Morgunblaðið - 31.12.1987, Page 20

Morgunblaðið - 31.12.1987, Page 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 Wiliam Shakespeare (1564—1616). Þessi mynd birtist fyrst á titilblaði fyrstu heild- arútgáfu af verkum skáldsins árið 1623. Hnötturinn eða The Globe Playhouse, heimstákn sem Shakespeare visar óspart til í verkum sínum. (Öll veröldin er leiksvið_ o.s.frv.) James Burbage byggði þetta hús 1576 úr timbri, norðan við ána Thames. Það var tekið sundur 1598 vegna deilna um landareignina og sett saman á ný sunnan við Thames. Tákn leikhússins er Herakles með jarðarhnöttinn á herðum sér. Takið sérs- taklega eftir hringlaga þakinu sem var úr hálmi. Það slys átti sér stað á sýningu á Henry VIII árið 1613 að eldur úr fallbyssu lenti í háiminum og húsið brann til grunna. Það var endurbyggt á sama stað og gert alveg eins, nema hvað nú var þakið úr flisum. Shakespeare og „Rómeó og Júlía“ William Shakespeare lifði ekki lengi en hann skrifaði meira en flest- ir menn og sennilega betur. Rómeó og Júlía, sem íslenskir sjónvarpsá- horfendur fá að sjá í uppfærslu BBC á nýársdag, er eitt hans frægasta verk. Það var samið einhvem tíma fyrir 1597, en það ár kom verkið fyrst út á prenti. Textarannsóknir hafa síðan sannað að verk þetta er ■ með elstu verkum meistarans, og er þá aðallega miðað við þróunina í myndmáli skáldsins. Gömul saga í nýjum búningi Rómeó og Júlía er frægasta ást- arsaga sem flutt heur verið á leik- sviði, en samt er langt frá því að sagan sé frumleg og enn síður er hugmyndin öll Shakespeares. Því hagaði nefnilega þannig til á þeim árum þegar Shakespeare var að skrifa, að menn stálu hugmyndum og jafnvel heilu verkunum -hver frá öðrum blygðunarlaust, og komust upp með það. Það gekk meira að segja svo langt að höfundar gortuðu af því að hafa fengið vissar hug- myndir úr tilteknum bókum en ekki fundið upp á þeim sjálfír. Þannig fékk William Shakespeare hugmynd- ina að ástarsögunni um Rómeó og Júlíu frá gamalli sögu sem skrifuð hafði verið oft áður. Sagan um elsk- enduma tvo (þau nefndust Mariotto og Giannozza) var fyrst skrifuð af ítalanum Masuccio Salemiatano árið 1476 og margir ítalskir höfundar léku sér að þeirri hugmynd. Þá er fræg útgáfa sem Luigi da Porto skrifaði árið 1530 og er hann senni- lega fyrsti höfundurinn sem heldur því fram að sagan byggi á raun- verulegum atburðum i fymdinni. En nöfnum elskendanna hefur verið breytt, hjá da Porto kallast þau Romeo og Guilietta. En árið 1562, um það leyti sem Shakespeare fæddist, kom út á prenti langur Ijóðabálkur sem nefndist The Tragicall Historye of Romeus and Juliet eftir ítalska Ijóðskáldið Ban- dello í þýðingu Arthurs Brooke. Það var til þessa ljóðabálks sem Sha- kespeare leitaði einhvem tíma eftir 1590, sennilega 1595, þegar hann samdi harmleikinn um Rómeó og Júlíu. En Shakespeare var vitanlega meira skáld en svo að hann tæki eldri sögur upp hráar og setti þannig í sín verk. Honum nægði hugmyndin ein; af henni fæddist ódauðlegt lista- verk. Við skulum skoða nokkrar helstu breytingamar sem Shakespe- are gerði, en fyrst er það söguþráður- inn fyrir þá sem ekki þekkja hann: Tveggja elskenda ljóð Leikritið hefst á því að haldinn er ' dansleikur hjá Kapúlett fj'ölskyld- unni, en á milli hennar og fjölskyldu Rómeós, Montag, hefur lengi ríkt óvinskapur. Rómeó fer grímuklædd- ur á dansleikinn og verður ástfanginn af Júlíu Kapúlett. Um nóttina, undir svölum herbergja hennar, heyrir Rómeó hana játa sér ást sina og fær hana til að samþykkja að þau gifti sig leynilega. Daginn eftir em þau gefín saman af bróður Lárens, sem vill binda enda á óvinskapinn. Það næsta sem gerist er að Merk- útsíó, vinur Rómeós, og Tíbalts, frændi Júliu, lenda í harkalegu rifr- ildi og grípa til vopna. Merkútsíó deyr og Rómeó drepur Tíbalt, og er sendur í útlegð fyrir vikið. Skömmu síðar krefst fjölskylda Júlíu þess að hún giftist París, ungum aðals- manni, frænda furstans. Hún leitar ráða hjá bróður Lárens er ráðleggur henni að taka inn eitur nóttina fyrir brúðkaupið sem veldur dásvefni. Öll áform fara síðan út um þúfur og þegar Rómeó kemur til að sjá Júlíu í hinsta sinn hittir hann París og þegar Júlía vaknar úr dáinu og sér hvað hefur gerst stingur hún sig til bana. Helstu breytingamar sem Shake- speare gerði eru þessar: a) Brooke leyfði þessum ungu elskendum að tutla við ást sína í tæpt ár en Shake- speare dregur siiguna saman og lætur hana gerast á fjórum dögum; vitanlega til að leggja meiri áherslu á ungæðishátt og hrifningarhæfi- leika krakkanna. b) París, sem er mikilvæg persóna þótt hann sé alltaf í bakgrunninum, og á að giftast Júlíu, kemur að gröf hennar aðeins í meðfömm Shakespeares. c) Merk- útsíó verður að stórri persónu í höndum Shakespeares. Hann er fyndnasti kjafturinn í öllu verkinu, jafnvel á dauðastundu, og er algjör andstæða Rómeós. d) Mjög mikil- vægt er að Shakespeare gerir Júlíu yngri en allir aðrir sem um hana skrifuðu. Brooke segir hana 16 ára en Shakespeare leyfír henni að vera aðeins fjórtán, og er það væntanlega í samræmi við markmið hans að kynda undir óslökkvandi ástarelda unglinga eins og Rómeós og Júlíu. Hnötturinn William Shakespeare (fæddur 1564) kom fram á sviðið sem leikrita- höfundur árið 1592, var þá í kynnum við frægan leikara, Edward Alleyn. Marlow, Greene og Kyd vom mestu og vinsælustu leikritaskáldin og stældi Shakespeare þá óspart í upp- hafí. Hann félck inngöngu í leikflokk sem Jakob Burbage átti og rak, en sonur hans, Ríkarður, átti eftir að leika öll helstu hlutverkin sem Sha- kespeare skapaði. Ekki leið á löngu þar til Shake- speare gerðist meðeigandi að leik- húsi, þar sem sýnd vom hans eigin leikrit jafn óðum og hann lauk við þau, sem og annarra verk. Þetta leik- hús nefndist Hnötturinn. Fyrstu tíu árin samdi Shakespeare aðallega glaðvær verk, orðaleiki um ástarbrellur eins og Love’s Labor’s Lost, As You Like It, Skassið tamið; ljóðræna ævintýraleiki eins og Draum á Jónsmessunótt; en einnig dökka harmleiki á borð við Ríkarð þriðja og Rómeó og Júlíu. En eftir 1600 kveður við annan tón. Þá er heimssýn meistarans orðin ærið dökk og hver harmleikurinn rekur annan; það er eins og skáldið sé orðið beiskt og opni áhorfendum sína svörtu, stórbrotnu sál. En best er að enginn veit hvemig á þessu stendur. Hnötturinn var vinsælt leikhús á tíð Shakespeares og verk hans með þeim vinsælli. En skáldið gleymdi aldrei að hann átti í hatrammri sam- keppni við önnur leikhús, og beitti hann öllum tiltækum ráðum til að laða áhorfendur til sín. Umdeildur var hann alla jafnan og samtíðar- menn hans ekki á eitt sáttir um snilld hans. Hann átti j að (.1 að smjaðra fyrir kóngum og greifum og öðrum áhrifamönnum; :em sagt tækifærissinni. Segja má að hróður hans aukist með hveiju árinu sem líður frá dauða hans 1616. Fyrsta heildarsafn verka hans kom út á prenti 1623 en prent- arar stálu öllu sem þeir gátu; höfundarréttur þekktist ekki þá. Áður en Dryden birti Essay on Dra- matác Poetry árið 1668 hafði heildarsafn skaldsins verið prentað þrisvar. Shakespeare var ekki lengur nútímaskáld en samt ekki enn sígilt. Það gerðist ekki fyrr en 1709 þegar Nicholas Rowe gaf út fyrsta vandaða heildarsafn skáldsins; honum leyfðist jafnvel að bæta við og strika út orð. Þar með hófst skriðan: Allir sem töldust til skálda og allir sem þóttust hafa vit á skáldskap og leiklist skrif- uðu býsnin öll um Shakespeare og verk hans. Colridge setti hann á goða stall, og þar er hann enn. Af skáldlegn máli Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir þeirri leikhúshefð sem William Shakespeare bjó við og hlúði að. I stuttu máli, það sem skipti máli var tungumálið sjálft. Leiksvið- ið var lítið og opið undir berum himni eins og grísku leikhúsin fomu og snautt af munum, leikaramir klædd- ust engum skrautbúningum, karlar léku öll hlutverk því ekki þótti sæma að konur stigju á svið, og sjaldan gert hlé milli atriða. Aðeins var hægt að sýna á sumrin og hófust sýningar venjulega klukkan 3 e.h. Leikhús nú á dögum á ekki ýkja margt sameigin- legt leikhúsi Shakespeares, nema innri starfsemi þess er ávallt hin sama. Þess vegna voru leikrit þrang- in meiri orðkynngi en við eigum að venjast nú á dögum, leikrit fyrri tíma voru fyrst og síðast orð. Textinn, sem leikarar fluttu, sagði ekki aðeins hvað persónum bjó í huga, heldur einnig hvemig aðrar persónur litu út, hvemig fatnaði þær klæddust o.s.frv., eða eins og Helgi Hálf- danarson, snjallasti þýðandi Sha- kespeare-v rka segir á einum stað. „En snjöllu leikskáldi var lagið að birta neð orðunum einum margt það sem nútímahöfundar eiga undir tjaldamáluranum og ljósameistur- um.“ William Shakespeare var skálda færastur á þessu sviði. Frægð hans byggir ekki endilega á efninu sem hann valdi verkum sínum, heldur miklu fremur því skáldlega máli sem hann óf inn í þau. Með því að rýna í skáldlegt mál (imagery) Shake- speares hafa fræðingar eins og Spurgeon og Clemen skipt ferli Sha- kespeares í þijú skýrt afmörkuð skeið: Fyrsta skeið: Fýrstu árin sem hann skrifaði, en í þeim verkum er skáld- lega málið hreint og klárt skraut, sjálfstæðar myndir birtast eins og þramur úr heiðskíra lofti og mætti auðveldlega sleppa án þess að skaða heildarmyndina. Höfundur er sem sagt alltof áberandi meðvitaður um að hann er að mála með orðum. Leikrit einkennandi fyrir þetta skeið era Henry VI, The Comedy of Err- ors, Love’s Labor’s Lost. Annað skeið: Sömu einkenni og áður en nú dregur úr þeim; skáldleg tilþrif stinga enn í augu, við kom- umst ekki hjá því að taka eftir þeim vegna þess hve fyrirferðarmikil þau era. En Shakespeare byijar á því að ljá hverri persónu sérstök einkenni fyrir tilstilli skáldlegs máls. Einkenn- andi fyrir þetta skeið era Ríkarður þriðji, Júlíus Sesar og Rómeó og Júlía. Þriðja skeið: Fullkomnunin. Æf- ingin skapar meistarann og eftir 1600 hefur Shakespeare náð full- komnun í listgrein sinni. Mjmdmálið í meistaraverkum hans, Hamlet (1601), Othello (1602), Lé konungi (1605), Macbeth (1606) og Antony and Cleopatra (1607) fellur svo listi- lega inn í textann og hæfír svo persónunum að það er ærið verk fyrir æfðustu menn að greina það sundur. Ekki raunsæis verk Eitt orð um Rómeó og Júlíu að lokum. Það er ekki raunsæis verk. Langt í frá. Shakespeare hafði sjaldnast áhuga á raunsæi enda var ekki búið að fínna upp það hugtak á hans dögum. Hann var það mikið skáld að honum hefði vafalítið dauð- leiðst það. Við megum ekki leggja til atlögu við verk hans með sama hugarfari og við lesum nútímaskáld- sögu eða horfum á nýtt leikverk. Shakespeare reyndi ekki einu sinni að segja heilsteypta sögu og hann nennti ekki að eltast við óþarfa smá- atriði. Þess vegna sjáum við engar ítalskar hefðir eða siði í Rómó og Júlíu, enda þótt sagan eigi að vera ítölsk og gerast á ítalskri grand. Shakespeare lætur meira að segja Merkútsíó gera stólpagrín að ein- vígjum að hætti Flórensbúa! Sha- kespeare hafði ákveðin áhrif í huga þegar hann samdi verk sín, alveg eins og Poe þegar hann skrifaði smásögur; og hann beitti öllum ráð- um til að ná f»essum áhrifum fram. Og er okkur ekki óhætt að fullyrða að honum hafí tekist það? HJÓ Ástarjátning Júlíu: Lat hniga tjald þitt, ástum náðug nótt, svo lokist ágeng augu, og Rómeó öruggur, óséð, ílýi mér i faðm Ástin sér til að annast sína dul við eigin ijóma, og eins eí hún er tlind fer nóttin benni tezt. Eom biíða nótt sem grandvör hefðarkona í svertum klæðumi kenn mér að tapa í leik sem ég hef unmð. par sem ósnortin æska er að veði! hvl þmni dökku blæju blóðs míns funa sem brennur mér í kinn, unz þrá min vogar að.kalla ástar djörfung hrema dyggði Eom nótt! með dag um nótt! - þvi Rómeó mun hvila á svörtum svifvæng næturinnar bjartari en snjór á hrafnsins ham Ó kom þú milda nótt! kom blið og dökk á brá! gefðu mér Rómeói þú mátt þíggja hann aftur þegar hann deyr og gera úr honum stjörnur (Helgi Hálfdanarson þýddi.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.