Morgunblaðið - 31.12.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 31.12.1987, Síða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 ] Hvað segja stjörnur 2l,mars-19,apríl Hrúturinn er metnaðargjam og viljasterkur, en upp á síðkas- tið hefur hann verið í nokkrum vafa um, hvaða leið skuli valin, eða hvort eigi að halda sér við það sem er. En hrúturinn er uppáfínndingasamur og snjall og ákveði hann að beina orku sinni inn á framandlegar brautir, bendir margt til að honum lánist að koma því fram sem hugurinn stendur til.Hrútar vita fátt verra en hjakka í sama farinu og því er áreiðanlega hollt þeim mörgum að íhuga nú sinn gang. Svo virðist sem íjármálin verði í góðu horfí, og væri þá ráð að reyna að leggja eitthvað til hliðar til magurri ára. Skynsamleg- ar fjárfestingar eru ráðlagðar, en hrútar ættu samt að leita til sér færari manna, þar eð reiða og skipulag á peningamálum eru ekki þeirra sterka hlið. Vonbrigði eða breytingar í ástamálum hjá mörgum hrútum hafa orðið því þungbærar síðustu mánuði. En úr tilfínningakrögg- unum verður að brjótast og væntanlega er það best gert með einmitt því sem var íað að í byijun ; að leita að nýjum farvegi fyrir hæfíleika sína. Hrútar ættu að forðast að steypa sér út í tilfinningasambönd, fyrr en þeir hafa komist sæmilega frá því sem lokið er. Aftur á móti geta ýmsir hrútar, sem fínnst þeir hafa verið í hálfgerðri lægð á árinu, kynnst aðilum, sem þeir tengjast sterk- ari böndum en áður. Maí er hagstæður til ráðagerða sem varða framtíðarsambúð. Hrúturinn hefur ekki sýnt þá sinnu og hugulsemi á árinu, sem er honum þó eiginleg. Hér er átt bæði við fjölskyldu 0g starfs- félaga. Úr því ætti að bæta. Sköpunarþrá hrútsins er lífleg á árinu og geta hans til að tjá sig .' Með þeirri hugarfarsbreytingu og sjálfsendurmati sem minnst hefur verið á, lítur út fyrir, að gott ár fari í hönd hjá hrútnum. 20.apríl-20.maí Fastheldni og tryggð nautsins gera það að verkum að því reyn- ist ekki auðvelt að segja skilið við fortíðina. En geti nautið það má vænta þess að árið verði uppfullt af skemmtilegum uppákom- um og það er engu líkara en mörg naut gangi í endumýjun lífdaga. Ákefð og ævintýraþrá koma þá upp á yfírborðið, að ekki sé nú talað um að rómantíkin er ekki langt undan. Ef um óbundið naut er að ræða gæti það kynnst ástipni sinni og úr orðið hjónaband. Naut í hjónabandi upplifa á ný góðar og gamlar kenndir, sem eitt sinn gáfu hjónabandinu líf og lit, en hafa verið að mást út með árunum. Eftir fyrstu þijá mánuði ársins eru teikn á lofti um spenn- andi ferðalög, sem tengjast námi eða starfí viðkomandi nauts. Er þá um að gera að njóta þess til fullnustu. Hvað varðar starfíð getur þar brugðið til beggja vona. Sum naut eru forkunnargóðir starfsmenn og samviskusemi nautsins er við brugðið. En þetta er þó ekki algilt og því gætu þeir sem eru fæddir fyrst í nautsmerki og svo síðast, lent í nokkrum vanda á vinnustað. Þeim finnst sennilega á rétt sinn gengið eða þeir ekki metnir að verðleikum og bregðast hinir verstu við. Þetta mál getur leyst farsællega svo framarlega að nautin hemji erfiða lund sína. Með næsta hausti verða einhvers konar skil. Nautið þarf þá að endurmeta sjálft sig með tilliti til þeirra breytinga. Þó að nautið sé jarðbundið og í eðli sínu íhaldssamt hefur það nægi- lega greind til fást við það með góðum árangri. Svo virðist sem nautsforeldrar sýni börnum sínum á stundum ekki nóga athygli og yfírborðsmennska sem í flestu öðru er naut- inu ógeðfelld, setji stundum svip á sambúð nauts og bama þess. Þetta mætti hafa í huga. 21.maí-20.júní Á árinu 1988 ætti tvíburinn að hægja á sér, skyggnast um og íhuga með sjálfum sér, hvort frelsi og sjálfstæði er endilega það sem gildir. Tvíburinn þarf á meiri kyrrð að halda, öryggi og hlýju eftir töluverðar sviptingar á síðasta ári. Samt skyldi tvíburinn ekki örvænta þótt hann hafí á tilfínning- unni, að hann ráði ekki fram úr öllu í einum hvelli. Tvíbura hættir til að taka allt of alvarlega og oft skortir á að hann sjái björtu hliðamar, að ekki sé nú talað um þær bráðskemmtilegu. Einhver stöðnun hefur fylgt í kjölfar átaka og sviptinga síðasta árs og það væri æskilegt að losna úr því ástandi. Stjömumar gefa til kynna, að fjárhagsvandræði geri vart við sig í febrúar, en þau eru ekki jafn slæm og lítur út fyrir í fyrstu. Með góðu skipulagi er unnt að kippa því í lag. Fólk í þessu merki skiptist af eðlilegum ástæðum í ólíka hópa, en ekki nóg með það; í hveijum tvíbura er margslungnari og flóknari manneskja en í öðrum merkjum, kannski að fískum undanskildum. Verðmætamat og ákveðin lífsþægindagræðgi mega aldrei verða ráðandi hjá tvíbura, því að öfgamar verða of miklar til að hann hafí þá vald á sjálfum sér og ýmsu í umhverfinu. Tvíburi hefur oft nokkuð skakka sjálfsmynd - og er raunar ekki einn um það - og fínnst sem aðrir kunni ekki að meta kosti hans. Úr þessu getur orðið hálfhvimleitt píslarvætti eða beiskja, sem gera síðan ekki samskiptin við aðra auðveldari. Tvíburi skyldi gefa gaum að þessu. Ef allt fer að líkum gæti rómantíkin blómstrað hjá þeim sem eru óbundnir og það lítur út fyrir að mars, ágúst og desember verði einkar gleðilegir hvað þetta varðar. Ef tvíburi þarf að takast á herðar einhveijar íjárhagsskuld- bindingar, ætti að bíða með það fram á vorið. Fjölskyldumál tvíbura era undir því komin, að hann sýni meiri vinsemd og hlýrra viðmót. Þá gæti tvíburinn einnig uppskorið ríkulega. Krabbinn 21.júní-22.júlí Krabbinn er í essinu sínu á komandi ári. Hann losar um höml- ur og ákveður að færa út sitt landakort. Hann sýnir áræðni og dirfsku, og það verður honum til góðs og gagns. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að endalaus tillitssemi við ákveðna aðila er yfírdrifín og er heldur ekki alltaf til hins betra. Krabbanum hættir til að verða of háður öðram, en það er sem sagt útlit fyrir að hann reyni að sýna sjálfsstæði og snerpu, sem kemur ýmsum á óvart. Ferðalög virðast vera á dagskránni á árinu og gætu orðið krabbanum hin ánægjulegustu, fyrir utan að hann gæti komist í kynni við fólk sem ávinningur væri fyrir hann að umgangast og þroskandi fyrir hann sem manneskju. Ástamálin era í biðstöðu í upphafí ársins. En það gæti farið að færast fjör í leikinn, þegar kemur fram i mars. Krabbinn kynnist nýjum aðila, en gamalt ástarævintýri sem ætti að vera Iöngu úr sögunni gæti raskað ró hans. Þá reynir á að krabbinn sýni dómgreind og raunsæi. Vegna áhrifa Júpiters fyrri hluta ársins getur krabbinn búist við velgengni í starfí og það gætu boðist möguleikar, sem væri ekki rétt að hafna. Að minnsta kosti ekki fyrr en að yfirveguðu máli. Þó að þessir nefndu möguleikar eða tækifæri verðt varla í boði fyrr en seinni hluta ársins er greinilegt að umsvifín á öllum sviðum eru mikil og örvandL Krabbinn á því skemmtilegan tíma í vonum, en að vísu með því fororði, að hann standi fast á sínu og dragi ekki í land með dirfsku og nýjar hugmyndir, sem minnst var á í upphafí. Ljónið 23.júlí-22.ágúst Margt bendir til að ýmsum ljónum skili dijúgum áfram á framabrautinni á nýju ári. Ljónin ættu þó hafa hugfast, að ekk- ert kemur fyrirhafnarlaust upp í hendumar á þeim og þau verða að leggja sig fram sjálf. Ljónum hættir til að gleyma að kapp er best með forsjá og þau verða því að beita sig meiri aga. Mæti ljón andstöðu hættir því til að vilja hlaupa í felur - ekki beinlínis af hugleysi - miklu fremur mætti segja að þau kjósi að forðast örðugleikana. Stundum stafar það beinlínis af leti. Svo eiga þau til að vinna af slíku offorsi inn á milli, að þau sjást ekki fyrir og dómgreindin fer þá fyrir lítið. Einhveijar flækjur í tilfínningalífínu hafa verið að angra sum ljón en úr þeim fer að greiðast í febrúar, þegar Úranus, Satúm- us og Mars fara úr fímmta húsi, en það stýrir ástamálunum hjá ljónum. Vegna snöggra skapbrigða ljóna lenda þau oft í deilum við undirmenn, ef þeir era stjómendur og við yfírmenn, ef þau era venjulegir blýantanagarar. Ljón skyldu athuga, að stundum þarf að hugsa áður en talað er og jafnvel þurfa ljón, þótt spök og vís séu, stöku sinnum að ráðfæra sig við aðra, áður en þau taka ákvarðanir. Eftir því sem best verður séð er hagstæðasti tími næsta árs frá því í mars og fram í júlí, en þá er Júpiter að fara um sólar- hús það, sem stýrir starfsgetu eða starfsframa. Ljónið hefur alltaf einhver ósköp á pijónunum. Á nýja árinu bjóðast ýmsir möguleikar -til að gera áform að veraleika. Það gæti einnig aukið tiltrú annarra á ljóninu. Það er ekki alveg nóg að hann hafí hana. í einkalífi sínu þarf ljónið að stokka upp spilin og á það bæði við gift Ijón sem ógefín. Meyjan 23.ágúst-23.september Rómantík, ævintýri og aukið olnbogarými virðast setja svip á komandi ár hjá meyjunni. Til þess þarf meyjan að vísu að beita sjálfa sig átaki til að losa sig úr viðjum vana, en það gæti verið þess virði. Og hún ætti að grípa tækifærin sem bjóðast tveim höndum. Meyjan er alltaf gagnrýnd fyrir smámunasemi, nöldur og útá- setningar og ekki alltaf með réttu. En nú lítur út fyrir að meyjan sé að ganga inn í ákveðið frelsunartimabil og sjaldgæft að ró- mantíkin skipi svona stóran sess hjá henni og stjömumar segja að geti verið í vændum 1988. Þegar Júpiter fer í nautið í febrúar getur meyjan verið í sterkri aðstöðu til að koma fram ýmsum málum, sem henni era hugleikin. Þá er átt við heimavígstöðvar jafnt sem í öðra starfi. Útlit er fyrir að lánið sé með meyjunni fram í júlí, hvað þessu viðkemur. Þar með er ekki sagt, að allt fari að snúast á ógæfu- hliðina, fjarri því. Á hinn bóginn verða þá nokkrar breytingar í umhverfi meyjarinnar, sem gætu valdið henni áhyggjum um stund. Nokkurt kæraleysi hefur einkennt gerðir meyjarinnar í sam- bandi við persónuleg mál, en að þeim skyldi hugað af fullri einurð og horfst i augu við vanda. Ekki er ástæða til að gera vandamálin óviðráðanlegri en nauðsynlegt er. Meyjan er í góðu vinnuskapi á árinu 1988 og skapandi hug- myndir og fijóar skyldu nýttar til hins ítrasta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.