Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 ERLEND fréttagetraun. 1Í febrúarbyijun lauk hinni . miklu kappsiglingu um Ameríkubikarinn við strendur Ástralíu með sigri bandarísku skútunnar Stars & Stripes. Skútu- stjórinn hét: a) Alan Bond. b) Skrækur skipstjóri. c) Dennis Conner. d) James Bond. 2Í byijun árs lagði bandarískt flugfélag upp laupana. Það heitir: a) Continental Air. b) People Express. c) American Express. d) Contra Airways. 9Í nóvember síðastliðinn lét einn af dyggustu stuðnings- mönnum Ronalds Reagan Banda- ríkjaforseta af störfum, hver var hann? a) George Shultz. b) Caspar Weinberger. c) Oscar Swerison. d) Frank Carlucci. ^ E R í bytjun nóvember I \m sýndi breskt fyrirtæki áhuga á viðskiptum við íslend- inga, hvað hét fýrirtækið og hvað vildi það kaupa af íslendingum? a) British Fish and Chips Inc. b) North Venture Ass. c) North and Sons Inc. d) British Venture Ass. a) Freðfisk. b) Lambakjöt. c) Rafmagn. d) Hekluvikur. 14 Á árinu lést fræg ieikkona, sem hér má líta. Hún hét: a) Rita Rfzzi. b) Linda Lovelace. c) Jane Fonda d) Rita Hayworth. k 4Í febrúarbyijun lézt brezkur rithöfundur, sem fæddist í skozku hálöndunum árið 1922, og var því á 65. aldursári. Hann skrif- aði 29 bækur, sem náðu flestar miklum vinsældum og hafa marg- ar þeirra verið gefnar út á íslenzku. Rithöfundurinn hét: a) Agatha Christie. b) Alistair MacLean. c) William Shakespeare. d) Somerset Maugham. 5Þingkosningar voru á írlandi um miðjan febrúar og féll þá stjóm Garrets FitzGerald. Nýja stjóm myndaði: a) Johnny Logan. b) Joe Grimsson. c) Charles Haughey. d) Joe Haughey. 6Norður-írskur togari fékk torkennilegan afla er hann var að veiðum í írlandshafi snemma árs. Hann fékk í vörpuna: a) Viskí á belgjum. b) Kjarnorkusprengju. c) Kafbát. d) Skriðdreka. 7Slegin var feilnóta á spilverk náttúrunnar í eyðimörkinni í Sameinuðu furstadæmunum á árinu. Arabar gripu gæsina meðan hún gafst og: a) Fóru í snjókast í eyðimörk- inni. b) Eimuðu vodka úr olíu. c) Byggðu snjóhús úr sandi. d) Fóru á skíði í eyðimörkinni. 8Í febrúarlok sagði þáverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins af sér vegna vopnasölu- málsins svonefnda. Hann hét: a) Howard Baker. b) Howard de Duck. c) Ronald Regan. d) Donald Regan. 11 „Bömin eru minn styrkur," sagði frægur maður fyrr á árinu. Þar var um að ræða: a) Khomeini erkiklerk fyrir stórsókn á hendur írökum. b) Jólasveininn. c) Átján barna föður í Álf- heimum 23. d) Lech Walesa. ^ í maímánuði lést einn ■ helsti kenningasmiður Svía um velferðarríkið. Hann hét: a) Hans Holmer. b) Gunnar Myrdal. c) Gösta Bomann. d) Ingvar Carlson. í lok maímánaðar lenti ungur ofurhugi lítilli flugvél á Rauða torginu í Moskvu. Hann heitir: a) Jan Fleischer. b) Mathias Rust. c) Wolfgang Reims. d) Baron Manfred von Richt- hofen. ^ lok maímánaðar var I formanni grænlensku landstjómarinnar vikið frá sem pólitískum leiðtoga Siumutflokks- ins. Hann heitir a) Lars Emil Johansen. b) Inuit Ataqatigiit. c) Jonathan Motzfeldt. d) Otto Steenhoidt. j í júníbyijun var forsæt- ■ isráðherra Líbanons myrtur. Um hann var sagt'eins og köttinn, að hann hefði níu líf. Hann hét a) Yavuz Karaöezbeck. b) Amin Gemayel. c) Elias Sarkis. d) Rashid Karami. ^ M Um miðjan júní eyði- ■ lagðist pakistönsk F-16 herþota í flugtaki á Sargodha- flugvellinum í Pakistan. Ástæða óhappsins var sú að: a) Vængir flugvélarinnar svipt- ust af í gífurlegri vindhviðu. b) Flugvélin rakst á svín á flug- brautinni. c) Flugmaðurinn fékk aðsvif. d) Flugvélin rann mannlaus af stað eftir flugbrautinni og lenti á flugskýli. 4 Q Dagblaðið Wen WeiPo, ■ sem er gefíð út í Hong Kong eins og alkunna er, skýrði frá því í byijun júlímánuðar að kínverskir vísindamenn hefðu hannað nýja gerð skósóla sem gæddir væru undursamlegum eig- inleikum: a) Sköllóttir endurhærðust. b) Sólarnir flýttu fyrir vexti ungmenna. c) Sólarnir kæmu í veg fyrir ýmsa þjóðfélagssjúkdóma svo sem leti. d) f sólunum væri innbyggður geigerteljari og rakamælir fyr- ir fótþveiti. Þessi hjónakorn voru ■““æ® nokítué ‘ fréttum á árinu. Hver eru þau og vsð hvaða tækifæri var H myndin tekin? a) Jim og Tammy Bakker á grímudansleik. b) Jivad og Mahatma Jopherwayadnadgene frá Bangladesh, sama dag og þau unnu stærsta lottóvinning iandsins, en hann nam um hálfum varnarmálaútgjöldum ríkisins. c) Likeme og Rashid Singh frá Bretlandi við Nóbeisverðlaunaafhendinguna í Stokkhólmi, en þau skiptu með sór verðiaununum í eðlis- fræði. d) Benazir Bhutto og Asiff Zardari við brúð- kaup sitt. B B í maímánuði kom út i Bretlandi bók, þar sem frá því var greint, að Karl prins væri dapur og ringlaður mað- ur. Ástæðan var sögó sú, að: a) Díana prinsessa væri orðin leið á hirðlífinu og vildi skilnað. b) Hún hefði haidið fram hjá honum með frönskum aðalsmanni. c) Hún tranaði sér fram við öll tækifæri og skyggði á eigin- mann sinn. d) Karl hefði orðið ástfanginn af þekktri leikkonu í Ástralíu- ferð sinni. PIH 1: , . 13 I maímánuði varð bandarísk stúlka, fyrrverandi fegurð- ardrottníng og smástirni í kvikmyndaheiminum, fræg á einni nóttu, þegar hún var orðuð við demókratann Gary Hart, sem þá var kom- Inn á fulla ferð í baráttu sinni tll að hljóta útnefningu flokks síns sem forseta- frambjóðandi. Hér sést hún í fanglnu á Hart, en stúlkan heitir: a) Raisa Reagan. b) Julia Frankenstein. c) Donna Rlce. d) Geraldine Campari. ^ Fyrrum Gestapoforingi mm ■ var dæmdur í ævilangt fangelsi í júlímánuði fýrir glæpi gegn mannkyninu á árum síðan heimstyijaldarinnar. Maðurinn heitir: a) Friedrich Nietzsche. b) Kurt Waldheim. c) Klaus Barbie. d) Josef Mengele. ' Pólskir kvikmynda- i gerðarmenn unnu að því í júlímánuði að festa á kvik- myndaræmu ástarsögu eftir heimsþekktan mann. Höfundurinn er: a) Caspar Weinberger. b) Jóhannes Páll páfi II. c) Hrafn Gunnlaugsson. d) Margaret Thatcher. Gífurleg hitabylgja reið mm%m yfir Suður-Evrópu í lok júlímánaðar. Fullyrt var að rúm- lega ein milljón manna hefðu flúið höfuðborg eina sökum hitans. Borgin sem fólkið flúði heitir: a) Róm. b) Vin. c) Ankara. d) Aþena.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.