Morgunblaðið - 08.12.1987, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 08.12.1987, Qupperneq 58
M'ír. íŒPHsran .p Ptií/.a'jicoM r-ipA.wwtroww MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 Magna Magnúsdóttir nýráðinn -j^ððvarstjóri Pósts og síma á Hvammsnga. Hvammstangi: Nýr stöðv- arstjóri MAGNA Magnúsdóttir hefur verið ráðin stöðvarstjóri Pósts og síma á Hvammstanga frá 1. nóvember sfðastliðnum. Magna hefur unnið við stofnunina hér í. 13 ár og hefur oft gengt starfi stöðvarstjóra í afleysingu. Starfs- menn á pósthúsinu eru 5, en alls vinna 10—12 manns á vegum stofn- unarinnar í héraðinu. Símstöðin er 600 lína, en nú þegar eru 526 línur í notkun. Stofnunin er allvel búin tækjum og það nýjasta, Telefax, er verið að taka í notkun. Með því er hægt að senda ljósrit í gegnum símalínu. _ Karl. NILFISK GS 90 ^QniX engín venjuleq ryksucja hatúni6a simioi)2442o NILFISK DÖNSK GÆÐI Framtíðarryksugan sem þolir allan samanburð. Síung og spræk, löngu eftir að aðrar hafa gefist upp. Aðeins 6 kg á svifléttum hjólabúnaði. 10 lítra poki og frábær ryksíun. Nýlegar hollusturannsóknir leiddu í Ijós, að flestar ryksugur rykmenga loftið, en ekki Nilfisk. kr. 12.996,-stgr. Nilfisk er gegnumvönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. Góðir skilmálar Traust þjónusta Morgunblaðið/Þorkell Fulltrúar Alþýðubandalagsins kynna fiskveiðistefnu flokksins á fundi með fréttamönnum. Frá vinstri eru Bjargey Einarsdóttir ritari flokksins, Svanfríður Jónasdóttir varaformaður, Ólafur Ragnar Grímsson formaður, Steingrímur Sigfússon formaður þingflokks, Hjörleifur Guttormsson alþingismaður og Skúli Alexandersson alþingismaður. Fiskveiðistefna Alþýðubandalagsins: Fiskveiðikvótinn verði að mestu bund- inn við byggðarlög Flokkurinn leggur fram frumvarp um stjórnun fiskveiða MIÐSTJÓRN Alþýðubandalags- ins samþykkti á fundi um helgina nýja fiskveðistefnu flokksins og mun flokkurinn leggja fram á Alþingi frumvarp um stjórnun fiskveiða byggt á henni. Þar er gert ráð fyrir að fiskveiðikvóti sé að mestu leyti bundinn við byggðarlög en ekki skip og fylgi ekki skipum við sölu úr byggðar- lagi. Þá er gert ráð fyrir að 10% heildaraflans verði úthlutað í því skyni að trygga aðgang nýrra rekstraraðila, leiðrétta hag ein- stakra byggðarlaga og gera tilraunir með nýjar stjórnunar- aðferðir. í frumvarpsdrögunum, sem kynnt voru fréttamönnum um helg- ina, er fyrst tekið fram að sjávar- auðlindir séu sameign þjóðarinnar. Síðan eru mótaðar reglur um veiði- heimildir og er þar gert ráð fyrir að °/2 hlutum þeirra sé úthlutað til byggðarlaga og skuli fjórðungur þessa byggðakvóta reiknaður út frá úthlutuðu afla- og sóknarmarki skipa í byggðarlögunum, eins og sú úthlutun var að meðaltali árin 1984-85. 3/4 hlutar séu reiknaðir út frá úthlutuðu afla- og sóknar- marki skipa í byggðarlögum árið 1987. Gert er ráð fyrir að ‘/3 hluta veiðiheimilda verði úthlutað á skip með sama hætti og ákveðið var í reglugerð 1987. Eftir að byggðak- vóti hefur verið reiknaður út skal honum deilt á milli þeirra skipa sem fá kvóta úthlutað í viðkomandi byggðarlagi í hlutfalli við veiðiheim- ildir þeirra. Við sölu skipa úr byggðarlagi fylgi þeim einungis sá hluti aflakvóta sem úthlutað var til útgerðar. Tekið er fram í frumvarpsdrög- unum að kerfið þurfi að vera opið og sveigjanlegt í stað lokaðrar mið- stýringar. Nýir rekstraraðilar verði að geta haslað sér völl við útgerð og fiskvinnslu, kerfíð þurfí að taka mið af breyttum aðstæðum í hinum ýmsu byggðarlögum og búa yfir getu til að leiðrétta hlut þeirra byggðarlaga sem eigi undir högg að sækja í atkvinnumálum. Einnig sé nauðsynlegt að opna á næstu árum fyrir tilraunir með nýjar að- ferðir til að ákveða veiðiheimildir og stýra sókn í fiskistofna. Til að tryggja þennan sveigjanleika skuli undirbúið að heimila í framtíðinni úthlutun á allt að 10% heildaraflans til að ná fram þessum markmiðum. í drögunum er gert ráð fyrir að veiðiheimildir smábáta verði með svipuðu sniði og verið hefur en fjölgun smábáta verði stöðvuð. Akveðið verði útflutningsgjald á óunninn fisk sem komi að einhverju eða öllu leyti í stað þeirra skerðing- arákvæða sem í gildi hafa verið. Þá sé stefnt að því að innan fárra ári verði hægt að veiða 400-450 þúsund tonn af þorski á ári. Ólafur Ragnar Grímsson formað- ur Alþýðubandalagsins sagði að með þessu væri flokkurinn að setja fram annan valkost við frumvarp sjávarútvegsráðherra, sem tryggði eðlilega þróun og sveigjanleik aum leið og þessar hugmyndir væru ein- faldar í undirbúningi og fram- kvæmd. Gönguskórnir frá Scarpa eru bæöi traustir og þægilegir. Fyrir stuttar sem langar göngu- ferðir, á jafnsléttu sem um fjöll og firnindi. Hjá Skátabúðinni færðu aðstoð við val á þeim skóm er hentá þínum þörfum. Ráöleggingar okkar eru byggð- ar á reynslu. Skátabúðin — skarar framúr. Snorrabraut 60 sími 12045 vaka-híuuhu Bók eftir Victoríu Holt VAKA-HELGAFELL hefur sent frá sér nýja skáldsögu, Arfur fortíðar, eftir Victoríu Holt. _ í kynningu útgefanda segir m.a.: „í Arfi fortíðar er sögð saga Kar- ólínu Tressidor sem er ung stúlka af góðum ættum, fögur og rík með gulltryggða framtíð. Allt í einu flækist hún óafvitandi inn í leyndar- dómsfulla atburði sem gjörbreyta lífí hennar. Til að komast að hinu sanna verður Karólína að setja sig upp á móti ströngum siðavenjum og því lífi sem henni var ætlað að lifa. Loks hittir hún unga mann, Paul Landower, sem virðist vera lykillinn að sannleikanum. En fortíð hans er öllum hulin og í ljós kemur að ekki er allt með felldu." Arfur fortíðar er 356 bls., prent- uð í Prentstofu G. Benediktssonar og bundin í Bókfelli hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.