Morgunblaðið - 31.12.1987, Page 4

Morgunblaðið - 31.12.1987, Page 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 INNLEND /réttagetmun 'Bso Mikid var grafið i námunda við Keflavík I nóvem- ber. Að hverju var leitað? a. Formannsefni Alþýðubandalagsins, sem týndist í Keflavíkurgöngu fyrir allmörgum árum. b. Fornum mannvistarleifum. c. olíuleka. d. Leyniskjölum frá CIA varðandi fyrrum forsætisráðherra íslands. 1„Hvítur stormsveipur reyndist kerfiskall," sagði Birgir ísleif- ur Gunnarsson um Jón Baldvin Hannibalsson í umræðum á Alþingi í febrúar. Tilefnið var að Jón Bald- vin: a. hafði unnið i getraununum. b. vildi ekki leggja niður Þjóð- hagsstofnun þótt Jón Sigurðsson væri ekki lengur forstjóri. c. vildi taka upp kvótakerfi í atkvæðaveiðum. d. hætti við að reka Jóhannes Nordal seðlabankasljóra eins og hann hafði lofað. 2Hvarf 7 hrossa frá Þverá í Öxarfirði í byrjun ársins þótti mjög dularfullt. Astæða hvarfsins var um tíma talin: a. Hrossin væru farin í æfinga- búðir fyrir fjórðungsmótið. b. Álfar hefðu tekið þau trausta- taki til búferlaflutninga. c. Þau væru að mótmæla kjarn- fóðurskattinum. d. Hrafn Gunnlaugsson hefði fengið þau til að leika í kvik- mynd. 3Lögreglan í Keflavík fékk óvenjulegt verkefni snemma á árinu. Hún var kölluð út til að: a. losa mann sem hafði fest fing- urinn inni í vatnskrana. b. hjálpa Derrick við að Leita að hönnunargöllum i nýju flug- stöðinni. c. losa í sundur par sem hafði handjárnað sig saman. d. leita að Keflavíkurgöngunni. Sjúkrahús í Reykjavík voru rýmd fyrri hluta ársins og sjúklingar sendir heim. Var það vegna: a. hermannaveiki varð vart í loftræstikerfi. b. rottugangs. c. verkfalls hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. d. sjúklingar fóru í verkfall. 5Lítil flugvél nauðlenti í Smjör- fjöllum síðastliðið vor. Tveir menn voru með vélinni og sakaði þá ekki. Við rannsókn slyssins kom í ljós að nauðlent var þegar: a. flugmaður og farþegi rifust um hver ætti að stýra. b. fjöllin heilluðu og þvi var ákveðið að lenda. c. eldur kom upp í hreyfli. d. flugvélin varð bensínlaus. 6Tugir manna lögðust veikir eftir veisluhöld í Dölunum síðastliðið vor. Mátti rekja veikindin til: a. ofáts. b. vírus í kaffi sem boðið var upp á. c. sýkingar af salmonellu. d. torkennilegrar eiturgufu sem lagði yfir héraðið. 7„Mýsnar hafa ákveðið að bregða á leik þegar kötturinn er í burtu.“ Þetta sagði: a. AJbert Guðmundsson þegar hann kom frá útlöndum eftir blaðamannafund Þorsteins. b. Jón Ottar í tímaritsviðtali um ástamál sin. c. Þorsteinn Pálsson um þing- flokk Framsóknarmanna þegar Steingrímur fór til Moskvu. íslensk stúlka varA í þríðja sæti í keppninní Ungfrú heimur í nóvem- ber. Hún heitir: a. Halla Margrét Árnadóttir. b. Anna Lísa Jónsdóttir. c. Margrét Anna Árnadóttir. d. Margrét Hlín Jónsdóttir. e. Anna Margrét Jónsdóttir. d. Guðrún Á. Símonar á aðal- fundi Kattavinafélagsins. 8Áma Johnsen tókst að móðga heila starfsstétt á árinu. Þetta voru: a. bakarar því Árni sagðist vera hættur að baka vandræði. b. lyfsalar því Árni sagði að lyf- sala væri gróðabrall. c. þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins þegar Árni hélt aðalræðuna á lands- fundi Borgaraflokksins. d. tannlæknar þegar Árni hótaði að beita sjálfvirka sleppibúnaðn- um ef þeir lækkuðu ekki tann- viðgerðir. 9Reykvíkingar urðu mjög hissa þegar þeir litu út að morgni 1. maí. Þeir sáu: a. að geimskip var að lenda á Reykjavíkurflugvelli. b. 20 sm jafnfallinn snjó. c. að lóan var komin. d. ekkert nema myrkur. íslendingar tóku þátt í Evrópusöngvakeppninni í maí. Flytjandi íslenska lagsins var: a. Laddi. b. Kristján Jóhannsson. c. Halla Margrét Árnadóttir. d. Tommi og Jenni. Undarlegt fuglapar sást á tjöminni við sundlaug- ina á Akureyri í vor. Þetta voru: a. lóa og spói. b. hrafn og hæna. c. heiðargæs og aliönd. d. rúkragi og stelkur. „Ég er mótfallinn sam- starfi við Framsóknar- flokkinn,“ var haft eftir manni í miðjum stjómarmyndunarviðræð- unum í vor. Þetta var: a. Vilhjálmur Egilsson. b. Ronald Reagan. c. Páll Pétursson. d. Ólafur Ragnar Grímsson. Ungfrú ísland var kjörin í júní. Hún heitir: a. Baldvina Jónsdóttir. b. Málmfríður Sigurðardóttir. c. Hólmfríður Karlsdóttir. d. Agnes Bragadóttir. e. Anna Margrét Jónsdóttir. Mikið tjón varð í stór- bruna um miðjan júlí- mánuð. Það sem brann var: a. verksmiðja Málningar hf. í Kópavogi. b. ríkissjóður á báli verðbólgu eftir kosningar. c. Citroön-braggi verðandi fjár- málaráðherra. d. kosningaloforð stjórnmála- flokkanna. e. fiskverkunarhús Þrídrangs á Kirkjusandi. Nýr heimsmeistari í skák leit dagsins ljós upp úr miðju sumri. Hann heitir: a. Garrí Kasparov. b. Margeir Pétursson. c. Héðinn Steingrímsson. d. Halldór Blöndal. e. Jóhann Hjartarsson. Fjömtíu þúsund manns lögðu leið sína á sama staðinn dag einn um miðjan ágúst. Tilefnið var: a. tónleikar Bubba Mortens. b. opnun Kringlunnar. c. afmæli Lúðrasveitar Reykjavíkur í Hljómskálagarðin- um. d. borgarsfjóri gaf öndunum á Tjörninni brauð. e. Víkingur keppti við deildar- meistara Andorra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.