Morgunblaðið - 31.12.1987, Page 11

Morgunblaðið - 31.12.1987, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 B 11 Krísuvíkurskóli. Morxunblaðið/Kristinn Benediktsson Snorri Welding starfsmaður framkvæmdastjórnar er þriðji frá vinstri. Með honum á myndinni eru nokkrir úr framkvæmdastjóm og aðalstjórn Krísuvíkursamtak- anna, talið frá vinstri: sr. Guðmundur Orn Ragnarsson, Bragi Þórarinsson, Snorri Welding, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Eiríkur Ragnarsson, Ásta Lámsdóttir og sr. Birgir Asgeirsson. Kapella vígð í Krísu- víkurskóla Miklar endurbætur hafa verið gerðar á skólahúsinu Gríndavík. SETTUR biskup yfir íslandi, herra Sigurður Guðmundsson, vígði nýlega kapellu í Krísuvík- urskóla sem Krísuvíkursamtök- in eiga og vinna nú að hörðum höndum að fullgera. Athöfnin fór fram að viðstöddum for- ráðamönnum samtakanna auk gesta en prestar við vígsluna vom sr. Birgir Asgeirsson, sr. Guðmundur Örn Ragnarsson og sr. Örn Bárður Jónsson sóknarprestur í Grindavíkur- prestakalli. Að lokinni vígslunni var altaris- ganga og síðan var gestum boðið til kaffisamsætis. Þar var Krísuvíkursamtökunum færð áheit frá fyrirtækinu Tomma- hamborgarar í Reykjavík í tilefni þessara tímamóta. Sr. Bárður sagðist sjá fyrir sér að hér mætti virkja unglinga til sjálfboðavinnu við margvísleg störf og ætlaði hann að hrinda slíku í framkvæmd í vor. „Mikið starf unnið í sjálfboðavinnu“ I stuttu viðtali við fréttaritara Morgunblaðsins sagði Snorri Welding starfsmaður fram- kvæmdastjómar Krísuvíkursam- takanna að nú þegar væri búið að vinna gífurlega mikið starf í húsinu eftir að samtökin eignuð- Helgi Jónasson fræðslufulltrúi Reykjanesumdæmis. ust það. „Erfitt er að meta kostnaðinn þar sem mikið starf hefur verið unnið í sjálfboðavinnu. Þá hafa samtökunum borist góðar gjafir og má þar nefna m.a. raf- stöð og olíukyndistöð. Undan- fama mánuði hefur verið unnið við að gleija, gera við þak og koma ofnum í húsið. Þá hefur og verið unnið við rafmagnið og byij- að að mála. Liður í þessari vinnu var svo vígsla kapellunnar og blessun hússins. Nú liggur fyrir fjárveitinganefnd Alþingis beiðni um 2,2 milljónir króna til að virkja heitavatnsborholu sem við eigum Settur biskup yfir íslandi, herra Sigurður Guðmundsson vígði kapelluna i Krisuvíkurskóla. hér fyrir ofan húsið og koma inn heitu vatni. Einnig er unnið áð því að fá viðurkenningu og stuðn- ing ríkisvaldsins til að hér verði rekinn einkaskóli með heimavist fyrir þá sem ánetjast hafa fíkni- efnum,“ sagði Snorri. „Líst vel á rekstur einkaskóla hér“ Helgi Jónasson fræðslustjóri Reykjanesumdæmis hefur mælt með umsókn samtakanna varð- andi rekstur einkaskóla. „Mér finnst skynsamlega staðið að því hvemig samtökin hugsa sér að reka hér einkaskóla og líst vel á að slíkur skóli sé rekinn hér. Ríkið á að mínu mati að styrkja slíka starfsemi með því að leggja fram fjármuni til að greiða kennara- laun. Ég hef mælt með því að hér verði greidd laun þriggja kennara í vetur og fleiri þegar starfsemin verður komin betur í gang. Einnig er nauðsynlegt að fræðsluyfirvöld aðstoði samtökin við skipulagn- ingu og uppbyggingu kennslu- starfsins sem hér á að fara fram,“ sagði Helgi Jónasson að lokum. — Kr.Ben. Grindavík; Nýr Skúmur GK 22 kominn heim Gríndavík. EIGENDUR Fiskaness hf. í Grindavík tóku á móti nýju og glæsilegu 240 tonna fiskiskipi síðastliðinn sunnudag er Skúmur GK 22 kom til 'heimahafnar i fyrsta skipti. Nýja skipið sem kemur í stað gamla Skúms sem strandaði í inn- siglingunni til Grindavíkur síðastlið- inn vetur, var smíðað í skipasmíða- stöðinni Lundevarv í Svíþjóð og er fyrsta skipið frá þeirri verksmiðju sem er smíðað fyrir íslendinga. Að sögn Björgvins Gunnarssonar útgerðarstjóra eins af eigendunum er skipið eingöngu útbúið til tog- veiða, bæði á rækju og botnfisk, með laus- og hraðfrystitæki auk þriggja frystilesta. Hér er því í rauninni lítð verksmiðjuskip á ferð- inni. Öll vinnuaðstaða á millidekki er mjög rúmgóð og má koma þar fyrir tveim vinnslurásum. „Nýja skipið er búið öllum fuh- komnustu tækjum sem til eru í dag,“ sagði Björgvin. Aðalvélin er 990 hestöfl af Bergendieselgerð, tvær ljósavélar af Scania Vabisgerð og stýrið frá Becker, en utan um skrúfuna, sem er hæggeng 185 snúninga, er toghringur. Fiskileitartæki, radarar og gervi- tunglamóttakari eru frá Furuno, vindur frá Rapp og dekkkranar frá TICO. Allur aðbúnaður fyrir mannskap- inn er til fyrirmyndar og hreinlætis- aðstaða eins og best verður á kosið. í áhöfn verða um 12 manns en íbúð- ir eru fyrir fjórtán manns,“ sagði Björgvin og bætti við að samvinnan við Svíana hefði verið hin ánægju- legasta og gengið þægilega fyrir sig. Skúmur GK á að fara til rækju- veiða í byrjun nýja ársins enda nánast tilbúinn til veiða. Skipstjóri verður Smári Karlsson, en hann var með þann gamla, 1. vélstjóri verður Erling Sæmundsson og 1. stýrimað- ur Ævar Asgeirsson. Kr.Ben Yfirmenn skipsins þeir Smári Karlsson skipstjóri, Erling Sæmunds- son 1. vélstjóri og Ævar Ásgeirsson 1. stýrimaður lofuðu allan aðbúnað um borð en hér eru þeir staddir við vinnslulínuna á milli- dekkinu. Morgunblaðið/Kr.Ben. Skúmur GK 22 kemur til Grindavíkur í fyrsta skipti. Eigendur Skúms þeir Dagbjartur Einarsson, Björgvin Gunnarsson, Willard Óiason og Kristján Finnbogason í brúnni á nýja skipinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.