Morgunblaðið - 07.02.1988, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 07.02.1988, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 41 ELDHÚSKRÓKURINN Dæmigert enskt teborð Bretar eru frægir fyrir te- drykkju sína síðdegis, og í dæmigerðu teboði er meðlætið heimabakað. Það ætti ekki að vera erfitt, þvi meðlætið má baka með nokkrum fyrirvara, og hér á eftir fara uppskriftir af þremur tegundum, sem vin- sælar eru þar úti. Gott er að vera búin að leggja á borðið áður en gestirnir mæta. Að sjálfsögðu eiga að vera þar te- bollar með kökudiskum, teskeiðum, smjörhnífum, kökugöfflum og ser- víettum. Þá ber að hafa á borðinu smjörskálar, marmelaði og sultu, og gjaman hunang og ost. Við eig- um að visu ekki ekta enskan cheddar-ost, en þá má nota t.d. óðals-, búra- eða maribó-osta. Ekki má svo gleyma mjólk, sykri og sítrónu, og gott er að hafa ristað brauð, sem geymist volgt ef því er pakkað inn í tauservíettu. Teið er látið trekkja í stórri te- könnu. Reiknað er með 2-3 matskeiðum af teblöðum i lítra af sjóðandi vatni, og nægir það í 4-5 stóra tebolla. Betra er að hafa teið sterkt.og bera fram með því könnu af sjóðheitu vatni svo hver geti þynnt það eftir smekk. Smáhorn 12-16 stk. Homin em borðuð með smjöri og osti eða marmelaði. Þaii má baka með góðum fyrirvara og frysta þau. Svo em homin þídd upp og látin volgna vel í ofni áður en þau era borin fram. í homin þarf 25 gr. smjör, 2V2 dl mjólk, 25 gr. þurrger, V4-V2 tesk. salt, 1 tesk. sykur, 400-500 gr. hveiti. Penslað með bræddu smjöri eða hrærðu eggi. Skreytt með birkikomi. Bræðið smjörið, bætið mjólkinni út í og haldið blöndunni volgri. Hrærið gerið út í smáskammti af volgu blöndunni, bætið svo áf- gangnum af blöndunni út í ásamt salti, sykri og um Va af hveitinu. Hnoðið deigið mjúkt og spmngu- laust, breiðið yfir það og látið lyfta sér á volgum stað í hálftíma. Hnoðið svo deigið á ný með af- gangnum af hveitinu þar til það er mjúkt og meðfærilegt. Skiptið þvi í tvennt og fletjið út í tvo hring- laga parta. Skerið hvom hring í fjórðunga eða áttunga sem svo er rúllað saman, þeir settir á smurða bökunarplötu og mótuð úr þeim hom. Endinn á deiginu á að snúa niður. Homin em látin lyfta sér enn í hálftíma á plötunni. Nú em homin pensluð með bræddu smjöri eða eggi, birkikomi stráð yfir, og homin bökuð í miðj- um ofni við 250 gráðu hita í 8-10 mínútur eða þar til þau em orðin gullin og gegnbökuð. Agúrkusamlokur 24-30 stk. Bezt er að kaupa samlokubrauð- ið tveimur dögum fyrir teboðið. Þegar það er nýbakað er bæði erf- iðara að skera það í þunnar sneiðar og að smyrja það. Það á að smytja samlokumar tímanlega, því helzt þurfa þær að btða í pressu. Þá verður betra að skera þær í snotra þríhyminga, sem er gert um tveim- ur tímum fyrir boðið. Svo em þríhymingamir settir á fat, breitt yfir þá og þeir geymdir f kæli. í samlokumar þarf 1 samloku- brauð, um 200 gr., lint smjör, 1 agúrku, og fyrir þá sem vilja örlí- tið af smátt söxuðum graslauk. Skorpan er skorin af brauðinu og það svo skorið eftir endilöngu ! 9 þunnar sneiðar. Smyijið sneið- amar með smjöri og þekið þær með þunnum agúrkusneiðum. Þeir setn vilja dreifa svo saxaða gras- lauknum yfír. Leggið brauðsneið- amar saman þijár og þijár svo úr verði þijár langar samlokur. Sam- lokumar settar í pressu 0g látnar standa á köldum stað í að minnsta Hostu tvo tíma, jafnvel næturlangt. Svo em samlokumar skomar niður í þríhyminga, þeim raðað á fat og breitt yfir. Svo er fatið sett á kald- an stað eða í kæli þar til bera á brauðið fram. Muffins með möndluhjúp 20 stk. Kökumar má baka með löngum fyrirvara, frysta þær og þíða svo daginn fyrir teboðið. Bezt er að baka þær í litlum formum úr pappír eða álpappír, en þessi form fást vfða. í 20 svona formkökur, eða muff- ins eins og Bretinn nefnir þær, fara 2 egg, 200 gr. sykur, 165 gr. hveiti, 2 tesk. lyftiduft, 50 gr. smjör, 1 dl. mjólk og rifinn börkur af 1 appelsínu. Til að búa hjúpinn þarf 50 gr. af afhýddum og söxuð- um möndlum, 50 gr. smjör, 75 gr. sykur, 1 matsk. hveiti og 3-4 matsk. af ijóma. Þeytið saman egg og sykur þar til létt og freyðandi. Blandið hveit-* inu blönduðu lyftidufti út f. Bræðið smjörið, látið það kólna og hellið þvf svo út í deigið til skiptis við mjólkina og rifna börkinn. Nú er að laga möndluhjúpinn. Setjið möndlur, smjör, sykur, hveiti og ijóma í pott með þykkum botni. Hrærið f á meðan þið látið sjóða þar til orðið þykkt. Svo er massan- um haldið volgum. Skiptið kökudeiginu í pappfrs- eða álpappírsformin og bakið í miðjum oftii við 226 gráðu hita í 6-7 mínútur. Takið kökumar út og skiptið volgum möndluhjúpnum yfir þær. Svo em kökumar settar í ofninn á ný f um 2 mfnútur, eða þar til fallega gulbrúnar. Látið kökumar kólna á bökunarrist, og berið þær fram í formunum. verslun okkar í ny húsa- kynni að Auðbrekku 9-1 1 . Verið velkomin RflFBÚÐIN S. Guðjónsson hf. Heildverslun GoldStar 20" sjónvarpstæki ViAat-irassi og góður hátalari tölvu beintenging m stgr. V Aðeins kr. * Fjarstýring * Sjálíleitari Greiðslumáti Kr. Grunnverð 30.400,- Staðqreiðsluverð 28.800,- Eurokredit ti til allt að 11 mán. Engin útborgun Visa raðgreiðslur til allt að 12 mán. Engin útborgun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.