Morgunblaðið - 31.12.1987, Side 23

Morgunblaðið - 31.12.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 B 23 Salmon- ellan í nær öllum matvælum MIKIÐ hefur undanfarið verið rætt og ritað um salm- onellu i matvælum. I Banda- ríkjunum hefur George A. Schuler, matvælafræðingnr við Georgia-háskóla bent á, að salmonella sé alls staðar í umhverfi okkar, jafnvel í loftinu, sem við öndum að okkur. Hann segir salmon- ellu vera í matvælum í matvöruverslunum og sann- leikurinn sé sá, að gerillinn hafi alltaf verið til staðar. Sérhver matvara, sem á uppruna sinn í dýrum eða hafi verið ræktuð í jörð, geti borið salmonellu. í grein í tímaritinu Poultry International segir Schuler meðal annars: Þama er um að ræða hvers konar kjöt, þar á meðal af fugli, svo og ávexti og grænmeti. Jafnvel matvæli, sem sjaldnast eru sett í sam- band við salmonellu, eins og súkkulaði og mjólk, eru ekki undanþegin. „Við verðum að sýna varkárni í meðhöndlun á mat, þar sem allur matur inni- heldur gerla. Þess vegna skemmist matur. Sem betur fer er fjöldi salmonellagerla í mat agnarsmár miðað við fjölda annarra gerla, sem em til stað- ar,“ segir Schuler. I matvælaiðnaði er reynt að halda gerlafjöldanum niðri. Staðreyndin er samt sú, að matur, sem við neytum á heim- ilum okkar eða á veitingahús- um, hefur þessa gerla í sér. Hvað er þá til ráða? Schuler leggur til, að neytendur hafi eftirfarandi atriði í huga: • 1. Salmonellagerlar drep- ast við venjulega suðu mat- væla, eins og aðrir gerlar. • 2. Matvælin geta mengast á ný í eldhúsinu. Ekki er rétt að nota sama skurðbretti, borð eða hníf við soðinn mat og not- uð voru við hrámatinn. Mikil- vægt er að þvo sér hendur eftir meðhöndlun á hrámat, sem verður soðinn — áður en farið er að fást við annan mat, sem ekki verður soðinn, t.d. salöt. • 3. Gerlar §ölga sér fljótt í hita, sem er meira en 4,4 gráður C. Mikilvægt er að halda matnum köldum. Forðast ber að þíða frosinn mat með því að setja hann inn í vaskinn eða hafa hann á eldhúsborði yfir nótt. Best er að láta hann þiðna í kæliskápnum. • 4. Mikilvægt er að þvo ávexti og grænmeti rækilega, áður en það er borið fram. „ÉG ÞARF AÐ GETA---------------- SHTIÐ LENGI ÁN PESS AÐ ÞREYTAST. JÓHANN HJARTARSON stórmeistari. D^SERT Fagrar línur manns- líkamans eru sígilt yrkisefni mætustu lista- manna sögunnar. Þá listrænu hugsun sem birtist í meistaraverkum þeirra er einnig aö finna í hlutum sem viö höfum gagn af á hverjum degi. [ hönnun DRABERT stólanna heldur þessi hagnýta og listræna hugsun áfram. Þannig stuðla þeir að betri heilsu, aukinni vellíöan og meiri afköstum. Sá sem í þeim situr getur setiö lengi og liðið vel. Hallarmúla 2, sími 83211 Bon Giomo - við erum byrjuð að œfa ítölskuna, fyrir áœtlunarflugið til Mílanó. AUGLÝSINGASTOFA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.