilja halda hvers konar lagarétti í heiðri. Allt hefur sinn tíma, og nú er tími að þessu leyti til að taka undir með Jóni forseta Sigurðssyni, þegar hann sagði: „Róið Islending- ar. Nú er lag.“ Öflugri stjórnsýslu- embætti Því verður ekki með góðu móti haldið fram, að embætti sýslu- manna og bæjarfógeta hafí ekki reynzt sem skyldi í gegnum tíðina sem héraðsdómstólar. Þau hafa þvert á móti skilað hlutverki sínu með ágætum að þessu leyti við erf- iðar' aðstæður. Nýir tímar og breyttar forsendur gera það hins vegar óhjákvæmilegt, að nú verði sú breyting hér á, að aðskiinaður verði milli dómstarfa og umboðs- stjómar á landsbyggðinni, eins og að stærstum hluta er orðinn í Reykjavík og næsta nágrenni. Þetta þýðir þó ekki, að embætti sýslu- manna og bæjarfógeta muni missa gildi sitt. Ef rétt er á málum hald- ið, geta þau haft ekki síðra hlutverki að gegna framvegis en hingað til. Það getur gerzt með því að veita þeim aukinn styrk á sviði stjóm- sýslu með nýjum og fjölþættum verkefnum, sem sum hver mætti þannig flytja frá miðstjómarstofn- unum ráðuneyta í Reykjavík út á landsbyggðina. Einnig væri rétt, að þessi embætti héldu áfram að innheimta allar tekjur ríkissjóðs, en tækju að auki við sameiginlegri inn- heimtu ríkis- og sveitarfélaga, þ.e. innheimtu svonefndra staðgreiðslu- gjalda og e.t.v. víðtækarí inn- heimtu, þegar stundir líða. Þá má nefna, að dómstarfalausir sýslu- menn og bæjarfógetar gætu sem lögreglustjórar haft þýðingarmiklu hlutverki að gegna við meðferð ákæravalds og sókn sakamála og bætt þannig úr þeirri brýnu þörf, sem á því er, að ákæruvaldið fylgi málum eftir fyrir dómi. Þá gætu þeir og sinnt sáttastörfum í einka- málum með áhrifaríkum hætti, þar sem þeir hefðu óbundnari hendur við sáttaumleitanir en þeir nú hafa sem dómarar. Umbóta er þörf Þetta og margt annað getur orð- ið til þess að styrkja og bæta stjómsýslu ríkisins víðs vegar um landið. Hana þarf að vanda og efla ekki síður en dómstólaskipun. Að slíku marki ættu breytingar á rétt- arfari og embættum sýslumanna og bæjarfógeta að hníga, svo að saman fari í landinu öflugir og óháðir dómstólar og styrk og nú- tímaleg stjómsýsla. Höfundur er bæjarfógetiá ísafirði og sýslumaður í ísafjarð- arsýsiu. Þrautgóðir á raunastund Átjánda bindi komið út Samræður um heimspeki BÓKAFORLAGIÐ Svart á hvítu BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg- ur hefur gefið út bókina Þraut- góðir á raunastund 18. bindi Björgunar- og sjóslysasögu ís- lands eftir Steinar J. Lúðvíksson. Bókin er helguð minningu Þórð- ar Jónssonar á Látrum og öllum þeim sem tóku þátt i björgunar- afrekinu við Látrabjarg í desember 1947, en um þessar mundir eru 40 ár liðin frá þeim atburði. í kynningu útgefanda segir m.a.: „1 hinni nýju bók er fjallað um at- burði áranna 1969, 1970 og 1971, en áður hafa atburðir frá aldamót- um og fram til ársins 1969 verið raktir auk þess sem ein bókin í flokknum, er Loftur heitinn Guð- mundsson ritaði, Qallaði um braut- ryðjendur slysavamastarfsins á íslandi. Höfundur hinnar nýju bókar seg- ir í formála að er síðasta bók kom út árið 1985 hafí það verið ætlun hans að láta þar staðar numið enda hafi hann talið að bókaflokkurinn væri þá þegar orðinn mun viða- meiri en upphaflega var ætlað og einnig kominn full nærri samtiman- um til þess að fjalla í bók um svo viðkvæma atburði sem slys jafnan Steinar J. Lúðvíksson em. Fjölmargir hafi hins vegar sett sig'i samband við hann og hvatt hann til þess að sagan yrði rakin eitthvað áfram.“ hefur sent frá sér bókina Sam- ræður um heimspeki. Meginefni bókarinnar er heimspekihugsun Brynjólfs Bjarnasonar síðustu áratugi og er hún nokkurs konar grunnur að samræðum sem þeir Páll Skúlason og Halldór Guð- jónsson taka þátt f. í frétt frá útgefanda segir um samræðumar: „Ymis umræðuefni ber á góma í samræðum þeirra og má þar til dæmis nefna trúarbrögð og tilvist guðs, þekkingarfræði, spumingar varðandi framhaldslíf og eilíft líf, níhiiisma, spíritisma, samband vitundar og veraleika auk umræðu um heimspeki þeirra Cam- us, Sartre og Hegels." Um bókina segja höfundar í formála m.a.: „Við biðjum lesand- ann að minnast þess, hvemig samræður þessar eru til orðnar og dæma þær samkvæmt því. Þetta er ekki heimspekirit heldur spjall um heimspeki af léttara tagi mælt af munni fram. Umræðuefnin eru hins vegar ekkert léttmeti og til þess að gera þeim verðug skil þarf mikla og þrautseiga vinnu, langan tíma til íhugunar og einbeitingar og stundum margar andvökunæt- ur.“ Eyjólfur Kjalar Emilsson skrifar inngang að bókinni og Brynjólfur Bjamason ritar eftirmála. Bókin er 195 bls. að lengd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.