Morgunblaðið - 08.12.1987, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 08.12.1987, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 63 Hollenskur sóðaskapur Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Flodder (The Flodders). Sýnd í Bióborginni. Stjörnugjöf: '/2 Hollensk. Leikstjóri, handrits- höfundur, annar framleiðandi og höfundur tónlistar: Dick Maas. Ef hollensk fyndni er almennt eitt- hvað í líkingu við þau ósköp sem Hollendingnum Dick Maas fínnst fyndið þá eru Hollendingar hreinlega vanþróaðir. Dick Maas er ófyndnasti grínari sem til er. Stfllir.n hans, ef marka má myndina Flodders, sem sýnd er í Bíóborginni, byggist á sóðalegum, og oft sjúklegum hugmyndum en það er ekki til snefill af fyndni í þeim. Maas er eins og þriggja ára krakki sem er nýbúinn að fatta að kúkur og piss eru orð sem ljótt er að söngla en fínnst það fyndið af því hann veit ekki betur. Að hveiju maðúr á yfirleitt að hlæja í þessari „gamanmynd“ er manni gersamlega hulið. A maður að hlæja þegar afi gamli festir sig í hjólastólnum á lestarsporum og svo kemur lest á harðaspani og drepur hann? Á maður að hlæja að því þeg- ar systkynin í Flodder-fjölskyldunni eru alltaf að gera það? Hvað er fynd- ið við þessa gamanmynd? Ekki er það ódýrt klámið, ekki viðbjóðslegt Flodd- er-hyskið þótt Dick Maas sé sjálfsagt enn að dást að því hvað hann hafí verið hugmyndaríkur og sniðugur þegar hann dró upp hina sóðalegu mynd af því. Það er ekki hægt að ímynda sér að nokkur annar geri það. Hún er „döbbuð" á ensku. Flodder-hyskið; sóðalegt og ófyndið. Martin Kove illskeyttur í hlut- verki John Steele i myndinni Réttur hins sterka. GAMLA SAGAN Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Réttur hins sterka (Steele Justice). Sýnd í Regnboganum. Stjömugjöf: ★ . Bandarísk. Leikstjóri og handrits- höfundur: Robert Boris. Aðalhlut- verk: Martin Kove. John Steele (Martin Kove) er svona hetja úr Víetnamstríðinu sem hefði getað unnið það sjálfur með svolítilli heppni. En þegar stríðinu likur leggst hann í eymd og volæði vegna þess að hann getur ekki lagað sig að hvers- dagsleikanum heima í Bandaríkjun- um. Það er ekki fyrr en hann lendir í n.k. eftirmála stríðsins í baráttu við illskeytta mafíu Víetnama í Los Angeles að hann hristir af sér slenið, lifnar við og kemst í gamla stríðsham- inn. Það er varla til sú B-mynda hetja nú til dags sem ekki var í Víetnamst- ríðinu á einum eða öðrum tíma. Allar eiga þær glæsta fortíð í stríðinu en flestum líður þeim illa í nútímanum af því þær hafa ekki lagað sig að friðsamlegu lífemi. Þessi örlög em notuð aftur og aftur og aftur í bæði ódýmm og illa gerðum og rándýmm og vel gerðum hasarmyndum. Martin Kove er nýjasti liðsmaður hetjuhersins. Hann leikur John Steele í hasarmyndinni Réttur hins sterka (Steele Justice), sem sýnd er í Regn- boganum, en það er einmitt ein af þessum ósigrandi-víetnamhetjan- ber-á-bófunum myndgerð af litlu viti en með miklum látum. Ofbeldi, skothríð og sprengingar vantar ekki en það er aftur lítið eða ekkert af einhveiju sem hugsanlega væri hægt að kalla spennu. Og eins og við mátti búast fetar leikstjórinn, Robert Boris, margtroðnar lendur meðalmennsk- unnar. Einasta tilraun hans til að breyta útaf vananum verður að hal- lærislegu og algerlega tilefnislausu söng- og dansatriði í miðri myndinni. Martin Kove hefur helst unnið sér það til frægðar að leika aukahlutverk í lögguþáttunum „Cagney og Lacey" og er þá spaugsamur glaumgosi með breiða vöðva og enn breiðara bros. Hann er nákvæmlega eins í mynd- inni. Og verður líklega nákvæmlega eins í sinni næstu. Ronnie Cox er í aukahlutverki lög- regluforingja (hvenær er hann það ekki) og gerir gott úr sínu. EIGIN -V. - ■- ST1LL ÞINN EIGIN STÍLL er handbók þeirra kvenna, sem vilja klæðast að vild sinni í takt yið tímann hverju sinni, en kjósa samt að vera óháðar duttluntjum einstakra tískusveiflna. Bókin er aetluð konunni sem vill fræðast meira um klæðnað, klæðstíla, förðun og fleira. Ás d í s Loftsdóttir fatahönnuður þýddi og staðfærði. GJÖF SEM GAGN ER AÐ Fiölsýn Forlag bsara rvemp: „tsoKin nerur Kosti tu ao bera sem geta gert hana aö vini hverrar konu, semvflrsKapaser sjairstæban stn. unnur /\rngrimsaottir: „nver Karn getur gööa heildarmynd ar hverjum stíl 1-yrir sig. Sértu óviss meö þinn eigin stil Dá er þessi bök tuvaiin rynr rvristjana ueirsaottir: „i-raoær dok. I'ilvalin tyrir Konur a óllum aldri. TTmaEæ^-aS-Tslenskar konur fái slikan valkost*"TSSOSM sit oigrusaottir: „petta er dok ryrir alla aldurshópa. Kostur hennar er fyrst og tremst sá að hann getur hugmyndatluginu byr undir Daöa vængi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.