Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 47

Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 47 Sljórn fiskveiða 1988-1991: Ðraga verður úr þorskafla 1988 indastofnun Háskólans, Þjóðhags- stofnun og viðskiptadeild Háskólans, sem verið hafi samfelldur lofsöngur um fiskveiðistefnu sjávarútvegsráð- herra. Þessar álitsgerðir hafi hinsveg- ar ekki tíundað vankanta fiskveiði- stefnunnar. Þingmaðurinn bar á hinn bóginn lof á upplýsingagjöf Hafrann- - sagði sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra mælti í gær í efri deild Alþingis fyrir frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða 1988- 1991. Fyrstu umræðu lauk ekki. Gert er ráð fyrir því að sjávarútvegsnefnd- ir beggja þingdeilda fjalli sameiginlega um frumvarpið, sem stefnt er að að afgreiða fyrir starfshlé Alþingis yfir jól og áramót, og hefji störf árdegis í dag. Auk ráðherra töluðu í gær talsmenn Samtaka um Kvennalista (Danfriður Skarphéðinsdóttir) og Alþýðubandalags (Skúli Alexanders- son), en talsmenn annarra þingflokka tala væntanlega í framhaldsum- ræðu í dag. Smá forleikur um þingsköp átti Forleikur um þingsköp Skúli Alexandersson (Abl/Vl) kvaddi sér hljóðs um þingsköp þegar kom að dagskrárliðnum „Stjóm fisk- veiða“ í efri deild Alþingis í gær. Taldi hann nauðsynlegt að fjalla um frumvarpið, sem fram var lagt síðast liðinn föstudag, í þingflokkum, áður en fyrsta umræða um það færi fram í þingdeildinni. Mæltist hann til þess að umræðunni yrði frestað. Júlíus Sólnes (B/Rn) tók undir það sjónar- mið, enda hefðu þingmenn, sem famir vóm í helgarfrí á föstudegi, ekki séð frumvarpið fyrr en í dag. Eiður Guðnason (A/VI) sagði langt síðan fmmvarpsdrög vóm send þingmönnum sem og hagsmunaaðil- um. Fá mál hafi fengið meiri skoðun, umfjöllun og umræðu. Þannig hafi Alþýðubandalag efnt til sérstaks blaðamannafundar af af því tilefni að flokkurinn hefði, að eigin sögn, fullmótað fískveiðistefnu sína. Til- mæli Skúla væm því út í hött. Karl Steinar Guðnason, forseti efri deildar, sagði samkomulag hafa ver- ið gert milli forseta og formanna þingflokka um að hefja fyrstu um- ræðu um fmmvarpið í dag en ljúka henni ekki samdægurs. Sjávarútvegs- nefndir þingdeilda muni og taka málið fyrir í fyrramálið (þriðjudag). Veiðisókn umfram veiðiþol Halldór Asgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði langt síðan að fmmvarpsdrög vóm send þingmönn- um. Fmmvarpið væri byggt á þeirri reynslu, sem fyrir hendi væri um stjómun fiskveiða, til að samræma veiðisókn fiskveiðiflotans að veiðiþoli nytjastofna, einkum þorsksins. Mikil umræða hafi þegar farið fram um efnisatriði fmmvarpsins út í þjóð- félaginu og flest hagsmunasamtök hafi um það íjallað. Árið 1984 vóm samþykkt heimild- arlög (rammalöggjöf) til að stjórna fiskveiðum með öðmm hætti en áður hafði verið gert. Sambærileg lög vóm samþykkt fyrir árið 1985. Síðan verð- ur breyting á. Fyrir árin 1986 og- 1987 vóm sett lög þar sem meginat- riði fiskveiðistefnunnar vóm tekin inn í löggjöf. Fmmvarp það, sem hér ligg- ur fyrir, byggir á stðari löggjöfinni, þó margvíslegar breytingar komi og til. Það virðist um það víðtæk sam- staða, sagði ráðherra, að það þurfi að stjóma fiskveiðunum. Núverandi fískveiðifloti hefur aflagetu langt umfram afrakstursgetu fiskistofn- anna, en samt er ásókn bæði í fjölgun skipa og stækkun skipa. Ljóst er að aðstæður kalla á tvenns konar tak- mark'anir. Annarsvegar varðandi stækkun fiskiskipaflotans. Hinsvegar takmörkun.á veiðisókn þess flota sem fyrir er. En hvers konar fískveiðistjóm? Það er einkum rætt um tvo kosti. { fyrsta lagi almennar sóknartakmarkanir (heildarkvóta i veiðum/ „skrapdaga- kerfí"). í annan stað sérstakar veiði- heimildir til einstakra aðila (núverandi kvótakerfi). Hvomgur kosturinn er gallalaus. Spumingin stendur hinsvegar um það, hvor leið- in er líklegri til að ná þeim markmið- um sem stefnt er að: 1) nauðsynlegri takmörkun á heildarafla, 2) hag- kvæmri sókn flotans, 3) æskilegri aflameðferð til að ná fram sem mest- um verðmætum sjávarvöm. Það er enginn vafi á því, sagði ráðherra, að seinni leiðjn hefur meiri kosti. Öll úttekt á málinu styður það. Ég nefni úttektir sem fram hafa far- ið á vegum Háskólans, Þjóðhags- sér stað fyrir umræðuna. stofnunar og annarra aðila. Það er álit úttektaraðila að þessi leið sé áber- andi hagkvæmari. Það er því enginn vafí á því að við höfum stefnt í rétta átt. Það er nauðsynlegt að byggja á þessum gmnni áfram. Það hefur verið reynt víða í heimin- um að ná fram nauðsynlegum afla- samdrætti með því að takmarka heildarsóknina en láta stækkun físki- skipastóls óáreitta. Frægasta dæmi slíks skipulags er lúðuveiðar í Al- aska. Það endaði í því að nú er heimilað að veiða lúðu einn dag í mánuði. Ekki þarf að eyða orðum að áhrifum slíks skipulags á hagkvæmni veiðanna eða þjónustuna við markað- inn. Ég minni jafnframt á þau vandamál sem Evrópubandalagið stendur frammi fyrir. Fjölmiðlar skýra frá þeirri ólgu sem nú er í Danmörku, en þar er miðað við heild- arkvóta, sem löngu er fylltur, með tilheyrandi vanda fyrir danskan físk- iðnað. Fiskistofnar sameign þjóðarinnar Ráðherra vék síðan að frumvarp- inu um stjóm fiskveiða 1988- 1991 og gerði grein fyrir efnisatriðum, sem fengið hafa nokkra fréttameðferð. Fyrsta grein frumvarpsins kveður á um að „fiskistofnar á íslandsmiðum eru sameign íslenzku þjóðarinnar" og að markmið laganna eru að „stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu". Afli þorsks árið 1981 var um 460 þúsund lestir, sagði ráðherrann, en á árinu 1983, var afli kominn niður fyrir 300 þúsund tonn. í ár var miðað við 350 þúsund tonna afla, en svo virðist vera sem hann fari yfír 380 þúsund lestir. Miðað við það að sterk- ustu árgangamir eru tiltölulega ungur fískur þá er mikilvægt að draga úr afla á næsta ári, þannig að ungfískurinn nái meiri þyngd. Þetta þýðir að tekjur bæði sjávarútvegsins og samfélagsins í heild minnka á næsta ári. Fiskifræðilegar staðreyndir standa til aflasamdráttar. Það er hinsvegar ekki hægt að ákveða, hve mikill hann verður fyrr en fyrir liggur, hvaða heimildir verða til staðar til veiði- stjómunar. Ég hefí nefnt tölur eins og 10% samdrátt í þorskveiðinni. Finnst mörgum að það sé lágmarks- samdráttur. Hitt er annað mál að við verðum að meta jafnframt, hvað við getum lagt á sjávarútvegsaðila, fólk- ið sem starfar í sjávarútvegsgreinun- um og þjóðfélagið í heild. Ný fiskveiðistefna Kvennalistans Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl/Vl) hóf mál sitt með því að gagnrýna fjölmiða, einkum rikisfjöl- miðla, fyrir það, hve lítt þeir hafí sagt frá stefnu Samtaka um kvenna- lista í þessum málaflokki. Hún bar saman fréttaflutning rikisfjölmiðl- anna, hljóðvarps og sjónvarps, annarsvegar þegar Alþýðubandalagið hafi greint frá sinni fískveiðistefnu, sem fengið hafí mikið fréttarúm, hinsvegar þegar Kvennalistinn AIMHGI greindi frá sinni stefnu, sem í litlu hafí verið sinnt. Það virðist jafn erf- itt og að komast yfír Berlínarmúrinn að koma sjónarmiðum Kvennalistans á framfæri, sagði þingmaðurinn. Þingmaðurinn sagði nauðsynlegt, þegar framtíðarstefna væri mótuð, að líta til þess, hvemig núgildandi stefna hefur reynzt. Hvemig hefur tekizt að ná þeim markmiðum, sem að var stefnt? Markmiðin hafí einkum verið þessi: Vemdun fiskistofna og hindmn ofveiði, aukin hagkvæmni veiðanna, bætt meðferð sjávarafla, hámarksnýtings sjávarfangs, bætt kjör þeirra sem starfa í sjávarútvegi og sanngjöm dreifíng atvinnu og arðs eftir aðstæðum. Langt er frá því að afli hafí verið innan settra marka. Samanlagður umframafli í þorski síðastliðin 4 ár nemur meir en 360 þúsund tonnum, eða sem svarar afla heils árs. Hag- k'væmnimarkmiðið hefur náðst að hluta til, en lægra olíuverð kemur þar jafnframt við sögu. Meiri ásókn í sóknarmark hefur hinsvegar dregið úr hagkvæmni og hvatt til stækkunar fískiskipastólsins. Meðferð aflans hefur batnað með aukinni þekkingu. Miklum verðmætum er þó kastað á glæ (lifur o.fl.). Mikið skortir og á að kjör fólks í fískvinnslu séu orðin viðunandi. í skjóli kvótakerfis hafa útgerðaraðilar selt kvóta og skip með kvóta milli byggðarlaga og hagnast um stórar íjárhæðir. Fiskveiðistjóm- unin hefur því alls ekki skilað tilætl- uðum árangri. Þingmaðurinn sagði að Kvennalist- inn hafí stutt núverandi kvótakerfí, þá upp var tekið. En í ljósi reynslunn- ar hafí stefna hans verið tekin til uppstokkunar. Vitnaði hún til greinar Kristínar Halldórsdóttur, þingmanns, í Morgunblaðinu 17. nóvember, þar sem ný stefnumörkun Kvennalistans er tíunduð. Meginatriði hinnar nýju stefnu séu: 1) Árlegur heildarafli verði áfram ákveðinn af sjávarútvegsráðherra, að fengnum tillögum Hafrannsókna- stofnunar, 2) Svigrúm verði til að hækka eða lækka aflamarkið innan ársins, ef aðstæður krefjast slíks, 3) 80% heildarafla verði skipt milli byggðarlaga eða útgerðarstaða, með hliðsjón af lönduðum afla síðustu 5 ár, 4) Vilji viðkomandi byggðarlag halda sínum hlut, miðað við fyrri ár, ber því að greiða fyrir það sem á vantar, 5) gjald byggðarlaga fyrir fískveiðikvóta miðast við ákveðið hlutfall af meðalverði á afla upp úr sjó og renni í sjóð í vörzlu ríkisins, sem varið verði til ákveðinna verk- efna (fræðslu, sem nýtist sjávarút- vegi, fiskvinnsluskóla, símenntunar fískvinnslufólks, sjómannaskóla og öryggisfræðslu sjómanna, rannsókna í þágu sjávarútvegs o.fl.) Skipamark — byggðarmark Skúli Alexandersson (Abl/Vl) sagði Samtök um kvennalista hafa verið eina stjómarandstöðuflokkinn sem studdi núverandi fiskveiðistefnu þegar hún var mörkuð. Ný stefnu- mörkun Kvennalistans gangi og þvert á fískveiðistefnu Alþýðubandalags- ins. Mér fínnst hugmyndir Kvenna- listans, sagði Skúli, um að selja veiðikvóta fráleitar, enda fela þær í sér þegar grannt er gáð beina skatt- lagningu á landsbyggðina og á þá aðila veiða og vinnslu, sem standa undir tilurð sjávarvörunnar, megin- uppistöðu útflutningstekna þjóðar- búsins. Skúli gagnrýndi hingaðkomu próf- essors frá Noregi, Rögnvaldar Hannessonar, til að hafa áhrif á skoðanamyndun hér, eins og þing- maðurinn komst að orði. Hann gagnrýndi og álitsgerðir frá Raunvís- sóknastofnunar. Skúli sagði tillögur Hafrannsókna- stofnunar hafa staðið til 300.000 tonna þorskafla 1987. Sjávarútvegs- ráðuneytið hafí sett aflamark ársins við 330.000 tonn. Ljóst er sagði þing- maðurinn, að aflinn stefnir upp undir 400.000 tonn. Aflinn 1987 verður því 70-100.000 tonn umfram það sem að var stefnt. Þetta sýnir að kvóta- kerfíð og veiðistýringin hefur brugðizt. Þegar ráðherra talar um að skerða þurfí þorskafla um 10% milli ára er hann að viðurkenna þetta. Skúli vitnaði til orða Jakobs Jak- obssonar, fiskifræðings, á Fiskiþing}. Hann hafí sagt að aflinn 1988 verði 130 milljónir þorska. Þessar 130 milljónir físka, sem sóttar verði í sjáv- ardjúp í ár, vegi 380 þúsund tonn. Jafnmargir þorskar, veiddir við upp- haf kvótakerfisins, hafí vegið 538 þúsund tonn. Svo mjög hefur fískur- inn smækkað. Meðalþyngdin er komin niður í eitt og hálft kíló. Þetta er hrikaleg mynd, sagði þingmaður- inn, og sýnir, hve illa fískveiðstjórn- unin hefur farist okkar. Loks gerði Skúli grein fyrir breyt- ingartillögum Alþýðubandalagsins. Meginefni þeirra er að veiðiheimildir þorsks verði að Vs úthlutað til útgerð- ar (á skip, skipamark) en að 2/3 til byggðarlaga (byggðarmark). Skipa- hlutinn skal reiknaður út með sama hætti og reglugerð ákveður nú. Byggðahlutinn skal reiknaður að V4 út frá úthlutuðu afla- og sóknar- marki skipa í byggðarlögum eins og sú úthlutun var að meðaltali árin 1984-86 og að 3/4 út frá úthlutuðu afla og sóknarmarki skipa í byggðar- lögunum í árslok 1987. Skúli kvatti Alþingi til þess að gefa sér nægan tíma til umfjöllunar svo mikilvægs máls og vitnaði til nýlegrar forystugreinar Morgun- blaðsins í því sambandi. Umræðunni lauk ekki og framhald hennar fer væntanlega fram í dag. Salome Þorkelsdóttir um vegamál á höfuðborgarsvæðinu: Verkefnið er skilgreint og drög að framkvæmda- áætlun liggja fyrir BENEDIKT Bogason (B.-Rvk.) mælti i sameinuðu þingi á fimmtudag fynr þingsályktunartillögu um gerð framkvæmdaáætlunar um þjóð- vegi á höfuðborgarsvæðinu. Salome Þorkelsdóttir sagði þetta verkefni þegar hafa verið skilgreint og drög að framkvæmdaáætlun liggja fyrir. Gott væri þó að vita af stuðningi Benedikts þegar fjárútvegun í þessu skyni yrði tekin fyrir á Alþingi. Tillaga Benedikts, sem hann flytur ásamt flórum öðrum þingmönnum Borgaraflokksins, er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjóm- inni að láta gera fímm ára fram- kvæmdaáætlun um stofnbrautir og þjóðvegi í þéttbýli á höfuðborgar- svæðinu í samráði við sveitarfélögin þar. Jafnframt verði gerðar ákveðnar tillögur um íjármögnun framkvæmd- anna. Á árinu 1988 verði varið 360 m.kr. í þetta verkefni. Benedikt sagði þau ánægjulegu tíðindi hafa gerst, síðan þessi tillaga hefði verið lögð fram, að samgöngu- ráðherra hefði sýnt snörp viðbrögð og birt áfangaskýrslu 2 frá nefnd sem hefði þessi mál með höndum og kom- ið með tillögu í ríkisstjóm um að auka fé í vegasjóð um 300 m.kr. Salome Þorkelsdóttir (S.-Rn.) sagði þessa tillögu fjalla um þarft málefni og brýnt. Varðandi fyrra at- riðið sem hún íjallar um væri þess að geta að undanfarið hefði mikið verið unnið í áætlanagerð um vega- kerfí höfuðborgarsvæðisins og þessi vinna hefði verið í höndum Vegagerð- ar ríkisins, sveitarfélaga á svæðinu og samtaka þeirra. Uttektir hefðu verið gerðar og settar fram spár um þróun byggðar, ítjúafjölda, bílaeignar og umferðar. Nú síðast hefði vinnu- hópur sem Vegagerðin kom á fyrir nokkrum árum með þátttöku borgar- verkfræðingsins í Reykjavík og bæjarverkfræðingsins í Kópavogi, sent frá sér Áfangaskýrslu 2. Þar væri að finna drög að framkvæmdaá- ætlun fyrir þjóðvegi og þjóðvegi í þéttbýli á höfiiðborgarsvaeðinu fyrir næstu fímm ár eða til ársins 1992. Skýrslan hefði verið send öllum þingmönnum ásamt sérstöku hefti Vegamála, fréttabréfí Vegagerðar ríkisins, sem helgað væri vegum og umferð á höfuðborgarsvæðinu, svo og erindi Matthíasar Á. Mathiesen, samgöngumálaráðherra, um þessi mál sem hann hélt á aðalfundi Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu 14. nóv. sl. Það mætti því segja að það hefðu verið nokkuð fljót- virk og snögg viðbrögð af hálfu ráðherrans ef framlagning hans á öllum þessum gögnum, ræðan, 14. nóv. og uppsetning á sýningunni í Kringlunni væri allt tilkomið vegna flutnings þessarar tillögu. Salome sagði að menn ættu frekar að hafa það sem sannara reynist og segj i að þetta hafi verið skemmtilegtilviljv.n. Að því er varðar siðara atriði tillög- unnar, þ.e. flármögnun framkvæmla, sagði Salome að í vegaáætlun fyrir árið 1988 væru um 70 milljónir til þjóðvega á höfuðborgarsvæðinu og um 80 milljónir til þjóðvega í þétt- býli. Svipað fjármagn færi til þessara verkefna 1989 og 1990 og væri þetta haft til hliðsjónar vantaði um 80 millj- ónir króna til þjóðvega á ári og um 160 milljónir kr. til þjóðvega f þétt- býli til að ljúka þeim verkefnum sem vinnuhópurinn teldi nauðsynleg. Hér væri um mikið fjármagn að ræða, en vegna þess hve verkefnið væri brýnt yrði að leggja áherslu á að fjár- mögnun þess yrði leyst f tengslum við endurskoðun vegaáætlunar vetur- inn 1988-1989. Samgönguráðherra hefði lagt til í ríkisstjóminni, án þess að þingsálykt- unartillagan hafí verið komin fram, að auka ráðstöfunarfé Vegasjóðs 1988 um 300 milljónir, með það í huga að fé þessu yrði m.a. varið ti! vegagerðar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fjármagn yrði fengið með því að fullnýta markaða tekjustofna til vegagerðar 1987 og 1988 og kæmi til skiptingar á Alþingi eins og annað fjármagn til vegagerðar. Þetta hlyti að teljast eðlileg leið til að auka fjár- magn til vegagerðar árið 1988, þar á meðal til að taka fyrsta skrefið í átaki til úrbóta á höfuðborgarsvæð- inu. Salome sagði að af því sem hér hefði verið rakið væri ljóst að verkef- nið hefði verið skilgreint f stórum þáttum og að drög að framkvæmdaá- ætlun lægju fyrir. Verkefnið væri stórt og kostaði mikið fé. Fjárútvegun f þessu skyni yrði verkefni Alþingis á næstunni og það hlyti að vera styrk- ur að vita af áhuga flutningsmanns á þessu málefni. Sjá einnig umfjöllun um þing- mál á bls. 50.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.