Morgunblaðið - 07.02.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 07.02.1988, Síða 1
96 SIÐUR B 31. tbl. 76. árg. SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tungtíð tyltírsérá Skálafell Morgnblaðið/Karl T. Sæmundsson Aukin harka að færast í lqaradeilur á Bretlandi London, Reuter. Noriega-málið: Herstjórnin við öllu búin Panamaborg. Reuter. Herforingjastjórnin í Panama hefur vísað á bug ásökunum í Bandaríkjunum á hendur Maunel Noriega leiðtoga landsins og boð- að harkaleg viðbrögð. Segja talsmenn hennar að þolinmæði þeirra sé á þrotum. Að sögn erlendra stjómarerind- reka í Panama hafa íbúar landsins miklar áhyggjur af því hvað muni gerast næst í málinu. Utanríkis- ráðuneytið gaf út harðorða yfírlýs- ingu á föstudag og fordæmdi fíkniefnasmygl og vísaði ákærum á hendur Noriega alfarið á bug. Ýmis teikn hafa verið á lofti um að herstjómin sé í viðbragðsstöðu ef kemur til mótmælaaðgerða í landinu í kjölfar ákæmnnar á hend- ur Noriega. Þjóðin „hefur aldrei orðið vitni að öðm eins“, sagði sendimaður erlends ríkis sem ekki vill láta nafns síns getið. Bandaríkin: Fylgi mælt í frárennsli Emmetsburg, Iowa, Reuter. SAMKVÆMT ailsérstæðri skoð- anakönnun sem gerð var í Iowa í Bandaríkjunum á föstudag eiga forsetaframbjóðendurnir Micha- el Dukakis demókrati og Robert Dole repúblikani mesta mögu- leika í forvalinu í fylkinu á mánudaginn. Könnunin fór þannig fram að útvarpsstöðin KEMB bað hlustend- ur að sturta niður í salemisskálum sínum þegar nöfn frambjóðandans sem þeir styddu væri lesið. Dukak- is fékk mest viðbrögð kjósenda af frambjóðendum demókrata eða 5.110 lítra samkvæmt mælingum vatnsveitu Emmetsburg. Robert Dole bar af félögum sínum í Repú- blikanaflokknum með 4.090 lítra frárennslisvatns. Fyrir fjórum ámm spáði stöðin því réttilega að Walter Mondale næði útnefningu demókrata. VERKFALL rúmlega 30.000 starfsmanna Ford-fyrirtækisins á Bretlandi hefst á miðnætti í kvöld en undanfarna viku hafa hin ýmsu hagsmunasamtök boð- að til verkfalla. Gífurleg ólga er nú á breska vinnumarkaðinum og segja stjórnmálaskýrendur að þetta séu alvarlegustu vinnudeil- ur þar í landi á þessum áratug. Verkamenn í verksmiðjum Ford- fyrirtækisins boðuðu til verkfalls á miðnætti í kvöld eftir stuttan samn- ingafund sem reyndist með öllu árangurslaus. Tæplega 2.000 verkamenn lögðu þegar niður störf en öll framleiðsla í verksmiðjunum mun stöðvast. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem starfsmenn Ford á Bretlandi leggja niður vinnu vegna kjaradeilna. Tap fyrirtækis- ins mun nema um rúmum milljarði íslenskra króna á degi hverjum auk þess sem framleiðslan á meginlandi Evrópu kann að riðlast af þessum sökum. Vinnudeilumar á Bretlandi eru taldar hinar alvarlegustu á þessum áratug og þykir sýnt að mjög muni reyna á Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, á næstunni. Stjómmálaskýrendur segja óvenju mikla hörku hafa hlaupið í kjara- deilumar og erfitt muni reynast að stilla til friðar á vinnumarkaðnum. Verð hlutabréfa í breskum iðnfyrir- tækjum hefur farið lækkandi á fjármálamarkaðnum í London. Á fimmtudag lögðu ferjustarfs- menn niður vinnu og hafa þeir hundsað fyrirskipanir forystu- manna verkalýðsfélags þeirra um að hefja störf á ný. Ferjusamgöng- ur liggja því niðri og fara flutningar yfir til meginlandsins fram með frönskum og belgískum fetjum. Miklar tafír hafa orðið af þessum sökum og hefur skapast vandræða- ástand víða í Ermarsundshöfnum. Hjúkrunarkonur boðuðu til eins dags verkfalls á miðvikudag og hafa talsmenn þeirra sagt að búast megi við frekari aðgerðum um helg- ina. Hjúkrunarkonumar telja að ástand breska heilbrigðiskerfísins sé óviðunandi auk þess sem þær hafa andmælt fækkun starfsfólks í heilbrigðisstéttum. Stjómmálaskýrendur greinir á um hvort verkföllin lýsi almennri óánægju launafólks með kjör sín. Alan Budd, prófessor við London School of Economics, sagði í viðtali á dögunum að rekja mætti kjara- deilumar til hagvaxtar á undan- fömu ári og að launafólk teldi að það ætti rétt á að njóta góðærisins. Sri Lanka: Liðsauki frá Indlandi Colombo. Reuter. STJÓRN Indlands hefur ákveðið að efla her sinn á Sri Lanka með 15.000 mönnum til að bijóta and- stöðu skæruliða tamíla á bak aftur, að því er háttsettir emb- ættismenn i stjórn Sri Lanka sögðu í gær. „Varaliðið á að afgreiða hryðju- verkamennina eins skjótt og auðið er,“ sagði talsmaður vamarmála- ráðuneytis Sri Lanka í gær. Tígramir, skæruliðahreyfmg tamíla, hafa hreiðrað um sig í Batticaloa á austurhluta eyjunnar eftir að þeir urðu að láta borgina Jaffna af hendi síðastliðið haust. Kína: Neyðarástand vegna lifrarbólgu-faraldurs Shangfhai, Hong Kong. Reuter. YFIRVÖLD heilbrigðismála í Kína og Hong Kong hafa vax- andi áhyggjur af því hversu lifrarbólga hefur breiðst hratt út að undanförnu. Óstaðfestar fréttir berast af því að fjöldi lifrarbólgutilfella í vesturhér- uðum Kina nálgist 40.000. Talsmaður heilbrigðisskrifstof- unnar í Shanghai sagði í gær að yfir 15.000 manns .væru sýktir af lifrarbólgu (hepatitis) í borg- inni. Sagði hann að sjúku fólki hefði verið komið fyrir í sam- komuhúsum og skólum vegna þess að sjúkrahús í borginni væru yfírfull. Þeir sem ekki 'eru taldir alvarlega sjúkir eru sendir heim. Búist er við að flestir þeirra sem hafa verið lagðir inn í sjúkrahús þurfi að dvelja þar í um mánaðar- tíma. í Hong Kong hafa nú þegar verið skráð 483 tilfelli af lifrar- bólgu á árinu, en það er um þriðjungur allra skráðra tilfella á síðasta ári. Hafa stjómvöld miklar áhyggjur af fólki sem væntanlega mun fara til Kína í tengslum við nýársfagnaðinn 17. febrúar. Venjulega hefur um hálf milljón manna farið frá Hong Kong yfir landamærin til Kína til þess að fagna nýju ári. Bandaríski ræðismaðurinn í Hong Kong hefur beðið ferða- menn að gera ráðstafanir vegna hættu á lifrarbólgusmiti. Hafa ferðamenn verið varaðir við því að drekka ósoðið vatn og að borða hráan mat.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.