Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 B 35 Erfitt að vera eðlilegur Til Velvakanda. Trína mín þetta er nú alveg svakalegt ástand að karlmenn skuli yrða á þig á böllum og við önnur tækifæri. Það er nú einu sinni svo að oftast fá menn (og konur) sér í glas þegar arkað er á öldurhús og mörg hjónabönd hafa átt sér þá sögu að maður hitti konu eða kona mann á balli og er ekkert við það að athuga. Svo eru til þær konur sem gefa oss karlmönnum undir fótinn, Ábendingar Kæri Velvakandi Eitt sinn las ég frétt í Morgun- blaðinu um bílveltu í Bröttubrekku. Yfirskrift fréttarinnar var: „Setti á sig öryggisbeltið nokkru fyrir slysið.“ Þar sagði frá manni sem skömmu fyrir bílslys setti á sig öryggisbeltið eftir 10 ára gömul dóttir hans hafði spurt hvers vegna hann notaði ekki bílbeltið. Þessi stutta fregn riíjaði upp fyrir mér tvær sögur um það þegar böm flytja mikilvægar ábendingar til manna frá Guði. Agústínus kirkjufaðir segir svo frá að eitt sinn hafi hann verið staddur úti í garði og var að velta fyrir sér kristinni trúfræði. Böm vom að leik í næsta garði og heyr- ir hann eitt bamið hrópa: „Tak þú og les!“ (Tolle lege). Ágústínus tók þetta sem boð frá Guði og fór eft- ir því og las heilaga ritningu sem hann hafði við hlið sér. Hin sagan segir frá Ambrósíusi kirkjuföður. Eitt sinn var hann í kirkju og talaði til fólksins sem nýskipaður landstjóri. Þá hrópaði lítið bam allt í einu: „Ambrósíus biskup!" Hann reyndi að færast undan þessari beiðni Guðs og manna en lét þó undan um síðir. Því em þessar línur settar á blað að þær megi vekja fólk til meðvitundar um það að Guð er að verki enn þann dag í dag og talar til okkar mannanna á margvísleg- an hátt. Einar Ingvi Magnússon þiggja glas (glös) og félagsskap en þurfa svo að „skreppa á klósettið“ rétt fyrir kíukkan hálf þijú og sjást ekki meir! Þetta er ljótur leikur sem er kvenþjóðinni ekki til sóma. Eðlileg viðbrögð við svona svikum er að reyna að finna sér aðra dömu og er sá sjónleikur oft æði skrautlegur þegar menn æða um í leit að draumadísinni rétt fyrir lokun. Oft em menn allá- gengir í þessari dauðaleit og hafa draumadísirnar verið all „þoku- kenndar" svo ekki sé meira sagt! Og að vera „eðlilegur" við svona aðstæður eiginlega ómögulegt. Ekki er hægt að segja annað en að konur á öldurhúsum borgarinn- ar séu frekar hressar. Útlitið, stutt leðurpils, netasokkar, litað hár og rosaleg stríðsmálning er nú ekki beint felulitir þegar vitað er að karlmenn verða á svæðinu eða er öll þessi útlitshönnun ekki til að vekja á sér athygli? Þið emð ekki að fara á bingókvöld hjá kvenfé- laginu í þessari múnderingu elskurnar mínar! Nú, ef þið þurfið að flytja inn karlmenn þá er það velkomið en ætli ungar konur yrðu ekki frekar óhressar með slæðu fyrir andlitinu? G.S. Þessir hringdu . . Ráðhúsið til prýði Ó.G. hringdi: „Ég styð eindregið fyrirhugaða ráðhúsbygginu við Tjömina. Ráð- húsið mun ekki aðeins setja skemmtilegan svip á umhverfi sitt heldur mun það skyggja á húsin innst í Tjamargötu sem em væg- ast sagt ljót. Eg hvet fólk til að skoða þetta svæði og virða fyrir sér húsin, og er ég viss um að allir hljóta að vera því sammála að þau em ekki til prýði. Kofa- dýrkun hefur lengi staðið Miðbænum fyrir þrifum, því þar hefur engu mátt breyta undan- fama áratugi. í þessu máli verður að snúa vöm í sókn.“ Mjólkurbrúsi Mjólkurbrúsi með númerinu 550 var tekinn fyrir skömmu. Þeir sem hafa orðið varir við hann em beðnir að hringja í síma 34741. Gleraugu Kvengleraugu, með blárri og hvítri umgerð og bláum gleijum, töpuðust á aðfangadag, sennilega í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 622088 eða 10297. Fundarlaun. Casiohljómborð Casiohljómborð var tekið í fé- lagsheimilinu Frostaskjóli fyrir nokkm. Þeir sem geta gefíð upp- lýsingar em vinsamlegast beðnir að hringja í Steingrím í síma 12206. Vandi húskaup- enda ekki leystur Húskaupandi hringdi: „Mikill fyrirgangur varð á al- þingi vegna húsnæðisfmmvarps- ins fyrir jólin. En nú, þegar það hefur loks verið aigreitt, er ljóst að flestir umsækjendur lána verða að bíða mjög lengi eftir að fá lán sín afgreidd. Afgreiðsla þessa fmmvarps er því til lítils gagns ein sér. Ríkisstjóminni ber að sjá til þess að lánin sem lofað hefur verið verði afgreidd hið fyrsta.“ SKI-D00 E$CA5»ADE^®Sfcs_=p Frábær fjöðrun. Rotsx motor 500 cm. nýja stillanlega TFtA kúplingin sem slær allt út. • rafr.lart Goður 2 manna sleði. SKI-D00 STRAT0S Sama góða fjöðrunin. Rotax motor 500 cm. Nýja TRA stillanlega kúplingin. SKI-D00 FORMULA MX F0RMULA PLUS Frægur sleði fyrir frábæra útkomu. Rotax motor 462 cm. Mjög skemmtileg fjöðrun, langt belti, TRA stillanlega kúpl- ingin sem þýðir næstum ekkert slit á reimum. 40 lítra bensíntankur. Einnig stóri bróðir Formula Plus, sami búnað- ur en 521,2 cm Rotax motor_90 hö. SKI-D00 SAFARI371 k “ Frábærlega léttur, Ijúfur og hress sleði. 368 cm Rotax motor. Sjálfvirk olíublöndun. Rafstart. QKI.IW) SAFARI 503 R LANGUR (óður Skandic) Frægur sleði fyrir dugnað og áreiðanleika. Afturábakgír, 500 cm Rotax motor, langt belti, sjálfvirk oliublöndun, TRA stillanlega kúplingin, 2 manna sleði með farangursgrind. AKTIVA ALASKA Lengsti og duglegasti sleðinn. Beltislengd 397 cm, breidd 41 cm. 503 cm Rotax motor, hátt og lágt drif, afturá- bakgír, rafstart, hátt litað gler, hituð handföng, rafgeymir 28 AH, stórt farangursrými. Einnig mikið úrval notaðra vélsleða. Erum með ýmiskonar aukabúnað á góðu verði, eins og farangursþotur, bögglabera, króka, hjálma, galla, vettlinga og margt fleira. Gísli Jónsson og Co. hf. Sundaborg 11, sími 686644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.