Morgunblaðið - 31.12.1987, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 31.12.1987, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 B 17 Módernisminn í hnotskurn Fyrirlestur Kenn- eths Frampton á Islandi eftir Börk Bergmann Sú umræða, sem staðið hefur yfír í undanfama tvo áratugi um bygg- ingarlist, bæði alþjóðlega svo og í staðbundnu samhengi í hinum vest- ræna heimi, hefur m.a. snúist um almennan skilning og merkingu ark- itektúrs nýja tímans (modem arch- itecture). Einnig hefur athyglin beinst að því fyrirbæri, er stöðluð ijöldaframleiðsla varð að sem tákn og ímynd iðnaðarþjóðfélagsins, sem opnað hefur um leið gáttina út í það óendanlega og virtist þannig geta af sér endalok landamarka hefð- bundins vestræns vistforms. Þessa umræðu má í raun rekja til upphafs sjötta áratugarins, þegar hollenski arkitektinn Aldo van Eyck setti fram gagnrýnishyggju sína, þar sem hann velti fyrir sér hvað fyrir- bærið „staður" gæti þá þýtt í þjóð- félagi nýja tímans. Van Eyck reyndi að takast á við stöðu mannsins innan iðnaðarþjóðfélags samtímans og hvemig geta þess þjóðfélags kynni að beislast í staðbundnu samhengi. Segja má, að van Eyck hafí verið að takast á við sama vandamál, í smærri mælikvarða, sem LeCorbusi- er, Gropius og Hilberseimer meðal annarra glímdu við aldarfjórðungi áður, það er að temja orku vestræns iðnaðarþjóðfélags og tjá breyttar aðstæður í nýjum vistformum. Þessir meistarar arkitektúrs nýja tímans tóku á málinu innan samhengis þeirra tíma, í útópískri mynd, þegar allt virtist mögulegt. Van Eyck sam- hliða bresku arkitektunum í Team X verkaði aftur á móti sem innri gagn- rýni á það, sem var að verða umhverfislegur sorgarleikur í upp- byggingunni eftir síðari heimsstyij- öldina. Það, sem þessum stefnum er sameiginlegt, er að þær glímdu við hlutlægar staðreyndir síns tíma í gegnum tjáningu lýmisskipunar byggingarlistarinnar (architectural syntax). Ef við á Islandi lítum aftur í sög- una, þegar þjóðfélag okkar „lenti á mölinni", má lesa sambærilegar að- stæður og annars staðar á Vestur- löndum, þótt andstæður hafí ekki verið hér eins skarpar. Andsvarið í því umhverfí, sem skapaðist á tíma- bilinu 1920—1960, þegar arkitektúr nýja tímans var í mótun á íslandi, var í samræmi við þessar aðstæður, þar sem viss söguleg raunsæisstefna virðist hafa ráðið ferðinni. Brautryðj- endastarf Sigurðar Guðmundssonar, samtímamanns Guðjóns Samúels- Kápusíða meginritverks Kenn- eths Frampton. „Lesendur eru hvattir til að hlýða á fyrirlestur Kenneths Frampton, sem kemur tii Isiands í boði Arkitektafélag’s Islands.“ sonar, var fylgt eftir af Gunnlaugi Halldórssyni, sem með sínum þolin- móðu, hógværu verkum skapaði vissa hefð á árunum 1930—1970. Við stöndum í þakkarskuld við hann að hafa getið af sér eiginlegt vist- form í samspili við loftslag, landslag og borgarmynd, sem lesa má m.a. í byggingum hans í Vesturbænum, í Laugarásnum og á Reykjalundi. Ýmsir sagnfræðingar okkar tíma hafa fengist við þessar brotalamir í sögu tuttugustu aldarinnar. í fyrsta lagi má nefna þá gildisbreytingu, sem varð á þriðja tug aldarinnar og svo það gildishrun, sem varð í byijun sjöunda áratugarins, eftir að kenn- ingar byggingarlistar nýja tímans hafa einfaldast, afmyndast og sogast inní hagkerfi, þar sem skammtíma- gróðasjónarmið réðu ferðinni. Sá afturkippur, sem þar af leiðandi kom í hugmyndafræði byggingarlistar og má lesa m.a. í verkum Roberts Vent- uri og Léons Krier og hefur ráðið ferðinni á áttunda áratugnum, „fræðilega" í gegnum skrif Charles Jencks, virðist nú daga uppi sem nátttröll; — einfaldlega vegna þess að tektónískt séð er litið fram hjá raunveruleika okkar tíma. Áhrif þessarar bylgju hafa gert það að verkum, að innri bygging er orðin svo til trénuð, útlit er orðið að sölu- vöru og þar af leiðandi er eiginleg rýmisskipan á hverfandi hveli. Kristín Reynisdóttir við verk sín en hún sýnir um þessar mundir í Hafnargalleríi. Sýnir í Hafnargalleríi KRISTÍN Reynisdóttir hefur opnað sýningu á skúlptúrum sínum í Hafnargalleríi, fyrir ofan Bókaverslun Snæbjarnar í Hafn- arstræti 4. Kristín er fædd 1961 og útskrif- aðist úr myndmótunardeild Mynd- lista- oghandíðaskólaíslands 1987. Sýningin í Hafnargalleríi er hennar fyrsta einkasýning en hún hefur áður tekið þátt í samsýning- um. Kristín stundar nú nám við Aka- demíuna í Dusseldorf. Morgrinblaöið/hjnilía. Gylfi M. Guðjónsson, varaformaður Trésmiðafélags Reykjavíkur afhendir Vigni H. Benediktssyni, framkvæmdastjóra Steintaks hf., og Kristjáni Snorrasyni, verkstjóra, viðurkenningu fyrir góðan að- búnað starfsmanna á vinnustað. Trésmiðafélag Reykjavíkur: Viðurkenning fyr- ir góðan aðbúnað Kenneth Frampton hefur þá sér- stöðu meðal fræðimanna nútímans, að sem menntaður arkitekt og eftir að hafa unnið sem arkitekt þá hefur hann getið af sér tektóníska gagn- rýnishyggju, þar sem byggingarlist er ekki hugleidd sem stíll, heldur sem hugmynd, sem er gróðursett í menn- ingarlegt samhengi. í þessu tilliti má vitna í lokakafla í meginverki hans, Modem Architecture — A Critical History: „Bygging af sinni eigin dyggð sem efíii og veruleiki getur ekki orðið til sem fyrirsláttur um framtíð, sem við viljum tryggja okkur að eilífu. Þessi bygging í sínum afstæða skilningi getur ekki annað, eins og aðrar verkfræðilegar gerðir, en verið til á sínu söguléga augna- bliki. Hennar hlutlæga hlutverk er raungering mannsins á þessu augna- •bliki. Viðfangsefni byggingarinnar felst ekki lengur í langtíma hugsjóna- verkefni aldar yísindanna, heldur í efnislegri samsetningu á því, sem gæti verið nefnt „staður" og í um- hugsun um þá uppgufandi menningu, sem örlögin hafa dæmt til skiptingar vinnunnar.“ Kennethh Frampton er fæddur í Woking, Surrey í Englandi 1930. Hann nam byggingarlist við Guildf- ord School of Art og Architectural Association í London. Hann hefur unnið sem arkitekt í Englandi, ísrael og New York. Hann hefur kennt við AA, Princeton University og síðast við Columbia Univesity, þar sem hann er deildarstjóri í arkitektúr síðan 1985. var einn af meðlimum hópsins, sem stýrði þeim þekkta skóla Institute for Architecture and Urban Studies í New York og rit- stýrði um tíma Oppositions, tímariti þess skóla. Greinar hans hafa birst í flestum helstu tímaritum í arkitekt- úr, svo sem Architectural Design, Lotus, Architectural Forum, Domus. Megin ritverk Kenneths Frampton eru Modem Architecture — A Critic- al History (Oxford University Press 1980), Modem Arehitecture and the Critical Present (Architectural Des- ign 52, 7/8 1982) og Modem Architecture 1851—1919/1920— 1945, (Global Architecture Docum- ent, Special Issue I (1981), II (1983).) — Á næstunni er væntanleg nýjasta bók hans Work, Labor and Architecture (Rizzoli Intemational, New York). Lesendur em hvattir til að hlýða á fyrirlestur Kenneths Frampton, sem kemur til Íslands í boði Arkit- ektafélags íslands að fmmkvæði undirritaðs, þann 5. janúar k. 20 í Ásmundarsal. Höfundur er prófessor íarkitekt- úr við háskólann í Montreal i Kanada. TRÉSMIÐAFÉLAG Reykjavíkur hefur veitt fyrirtækinu Steintak hf. viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað starfsmanna á vinnu- stað. Var viðurkenningin veitt vegna aðbúnaðar á fram- kvæmdasvæði fyrirtækisins við Faxafen 12 í Reykjavík. Við afhendingu viðurkenningar- innar kom fram í máli eins dómnefndarmanna að Steintak hf. ætti sérstakan heiður skilinn því aðbúnaður starfsmanna á öðmm framkvæmdasvæðum fyrirtækisins væri einnigtil mikillar fyrirmyndar. Við val þeirrar aðstöðu sem við-. urkenningin er veitt fyrir er tekið tillit til almenns ástands þess hús- næðis sem starfsmenn hafa til sinna nota. Þá er einnig tekið tillit til innréttinga, hreinlætisaðstöðu, lýs- ingar og hita, fatageymslna, kaffí- aðstöðu og þeirra þátta annarra sem áhrif hafa á velferð starfs- manna á vinnustað. Trésmiðafélag Reykjavíkur veitti þessa viðurkenningu nú í þriðja árið í röð. í ávarpi formanns félags- ins, Grétars Þorsteinssonar, kom fram að víða er aðstöðu starfs- manna í byggingariðnaði mjög ábótavant og sagði hann að það ætti sérstaklega við um smærri fyrirtæki. Vignir H. Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Steintaks hf., tók við viðurkenningunni fyrir hönd fyrir- tækisins og sagði hann að viður- kenning sem þessi væri sér hvatning. Það væri sjáifeögð skylda fyrirtækja að búa vel að starfs- mönnum sínum. Od PIOIMEER SJÓNVÖRP Landsmálafélagið Vörður heldur áramóta- spilakvöld sitt sunnudaginn 3. janúar 1988 í Súlnasal Hótel Sögu. Húsið verður opnað kl. 20.00. Glæsilegir vinningar. M.a. 2 farmiðar með Flugleiðum til Luxemborgar, bækur og matarkörfur. Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, flytur ávarp. Sjálfstæðismenn, fjölmennum. Landsmálafélagið Vörður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.