Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 Einum litningi ofaukið Talið er að eitt af hverjum þúsund börnum sem fæðast sé mongólíti. Því má ætla að þrjú til fjögur slík börn fæðist árlega hér á landi. í einlægum viðtölum er rætt við nokkra einstaklinga sem haldnir eru Down Syndrome eða mongól- isma og aðstandendur þeirra. Rætt er um langanir þeirra og vænting- ar, gleði og sorg og ekki síst eigin stöðu, þá kröfu þeirra að fá að vera fullgildir meðlimir í mannlegu samfélagi. Mæðgur á sömu braut Sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni. Nýtt Líf ræðir við þrjár af okk- arefnilegustu ungu leikkonum sem allar eiga það sameiginlegt að hafa fetað í fótspor mæðra sinna. í við- tölum ræða þær um leiklistina, starfið og hvers vegna þær völdu að leggja út á leiklistarbrautina. Þær trúa á aga - við á ástina Tónlistin og trúin eru hin mótandi öfl í lífi UnnarMaríu Ingólfsdóttur. Hún er alin upp í tónlist og sjálf segist hún spila drottni til dýrðar. Það sem vantaði á lífshamingjuna fann hún í London og síðar í Sviss þar sem hún býr og starfar ásamt eiginmanni sínum og litlu dóttur- inni Katrínu Maríu. í einlægu við- tali við blaðamann Nýs Lífs ræðir hún trúna, tónlistina, móðurhlut- verkið og skoðanir sínar á stöðu kvenna og hvernig þær fara saman við ríkjandi stöðu kvenna í Sviss. Lífsbók Laufeyjar Laufey Jakobsdóttir, „Amman Grjótaþorpinu" sem helgaði sig baráttunni fyrir velferð veglausra unglinga. Að launum hlaut hún Sifjaspell Sifjaspell eru líklega sá glæpur sem hvað best hefur verið falinn í þjóð- félagi okkar og viðgengist hefur refsingarlaust. Um leið er þetta glæpur sem ekki verður bættur eða goldið fyrir. Umræða um sifjaspell á íslandi var opnuð fyrir örfáum árum. En hvað eru sifjaspell? Eru þau geðveila? í hvaða stéttum og við hvaða kringumstæðureiga þau sér stað? Hversu algeng eru sifja- spell? Hverjar eru afleiðingar þeirra og hversu hræðilegar eru þær? vináttu þeirra og virðingu. í opin- skáu viðtali greinir hún frá baráttu sinni við „krókódílamennina" og kerfið og samskiptum sínum við foreldra og lögreglu. Hún dregur upp fyrir okkur mynd af skugga- hliðum mannlífsins sem fæstir vilja kannast við. Frjálst framtak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.