Morgunblaðið - 31.12.1987, Síða 10

Morgunblaðið - 31.12.1987, Síða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 Jólablað SÁÁ komið út JÓLABLAÐ SÁÁ er komið út. Blaðið er 24 siður að stærð og er dreift í stóru upplagi til félaga í SÁÁ og til kynningar á starfi samtakanna. Aðalefni blaðsins að þessu sinni er konur og alkóhólismi en um það efni hefur lítið verið fjallað hér á landi. Auk þess eru í blaðinu fréttir og greinar er varða starfsemi SAA, segir í frétt frá SÁÁ. Styrktarfélag Vogs sér um út- gáfu blaðsins og ritstjóri er Óttar Guðmundsson læknir. Bkðberar Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Skipholt 1 -38 Skipholt 40-50 Stigahlíð 37-97 Síðumúli Ármúli Óðinsgata UTHVERFI Njörvasund Kambsvegur VESTURBÆR Fornaströnd Bauganes Nýlendugata Einarsnes Látraströnd KOPAVOGUR Nýbýlavegur 5-36 Laufabrekka o.fl. Kársnesbraut 77-139 MIÐBÆR Grettisgata 37-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Barónsstígur 4-33 o.fl. Laugavegur 32-80 o.fl. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Fjáröflunarnefnd slysavarnadeildanna ásamt fulltrúum þeirra sem tilkynntu framlög til kaupa á björgunarbátnum. Talið frá vinstri: Sigurður Þorláksson, formaður styrktarnefndar Kiwanisklúbbs- ins Bása, Lára Helgadóttir hjá Olíufélagi útvegsmanna, Halldór Sveinn Hauksson og Skúli Skúlason úr fjáröflunarnefnd slysavarnadeildanna, Högni Þórðarson, útibússtjóri Útvegsbanka íslands, og Jóhann G. Ólafsson úr fjáröflunarnefnd slysavarnadeildanna. Nýr björgrmarbátur fyrir Vestfirði: Osökkvandi bátur sem tekur allt að 50 manns ísafirði. Björgunarsveitin Skutull á Isafirði og Björgunarsveitin Tindar í Hnífsdal hyggjast festa kaup á 13 metra björgun- arbát, sem hefur verið hannað- ur í Noregi að hluta til eftir fyrirsögn ísfirsku björgunar- sveitarmannanna. Báturinn verður smíðaður úr áli og fyllt- ur með uretan, þannig að hann getur ekki sokkið, og réttir sig sjálfkrafa ef honum hvolfir. I bátnum verða tvær 300 hestafla díselvélar tengdar vatnþrýsti- drifum (waterjett). Venjulegur ganghraði verður um 30 mílur en hámark 35 mílur. Báturinn verður búinn vönduðum stað- setningar- og fjárskiptatækjum auk kraftmikilla dælna og leit- arljósa. I bátnum verður rúm fyrir 7 menn og sjúkrabörur við erfiðustu aðstæður, en koma má á bátinn 40—50 mönn- um ef veðurskilyrði eru góð. Er þá haft í huga að báturinn nýtist sem björgunarskip við Isafjarðarflugvöll. Kaupverð bátsins er um 11 milljónir króna og telja slysa- vamamenn að þeir hafi nú í höndum loforð fyrir fjárframlög- um frá fyrirtækjum og opinbemm aðilum sem nemi helmingnum af andvirði skipsins. Almenn fjár- söfnun er nú að fara í gang og á fundi með fréttamönnum síðast- liðinn miðvikudag var tilkynnt að opnaður hefði verið reikningur í Utvegsbankanum á ísafirði til að taka á móti framlögum. Högni Þórðarson, útibússtjóri bankans á ísafirði, aflienti 100 þúsund krón- ur frá bankanum sem fyrstu greiðslu inn á reikninginn. Þá bárst á fundinn 500 þúsund króna ávísun frá Olíufélagi útvegs- manna á Isafirði með góðum óskum og félagar úr Kiwanis- klúbbnum Básum á ísafirði til- kynntu að þeir hyggðust leggja málinu lið með einnar milljónar króna framlagi á næstu sjö árum. Kaupsamningur verður vænt- anlega formlega undirritaður í janúar og báturinn afhentur í Ála- sundi í Noregi um mánaðamót apríl/maí á næsta ári. Hyggjast björgunarsveitarmenn sigla hon- um heim til ísafjarðar enda er báturinn byggður samkvæmt ströngustu kröfum norskra og íslenskra siglingamálastofnana. - Úlfar Alusafe 1300 RESCUE er teiknaður af Kvikstad Bruk a/s í Noregi. Skrokkurinn er af þraut- reyndri gerð, en yfirbygging og búnaður er hannað eftir umsögn björgunarsveitarmannanna á ísafirði. Engar óvarðar skrúfur eru undir bátnum og getur hann því athafnað sig án hættu fyrir fólk í sjó, auk þess sem keyra má hann upp í fjöru án þess að valda skaða á vélbúnaði. Báturinn er 13,15 metra iangur og 4,3 metra breiður og djúprista er 0,75 metrar. í bátnum eru tveir 500 lítra eldsneytisgeymar sem duga til 300 sjómílna ferðalags. Vélar eru tvær, hvor um sig 300 hestöfl, en með þeim næst 30—35 mílna gangur. Bátnum er ætlað að þjóna fiskiskipaflotanum fyrir Vest- fjörðum og fsafjarðarflugvelli allt árið og ferðamannasvæðunum á Hornströndum yfir sumarið, en útkallsvakt verður við bátinn allan sólarhringinn allt árið. flr 'i 1 c PIOIM 3JÓNVÖRP EE R

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.