Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 53 felst ekkert mat á gæðum náms í arkitektúr og byggingafræðum í dómi bæjarþings og Hæstaréttar, sem kunngerður var um daginn. Dómurinn þýðir hins vegar í raun, að byggingafræðingar hafa ennþá sama rétt og arkitektar til þess að vinna að öllum hönnunarverkefn- um. En dómstólar hafa heldur ekki einskorðað réttinn til þess að skila aðalteikningum til bygginganefnda við þessa tvo starfshópa. Sömu rétt- indi hljóta að sönnu að gilda fyrir þær stéttir, sem þessi réttindi höfðu fyrir gildistöku byggingarreglu- gerðarinnar frá 1979, sem sé einnig verkfræðinga og tæknifræðinga, að því tilskyldu að viðkomandi hafi tveggja ára starfsreynslu á því sviði, sem hann sækir um leyfi hjá félagsmálaráðherra til að starfa á. Byggingareglugerðin frá 1979 hafði sem sagt enga breytingu í för með sér í þessum efnum og orðin „hver á sínu sviði“ eru opinberlega dæmd markleysa. Samkvæmt þessu fengi varla nokkuð stöðvað t.d. arkitekt að hanna og standa ábyrg- ur fyrir burðarþols- eða lagnateikn- ingum, hafí hann starfað við slíka hönnun á verkfræðistofu eftir arki- tektúrnám, þó að aðeins lítillega sé komið inn á þessi mál í arkitekt- úmáminu. Er þetta eðlilegt? Ljóst er, að dómsniðurstaðan í máli arki- tekta leiðir greinilega í ljós mikla veilu í kerfínu. Ætli menn að við- halda því löggildingakerfi í hönnun- armálum sem við höfum búið við um langt skeið, verður að taka á þeim vanda, serú felst í starfsmati. I gildandi kerfí felst ákveðin trygg- ing fyrir neytendurna; byggjand- ann, sem leggur fé sitt í framkvæmdirnar og þá, sem lifa í því umhverfí, sem hönnuðir eiga þátt í að móta. Lögfræðingar veita viðskiptamönnum sínum ákveðna 'tryggingu með því að takmarka málflutningsréttindi við lögfræði- menntað fólk með tilskilinn starfs- aldur, og svipað er um ýmsar aðrar stéttir að segja, lækna, endurskoð: endur, trésmiði, múrara o.fl. í nýútkominni bók sinni telur harð- skeyttur lögfræðingur bygginga- fræðinga að Hæstiréttur sé vilhallur undir ríkisvaldið. í því ljósi getur ekki talizt nema eðlilegt að Arki- tektafélagið hafi tapað máli sínu gegn félagsráðherra. Hinu er ekki að leyna að mörgum, sem gera kröfu til réttláts stjómkerfis, urðu niðurstöður dómsins mikil von- brigði. Höfundur er arkitekt og var for- maður Arkitektafélags íslands 1982-1984. • • •• Qm og Orlyg- ur gefur út barnaplötu BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örl- ygur hefur gefið út plötuna Ég ætla að syngja með Magnúsi Þór Sigmundssyni. Flytjendur auk Magnúsar em Pálmi Gunnarsson, Jón Ólafsson (Bítlavinafélagið) og tíu stúlkur úr kór Verslunarskólans. Hljóð- færaleikarar em Pálmi Gunnars- son á bassa, Jón Ólafsson á hljómborð, Rafn Jónsson á tromm- ur og slagverk, Þorsteinn Magnús- son og Amar Sigurbjömsson á gítar, Helgi Guðmundsson á munnhörpu. Jóhann Helgason að- stoðaði við raddir. Platan var tekin upp í Glaðheimum og hljóðblönduð með stafrænni tækni en unnin að öðm leyti í Bretlandi. Lögin á plötunni em: Ein sit ég og sauma, Ein stutt og ein löng, Skóarakvæði, Foli fótlipri, Út um mó, Mamma borgar, Bíum, bíum bambaló, Úllen dúllen doff, Ég ætla að syngja, Vatnið, Kökurnar hennar Gerðu, Kalli átti káta mús og Fingraþula. Plötunni fylgir textablað og em á því gítargrip. Máimsmíði í gnmnskóla - Bækur______________________ Bjarni Ólafsson Höfundur: Gunnar Ó. Jónsson. Teikningar eftir Búa Kristjáns- son. Ljósmyndir eftir Árna Árnason. Utgefandi: Náms- gagnastofnun, 1987. Það hlýtur að vekja ánægju þeim er vilja smíða, þegar bók kemur út á því sviði. Fáir smiðir skrifa bækur. Sennilega mun liggja eðlileg rót að baki því. Þeir sem vinna í hörð efni, tjá hug sinn og sköpunarverk í málma, tré eða önnur viðlíka efni, fást sjaldnar við að skrifa. Kennsla á þeim sviðum fer öðmvísi fram en t.d. kennsla í málnotkun, stærð- fræði eða bókmenntum. Þannig hefur þetta verið frá örófi alda og ég sé ekki ávinning við að breyta því. Hinu ber að fagna að bók um smíðar kemur út, því samhliða verk- legri kennslu er gott að hafa bækur um efni og aðgerðir. Ég óska höf- undinum til hamingju með bókina. í stuttum formála fylgir höfund- ur bókinni úr hlaði og segir þar meðal annars: „Með útgáfu á þessu hefti er ætlunin að afmarka helstu verkþætti í málmsmíði þannig að bæði nemendur og kennarar geti flett upp ákveðnum verkþáttum sér til glöggvunar. Reynt er að forðast smáatriði en fjallað um aðalatriði hveiju sinni.“ Hér drepur höfundur vissulega niður á aðalatriði í kennslu og rituðu máli. Mér finnst mál bókarinnar stundum stytt fullmikið svo að full not verði af því sem verið er að útskýra. Það kann að stafa af því að höfundur hafí fyrst og fremst ætlað bókina til notkunar fyrir kennara, sem kunna aðferðir og verkþætti sem um er fjallað, en lesendahópur bók- Höfundur er smiðakennari. arinnar mundi stækka að mun, ef verkkennslan væri nákvæmari og meiri. Tökum t.d. 1. VÍR, um helstu vinnuaðferðir, þar sem sagt er að vír skuli beygður og fonnaður í myndir, en hvemig? Sama er að segja um keðjur og hringi, þar tel ég vanta fyllri útskýringu en þá sem kemur í skýringarmyndunum og þáttunum þar um. Svona má lesa bókina áfram. Að hluta til má fella þennan þátt, sem ég geri hér að umræðuefni undir áherslumun f kennslu. Vona ég þó að þetta verði Iagað t.d. í næstu útgáfu svona bókar. Skýringarteikningar mættu einnig vera fleiri og stöku sinnum má sjá að teiknarinn gerir sér tæp- _ast grein fyrir hvað þarf að koma fram, en það hefði stundum mátt laga með fyllri rituðum skýringum. í heild er bókin áferðargóð og vona ég að henni verði það vel tek- ið, að framhald geti orðið á útgáfu slíkra bóka. Mekkanó er þroskandi leikfang, sem reynir á huga og hönd. Það ýtir undir hugmyndaflug og sköpunargáfu og er þvi kjörið fyrir börn á öllum aldri. Mekkanó ertil I mörgum stærðum og gerðum. Verð frá kr. 630.-. Póstsendum. Verölaunabókin LEÐURJAKKAR OG SPARISKÓR • — bráösmellin og spennandi saga. Bókin sem hlaut hæstu rölaun sem veitt hafa verið í samkeppni um barna- og unglingaskáldsögur hérlendis. an snýst um daglegt amstur og ástarskot nemenda í 8. H — glettin og gáskafull — þangað til aö Sindbað sæfari kemur til sögunnar. — Þá æsist j leikurinn heldur betur og ótrúlegur háski vofir yfir aöalsöguhetjunni.... ÆSKAN Sími 1 73 36 CtNTHC RCOI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.