Morgunblaðið - 31.12.1987, Síða 24

Morgunblaðið - 31.12.1987, Síða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson ÁriÖ sem er að líÖa Það er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg, svona á síðasta degi ársins og athuga atburði ársins með tilliti til stjömuspeki, Spennandi ár Síðastliðinn janúar var sagt I þessum dálki að árið kæmi til með að einkennast af breytingum og byltingum. Talað var m.a. um sögulegar kosningar og í kjölfarið nýja stjóm og breytingar á flokka- og stjómkerfi. Sagt var að árið yrði spennandi. Sögulegt ár Þegar litið er til baka verður ekki annað hægt að segja en að árið 1987 hafi verið sögu- legt og spennandi. í fyrsta lagi féll stjóm Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í kjölfar óvæntra atburða er Sjálf- stæðisflokkurinn klofnaði og stofnaður var Borgaraflokk- ur. Síðan fylgdi eins og alkunna er stjóm þriggja flokka sem áður höfðu aldrei myndað stjóm allir saman. Óvissa Ég ætla ekki að rekja hér atburði sem flestum er í raun kunnugt um. Það er hins veg- ar greinilegt að Úranusi, sem var sterkur á þessu ári, hefur fylgt óvissa, rótleysi og svipt- ingar hvað varðar stjómun landsins, en jafnframt róttæk uppstokkun á fjármálakerfi og almennar breytingar á hugsunarhætti Islendinga og íslensku þjóðfélagi. Breyting- ar sem reyndar standa enn yflr. Venus Á árinu voru sterkar afstöður á Venus, fyrst frá Úranusi og síðán frá Satúmusi. Venj- an er sú að Venus er talin standa fyrir samskipti, ást og vináttu og einnig fegurðar- skyn í kortum einstaklinga og að einhveiju *marki fyrir gildismat og flármál. í þjóðar- stjömuspeki er sagt að Venus sé táknræn fyrir almenn sam- skipti manna á meðal, en einnig fyrir listamenn og list- framleiðslu og síðan fyrir flármál. Fjármál Það sem ég persónulega hef lært einna mest hvað varðar yfirstandandi ár er að afstöð- ur á Venus í íslenska kortinu höfðu einna mest með fjármál að gera. { október, þegar Úranus fór í mótstöðu við Venus, urðu hér sprengingar vegna Útvegsbankamálsins svokallaða, þegar til tals kom að selja bankann. Á sama tíma áttu sér stað töluverðar umræður um breytingar á innlendum fjármagnsmarkaði og bankakerflnu almennt. ListiðnaÖur Þegar Satúmus fór síðan í mótstöðu við Venus í lok nóv- ember og desember fór dollarinn að falla og byijað var að tala um fjárhagslegan samdrátt. Einnig er athygl- isvert að á þessum tíma var mikið rætt um samdrátt í íslenskum fataiðnaði og reyndar urðu nokkur fyrir- tæki gjaldþrota um það leyti og róttæk uppstokkun gerð á öðrum. Þetta átti sér stað í þeim geira iðnaðar sem teng- ist tísku og um leið listrænni hönnun. Fjáröflunarkerfi ríkisins Að lokum má geta þess að í desember, þegar Úranus var bæði í mótstöðu við Venus og Sól, var gerð ein róttæk- asta kerfísbreytingin síðan 1961, svo vitnað sé I orð fjár- málaráðherra. GRETTIR ML)HPU,GR.E\T]R,Ae> TIL AÐ VfeRA 6ÖPUR.VBIÐIMAÐUR pARF pOLIN- /UÆÐI TIL AÐ SITJA KYRR KLUKKÚ- STUHPUM X"'/? dStA 7-30 SMÁFÓLK Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það er algengt að menn fylgi þeirri reglu að spila út flórða hæsta gegn grandsamningum. Margir gera það af gömlum vana, án þess að vita nákvæm- lega hvers vegna, hvað þá að menn geri sér grein fyrir því af hveiju þessi útbreidda venja er nefnd „ellefu-reglan". En þessi er ástæðan: Ef félagi útspilarans dregur tölugildi útspilsins frá tölunni 11, fær hann út fjölda þeirra spila fyrir ofan útspilið, sem eru í blindum, á hans eigin hendi og hjá sagnhafa. Þannig getur hann oft reiknað út hvað sagnhafi er með í viðkomandi lit. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ K92 V85 ♦ K643 ♦ K765 Vestur ♦43 VA107632 ♦ 95 ♦ D109 Suður ♦ ÁG5 ♦ K4 ♦ Á102 ♦ ÁG843 Vestur Norður Austur Suður - -1 grand Pass 2grönd Pass 3grönd Pass Pass Pass Vestur er dyggur fylgisveir.n 11-reglunnar og spilar því úr hjartasexunni, fjórða hæsta. Austur lætur gosann og suður drepur á kónginn. Spilar síðan laufí á kóng og meira laufi. Ef austur er vakandi getur hann reiknað út að sagnhafi á ekkert bitastætt eftir í hjartanu. Með því að draga tölugildi út- spilsins, eða 6, frá 11, kemst hann að því að 5 spil eru fyrir ofan sexu á höndunum þremur. Eitt er í blindum, hann átti sjálf- ur upphaflega 3 og sagnhafi hefur sýnt kónginn. Þar með er ljóst að hjartaliturinn er renn- andi og óhætt að upplýsa makker um það með því að kasta hjartadrottningunni í síðara laufið!! Vömin ætti þá ekki að vefjast fyrir honum. Austur ♦ D10876 ¥DG9 ♦ DG87 ♦ 2 SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu í Moskvu í sumar kom þessi staða upp í skák alþjóðlegu meistaranna Vyz- manavin, Sovétríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Davi- es, Englandi. Hvítur hefur fómað drottning- unni og báðir eru með hættuleg fripeð. Sovétmanninum tókst nú að finna þvingaða vinningsleið. 35. Ra7+! - Kb8, 36. Hd8+! - Kxa7, 37. Hxe8 — De6 (Svartur gat ekki komið í veg fyrir hvítur fengið nýja drottningu) 38. Ha8+ - Kxa8, 39. Hd8+ - Ka7, 40. e8=D - Dh6, 41. Ha8+ - Kb6, 42. a5+ - Kc7, 43. Hc8+ - Kd6, 44. Hd8+ og svartur gafst upp, því hann er mát í næsta leik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.