Morgunblaðið - 31.12.1987, Page 16

Morgunblaðið - 31.12.1987, Page 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 fyrir vígvél af þessu tagi á frið- artímum. Von þessi brást og ólánsmenn komu upplýsingum á borð Stalíns og félaga hans en það magnaði kalda stríðið milli austurs og vesturs. Kjamorkukapphlaupið hófst og austurblokkin þvingaði Vesturlönd til þess að halda við kunnáttunni með þeim afleiðingum að hætta er á að það ríði heims- byggðinni endanlega að fullu. Spumingin er hvort hægt er að treysta Gorbatsjov. Er hann öðm- vísi en aðrir einræðisherrar, sem enga gagnrýni þola heima fyrir, að því leyti að standa við orð sín og undirskriftir. Þá tel ég einnig mjög svo mark- verðar fréttir af meðferð land- búnaðarmála í löndum efnahags- bandalagsins og hversu ráðamenn vestrænna þjóða leggja mikla áherslu á að vemda landbúnaðar- framleiðsluna en deila um aðferðir. Af innlendum fréttum tel ég markverðastar kollsteypur í lands- málapólitík. Sjálfstæðisflokkurinn heldur á útmánuðum sl. qinn fjöl- mennasta og glæsilegasta lands- fund í sögu flokksins og þjappar sér saman um hinn nýkjöma unga formann. Trúnaðarmenn flokksins ætla flokknum stóran hlut í síðustu kosningum. Flokkurinn klofnar skömmu fyrir kosningar og síðan er eins og allt verði honum að óláni. Framsóknarflokkurinn tapar göml- um vígjum úti á landsbyggðinni en í þesá stað tekur hann Reykjavík og Reykjanes með leiftursókn nán- ast af Sjálfstæðisflokknum, með landbúnaðarmálin sem aðalvopn. Alþýðubandalagið splundrast, sós- íalismi er orðinn tímaskekkja að því er virðist. Þjóðin situr svo uppi með þetta en auk þess þijá smáflokka sem valda litlu, vantar stefnu, nema kratar leika nú af fíngrum fram eins og tækifærissinnum er títt. Sjálfstæðisflokkurinn myndar svo stjóm með framsókn og krötum og tekur á sig höfuðábyrgð að því að vera með mestu skattpíningarstjóm sögunnar en hinir þakka sér afrétt- ingu fjárlagahallans. Þá virðist bændastéttin vera að komast end- anlega á vonarvöl og hefir glatað virðingu annarra Islendinga fýrir að hafa samþykkt á sig miklar kjaraskerðingar. Niðurlæging hennar er þó vandamál allrar þjóð- arinnar og hluti byggðasteftiu í þessu landi. íslensku þjóðinni er sagt að heimafenginn matur sé of dýr og við höfum ekki ráð á að hafa góðan og hollan mat á borðum okkar. Þetta er að því leyti til rétt að er- lend niðurgreidd vara frá nágrönn- um virðist í ýmsum tilfellum vera ódýrari, en einnig á stundum gömul og lúin. Heimafréttir úr héraði eru mér að sjálfsögðu hugstæðar og jafnvel helst það að fólk hér um slóðir er yfírleitt ánægt þrátt fyrir nokkra hnökra hinnar nýju byggðar. Gaml- ar vonir virðast vera að rætast því að nú er hafíst handa um að gera íþróttasvæðið að Varmá svo úr garði að takast megi að halda lands- mót UMFÍ á þessum fagra stað 1990. Þá eru 50 ár liðin frá Hauka- dalsmótinu en þar sigraði einmitt lið okkar manna óvænt og eftir- minnilega. Ifyrsti uppdráttur af Varmársvæðinu var gerður líklega um 1948 eða ’49 en nú virðist vera til þess bolmagn að láta þennan óskadraum rætast. Hin stóru tíma- mót voru svo þegar sveitin var gerð að bæ þ. 9. ágúst 1987 og Mos- fellssveitin tók sér nýtt nafn í sama dúr og heitir nú Mosfellsbær. Að- dragandinn að þessum merku tímamótum nær aftur í tímann um nær 20 ár er fyrstu umbrot urðu um fjölgun fólks í Mosfellssveit og stefnan var mörkuð. Það vill svo til að þetta er tengt minni persónu en ég var kosinn oddviti í hefð- bundnu bændasamfélagi árið 1962. I júní hafði ég starfað að sveitar- stjómarmálum í 25 ár eða til ársins 1987. Kominn var tími til þess að draga sig í hlé. íbúafjöldinn jókst á þessu tímabili úr um 680 manns í nær 4.000 á þessu ári. Þetta var á stundum erfíður tími og óhægt um vik að fólk fengi eðlilega opin- bera þjónustu en allt blessaðist þetta m.a. með þegnskap íbúanna. Slæmar fréttir eru svo þær að hagur ýmissa fyrirtækja í héraðinu er erfíður einkum þeirra sem hafa verið í uppbyggingu og fjárfesting- um. Stórfyrirtækið Álafoss átti enn einu sinni við mikla rekstrarerfíð- leika að etja sem svarað er með svonefndri sameiningu ullariðnaðar í landinu sem bjargráð. Fjöldi fólks missir atvinnu en stöðugildi eru síðan fyllt með aðkomufólki. Hing- að til hafa fyrirtæki í héraði ávallt veitt heimafólki forgang að vinnu að öðru jöfnu en er það nú liðin tíð? Fjármagnskostnaður og þá einkum vextir fara hér á landi langt fram úr því sem tíðkast í nágranna- löndum svo er ætlast til að um samkeppni. sé að ræða á ýmsum mörkuðum innan lands og utan. Niðurgreiddar vörur og þjónusta eriendis í samkeppnislöndunum bætast svo við og dæmið verður vonlítið en þetta vilja sumir menn ekki skilja. Góðar fréttir eru svo hvemig tekist hefír til með upp- byggingu sveitarfélagsins sem er samkvæmt hugmyndasamkeppni að aðalskipulagi frá 1978 og síðan samþykktu aðalskipulagi frá 1983, sem byggist nú samkvæmt áætlun. Vegamálin hafa verið í brenni- punkti á árinu í Mosfellsbæ og er þess eindregið vænst að úr þessu rætist og sumir hafa af því tilefni tekið allmikið uppí sig. Þegar Vest- urlandsvegur var steyptur 1973 kom upp alvarleg deila milli vega- gerðar og heimamanna um gerð brúar á Varmá við Álafoss. Áætlun og vilji heimamanna var að fært yrði undir brúna með innansveitar- umferð. Þetta brást og nú súpa menn seyðið af því eins og oft áður af skammsýni misviturra manna. Hugmyndir um hringtorg á þjóð- veginn eru af sama toga, bráða- birgðalausn sem kemur mönnum í koll fyrr en varir. Suðurbeygjan er það eina sem gildir til framtúðar og er tiltölulega ódýr lausn miðað við ýmsar aðrar hugmyndir. FVétt ársins á íslandi er svo auð- vitað þetta, að tæplega hafí komið frost í jörð frá því í febrúar sl. og fram á þennan dag. Er þetta al- gjört einsdæmi og hvað boðar þetta, geta menn spáð í það? * Agúst Blöndal, Neskaupstað: Hvorki kom vetur né sumar Það sem mér kemur fyrst í hug af innlendum atburðum er alþingis- kosningamar í vor og aðdragandi þeirra er lang öflugasti stjóm- málaflokkur þjóðarinnar klofnaði. Beið hann afhroð í kosningunum mest vegna þess að stofnaður var nýr flokkur utan um persónulegan metnað eins manns. Þjóðin mun eiga eftir að gjalda fyrir, eins og þegar er farið að koma í ljós. Þá minnist ég einnig athyglis- verðrar hugmyndar sem fram kom á árinu um raforkusölu til Bretlands sem ég tel að athuga eigi mjög vandlega. Ekki veitir okkur af að nýta sem best allar auðlindir lands- ins. Af minnisverðum atburðum í minni heimabyggð kemur mér fátt í hug, enda ef til vill í lagi þegar haft er í huga að sagt er að engar fréttir séu góðar fréttir. Þó má Ágúst Blöndal minnast á að á árinu voru liðin 30 ár frá því Síldarvinnslan hf. í Nes- kaupstað, stærsta fyrirtæki lands- ins á sínu sviði, var stofnað. Virðist starfsemi þess ganga þokkalega um þessar mundir. Ekki má gleyma tíðarfarinu sem var allfrábrugðið því sem menn eiga að venjast. Segja má að hvorki hafí komið vetur né sumar á árinu. Af erlendum vettvangi er flestum sjálfsagt efst í huga leiðtogafundur- inn í Washington ásamt undirritun samninga risaveldanna um fækkun kjamorkuvopna og hið grimmilega stríð við Persaflóa. Þá er mér einn- ig minnisstætt að leiðtogi þjóðar, er heldur úti yfír eitt hundrað þús- und manna herliði til að heija á frumstætt bændaþjóðfélag í Afgan- istan, skuli hljóta samskonar friðar- verðlaun og þau sem Ólafur Ragnar Grímsson veitti viðtöku á árinu fyr- ir hönd þeirra samtaka er hann veitir forstöðu og kenna sig við baráttu fyrir friði í heiminum. Það segir kannski meira en mörg orð um þau friðarverðlaun og þau frið- arsamtök.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.