Morgunblaðið - 08.12.1987, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987
75
DOLLÝ PARTON
Af glysinu
fengið hefi
égnóg
Hin þvengmjóa Dolly Parton er
hreint ekki ánægð með tilveruna
þessa dagana. Vinsældir hins nýja
sjónvarpsþáttar hennar hafa fokið
út í veður og vind, rétt eins og
aukakílóin nýhorfnu. Ekki er þó við
megrunarkúrinn að sakast heldur
„sérfræðingana hennar Dollíar,"
eins og hún kýs sjálf að kalla þá.
Dollý er ómyrk í máli þegar hún
segir þáttinn vera mislukkaðan og
segir það stafa af andvaraleysi
hennar sjálfrar. Hún hafi haft í
öðru að snúast og látið öll völd í
hendur „sérfræðinganna". Þeir hafi
látið hana gera hluti sem hún í
hjarta sínu hafi vitað að væru rang-
ir, en þó ekki mótmælt. „Þeir
nörruðu mig til dæmis til að gera
auglýsingainnskot þar sem ég
drakk kampavíní freyðibaði og
hvatti fólk til að horfa á næsta
þátt,“ segir Dolly. „Þátturinn
hríðversnaði og nú er svo komið
að enginn vill lengur vera gestur
hjá mér, en ég skal laga þáttinm,
sannið þið til. A afmælisdaginn
minn, 19. janúar verður þátturinn
orðinn eins og ég vil hafa hann.
Ég er einföld sveitastúlka og þátt-
urinn á að vera í samræmi við það,
ekki sú glyssýning sem hann er
orðinn."
Svona vilja sérfræðingarnir að
Dollý líti út, en hún hefur feng-
ið sig fullsadda af glysinu.
GJOF SEM LYSIR UPP
SVARTASTA SKAMMDEGIÐ
Myndirnar hér að ofan sýna aðeins brot af úrvalinu.
Komið í verslunina eða hringið og við sendum þér
Ijósin í póstkröfu ásamt myndalista.
Greiðslukortaþjónusta.
BBRBAR
Skeifunni 8, sími 82660
&TDK TÆR HUÓMUR
--------------------i