Morgunblaðið - 31.12.1987, Side 13

Morgunblaðið - 31.12.1987, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 B 13 Lystaukar í nýársfagnaðinn Senn líður að komu nýs árs með öllu því sem það á eftir að færa okkur. Hvernig svo sem horfumar á nýja árinu leggjast í okkur hveiju sinni þykir flestum full ástæða til að fagna komu ársins og kveðja það liðna í góðum hópi vina og vandamanna. Efnt er til nýársfagnaða, ekki aðeins um sjálf áramótin, heidur einnig langt fram í janúar. Oft em þetta kaffiboð þar sem síðustu kökurnar úr jólabakstrinum em bornar fram. Aðrir bjóða til kvöldverðar þar sem jólaöl eða gosdrykkir væta kverk- ar matargesta. Og svo em til þeir sem endilega vilja bjóða upp á áfenga drykki við þessi tækifæri, og þá jafnvel lystauka fyr- ir matinn. Fyrir þá síðastnefndu ætla ég hér að koma með uppskriftir að fjórum lystaukum, sem ég rakst nýlega á í þýzku blaði. Eins og Þjóðvetjum er líkt tr tekið fram hve margar hitaeiningar (kalorí- ur) eru í hveijum drykk. (mynd nr. 1) Hvít-Rússi Um 415 hitaeiningar í drykk. I hvem drykk fara tvö staup af vodka, 2 staup af ljósurr. kakó líkjör (Créme de Cacao), 5 matsk. þeytirjómi, 4 ísmolar, ber eða ávextir til skreytingar. Hellið vodka og líkjör í glas, setjið ísmolana út í og hrærið vel saman. Bætið ijómanum út í og hrærið. Skreytið eftir smekk með berjum eða ávaxtasneiðum á tannstönglum. Campari Amaretto Um 95 hitaeiningar í drykk. ;-ml-2 staup Campari, 2 tesk. Amaretto líkjör, safi úr hálfu greipaldini, 3 ísmolar, 1 kokkteil- ber, 1 greipaldinskífa. Hellið Campari, Amaretto og greipsafa í g-las, bætið ísmolum út í og hrærið vel. Skreytt með beri og greipskífu. Fryst Tequila Um 130 hitaeiningar í drykk. 1 staup Tequila, 3 staup app- elsínulíkjör, safi úr 1 súraldini (lime), 4-5 ísmolar. Blandið saman Tequila, líkjör og lime-safa, og setjið blönduns/ í frystinn í um hálftíma. Blandan síðan sett í rafknúinn blandara ásamt ísmolunum og allt hrist saman. borið fram í kældu glasi. Hugsanlega þarf að setja blönd- una í frystinn á ný áður en hún er borin fram. Með henni er svo borið rör og skeið. Campari-Stj arna Um 95 hitaeiningar í drykk. 2 staup Campari, 1 staup þurrt sérrí, 3 ísmolar, ískælt tóník, bát- ur úr appelsínu, sneið af súraldini. Hrærið Campari, sérrí og ísmola saman í glasi, og fyllið síðan glasið með tóník. Skreytt með appelsínubát og lime-sneið. (mynd nr. 2) Ég vona svo að þið eigið öll ánægjulega hátíðis- daga framundan, og óska ykkur gleðilegs komandi árs. Jórunn. /a /k Sendum viðskiptavinum okkar og sam- starfsaðilum bestu óskir um farsælt kom- Q 'tyf andi ár, með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða LÍMMIÐAPRENT Nýbýlavegi 18 - 200 Kópavogi - sími 64 12 44 INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1986 Hinn 10. janúar 1988 er fjórði fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 4 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: __________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 2.805,00_ Ofangreind fjárhæð er vextiraf höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1987 til 10. janúar 1988 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 1913 hinn 1. janúar nk. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gialddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 4 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1988. Reykjavík, 31. desember 1987 SEÐLABANKIÍSLANDS CD PIOIXIEER PLÖTUSPILARAR INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1985 Hinn 10. janúar 1988 er sjötti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 6 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiðimeð 5.000,-kr. skírteini kr. 313,76 Vaxtamiðimeð 10.000,-kr. skírteini kr. 627,52 ___________Vaxtamiði með 100.000,- kr. skírteini_kr. 6.275,28_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1987 til 10. janúar 1988 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 1913 hinn 1. janúar 1988. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 6 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1988. Reykjavík, 31. desember 1987 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.