Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 B 27 nar um árið 1988? Vogin 23.september-22.október Ástin, fegurðin og listin eru á dagskránni á árinu. Breytingar eða einhvers konar aðlögun vegna persónulegra mála eru nánast óhjákvæmilegar, en það leiðir að lokum til meiri rósemdar og gleði. Leyndir hæfileikar vogarinnar njóta sín betur en áður. Giftar vogir ná jákvæðara sambandi við maka sína og var sums staðar tími til kominn. Voginni er ekki lagið að vera ein, hún þarf á félagsskap að halda. Samkvæmt því sem stjörnur segja er útlitið hið ánægjuleg- asta hvað þetta snertir. Voginni er margt betur gefið en vera skjót að taka ákvarðan- ir. Hún telur það sjálf til kosta og segir það benda til hæfileikans að sjá margar hliðar á hverju máli. En þessi óákveðni getur stund- um gert voginni lífið óþarflega flókið. Ef vogin nýtir hins vegar ályktunargáfu sína ætti henni vitanlega að skiljast að það er eitt að vera víðsýnn og annað að vera einlægt á báðum áttum. Þetta á meðal annars við varðandi breytingu á högum sem verður hjá mörgum einstaklingum í merkinu á árinu. Það er að segja ef þeim tekst að ákveða sig. Þetta gæti svo aftur leitt til mjög ánægjulegs árs, með næga tilbreytingu og nýstárleg atvik. Minnst er sérstaklega á febrúar og nóvember í spádómum fyrir nýja árið. Vogin kynnist fólki sem gæti síðar skipt hana miklu. Vogin er viðkvæm, blíðlynd og hjálpfús. Allt sem er gróft og hamslaust særir hana djúpt. Á hinn bóginn má stundum leysa slík mál með því að hætta umgengni við aðila, sem trufla sálar- frið vogarinnar. I fæstum tilfellum er heldur þess virði að púkka upp á geðstirt og sjálfumglatt fólk. Vogin ætti að sjá það. Ferðalög ætti vogin að láta að mestu bíða til næsta árs, enda umsvifin ærin á komandi mánuðum. Sporðdrekinn 24.október-22.nóvember Árið lítur ósköp notalega út í bytjun, en einhveijar deilur kynnu að koma upp við náinn ættingja. Slíkt má leysa. I febrú- ar virðast ýmsar breytingar vera á döfinni hjá sporðdrekanum. Það er gott og blessað, en allt þarfnast undirbúnings. Þau nýju verkefni og tækifæri sem sporðdrekanum bjóðast á árinu eða hann sækist sjálfur eftir gætu orðið til að örva mjög sköpunarg- áfu hans. Peningamálin eru viðráðanlegri nú, en ekkert skyldi tekið sem sjálfsagður hlutur, því er ástæða til aðgæslu. Ókyrrð sporðdrekans og varfæmi gagnvart öðrum bakar erfið- leika á stundum og veldur honum hugarangri. Ekki svo að skilja að sporðdrekinn vilji ekki vera einlægur, en það vefst fyrir hon- um að bera fullt traust til annarra. Síðasta ár hefur boðið upp á margþætta reynslu, og sporðdrek- ar ættu á nýju ári að geta fært sér hana í nyt. Samt mega sporðdrekar varast að vera ekki of einráðir og stjómsamir. Gerðir sporðdrekans í starfí eru oft umdeildar, en svo fremi hann hafi trú á að sé verið að gera rétt ætti hann ekki að taka það of nærri sér. Einhver togstreita í tilfinningalífi margra sporðdreka getur leitt af sér nokkurt umrót og ef til vill breytingar á högum. Þar ættu sporðdrekar samt að huga vel að og sýna hreinskilni, hversu örðugt sem það gæti nú verið honum. Árið verður um margt gæfulegt og viðburðaríkt fyrir sporð- dreka, svo fremi hann geti verið opnari og viðmótsþýðari. Sporðdrekinn veit öðrum betur, að hann er sjarmerandi. Það er engin þörf á að dylja aðra þess jafn vandlega og hann leitast við stundum. Bogmaðurinn 22.nóvember-21 .desember Líklegt er, að margir bogmenn uppskeri laun erfiðis á liðnu ári, hvort sem er í eiginlegri sem óeiginlegri merkingu. Hér er sem sagt átt við bogmenn, sem eru að puða við að koma sér áfram, eða hafa átt í einhvers konar persónulegri glímu. Vegna mismunandi áhrifa stjarnanna á árinu hefur togstreitan einatt verið snúin, en nú gætu línur farið að skýrast. Nýjar hugmyndir bæra á sér og oft tekst að gera þær að veruleika. Bogmenn ættu ekki að hika við að taka áhættu, hvað starfið varðar. Ró- mantíkin verður sveiflukennd - annað hvort væri nú hjá jafn sveiflóttri veru og bogmanni. Margt bendir þó til meira jafn- vægis en áður. Bogmenn ættu að gæta sín á að láta ekki vini eða fjölskyldu gjalda fýrir eigin afglöp. Þeir ættu líka að hafa í huga, að vini sína á maður að nota, en ekki misnota. Vegna glaðværðar og léttrar lundar, að minnsta kosti út á við, eiga bogmenn auðvelt með að afla sér vina og þeim hættir til að taka það sem sjálf- sagt mál. Þótt hugsun bogmannsins sé ekki eins frumleg og djúp og hann hneigist til að trúa sjálfur, vill bogmaðurinn reyna að átta í}ig á sjálfum sér og hann er á margan hátt fróðleiksfús. Hann fer ekki í launkofa með kosti sína, sem er ágætt út af fýrir sig, en óneitanlega mætti sjálfsgagnrýni hans vera gerð í meiri al- vöru. Þó svo það gæti orðið til að þessi glaðsinna náungi þyrfti einnig að horfast í augu við galla sína. Steingeitin 22.desember-19.janúar Miklar og afgerandi breytingar verða í lífi margra steingeita á nýju ári. Síðustu ár hefur Neptúnus verið í merkinu og áhrifa hennar hefur gætt í breytingaátt. En það er bara byrjunin. Um miðjan febrúar fer að komast hressileg hreyfing á, þegar Úran- us, Mars og Satúmus hreyfa sig inn í steingeitina. Þrátt fyrir að steingeitin hafi næmt og ókyrrt taugakerfi er hún einnig gædd óvenjulegri seiglu og dugnaði. Það er heldur ekki allra að taka þeim breytingum, sem upp á koma nú, en steingeitin gerir það, flestum betur. Hún kemst einnig að raun um það fljótlega, að þessar breytingar eru ekki bara spennandi, þær eru beinlínis stórskemmtilegar og eftirsóknarverðar. Steingeitin færist því öll í aukana og lætur meira að sér kveða ekki síst þær steingeitur sem eru í opinberu starfi. Steingeitur sem gegpia yfirmannastörfum verður betur ágengt en áður og almennt er þetta afskaplega líflegt og gjöfult ár fyrir steingeit- ina sem einstaklin g. En samt felur þetta í sér að nokkru leyti, að steingeitin verð- ur að rjúfa tengsl við fortíð, sem hún saknar að sumu leyti. En sú fortíðarhugmynd sem hefur verið í huga steingeitar er ekki lengur raunveruíeg, hún er orðin eins og steingeitin hefði viljað að hún væri en ekki eins og hún var. Þess vegna er líklega öllum hollt að láta hana að baki. Júpiter gefur steingeitinni fýrirheit um lán í ástamálum eftir fyrstu mánuði ársins. Trúlegt er að steingeitin stofni til vináttu eða ástarkynna við manneskju og þau kynni verða henni mikill innblástur. Vatnsberinn, 20.janúar-18.febrúar Vatnsberinn verður aldrei þreyttur á að heyra þær lýsingar á sér, að hann hafi þörf fyrir að vera öðrum óháður, fijálslyndur og hugmyndaríkur. Fátt kemur enda vatnsbera á óvart, enda oft sagt að það sem vatnsberinn sé að hugsa nú, detti öðrum í hug að fimmtíu árum liðnum. Vatnsberinn er fjarri því að vera uppi í skýjunum yfir þessu, hann tekur flestu ósköp rólega og hann er að mörgu leyti skipulagður og praktiskur. Á nýja árinu má vænta þess að vatnsberinn fái alls konar tækifæri og það er sennilegt, að þau geti flest nýst honum, enda hikar vatnsberinn ekki við að taka áhættu, án þess að hann tefli þó of djarft. Vatnsberinn er bestur vina, en hann er seintekinn, þrátt fyrir vingjamlegt viðmót og hann binst ekki tilfinningaböndum við hvem sem er. Hann heldur oft fólki í fjarlægð og er að því leyti líkur sporðdreka, að hann þarf að kynnast mönnum vel, áður en hann getur treyst þeim. Vatnsberinn vill hafa svigrúm til athafna, sem honum finnst eftirsóknarverðar og bindur ekki bagga sömu hnútum og sam- ferðarmenn. Hann er að annarra dómi oft erfiður í samvinnu og sætir oft ámæli fyrir. Á árinu er margt sem bendir til að ógiftir vatnsberar stofni til kynna, sem gætu í sumum tilvikum leitt til hjónabands, eða eldri sambönd eru treyst eða endumýjuð. Einhver fjölskyldumál koma uppá með vorinu, sem nauðsyn- legt er að huga að. Vatnsberinn verður þá að sinna þeim málum af einlægni. Þegar líður fram á haustið fer svo að koma í ljós, hvort ástin reynist jafn haldgóð og eftirsóknarverð og ánægjuleg og útlit var fyrir í fyrstu. Giftir vatnsberar virðast sumir gera upp hug sinn varðandi skilnað eða nýtt uppbyggingarstarf á heimastöðv- um. Árið er fullt af ævintýmm og athöfnum og á það allt mæta vel við vatnsberafólkið. Fiskarnir 19.febrúar-20.mars Fiskamir geta átt von á aðskiljanlegum atburðum, í einkalífí sem í starfi á nýju ári, og þeir eru ekki alls kostar sáttir við suma þá. Margir fiskar hafa að baki ár, þar sem þeir unnu mikið og lögðu, að eigin dómi, grunn að einhveiju varanlegu. Hjá sum- um kemur í ljós að svo var ekki. Og þar sem fiskamir em flestum viðkvæmari, eins og alkunna er, taka þeir þessu á ýmsa vegu. En finnist fískum nú andstreymið í það mesta, einkum í byij- un ársins, ættu þeir samt að forðast að flýja á náðir sjálfsvorkunn- semi, að ekki sé nú minnst á þá vitleysu áð kenna alltaf öðmm um. Kannski þeir hafí ekki unnið af því kappi á árinu gamla og þeir vilja vera láta og því hafi undirstaðan reynst svona veik. En það er aldrei of seint að hefjast handa á nýjan leik. Fiskum hættir til að leita langt yfir skammt en ættu að snúa sér til fjöl- skyldu eða vina ef þeir em að mæðast. Það reynist affarasælast. Nú er ekki svo að skilja að árið nýja bjóði ekki upp á annað en eitthvað sem er erfitt og veldur vonbrigðum. Langt frá því. Fiskamir em stundum svo ótrúlega litlir bógar, að vandamál sem aðrir leysa fyrirhafnarlítið geta vafist fyrir þeim. Það ætti til dæmis að gleðja fiskana, að peningamálin geta haldist í góðu horfi á árinu. Ástin sem er fiskunum undur mikil- væg er að vísu ekki alveg ömgg íremur en annað, en mun þó veita inörgum fiski mikla gleði. Fiskum gefst mörgum kostur á að takast á við ný og spenn- andi verkefni. Ekki að þeir fari inn á nýjar brautir, eins og til dæmis lirútur og krabbi, heldur fá þeir tækifæri til að láta að sér kveða á því sviði, sem þeir em hagvanir. Júní virðist geta orðið hagstæður tími, og þá ættu fískar að hafa augu og eyru opin fyrir nýjum tækifæram. Sama máli gild- ir um þann tíma sem sólin er í merkinu milli 19.febrúar og I ‘JO.mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.