Morgunblaðið - 08.12.1987, Page 71

Morgunblaðið - 08.12.1987, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 71 SAMANBUROUR Á PÁTTTÖKU ATVINNULÍFSINS í FJÁRMÖGNUN OG FRAMKV£MD RANNSÓKNA INNAN OECD ÁRIO 1983 BANDARIKIN BRETLAND FRAKKLAND JAPAN V-ÞYSKALAND HOLLAND KANADA DANMORK FINNLAND NOREGUR SVIÞJOÐ ISLAND FJARMOGNUN (_____L. 1 1 l l I H| FRAMKV4EMO 0 10 20 30 40 30 60 70 80 90 100% HIUTFALL í haginn fyrir þjóðmenningu okkar íslendinga að hún blómgist og dafni. Lífskjör eru ekki einungis efnaleg afkoma. Lífskjör eru einnig menningarlíf, vísindi og menntir. Tilkall okkar íslendinga til sjálf- stæðis byggðist öðru fremur á tungu okkar og bókmenntaafrek- um. En hver eru tilvistarrök þjóðar- innar ef hún hættir að skapa menningarleg verðmæti? Gullöld íslendinga er að sönnu glæst, en þjóðin lifir ekki á fomri frægð einni saman. Okkur íslendingum er anrit um stöðu okkar meðal þjóðanna. Við viljum ekki vera þiggjendur á öllum sviðum heldur einnig veitendur í þeim efnum sem við höfum sérstak- ar aðstæður til. í menningu og vísindum þekkjast engin landa- mæri. Kröfur á því sviði eru al- þjóðlegar. íslensk menning er okkur bakhjarl vegna þess að hún rís upp úr. Sama á að gilda um vísindin. íslensk vísindi standa ekki undir nafni nema í þeim felist framlag til alþjóðlegrar þekkingar. Er það ofætlan að íslendingum takist að leggja sitt af mörkum í samfélagi þjóðanna á sviði vísinda, lista og mennta? Þjóðlegur metnaður kallar á að við sækjum fram, sköpum og gerum okkur gildandi. Það er lífsnauðsyn að slíkri starfsemi verði búin sem best skilyrði í landi okk- ar, enda blasir við stöðnun að öðrum kosti. Fyrir utan þá sem starfa hér heima eigum við íslendingar afreks- menn á sviði vísinda og mennta sem starfa í öðrum löndum. Allir vinna þeir þjóð sinni, en ákjósanlegt væri að sem flestir hefðu skilyrði til að starfa hér á landi og að því verður að vinna.“ Þessi fyrirheit lofa einnig góðu. Það er hverri þjóð nauðsynlegt að eiga sér stjómvöld sem endurspegla vilja hennar. Ekki er síður mikil- vægt að þjóðin veiti stjórnvöldum sínum aðhald. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að staðið verði við gefín loforð og fyrirætlanirT Vísindamenn hafa verið alltof hógværir og lágværir. Þeir hafa einnig haft of lítil tengsl bæði við stjómvöld og almenning. Þeim ber skylda til að láta meira í sér heyra. Heimildir: 1) Skýrsla til Alþingia um rannsóknir og þróunarstarfsemi á íslandi. Menntamála- ráðuneytið. Febrúar 1987. 2) Efnahags- og framfarastofnunin. Menntamálanefnd: Skýrsla um mennta- stefnu á íslandi. Menntamálaráðuneytið 1987. 3) Efnahags- og framfarastofnunin. Fund- ur ráðherranefndar um mótum stefnu á sviði vísinda og tœkni. a) Framlag visinda og tœkni til hagvaxtar og félagslegrar þróunar. Umrœðuskjal okt. 1987. b) Yfirlitsgrein. Stefna í málefnum vísinda og tœkni, horfur 1987. Höfundur er þingkona. Kvennalist- ans. Selfoss: Nú geta allir slípað gólf SelfOBSÍ. VERSLUNIN G.Á. Böðvarsson á Selfossi býður Sunnlending- um upp á það að leigja sér vél og lagfæra hjá sér á hagstæðan hátt trégólf sem farin eru að láta á sjá. Vélin sem leigð er ber heitið „Woodboy" eða viðarstrákur og fylgir henni allt sem til þarf, fylli- efni, bón og lakk. Vélin er mjög auðveld í notkun og leikur einn fyrir hvern sem er eins og Bárður Guðmundsson framkvæmdastjóri sagði þegar hann kynnti vélina í versluninni á föstudag. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Bárður Guðmundsson og Andre- as Bergmann umboðsmaður með viðarstrákinn á kynningardag- inn. Hafnarfjörður: Apótekin taka við gömlu lyfjunum til eyðingar APÓTEKIN í Hafnarfirði taka nú við fyrndum lyfjum og lyfjum sem hætt er að nota af einhveijum ástæðum og safnast því upp á heimilum. í fréttatilkynningu frá Heilsu- gæslu Hafnarfjarðar segir að lyf sem liggja ónotuð geti bæði valdið rangri lyfjatöku og slysum. í tilkynnmgunni segir einnig: „Átak þetta er gert að frumkvæði Heilsugæslu Hafnarfjarðar og er tekið við lyfjum til förgunar í Hafn- arfjarðar Apóteki og Apóteki Norðurbæjar. Nokkur önnur heilsu- gæsluumdæmi gera samskonar átak nú á aðventu þ.á m. í Garðabæ og á Seltjamamesi. Að lokum skal undirstrikað að eyðing lyfja þarf að fara fram með faglegum hætti með brennslu en ekki með því að henda þeim í sorpi eða skola niður í vöskum eða salem- um. Hér er því einnig um umhverfis- vemdarátak að ræða.“ EPSON ■ ■ TOLVUR I SERFLOKKI Vönduö gæöasmíði einkennir EPSON PC tölvurnar innst sem yst, enda hvergi slakaö á þeim gæðakröfum sem einkenna japana. Auk frábærs útlits hafa þær afl á viö margar plássfrekari tölvur. EPSON PC vélarnar eru fáanlegar í þremur stæröaflokkum og veröiö með því hagstæðara sem gerist. Kynntu þér PC tölvurnar frá EPSON - þú sérö ekki eftir því. ARMULA 11 SÍMI: 681500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.