Morgunblaðið - 07.02.1988, Síða 41

Morgunblaðið - 07.02.1988, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 41 ELDHÚSKRÓKURINN Dæmigert enskt teborð Bretar eru frægir fyrir te- drykkju sína síðdegis, og í dæmigerðu teboði er meðlætið heimabakað. Það ætti ekki að vera erfitt, þvi meðlætið má baka með nokkrum fyrirvara, og hér á eftir fara uppskriftir af þremur tegundum, sem vin- sælar eru þar úti. Gott er að vera búin að leggja á borðið áður en gestirnir mæta. Að sjálfsögðu eiga að vera þar te- bollar með kökudiskum, teskeiðum, smjörhnífum, kökugöfflum og ser- víettum. Þá ber að hafa á borðinu smjörskálar, marmelaði og sultu, og gjaman hunang og ost. Við eig- um að visu ekki ekta enskan cheddar-ost, en þá má nota t.d. óðals-, búra- eða maribó-osta. Ekki má svo gleyma mjólk, sykri og sítrónu, og gott er að hafa ristað brauð, sem geymist volgt ef því er pakkað inn í tauservíettu. Teið er látið trekkja í stórri te- könnu. Reiknað er með 2-3 matskeiðum af teblöðum i lítra af sjóðandi vatni, og nægir það í 4-5 stóra tebolla. Betra er að hafa teið sterkt.og bera fram með því könnu af sjóðheitu vatni svo hver geti þynnt það eftir smekk. Smáhorn 12-16 stk. Homin em borðuð með smjöri og osti eða marmelaði. Þaii má baka með góðum fyrirvara og frysta þau. Svo em homin þídd upp og látin volgna vel í ofni áður en þau era borin fram. í homin þarf 25 gr. smjör, 2V2 dl mjólk, 25 gr. þurrger, V4-V2 tesk. salt, 1 tesk. sykur, 400-500 gr. hveiti. Penslað með bræddu smjöri eða hrærðu eggi. Skreytt með birkikomi. Bræðið smjörið, bætið mjólkinni út í og haldið blöndunni volgri. Hrærið gerið út í smáskammti af volgu blöndunni, bætið svo áf- gangnum af blöndunni út í ásamt salti, sykri og um Va af hveitinu. Hnoðið deigið mjúkt og spmngu- laust, breiðið yfir það og látið lyfta sér á volgum stað í hálftíma. Hnoðið svo deigið á ný með af- gangnum af hveitinu þar til það er mjúkt og meðfærilegt. Skiptið þvi í tvennt og fletjið út í tvo hring- laga parta. Skerið hvom hring í fjórðunga eða áttunga sem svo er rúllað saman, þeir settir á smurða bökunarplötu og mótuð úr þeim hom. Endinn á deiginu á að snúa niður. Homin em látin lyfta sér enn í hálftíma á plötunni. Nú em homin pensluð með bræddu smjöri eða eggi, birkikomi stráð yfir, og homin bökuð í miðj- um ofni við 250 gráðu hita í 8-10 mínútur eða þar til þau em orðin gullin og gegnbökuð. Agúrkusamlokur 24-30 stk. Bezt er að kaupa samlokubrauð- ið tveimur dögum fyrir teboðið. Þegar það er nýbakað er bæði erf- iðara að skera það í þunnar sneiðar og að smyrja það. Það á að smytja samlokumar tímanlega, því helzt þurfa þær að btða í pressu. Þá verður betra að skera þær í snotra þríhyminga, sem er gert um tveim- ur tímum fyrir boðið. Svo em þríhymingamir settir á fat, breitt yfir þá og þeir geymdir f kæli. í samlokumar þarf 1 samloku- brauð, um 200 gr., lint smjör, 1 agúrku, og fyrir þá sem vilja örlí- tið af smátt söxuðum graslauk. Skorpan er skorin af brauðinu og það svo skorið eftir endilöngu ! 9 þunnar sneiðar. Smyijið sneið- amar með smjöri og þekið þær með þunnum agúrkusneiðum. Þeir setn vilja dreifa svo saxaða gras- lauknum yfír. Leggið brauðsneið- amar saman þijár og þijár svo úr verði þijár langar samlokur. Sam- lokumar settar í pressu 0g látnar standa á köldum stað í að minnsta Hostu tvo tíma, jafnvel næturlangt. Svo em samlokumar skomar niður í þríhyminga, þeim raðað á fat og breitt yfir. Svo er fatið sett á kald- an stað eða í kæli þar til bera á brauðið fram. Muffins með möndluhjúp 20 stk. Kökumar má baka með löngum fyrirvara, frysta þær og þíða svo daginn fyrir teboðið. Bezt er að baka þær í litlum formum úr pappír eða álpappír, en þessi form fást vfða. í 20 svona formkökur, eða muff- ins eins og Bretinn nefnir þær, fara 2 egg, 200 gr. sykur, 165 gr. hveiti, 2 tesk. lyftiduft, 50 gr. smjör, 1 dl. mjólk og rifinn börkur af 1 appelsínu. Til að búa hjúpinn þarf 50 gr. af afhýddum og söxuð- um möndlum, 50 gr. smjör, 75 gr. sykur, 1 matsk. hveiti og 3-4 matsk. af ijóma. Þeytið saman egg og sykur þar til létt og freyðandi. Blandið hveit-* inu blönduðu lyftidufti út f. Bræðið smjörið, látið það kólna og hellið þvf svo út í deigið til skiptis við mjólkina og rifna börkinn. Nú er að laga möndluhjúpinn. Setjið möndlur, smjör, sykur, hveiti og ijóma í pott með þykkum botni. Hrærið f á meðan þið látið sjóða þar til orðið þykkt. Svo er massan- um haldið volgum. Skiptið kökudeiginu í pappfrs- eða álpappírsformin og bakið í miðjum oftii við 226 gráðu hita í 6-7 mínútur. Takið kökumar út og skiptið volgum möndluhjúpnum yfir þær. Svo em kökumar settar í ofninn á ný f um 2 mfnútur, eða þar til fallega gulbrúnar. Látið kökumar kólna á bökunarrist, og berið þær fram í formunum. verslun okkar í ny húsa- kynni að Auðbrekku 9-1 1 . Verið velkomin RflFBÚÐIN S. Guðjónsson hf. Heildverslun GoldStar 20" sjónvarpstæki ViAat-irassi og góður hátalari tölvu beintenging m stgr. V Aðeins kr. * Fjarstýring * Sjálíleitari Greiðslumáti Kr. Grunnverð 30.400,- Staðqreiðsluverð 28.800,- Eurokredit ti til allt að 11 mán. Engin útborgun Visa raðgreiðslur til allt að 12 mán. Engin útborgun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.