Morgunblaðið - 08.12.1987, Síða 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987
Þessi skattlagning á matvörum
er varin með því að þar sé á ferð-
inni skref að því að taka upp
virðisaukaskatt og virðisaukaskatt-
ur kalli á að það sé ein og sama
prósentan á öllum vörum og allri
þjónustu. Hugmyndin um virðis-
aukaskatt er innfíutt frá Efnahags-
bandalaginu, að mér skilst
upprunnin í FVakklandi. Það er þess
vegna athyglivert að spyrja: Um
hvað snýst sú samræming sem er
á leiðinni í dag í Efnahagsbandalag-
inu þar sem þeir eru að leggja drög
að því að samræma það fjölbreytta
virðisaukakerfi sem þeir búa að?
Eru þeir að stefna að einni og sömu
prósentunni yfir alla línuna? Svarið
er ósköp einfaldlega nei. I þeim
samræmingarhugmyndum sem þar
eru uppi er beinlínis við það miðað
að það verði ekki sama prósentan
jrfir alla línuna; Svarið er ósköp
einfaldlega nei. í þeim samræming-
arhugmyndum sem þar eru uppi er
beinlínis við það miðað að það verði
ekki sama prósentan yfir alla
línuna. Það er beinlínis við það
miðað að það verði ein prósenta
fyrir nauðsynjar og önnur og hærri
fyrir aðrar vörur og þjónustu. I
þessu efni er þess vegna greinilegt
að ríkisstjómin er kaþólskari en
páfínn. Hún tekur trúarbrögðin al-
varlegar en þeir sem trúarbrögðin
boða.
Mig langar aðeins að víkja að
þeim orðum hæstv. Qmrh. fyrr í dag
að það sé illt í efni ef sveitarfélögin
hækki útsvar sitt svo nemi 20% að
raunvirði á milli ára. Ég held að
það skipti miklu þegar staðgreiðslu-
kerfi verður tekið upp, eins og hann
réttilega minnti á, að gætt verði
ýtrasta aðhalds þannig að kerfi fái
fram að ganga á sem mildilegastan
hátt. En það er eðlilegt þá um leið
að spyija: Hver er fyrirætlan ijmrh.
sjálfs með það sem lýtur að tekju-
skatti? Og þá vil ég, með leyfi
forseta, fá það lesa hér örstutta
tilvitnun í ræðu fjmrh. á bls. 34,
en þar segir svo:
„í fjárlagafrv. er gert ráð fyrir
að skattbyrði af tekjuskatti verði
áþekk því sem áformað var að hún
yrði á árinu 1987 við afgreiðslu fjár-
laga fyrir að ár og þegar ákveðnar
voru breytingar á tekjuskattslög-
um.“
Þetta em ákaflega falleg orð og
þeim er snyrtilega raðað saman, en
mér sýnist af því sem ég hef heyrt
af umræðum í dag að mönnum sé
' satt að segja ekki fullljóst hvað
orðin þýða. Ég brá mér því í dag
hér út í horn og ráðfærði mig við
þá tæknimenn sem þar sátu til að
reyna að komast að því hver merk-
ing orðanna væri. Ég mundi í
rauninni bara það tvennt að tekjur
ríkissjóðs höfðu orðið minni í ár en
upphaflega var búist við og ég
mundi einnig að tekjur einstaklinga
höfðu orðið allmiklu meiri. Og hver
var niðurstaðan? Niðurstaðan var
ósköp einfaldlega sú að það sem
að væri stefnt í fjárlögum væri um
það bil ijórðungshækkun á tekju-
skatti, sem sagt að tekjuskattur á
næsta ári yrði um fjórðungi hærri
en hann er í ár, reiknað sem hlut-
fall af tekjum.
Hvað er það þá raunverulega sem
verið er að bjóða? Það er verið að
bjóðast til þess að einhveiju leyti
að hætta við að hækka samkvæmt
fyrstu áformum. Það standa eftir
áformin um að hækka söluskattinn.
Það er hugsanlegt að þar komi
aðgerðir á móti að hluta. Það standa
eftir áformin um að hækka ekki
bara útsvarið eins og §mrh. minnti
á heldur einnig tekjuskattinn og það
er hugsanlegt samkvæmt því sem
fylgir að það megi nota hluta af
söluskattshækkuninni til að milda
afleiðingarnar þar af. Hér þarf að
mínu viti að tala öðruvísi og það
þarf líka að sjá til þess að vinnu-
brögðin og aðgerðirnar verði með
öðrum hætti.
Herra forseti. Ég ætla ekki að
fjalla ítarlega um útgjaldahlið frv.,
en mig langar til að nefna tvö at-
riði. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir
því í frv. að framlagið til Atvinnu-
leysistryggingasjóðs verði skert. Ég
held að það þurfí ekki að rekja þá
áherslu sem lögð hefur verið á það
af hálfu verkalýðssamtakanna á
liðnum árum að tryggja að þar sé
Jómfrúræða Ásmundar Stefánssonar:
Öllum ljóst að forsendur um hækk-
un kaups munu tæpast standast
Hér fer á eftir jómfrúræða Ás-
mundar Stefánssonar (Abl.-Rvk.)
sem flutt var á Alþingi 4. nóvem-
ber sl. í umræðum um fjárlög.
Herra forseti. Það hefur um
nokkum tíma verið lýðnum ljóst að
það fjárlagagat sem blasir við gat
ekki staðið til langframa. Og nú
blasir við í fjárlagafrv. að sú stað-
reynd er líka orðin ráðamönnum
ljós. Það kann kannski sumum að
þykja óþarft að draga þetta fram
með þessum hætti, en ég held að
það sé ákveðin ástæða til vegna
þess að fyrir kosningar var ekki að
heyra að menn gerðu sér grein fyr-
ir því að þeir ættu við vanda að etja.
Ég minnist þess að fyrir kosning-
ar héft ég því fram að eftir kosning-
ar jrrði gripið til nýrrar skattheimtu.
Sú fullyrðing líkaði ekki á öllum
bæjum, m.a. fékk ég nokkrar kveðj-
ur í Staksteinum Morgunblaðsins.
Ég vil hér, með leyfi forseta, leyfa
mér að lesa kafla úr stuttri svar-
grein sem ég af því tilefni skrifaði
í Morgunblaðið:
„Núverandi stjómarflokkar hafa
farið með völd i fjögur ár. Ætlar
Morgunblaðið að halda því fram að
þeir séu nú skyndilega líklegir til
að jafna hallann með niðurskurði?
Sé svo tel ég réttmætt að kjósendur
fái að vita fyrir kosningar hvað
verður skorið niður. Reynslan kenn-
ir að opinber útgjöld verða ekki
skorin niður um marga milljarða.
Fjárlagahallinn stefnir öllum efna-
hagslegum markmiðum í hættu og
honum verður að eyða, alla vega
minnka hann verulega. Skatta-
hækkun eftir kosningar blasir því
við. Þetta veit Morgunblaðið og þar
með taiinn hófundur Staksteina.
Þetta veit fjmrh. líka. Hvað þeir
viðurkenna fyrir kosningar er önnur
saga.
Spumingin er því ekki hvort,
heldur hvernig staðið verður að
skattahækkunum. Viljum við þá
leið Alþb. að láta ganga til baka
þá skattalækkun fyrirtækja sem
sitjandi ríkisstjóm hefur knúið fram
með auknum heimildum til að koma
gróða undan skattlagningu með því
að raða fé í ýmsa sjóði? Þær breyt-
ingar em taldar spara fyrirtækjum
um 2 milljarða á þessu ári. Viljum
við þá leið Alþb. að ganga rösklega
fram gagnvart skattsvikum sem
ekki bara valda tekjutapi fyrir ríkis-
sjóð heldur em eitt alvarlegasta
misréttismál í þjóðfélaginu? Það
sem flestum svíður þegar þeir borga
skattinnsinn er ekki hvað þeir þurfa
að borga heldur hitt að horfa á alla
þá sem geta allt en greiða ekkert
til sameiginlegra þarfa.
Hin skatthækkunaraðferðin sem
stjórnarflokkarnir hafa lagt fram
tillögur um í tvígang á kjörtímabil-
inu er að láta söluskattinn ganga
í formi virðisaukaskatts yfir allar
vömr og þjónustu. Þannig mundu
matvömr, sem nú em undanþegn-
ar, hækka um a.m.k. 20%, sömu-
leiðis margvísleg menningarstarf-
semi og íbúðabyggingar, sem nú
em undanþegnar að hálfu, mundu
hækka um 10%. Aiþfl. hefur stutt
þessar tillögur. Tillögumar gera að
vísu ráð fyrir ýmiss konar upp-
bótargreiðslum til að vega á móti,
svo sem stórkostleg hækkun niður-
greiðslna á landbúnaðarvörum. En
hver trúir því að hringlið í tóma
ríkiskassanum verði lengi að víkja
slíkum tillögum frá?
Ég bendi kjósendum á að kosn-
ingar standa m.a. um það hvor
skattahækkunarieiðin verður valin
eftir kosningar. Ég veit að stjórnar-
flokkarnir munu ekki játa þessar
staðreyndir fyrir kosningar en þeir
komu ekki heldur til kjósenda fyrir
kosningamar síðustu og sögðu:
Kjósið þið Sjálfstfl., Framsfl. og við
skulum sjá til þess að þið missið
fjórðu hveija krónu af kaupinu okk-
ar. Þeir bara gengu þannig til verka
eftir kosningar."
Herra forseti. Ég hef lokið þess-
ari tilvitnun, en vil gjaman halda
áfram.
Mér sýnist á öllu að fjárlagafrv.
sé að sanna mitt mál. Það hefur
verið valin röng leið. Ég er ekki í
þeirri sömu aðstöðu og Guðrún
Helgadóttir hér áðan að fínna ekki
stefnu í þessu frv. Mér finnst stefn-
an blasa við. Mér fínnst ég sjá ranga
stefnu.
I haust var tekin ákvörðun, sem
náði fram að ganga, að leggja hálf-
an söluskatt á stóran hluta mat-
vara. 1. nóvember var ætlunin að
stíga annað skref og láta söluskatt-
inn ganga yfír þann hlutann-sem
eftir hafði verið skilinn. Ríkisstjóm-
in tók þó það mark á mótmælum
Ásmundur Stefánsson
verkalýðshreyfíngarinnar að hún
ákvað að fresta framkvæmd þeirra
áforma. Hún ákvað að gera það sem
ráðherrar hafa kallað að „gefa
svigrúm fyrir viðræður“. Ég hef
sagt fyrir hönd Alþýðusambands-
ins: Við viljum ekki matarskattinn.
Eg vil endurtaka þá afstöðu hér.
Ég tel að rétta næsta skref af hálfu
ríkisstjórnarinnar sé að hætta alfar-
ið við þau áform.
Sú ákvörðun að leggja söluskatt
á matvörur kann að vera til nokk-
urrar einföldunar, en hún verður
ekki að réttlæti, svo mikið er víst.
Það er ljóst að margvíslegar fjöl-
breytilegar undanþágur valda
vandamálum. Ég held satt að segja
að þeim sem að málinu standa af
hálfu ráðherra sé það jafnljóst og
mér að vandamálið liggur ekki í
matvörunum. Það liggur á öðrum
sviðum. Það liggur fyrst og fremst
í margvíslegri þjónustustarfsemi
þar sem þeir aðilar sem í hlut eiga
hafa kannski aðstöðu til að
skammta sér meira, en hve þeir
skila miklu af söluskattinum snýr
að skattayfirvöldum í öllum þeirra
samskiptum.
Ég vil aðeins minna á að þau
áform sem uppi voru varðandi 1.
nóvember voru áætluð að mundu
leiða til 1,3% hækkunar á fram-
færsluvísitölu og jafnframt þá til
um það bil 2% hækkunar á fram-
færslukostnaði lágtekjuheimila.
Áramótaáformin voru á sama hátt
áætluð um 2,3% að meðaltali og
um 3% útgjaldaauki fyrir heimili
lágtekjufólks. Samanlagt erum við
þess vegna að tala hér um rúmlega
3'/2% að meðaltali eða um 5% fyrir
heimili lágtekjufólks.
Það er að vísu af hálfu ríkis-
stjómarinnar allrar talað um að
aðgerðir geti komið til til að vega
hér upp á móti. Þar eru fyrst nefnd-
ar niðurgreiðslur. Niðurgreiðslur
eiga að draga broddinn úr þeirri
hækkun á. matvöm sem yfir á að
ganga. Ég held að ráðamönnum
hljóti að vera það jafnljóst og mér
að niðurgreiðslur munu ekki standa
til langframa. Við höfum reynsluna
af því í gegnum tíðina að til þeirra
hefur verið gripið tímabundið. Þær
hafa hins vegar aldrei verið varan-
leg lausn.
Það er líka nefnt að það megi
hækka bamabætur og persónuaf-
slátt. Ég kem að því frekar síðar.
En ég minni á að slíkar aðgerðir
hafa t.d. ekki áhrif á lánskjaravísi-
töluna þannig að lánin munu eftir
sem áður hækka af þeim sökum.
Það er eðlilegt að spurt sé: Em
forsendur fyrir samninga á gmnd-
velli sem þessum? Ég held að það
blasi við að það er ærið vafasamt
að þeir geti gerst á þeim forsendum
sem þama em dregnar upp. Fjmrh.
tók mjög skýrt fram, forsrh. sömu-
leiðis, þegar ákvörðun var tekin um
það að fresta viðbótarmatarskattin-
um um síðustu mánaðamót, að sú
frestun væri gerð án skilyrða. Ég
tel þá yfírlýsingu mjög miklu skipta
og ég leyfí mér að vona að næsta
skrefíð verði að hætta við.
• ■ •. ■
n x a Metsölubók
Rauður Stormur eftir Tom Clancy
Bókin segir frá “þriðju heimsstyrjöldinni“. Aðalátökin eru milli
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Stór hluti bókarinnar gerist á íslandi.
Rauður stormur hefur trónað á metsölulistum
mánuðum saman. ^Abók
kóð bók,