Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 1
fltofgttiiltfiifrife SUNNUDAGUR 28. FEBRUAR iosp PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS JONAS JÓNSSON í KLETTI Er sáttur við að hætta efitír 50ára starf við þernian atvinnuveg Jónas Jónsson, framkvæmda stjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar hfsem nú er á 76. aldursári vinnur á'morgun sinn sfðasta vinnudag hjá því fyrirtæki sem hann hefur helgað starfskrafta sína í 35 ár. Áður starfaði hann hjá Síldarbræðslunni hf. á Seyðisfirði í 15 ár, lengst af sem framkvæmdastjóri hennar. Jónas í Kletti eins og hann er oft nefndur hefur því í hálfa öld verið með hugann við síldina og loðnuna og í 45 ár gegnt erilsömu starfi sem framkvæmdastjóri við að koma afurðum hennar og annars sjávarfangs í verð innanlands og utan. Er það trúlega lengsti ferill núlifandi íslendings í starfi sem þessu. Jónas Jónsson er fæddur á Seyðisfirði árið 1912 og árið 1931 lauk hann prófi frá Verslunarskólanum. For- eldrar hans voru Jón Gunnlaugur Jónasson, sem var fyrsti íslenski málarameistarinn og rak hann einnig versl- un á Seyðisfírði og Anna Sigmundsdóttir. Kona Jónasar er Kristín Ingvarsdóttir og eru börn þeirra Jónasar tvö. í nokkur ár starfaði Jónas við verslun föður síns á Seyð- isfírði en var árið 1938 ráðinn sem bók- haldari og gjaldkeri Síldarbræðslunnar hf. á Seyðisfirði. Jónas er spurður um ástæður þess að hann skipti um starf. Vantaði mann „Eftir nokkurra ára starf í verslun föður míns fór ég að svipast um eftir möguleikum á öðru starfi. Mér þótti nokkuð ljóst að hjá föður mínum yrði ekki endilega til frambúð- ar starf fyrir okkur tvo bræðuma sem þar höfðum unnið og því atvikaðist það þannig að ég sótti um starf bókhaldara hjá Síldar- bræðslunni hf. sem einmitt vantaði slíkan mann árið 1938. Síðan hef ég haldið mig við þessa atvinnugrein og kunnað ágætlega við mig!“ Jónas hélt árið eftir út í heim til að kynna sér starfsemi síldar- og fiskimjölsverk- smiðja: „Já, ég dvaldi í Þýskalandi í eina þijá mánuði, fékk frí frá störfum til þess að kynna mér svona starfsemi. Þýskaland varð fyrir valinu meðal annars vegna þess að ég vildi læra málið betur. í hafnarborg við Bremerhaven var þá rekin mjög fullkomin verksmiðja og kynntist ég þá vel rekstri slíkrar verksmiðju og hafði mikið gagn af þessari dvöl.“ Jónas var ráðinn framkvæmdastjóri Síldarbræðslunnar hf. árið 1943 og gerðist jafnframt hluthafi — með góðum mönnum," segir hann. „A þessum árum var stundum erfitt að fá hráefni til verksmiðjunnar á Seyðisfirði. Síldin veiddist aðallega fyrir norðan Langa- nes og mönnum þótti of löng sigling til okkar. Var því brugðið á það ráð að fá nokkra útgerðarmenn úr Reykjavík til að gerast hluthafar til að reyna að hafa áhrif á að skipin kæmu til okkar með síld. Þetta bætti mjög hag okkar og á þessum árum kynntist ég Ingvari Vilhjálmssyni útgerðar- manni sem þá átti einnig hlut í Klettsverk- smiðjunni í Reykjavík." Eftir að hafa starfað sem framkvæmda- stjóri Síldarbræðslunnar á Seyðisfirði í 10 ár flutti Jónas til Reykjavíkur. Þá vantaði nokkuð óvænt mann til að veita Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni forstöðu og fannst Ingvari það nærtækast að fela Jónasi um- SJÁ BLAÐSÍÐU 2B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.